Morgunblaðið - 26.01.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.01.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1997 B 15 Dagbók ftÍP) Hásk6ia ísiands DAGBÓK Háskóla íslands 27. til 30. janúar. Allt áhugafólk er vel- komið á fyrirlestra í boði Háskóla íslands. Mánudagurinn 27. janúar: Erna Haraldsdóttir hjúkrunar- fræðingur og Nanna Friðriksdóttir hjúkrunarfræðingur flytja fyrirlest- ur í málstofu hjúkrunarfræði í stofu 6 á 1. hæð í Eirbergi, Eiríksgötu 34. Nefna þær fyrirlestur sinn „kynningu á krabbameinsráðgjöf Krabbameinsfélags íslands." Markmið ráðgjafarinnar er að auð- velda almenningi aðgang að upp- lýsingum og ráðgjöf um krabba- mein. Þriðjudagurinn 28. janúar: Charles Evans, yfirmaður Atlas hagrannsóknarstofnunar í Banda- ríkjunum, mun halda fyrirlestur sem hann nefnir „Lögin og hag- fræðin í tengslum við alnetið." Fyrirlesturinn verður frá kl. 12.10—13 í stofu 101 í Lögbergi og er öllum opinn. Charles Evans kemur til landsins á vegum ELSA á íslandi (European Law Student’s Association), Félags evrópskra laganema. Séra Örn Bárður Jónsson DM, fræðslustjóri kirkjunnar, heldur erindi í málstofu guðfræðistofnun- ar sem hann nefnir „Að gera þjóð að lærisveinum. Safnaðaruppbygg- ing innan íslenzku þjóðkirkjunnar". Erindið verður haldið í Skólabæ, Suðurgötu 26 kl. 16.00 og er byggt á efni ritgerðar hans til Doctor of Ministry við Fuller Theological Seminary. Fimmtudagurinn 30. janúar: Ólöf Ragna Ámundadóttir mun halda fyrirlestur í málstofu rann- sóknanema í læknadeild kl. 16.15 í kennslustofu tannlæknadeildar á 2. hæð (grænu hæðinni) í Lækna- garði. Ólöf nefnir fyrirlestur sinn „Áhrif endurhæfingar á hjarta- sjúklinga: Samanburður á tveimur þjálfunaraðferðum fyrir hjarta- sjúklinga á íslandi." Handritasýning Ámastofnunar í Árnagarði verður opin á þriðjudö| um, miðvikudögum og fímmtudöj um frá kl. 14.00 til 16.00. Teki er á móti hópum á öðrum tímur þessa sömu daga ef pantað er me dags fyrirvara. Föstudagurinn 31. janúar: Hönnunarkeppni Félags véla- oj iðnaðarverkfræðinema verðui haldin í sal 2 í Háskólabíói kl 14.00. Verkefnið sem keppendui eiga að leysa er að hanna tæki sen sækir tvo bolta staðsetta ofan í kassa A og flytja þá að kassa I og setja boltana þar í tvö hólf Mynda af verkefninu er á heimas íðu véla- og iðnaðarverkfræðinem; sjá slóðina: http://www.hi.is/vel in/honnunarkeppni/ Námskeið á vegum Endui menntunarstofnunar HI. Mánudaginn 27. jan.-17. mai kl. 17.30-20.30 (8x). Danska fyr ríkisstarfsmenn. Ágústa Pála Á geirsdóttir og Bertha Sigurðardót ir, kennarar við VI. íslenska fyrir útlendinga: Byi. endanámskeið, síðdegis 27. jan 28. apríl. Framhald 1, síðdegis 2 jan.-29. apríl. Framhald 2, síðdeg- is 28. jan.-29. apríl. 30. og 31. janúar kl. 9.00-16.00 Gagnaskráning og verkefnastjórn- un. I samvinnu við Verkefnastjórn- unarfélag íslands. Klaus Pann- enbácker og Olaf Pannenbácker, báðir verkfræðingar með langa reynslu af verkefnastjómun. Skráning á námskeiðin er hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands, sími 525 4923 eða fax 525 4080. MMKÉM SáAMm SáMMM SAMBtá KRA FTAVERKIN GERAST ENN! Tónlistin úr myndinni fæst í D E N Z E L WASHINGTON Thx W H I T N E Y HOUSTON The Preacher’s Wife T0UCHST0NE PICTURES„ndTHE SAMUELGOLDWYN C0MPANYP™», ASAMUELGOLDWYN, i„A.^a.1,io»«i,hPARKWAYPRODUCTIONSamiMUNDYLANEENTERTAlNMENT APENNYMARSHALLf„„, DENZEL WASHINGTON WHITNEY H0UST0N "THE PREACHER'S WIFE’’ C0URTNEY B. VANCE GREG0RY HINES JENIFER LEWIS L0RETTA DEVINE ÆMERVYNWARREN c«Jíí;HANSZIMMER íK(“CYNTHIAFLYNT “SSTEPHENA.R0TTER GE0RGEB0WERS,a.c.e. ^BILLGROOM líKJkMIROSLAV 0NDRICEK. as.c. r"*’*TíDEBRA MARTIN CHASE AMY LEMISCH T1M0THY M. B0URNE tóíELIOTABBOTT R0BERT GREENHUT SR0BERT E. SHERW00D«iLE0NARD0 BERCOVICI NAT MAULDIN »1ALLAN SC0TT SAMUEL G0LDWYN, JR.0'™? PENNY MARSHALL fn -r I>-tnVftiH BLENAVISTAIMBÍNATIONAL 09%TOOCHSTaVERCTVtiESiftJTHES.VaiLGCtD»YNCOMPAM Töuchsltine FRUMSÝND Á FÖSTUDAGINN 31. JANÚAR Harðfiskur! Vestfirsk freðýsa fyrir þorrann. Sendum í póstkröfu um allt land. FISKVERKUN JÚHANNS, Súgandafirði, símar 456 6159 og 854 5033. YER2LUNARSKÓH ÍSLANDS Internet-námskeið verður haldið dagana 8., 15. og 22. febrúar 1997 kl. 10.00-14.30. Kynntir verða helstu þættir Intemets, svo sem notkun tölvupósts, leit að upplýsingum af ýmsu tagi, Veraldarvefurinn WWW og einföld heimasíðugerð. Nemendur kynnast notkun Internets af eigin raun í verklegum æfingum í tölvustofu. Inritun á skrifstofu Verzlunarskóla íslands, Ofanleiti 1, sími 568 8400. Vissir þu... að Kér á landi er starfandi vandaður sálarrannsóknarskóli? □ Vissir þú að hérlendis er starfræktur vandaður sálarrannsúknarskóli eitt kvöld í viku, eða eitt laugardagssíðdegi í viku scm venjulegt fólk á öllum aldri sækir til að fræðast um flestöll dulræn mál og líkurnar á lífi eftir dauðann? I I Oe vissir þú að I þessum skóla sem komið var á fót fyrir þremur árum — hara yfir 500 ánægðir nemendur sótt fræðslu um flestar hliðar miðilssambanda við framliðna, um hvað álfar og huldufólk eru, hvað berdreymi og mismunandi næmni einstaklinga eru, scm, og fjöldamörgum rannsóknum sem framkvæmdar haía verið á þessum merkuegum hlutum í dag og alltof fáir vita yfirleitt um? I I Og vissir þú að sálarrannsóknir Vesturlanda eru líldega ein af örfáum ef ekki — cina fræðilega og vísindalega leiðin sem svarar mörgum ef ckki flestum grundvallarspurningum oldcar í dag um mögulegan sem og líklegan tilgang lífsins hér f heimi, sem venjulegt fólk langar alltaf að vita meira um? Efþú vissir það ekki, þá er svo sannarlega timi kominn til að lyfta sér upp eitt kvöM i viku eða eitt laugardagssíðdegi i viku i skila sem hefúr hófleg skólágiöM ogfraðast um flestar hliðar þessara mála. Hvað raunverulega sé mest ogbest vitað á hnettinum um þessi mál i dag. Hringdu ogfáðu allar nátmri upplýsingar um skemmilegasta skólann i beenum i dag. Svarað er i síma skótans alla daga kL 14 til 19. Sálarrannsóknarskólinn - „mest spennandi skólinn í bænum" - Vegmúla 2, símar 561 9015 og 588 6050.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.