Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Bassasöngvaramir eru á uppleið Magnús Ólafur Vignir Baldvinsson Albertsson TONUST íslcnska ópcran EINSÖNGSTÓNLEIKAR Magnús Baldvinsson bassi og Ólafur Vignir Albertsson píanó. Mánudagur 30. desember 1996. ÞEGAR einsöngvarinn stígur á tónleikapall með nótnabók í hendi, kemur henni fyrir á nótnastandi, opnar hana og lítur síðan varla upp úr henni fyrr en tónleikamir eru á enda, ber hann með sér þau skila- boð til áheyrandans að kunnáttu í texta sé ábótavant eða að nótur þurfi til að komast í gegnum lögin. I námsskrá fyrir söngnemendur er tekið fram að í prófum milli stiga verði nemandinn að syngja próf- verkefnin utan að og þá sömu kröfu verður að gera til atvinnumanns í faginu sem stígur á stokk og vill láta taka sig alvarlega. Þessi yfir- sjón ætti að vera Magnúsi óþörf þar sem hann virðist afar traustur söngvari, röddin situr vel og er jöfn á öllu raddsviðinu og músíklega virðist Magnús ekki eiga við neitt minnisleysi að glíma. Magnús er einn af fjölmörgum bössum íslensk- um, sem annaðhvort eru fastráðnir við óperuhús á meginlandinu eða eru stöðugir þar sem gestasöngvar- ar og að fjölda til a.m.k. búnir að skjóta tenórunum aftur fyrir sig, nokkuð sem ekki var reiknað með á árum áður. Eins og fyrr sagði hefur Magnús vel þjálfaða rödd og hvorki hæð eða dýpt virðist vera honum vandamál og oft bregður fyrir mjög fallegnm lit í röddinni, og eftirtektarverða leiktakta sýndi hann og í sumum aríunum sem hann söng. Eftir- minnilegast voru aríurnar úr La Sonnanbula (Bellini), úr Rakar- anum (Rossini) þar sem reyndar hröðu kaflarnir máttu ekki hægari vera, svo og sýndi hann veruleg tilþrif í aríunum eftir Verdi sem hann lauk tónleikunum með. Víða nokkuð var komið við í efnisvali og var íslenski þátturinn þrjú lög, í dag, eftir Sigfús Halldórsson, Bik- arinn eftir Eyþór og Hamraborgin eftir Kaldalóns. Þessi lög byggði Magnús öll vel upp, nær því að hver hending væri nákvæmt út- hugsuð og formuð, en þrátt fyrir þessi ágætu vinnubrögð, sem maður mætir of sjaldan, var eins og púðr- ið vildi ekki tendrast, lögin fengu einhvern veginn ekki það loft undir vængina sem til þurfti, kannski var þetta að einhveiju leyti því að kenna að Magnús lét nótnablöð- in binda sig um of. Forvitnilegt var að heyra Hamraborgina sungna af bassa, en efins er ég í að nokkr- um bassa muni nokk- urn tíma takast að fá stjörnuhimininn til að loga, þetta lag er skrifað og hugsað fyr- ir tenór. Magnús söng einnig lög úr am- erískum söngleikjum og kvikmynd- um og þrátt fyrir veru sína, nám og störf, í Bandaríkjunum og þrátt fyrir að öll atriði væru vel og rétt hugsuð, vantaði frelsið og augna- blikið í flutninginn og ennþá kenni ég, að nokkru, nótnalestrinum þar um. Ólafur Vignir er fæddur píanó- leikari með söngvurum, mjög ör- uggur og fylgir söngvaranum sér- deilis vel, ef eitthvað mætti að finna væri kannski hlédrægni um of, á köflum, og að leyfa sér að taka frumkvæðið á örlagastundum. Magnús Baldvinsson er mjög efni- legur bassi, en stundum tekur tíma að komast fyrir horn og lífið er stutt á meðan listin er eilíf og virð- ast alltaf vera skrefínu á undan. Ragnar Björnsson -?■ Dansráð íslands Trytpr rtao thópi nýtt Innritun í símum 553 6645 og 568 5045 alla daga kl. 12-19. Opið hus sunnudaginn 5. janúar. kl. 14-17 DANSSKOU Jóns Féturs og Köru Umboðsaðili fyrir hina frábœru Supadance dansskó Bolholt 6, 105 Reykjavík, sími 553 6645/568 5045, fax 568 3545 „FROSKUR aflífaður í 90 prósent spíra.“ Sæluríki Bjarna Sigurbj örnssonar SÝNING á verkum Bjarna Sigur- björnssonar í Sjónarhóli, Hverfisgötu 12, verður opnuð laugardaginn 4. janúar kl. 15 og hefur sýningin hlot- ið heitið „Sæluríkið". A sýningunni eru fimm verk. Þau eru öll í stærri kantinum eða hér um bil 2x3 metrar. í kynningu segir; „Tæknin sem Bjarni fitjar hér upp á er ekki beinlín- is ný af nálinni. Óðru máli gegnir um tilhögunina. I stað striga hefur hann kosið að mála á heljarstórar, háglansandi plexiglersplötur. Bjarni sparar hvergi við sig hnausþykka olíuna og aðra kemíska ólyfjan sem hann smyr, kreistir, gustar og þeytir á flötinn af yfirgangslegum eldmóð. Mörg pensilförin skaga það mikið fram að einna helst minnir á viða- mikla líffæraaðgerð. Eða kannski öllu frekar áríðandi líffæraflutning. Plexiglerið hangir á hárfínum stál- pinnum og virðist svífa í lausu lofti á skurðstofu þessa hvítþvegna sýn- ingarsalar. Hins vegar lætur Bjami máluðu hliðina snúa inn að vegg svo segja má að áhorfandinn sjái aðgerð- ina frá „sjónarhóli strigans". Þetta er fimmta einkasýning Bjarna, en hann hefur haldið tvær sýningar á Mokka og eina í gallerí- inu Við Hamarainn. Bjarni stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands eftir að hafa lokið prófi í bifreiðasmíði frá Tækniskólanum í Reykjavík og útskrifaðist með MFA gráðu í málun frá San Francisco Institute árið 1996. Með sýningunni fylgir hugleiðing um myndlist Bjarna eftir Jón Proppé listh'eim- speking. Sjónarhóll starfar í samvinnu við Menningarmiðstöðina Gerðuberg og er styrktur af atvinnulífinu. Sal- urinn er opinn fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14 til 18. Fékk heiðurs verðlaun frönsku akademíunnar ERLINGUR E. Hall- dórsson, rithöfundur og þýðandi, hefur fengið heiðursverðlaun frönsku akademíunnar fyrir íslenska þýðingu sína á heildarverki franska rithöfundarins Frangois Rabelais (um 1495-1553), Garg- antúi og Pantagrúll, sem kom út hjá Máli og menningu 1993. Verðlaunin eru veitt fyrir kynningu á franskri tungu og bók- menntum. I samtali við Morgunblaðið sagði Erlingur að það væri sér mikill heiður að þiggja verðlaun- in en hann tók formlega við þeim 5. desember síðastliðinn. Að sögn Erlings hefur bókin hlot- ið góðar viðtökur hér á landi. „Hún hefur selst vel og vakið mikla at- hygli. Þetta er afar nýstárleg bók við þegar það les hana. Það hefur aldrei áður verið þýddur stafur eftir þennan höfund á íslensku en hann telja Frakkar meðal helstu rithöfunda sinna.“ Erlingur segist hafa verið fímmtán ár að þýða rit Rabelais enda sé text- inn afar erfiður viðfangs. „Frakkar sjálfír eiga erf- itt með að skilja þennan texta því hann er á svo fomu máli. Ég fór þá leið að þýða á eðlilegt íslenskt mál í stað þess að reyna að fyma það. Ég hafði það að leiðar- ljósi að fínna hliðstæður við frumtextann og ég held að það hafi tekist bærilega." Erlingur lærði frönsku í Paris. „Ég var við nám í leiklistarsögu í Sor- bonne háskóla í fímm ár og hef síðan verið handgenginn Frökkum. Rabela- is kynntist ég hins vegar ekki fyrr en síðar en af honum hef ég gjörsam- lega heillast. Þetta er einstakur höf- undur og var sannarlega kominn tími til að kynna Islendingum hann. Ég held að fáir hafí þekkt hann hér fyrir.“ Erlingur E. Halldórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.