Morgunblaðið - 03.01.1997, Side 16

Morgunblaðið - 03.01.1997, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Hættuástand skapaðist og slökkvilið kvatt að áramótabrennu í Stykkishólmi Kvoðu dælt yf- ir bensíndælur Stykkishólmi - Fljótlega eftir að kveikt hafði verið í áramótabrennu í Stykkishólmi á gamlárskvöld hvessti af suðri svo ýmislegt laus- legt fauk brennandi úr bálkestin- um. Töluverð hætta skapaðist af þessum sökum þar sem bensinstöð er nálægt og var leitað aðstoðar slökkviliðsins. Er vindáttin breyttist byijuðu brennandi pappakassar og annað lauslegt að §úka, m.a. í áttina að og yfir bensínstöðina sem er í út- jaðri bæjarins. Logandi kassar bár- ust víða, m.a. upp á bílskúrsþak sem er í 200-300 metra fjarlægð frá bálkestinum. Skapaðist tölu- verð hætta svo að slökkviliðið var kallað út. Dældi það kvoðu yfir bensíndælur, bensínbíl og planið fyrir framan bensínstöðina. Einnig var dælt vatni á brennuna til að minnka logana. Brennustæðið hefur verið notað í mörg ár og aldrei skapast hætta fyrr, enda aðrar áttir yfirleitt ríkj- andi hér á þessum árstíma. Seinna um kvöldið lægði og gerði besta veður. Friðsamleg áramót Áramótin fóru friðsamlega fram í Stykkishólmi eins og til er ætl- ast. Tveir dansleikir voru haldnir bæði á Hótel Stykkishólmi og veit- ingahúsinu Knudsen. Bæði þar og í heimahúsum fögnuðu Hólmarar nýju ári og þökkuðu fyrir það sem var að kveðja, en það reyndist íbú- um Stykkishólms vel. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Á LEIKFANGASÝNINGUNNI voru m.a. leikföng frá árinu 1936. Sýning á gömlum leikföngum Grundarfirði - Dagana 21.-23. desember var haldin sýning á gömlum leikföngum og vakti hún mikla athygli. Kenndi þar ýmissa grasa, t.d. voru elstu leikföngin frá árinu 1936, s.s. bollastell og kommóða. Þeir sem stóðu að þessari sýn- ingu voru félagar í Unglinga- deildinni Pjakki sem er félags- skapur unglinga á aldrinum 14-18 ára sem hafa áhuga á slysavörnum, björgunarmálum og útivist. Boðið var upp á kaffi og með- læti. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson KÓR Landakirkju á tónleikunum. Jólatónleikar kórs Landakirkju Vestmannaeyjum - Kór Landa- kirkju í Eyjum hélt árlega jólatón- leika sína skömmu fyrir jól. Að vanda var fjölbreytt efnisskrá á tónleikunum og sótti fjölmenni tón- leikana sem haldnir voru í Landa- kirkju. Sigrún Hjálmtýsdóttir var einsöngvari á tónleikunum en einn- ig léku Eva Lind Ingadóttir, Rann- veig Rós Ólafsdóttir og Védís Guð- mundsdóttir á þverflautu og Grettir Jóhannesson á trompet. Guðmund- ur H. Guðjónsson stjórnaði söngn- um og lék á orgel. Verk eftir Hándel, Mozart, Verdi, Bach og Sigvalda Kaldalóns voru meðal þess sem var á efnisskrá tónleikanna. í lok tónleikanna kveiktu allir gestirnir á kertum, risu úr sætum og sungu Heims um ból með kórnum. Tónleikarnir voru mjög vel heppnaðir og voru áheyrendur geysilega ánægðir í lok þeirra. SIGRÚN Hjálmtýsdóttir söng einsöng á tónleikunum. Morgunblaðið/Alds Hafsteinsdóttir FJÖRUG tískusýningin vakti mikla athygli. Unglingar selja upp tískusýningu í Hveragerði Hveragerði - Tískusýning er ekki bara tískusýning. Það gera þau sér grein fyrir nú krakkarnir í Grunn- skólanum í Hveragerði sem settu upp glæsilega tískusýningu á jólaballi félagsmiðstöðvarinnar Skjálftaskjóls í Hveragerði skömmu fyrir jól. Álls tóku 17 unglingar úr 8., 9. og 10. bekk þátt í sýningunni. Lögðu þau á sig ómælda vinnu við undirbúning og æfingar í tvær vikur en krakkarn- ir sáu sjálf um allt skipulag sýningar- innar. Æfa þurfti hreyfingar á svið- inu, hugsa fyrir hárgreiðslu, málun, fatnaði og öðru sem tilheyrir. Fatn- aður var fenginn að láni hjá verslun- inni Mótor í Reykjavík. Á jólaballið mættu um 120 unglingar, þeirra á meðal var hópur sem sérstaklega var boðið frá Þorlákshöfn. Hljómsveitin Riff Reddhedd lék síðan fyrir dansi fram eftir kvöldi. Bandaríkjamenn á djasshátíð Morgunblaðið/Aldís Hafsleinsdóttir LEIKNI Johns Webers við pianóið vakti athygli. Hveragerði - Góðir gestir gistu Hveragerði um síðastliðna helgi en þá stóð Hótel Hveragerði fyrir djasshátíð. Af því tilefni komu hingað til lands þau Susanne Palm- er og John Weber frá Bandaríkj- unum. John Weber var á ferð hér á landi fyrr á síðasta ári er hann sýndi snilli sína við píanóið á Lista- hátíð. Susanne Palmer er djass- söngkona sem notið hefur vinsælda í Bandaríkjunum. Hún hefur sung- ið með fjölmörgum þekktum djass- sveitum en starfar nú sem söng- kona Absolute-flokksins. Á laugardagskvöldið fengu þau Susanne og John íslenskan liðstyrk en þá bættust þeir Guðmundur Steingrímsson trommuleikari og Tómas R. Einarsson bassaleikari í hópinn. Allt sýndi hljómlistarfólkið tilþrif þetta kvöld og vakti leikni Johns Webers við píanóið ekki hvað síst mikla aðdáun viðstaddra. Einnig var gaman að fylgjast með því hversu gott samspilið var á milli þeirra Tómasar og Guðmund- ar og síðan þeirra Johns og Sus- anne, en ómögulegt var að heyra á flutningi þeirra að þau fjögur hittust fyrst þetta sama kvöld. Að tónleikunum loknum klöpp- uðu áheyrendur listamönnunum lof í lófa og greinilegt var að viðstadd- ir skemmtu sér konunglega. Morgunblaðið/Jenný NOKKRIR nemendur Drangsnesskóla með hluta af nýju verk- færunum: Hafþór, Sölvi, Þórdís, Magnús, María, Steinar, Birta, Olafur, Dagbjört, Unnur og Aðalbjörg. Drangsnesskóla berast gjafir Drangsnesi - Útgerðarmenn á Drangsnesi færðu Drangsnesskóla ýmis verkfæri til smíðakennslu að gjöf rétt fyrir jólin. Verkfærin til smíðakennslu í Drangsnesskóla voru bæðin orðin gömul og léleg og voru farin að týna tölunni. Þetta ástand hefur að sjálfsögðu komið niður á smíðakennslu í skólanum og hefur hún legið niðri nú síðustu ár. Nú stendur þetta allt til bóta því skólanum voru færð mörg smíða- verkfæri, allt frá skrúfjárnum upp í súluborvél, svo nú ætti ekkert að vera að vanbúnaði að krakkarnir læri réttu handtökin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.