Morgunblaðið - 26.01.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.01.1997, Blaðsíða 30
J-30 B SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ SVONA auðar voru sölugöturnar í gömlu Ródos orðnar undir lokin. EINN af inngöngunum í kastalavirki riddarana á Ródos. Riddaramir á Ródos Ródos er stærsti bærínn á eyjunni Ródos í „ Ý Eyjahafí. Hún er ein af Dodekaneseme, Tylftareyja, sem raunar eru fjórtán. Núna er Ródos hluti af Grikklandi en í aldanna rás hefur eyjan lotið yfirráðum Persa, Tyrkja, Itala o g ýmissa annarra. Frá liðnum öldum eru þó ummerki Jóhannesarriddaranna einna sýnilegust þegar borgin er skoðuð. Frá rösk- ** lega 200 ára valdatímabili þeirra á Ródos er varðveitt kastalavirki og miðaldabær sem sem forvitnilegt er að skoða. Guðrún Guð- laugsdóttir dvaldi í Ródos fyrir skömmu o g skoðaði borgina og umhverfi hennar og gluggaði í sögu hennar. GAMALT málverk af bardaga á milli riddarana á Ródos og Tyrkja. í bakgrunni má sjá nakta Tyrkja (villutrúarmenn) sem verið er að pynta. GAMLI sjúkrasalurinn í spítala riddarana á Ródos, sem nú hýsir fornminjasafn. Ródos Palas er sautján hæða hótel á norðurströnd eyj- arinnar Ródos. Hótelið er J útjaðri Ródos-borgar og wer þaðan um 40 mínútna gangur inn v í gömlu borgina. Ekki hafði ég lengi dvalið þarna þegar ég ákvað að skoða gömlu Ródos, en byggð þar hófst árið 408 f.k. í sólskini og sunn- anvindi skundaði ég _af stað létt- klædd á bandaskóm. Ég gekk með- fram ströndinni sem snýr að Tyrk- landi og blöstu fjöll þess við í bláma Qarlægðar. Ljós ströndin var grýtt og lítt árennileg til sólbaða og með- fram veginum uxu þykkblöðungar sem greinilega höfðu orðið að þrauka lengi án vatns. Ekki er fótgangandi fólki gert hátt undir höfði á Ródos, bílarnir þutu framhjá svo nálægt að hvein við eyru mest alla leiðina inn í borgina. - Ég gekk rakleiðis úr iðandi um- vferð nútímans inn fyrir múra gömlu miðaldaborgarinnar, sem er óvenju vel varðveitt. Þijár hafnir eru í Ró- dos, Emborió heitir sú sem gamlj bærinn er byggður í kringum um. í syðri hluta þeirrar byggðar bjuggu Grikkir, Frakkar og gyðingar, í öðr- um hluta bjuggu riddararnir og þar eru helstu byggingar þeirra. Elst þeirra er sjúkrahúsið sem Tyrkir notuðu seinna sem vopnageymslu. í þröngum götum gamla bæjarins eru margar sölubúðir þar sem fólk býður til sölu útsaumaða dúka, leðurvörur, S, skrautdiska og leirvörur, skartgripi, vefnað og fleira. Ég keypti ekki neitt að svo komnu máli heldur skoð- aði mig vandlega um. Göturnar í gamla bænum eru mjög þröngar og krókóttar og það er auðvelt að vill- ast í þessu umhverfi fyrir ókunnuga, en eins og fyrir kraftaverk er maður allt í einu kominn aftur út á aðalgöt- una sem heitir Sókrates. Lærisveinn Sókratesar, heimspekingurinn Ar- istippos frá Kireniu, bjó og starfaði á Ródos. í sölubúðunum í gamla bænum fann ég engar myndir af honum en hins vegar margar af Sókratesi. Sá frægi heimspekingur þótti sem kunnugt er ekki vel gift- ur, Xanþippa kona hans þótti þras- gjörn í meira lagi og var Sókrates talsvert að heiman. Ekki var hann þó hneigður til karlmanna eins og margir Grikkir af hans kynslóð. Aikíbíades hét einn slíkur, svo fagur og gáfaður að til var tekið. Hann og Sókrates hvíldu eitt sinn nótt á sama beði og reyndi Alkíbíades að fá Sókrates til við sig en hann var ófáanlegur til hvílubragða. Sagði Alkíbíades á eftir að það væri verst með Sókrates að með honum gæti enginn verið án þess að skammast sín fyrir sjálfan sig. Þau urðu örlög Sókratesar að hann var knúinn til að drekka eitur sem unnið var úr rótum jurtar sem á íslensku nefnist venusvagn og lét hann svo líf sitt. Sjúkrahús riddaranna Það eru það þó ekki minjar um hina fornu Grikki sem eru áþreifan- legastar í gömlu Ródos heldur hafa riddarar af reglu heilags Jóhannesar mest ummerki skilið eftir sig. Stórt safn er helgað þeim í gamla bænum í Ródos. í fyrstu heimsókn minni í gamla bæinn komst ég aðeins í for- dyri safnsins. Rúmri viku seinna var ég búin að kaupa allt það sem ég hafði löngun til í sölubúðum gömlu Ródos og var komin í menningarleg- ar hugleiðingar. Ég hætti að góna í búðargluggana og fór að horfa betur á húsin í kringum mig. Settist með kaffibolla á aðaltorg -gamla bæjarins og fór að lesa mér til um Jóhannesarriddarana. Þijátíu og fimm slíkir tóku land á Ródos árið 1306. Þótt þeir tækju eyjuna voru aldrei margir raunverulegir riddarar staðsettir á Ródos í einu, þeir voru 400 árið 1462 og voru um 600 rétt áður en Tyrkir komu þeim frá völd- um árið 1522. Riddararnir urðu að vinna heit um að vera bæði hlýðnir og fátækir. Fyrimæli fengu þeir svo- hljóðandi: „Tak þetta sverð — ljómi þess jafngildir trúnni, oddurinn er sem vonin og skefti þess minnir á náungakærleikann — notaðu það vel.“ Sjálfsagt hafa riddararnir talið sig nota sverð sitt vel þegar þeir börð- ust til valda á Ródos. Eyjan var mikilvæg í skipaumferð um Eyjahaf- ið og þeir biðu ekki boðanna með að reisa þar kastalavirki mikið til þess að treysta yfirráð sín. Minn- ugir loforðsins um náungakærleik- ann reistu þeir líka sjúkrahús sem þeir starfræktu og allir áttu að njóta góðs af án tillits til efnahags. Eitt- hvað eru menn þó tortryggnir hvað hið síðast nefnda snertir, sjúkling- arnir fengu nefnilega matinn sinn á gulldiskum að því sagt er — talið er vafasamt að það hafi verið á fá- tæklinga færi að fá slíka þjónustu. Eftir að hafa lesið um umsvif riddar- anna og skoðað margar myndir af alvarlegum andlitum þeirra stóð ég upp, horfði upp eftir Riddaragötunni og réðst að því búnu til inngöngu í þeirra mikilvægustu byggingu, gamla sjúkrahúsið sem nú hýsir m.a. fornminjar sem grafnar hafa verið upp á Ródos. Hús þetta er mikilfengleg, fer- hyrnd bygging og í miðjunni er húsa- garður þar sem liggur á fletum fyr- ir steinljón nokkurt. í hornum garðs- ins er fallbyssukúlum úr steini raðað í pýramída. Mestan áhuga hafði ég á sjúkrasalnum. Hann er gríðarlega stór, 51 metri á lengd og 12 metra breiður, Viðamiklu trélofti er haldið uppi af sjö átthyrndum súlum sem mynda gotneska steinboga. Ég reik- EINKENNISMERKI Ródos er hjörturinn á súlunni. aði um þennan auða sal og reyndi að ímynda mér sjúklingana liggja í röðum meðfram veggjunum. Þrátt fyrir að þeir hafi vafalaust hlotið þá umönnun besta sem var möguleg þá eru þeir fyrir margt löngu horfn- ir til feðra sinna, sem og þeir sem umönnunina veittu. Þyturinn af vængjataki smáfuglanna í lofti sal- arins minnir á forgengileika hins dauðlega Iífs. Maðurinn er sem sand- korn á sjávarströnd lífsins, hans tími í jarðlífinu er skammur þótt verk hans standi stundum lengi eins og sjá má á sjúkrahúsi Jóhannesarridd- aranna á Ródos. Afrodite með ryðbrunnið brjóst í hinum ýmsu herbergjum þess- arar stórbrotnu byggingar eru nú varðveittir fornir munir sem grafnir hafa verið upp á Ródos. Danir voru dijúgir í þeim efnum um og fyrir síðustu aldamót og eru margar forn- minjar frá Ródos nú varðveittar á söfnum í Kaupmannahöfn og reynd- ar víðar, svo sem í Bretlandi. Líkn- eskjur úr steini og marmara standa í herbergjum þessum. Þöglar, hvítar og margar limlestar standa þær þarna og vitna um löngu liðna tíð þegar myndhöggvarar voru ekki listamenn að áliti manna heldur fyrst og fremst nauðsynlegir handverks- menn. Ein af þessum líkneskjum er af Afrodite. Hún var grafin upp árið 1929 þegar grafið var fyrir Rósahót- elinu á Ródos. Hún hafði legið í sjó, líklega í meira en tvö þúsund ár og ber þess enn merki. Hún hefur misst báða handleggina, andlitsdrættirnir hafa máðst og hægra bijóstið er lít- ilsháttar ryðbrunnið. Eigi að síður er hún undrafögur í látleysi sínu. Styttan af Afrodite er ekki sú eina sem er fögur. Margar aðrar styttur eru þarna álitlegar og þá eru ekki síður falleg hin margvíslegu leirker sem eru þarna til sýnis í glerskápum. Eftirmyndir af þessum kerum, stytt- um og skrautdiskum eru til sölu í búðum um alla Ródos-eyju. Mynd- höggvarar á Ródos fyrir 2000 árum áttu í mesta basli með að fá heppi- legt myndefni í stytturnar því oft vantaði marmara. En á því fundu menn góða lausn. Þeir húðuðu stein- stytturnar með þunnu lagi af gifsi og tókst svo vel til að erfitt var að greina á milli marmarans og gifs- húðaða steinsins. Víða í safninu má sjá skjaldar- merki hinna heittrúuðu riddara. Þeir voru af aðalsættum og tóku köllun sína alvarlega. í sjúkrasalnum er afsteypa af líki eins þeirra ofan á steinkistu, frummyndin er varðveitt á safni í Bretlandi. Þeir sem hafa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.