Morgunblaðið - 26.01.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.01.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1997 B 11 Morgunblaðið/Þorkell ALVA Ævarsdóttir, Anna Einarsdóttir, Jóhanna Ólafsdóttir og Þórunn María Örnólfsdóttir. ísland virðist vel á vegi statt . Nýlega fóru fjórar íslenskar konur á vegum Stígamóta á ráðstefnu í Grikklandi þar sem fjallað var um ofbeldi á ungum konum sem búsettar eru á eyjum og í Grikklandi. Þær Anna Einarsdóttir og Jóhanna Ólafsdóttir sögðu í viðtali við Guðrúnu Guðlaugsdóttur að ofbeldi á ungum konum virðist eiga sér stað alls staðar, óháð búsetu, stéttaskiptingu og trúarbrögðum en umræður og meðhöndl- un á þessum málum sýndust afar mismunandi milli landa. um“ þama um hásumar. Á Þorláks- messu fórum við í skoðunarferð um Brisbane. Fyrst var farið upp á fjall- ið Coot-tha en þaðan er útsýnið stór- kostlegt, borgin hreinlega liggur fyrir fótum manns. Fjallið er aðeins átta kílómetra frá Brisbane og á góðum degi má sjá eyjarnar More- tone og Stradbroke. Brisbane-fljót liðast djúpt og breitt um borgina niður til Moreton-flóa. Við rætur fjallsins er stór og fall- egur grasagarður sem opnaður var 1976. Þar má sjá ótrúlegan fjölda framandi jurta, m.a. er þar japansk- ur garður sem gerður var í tilefni heimssýningarinnar 1988. í garðin- um er einnig mikið dýralíf og á flöt- unum við veitingahús garðsins er mikið af vatnafuglum og jafnvel vatnadrekaeðlum sem vonast eftir molum af borðum gestanna. Fjölskrúðugt dýralíf Fyrir utan borgina er stór þjóð- garður og verndarsvæði fyrir villt dýr sem heitir Lone Pine Koala Sanctuary. Þar má sjá í sínu eðli- lega umhverfi ýmis villt dýr, svo sem kengúrur, kóalabimi. emúa og ekki síst tasmaníudjöfla. Áströlum tókst með naumindum að bjarga tasma- níudjöflinum frá útrýmingu. Nafn hans er tilkomið af þeim ægilegu óhljóðum sem hann gefur frá sér á nóttunni þegar hann berst um fæð- una við sína líka. Tasmaníudjöfull- inn er næturdýr sem sefur í holum ttjábolum og hellum á daginn en fer á veiðar þegar dimma tekur. Hann er ekki vandlátur á bráð og étur allt sem hann nær í. Skepnan hefur ógurlega sterka kjálka og tennur og étur það upp til agna sem hann klófestir. Fer jafnvel létt með að bryðja bein fullorðinnar kengúru, þar með talda hauskúpuna. Þannig að einu ummerkin sem hann skilur eftir sig að máltíð lokinni eru blóð- '■'lettir. í garðinum er ennfremur fjöl- breytt úrval páfagauka, leðurblök- ur, slöngur, krókódílar og svo mætti lengi telja. Ég lét barnabörn Joe hafa peninga i garðinum til að kaupa sér jólagjafir frá mér. Þau völdu sér stóran uppblásinn hval og enn stærri krókódíl til að leika sér að í sundlauginni. Og ekki áttu þau í vandræðum með að nefna þessa nýju fjölskyldumeðlimi. Hvalurinn var umsvifalaust skírður Eyjólfur og krókódíllinn Joe. Þó svo að ég vilji ekkert fullyrða er ég hræddur um að vaxtarlag mitt og myndarleg- ar gervitennur afans hafi átt þar einhvern hlut að máli. Óburðug brimbrettareynsla Á annan í jólum var farið í tveggja klukkustunda bátsferð um Bris- bane-fljót sem Brisbane-búar kalla vinalega fljótið og rennur í gegnum endilanga borgina. Fjærst borginni er fljótið notað sem veiðisvæði og sundstaður. En þegar nær dregur þéttbýlinu er umferð feija og smá- báta mikil. Meðfram bökkum fljóts- ins er mikið um útivistarsvæði, skemmtigarða og hjólreiðastíga. Og við og undir hinni miklu Gateway- brú er höfn. Þetta var mjög skemmtileg ferð sem gaf góða mynd af borginni og umhverfí hennar. Síðan var haldið til Tamborine- Qalls sem er 600 m hátt og góður útsýnisstaður. Ástralir virðast hafa einstaklega vel staðsett fjöll hvað útsýni varðar. Þaðan mátti sjá Surf- ers Paradise og Golden Coast sem eru helstu baðstrendur svæðisins. Eftir það fórum við að skoða hina illræmdu sakamannanýlendu More- ton Bay, en þaðan sést yfír til eyj- anna St. Helena og Green Island þar sem hættulegustu sakamennirn- ir voru geymdir. Ekki gat ég hugsað mér að sleppa því að fara í sjóinn á þessum dásamlegu baðströndum. Það var dásamleg tilfínning að synda út í hlýjan sjóinn og láta öld- urnar bera sig aftur til lands. Það var eitthvað annað en jökulkaldur sjórinn við íslands strendur. Ég gat ekki heldur stillt mig um að prófa brimbretti en það gekk þó heldur brösuglega. Eflaust ágætis íþrótt en ég held að best sé að bytja að æfa hana fyrir sjötugt. Framundan eru fleiri ferðalög og önnur ævintýri. En þar sem ekki er hægt að skýra frá atburðum áður en þeir gerast verða þær frásagnir að bíða betri tíma. EIM Önnu og Jóhönnu ber saman um að þátttakend- urnir fjórir frá Islandi, sem voru auk þeirra fyrrnefndu þær Alva Ævarsdóttir og Þórunn María Ömólfsdóttir, hefðu verið mun betur undir umræðumar búnar en aðrir þátttakendur og svo virðist sem þessi mál séu miklu meira rædd hér á landi og úrræði séu hér fleiri en í öðmm löndum sem tóku þátt í þessari ráðstefnu. „Einn karlmaður sótti ráðstefnuna og það var mjög ánægjulegt að hafa hann í hópnum. Á þessa ráðstefnu áttu karlmenn alveg eins erindi og konur,“ segja þær Anna og Jóhanna. Alls vom ráðstefnugestir sautján. Það voru samtökin Association European Ex- pression sem stóðu fyrir ráðstefn- unni en framkvæmdastjóm Evrópu- sambandsins kostaði hana.„Þátttak- endur frá fimm löndum tóku þátt í þessari ráðstefnu auk okkar frá ís- landi. Hinir komu frá Grikklandi, Möltu, Kýpur og írlandi,“ segir Anna. Hugmyndin á bak við þessa ráðstefnu var sú að ungt fólk gæti rætt saman um ofbeldi sem við- gengst í samfélögum þeirra. „Rætt var um heimilisofbeldi, nauðgun, kynferðislega áreitni, vændi og klám og hvernig yfirvöld taka á þessum málum,“ segir Jóhanna. „Einnig um umQöllun fjölmiðla um þessi mál og um stöðu kvenna í flölmiðlaheimin- um í hveiju og einu þessara fímm landa. Umræðumar spönnuðu af- skaplega vítt svið og mótuðust af því. Við komumst að því í þessum umræðum að ofbeldi af ýmsu tagi er sameiginlegt öllum þessum fimm samfélögum sem þátttakendurnir komu frá en umfjöllunin um það er mismunandi og einnig meðhöndlun. Munurinn er einkum sá að meira er um þessi mál rætt á-íslandi og hér em úrræðin fleiri. Trúin hindrar umræður í Grikklandi og raunar hinum löndunum þremur er það fyrst og fremst kirkjan og trúarlífíð sem hindrar umræður um ofbeldismál. Við heimsóttum t.d. litlu eyjuna Tinos og sáum þar hvernig lögregl- an meðhöndlar ofbeldismál. Lög- regluþjónninn sem við töluðum við lýsti einu nauðgunarmáli í smáat- riðum. Þannig braut hann allan trúnað sem hann ætti að sýna máls- aðilum. Viðstatt málfutning hans voru auk ráðstefnugesta fólk frá viðkomandi eyju. Svona lagað telj- um við óhugsandi að gæti gerst hér á landi. Ekki aðeins braut hann trúnað heldur lýsti hann þeirri skoð- un sinni að konu gæti ekki verið nauðgað af manni sem hún þekkti, hann taldi þvert á móti að um samf- arir með vilja konunnar hafi verið að ræða í þessu tilviki. Hann sagði að frá því hann tók við starfl sem lögregluþjónn á eyjunni hafi ekki verið kærð nema ein nauðgun. Fyrst lýsti hann þessi atviki sem nauðgun en síðan fór hann að lýsa eigin skoðunum og þá var þetta allt í einu hætt að vera nauðgun. í hinum löndunum fengust litlar upplýsingar Við vorum einu þátttakendurnir sem voru lúterstrúar, hinir voru grísk-kaþólskrar trúar eða kaþól- skrar. Okkur fannst stundum bera á því hjá hinum þátttakendunum að þeir tryðu því ekki að ofbeldi ætti sér stað í efri stéttum samfé- lagsins, ekki síst kom þetta viðhorf skýrt fram hjá írsku þátttakendun- um, þær voru þess fullvissar að ofbeldi ætti sér einungis stað í lág- stéttum. Því miður fengu sumir þátttak- endur engar tölfræðilegar upplýs- ingar um ofbeldi gegn ungum kon- um í þeirra samfélagi, annað hvort eru þessar tölur ekki til eða þær eru ekki veittar. Þetta mótaði um- ræðurnar mjög mikið. Við vorum með nákvæmar upplýsingar um ofbeldisverknaði á íslandi en gátum ekki komið þeim á framfæri af því að þátttakendur frá hinum löndun- um höfðu ekki sambærilegar upp- lýsingar. Sumir þátttakendur höfðu ekki fengið upplýsingar af neinu tagi. Þetta segir athyglisverða sögu og sýnir hve mjög umræðurnar hér á landi eru af öðrum toga en í þess- um samfélögum. Við fengum alls staðar greið svör og það sýnir að þessi mál eru opinber hér á landi og það er viðurkennt að þau eigi sér stað þótt vissulega fínnist okkur að margt megi enn betur fara í umfjöllun og meðhöndlun þessara mála. Blaðamennirnir yfirgáfu fundinn í lok ráðstefnunnar, sem stóð í átján daga, var haldinn blaða- mannafundur. Þar kynntu þáttak- endur niðurstöður umræðnanna sem staðið höfðu daglega milli fimm hópa, en þessar niðurstöður verða birtar í bók sem kemur væntaniega út í mars á þessu ári. Blaðamenn frá helstu fjölmiðlum Grikklands komu á fundinn. Aðeins einn af fimm hópunum fékk tækifæri til að kynna hluta af niðurstöðum sin- um, hinir fjórir hóparnir gátu aðeins lesið upp efnisyfirlit skýrslu sinnar. Blaðamennirnir fóru fljótt að ókyrrast og stukku flestir á braut iöngu áður en fundinum lauk. Að- eins ein blaðakona vildi fá tölulegar upplýsingar en vegna fyrrnefndrar tregðu hjá hinum þátttakendunum á að fá upplýsingar af þessu tagi komust okkar tölur ekki á blað. Eftir á erum við fegnar að svo varð ekki vegna þess að það hefði ekki litið vel út fyrir okkar þjóð að vera einni stillt upp á þennan hátt með öllum tölulegum upplýsingum en hinir hefðu komið út sem nánast obeldislaus samfélög af því að hinar tölulegu upplýsingar skorti. Þessi ráðstefna var okkur mjög eftirminnileg og sérkennileg reynsla. Við vitum nú hve mikil- vægt er að þátttakendur hafí á tak- teinum sem gleggstar upplýsingar og að málefnin sem ræða á um séu vel skilgreind og afmörkuð. Á þetta skorti mikið á þessari ráðstefnu. Einnig er okkur betur ljóst en áður hve vel íslendingar standa að um- fjöllun og meðhöndlun ofbeldismála miðað við þessar þjóðir fjórar sem tóku þátt í ráðstefnunni með okk- ur. Að vissu leyti lítum við jákvæð- ari augum á íslenska samfélagið en við gerðum áður en við fórum á þessa ráðstefnu í Grikklandi." ÞÁTTTAKENDUR á ráðstefnu um ofbeldi sern haldin var á Grikklandi fyrir skömniu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.