Morgunblaðið - 26.01.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.01.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1997 B 31 Tvær konur í framboði gegn Ahtisaari? Helsinki. Morgunblaðið. lesið ívar hlújárn hafa sérstakar til- fínningar til krossferðanna og ridd- aranna sem í þær fóru. í orði kveðnu voru þær farnar til þess að ráðst gegn viilutrú, einkum múhameðstrú- armanna. Viðskiptahagsmunir hafa þó varla verið langt undan þannig vill það oft vera þegar menn fara í stríð. í fyrstu krossferðinni sem far- in var 1096 tókst m.a. að vinna Palestínu og stofna Jórsalaríki. Önn- ur krossferðin misheppnaðist en sú þriðja var farin til að endurvinna Jerúsalem, en bar lítinn árangur. í fjórðu krossferðinni 1202 unnu krossfarar Konstantínópel og stofn- uðu latneska keisaradæmið. í þeirri fímmtu náðu riddarar Jerúsalem, Betlehem og Nasaret en ekki til frambúðar. Krossfarar misstu síð- ustu lönd sín fyrir Miðjarðarhafs- botni árið 1291 en Jóhannesarridd- arnir ríktu á Ródos mun lengur eins og fyrr gat. Það er hrollvekjandi að hugsa um þessar ferðir, allar þær hörmungar sem þær ollu bæði kross- förunum og fórnarlömbum þeirra. Einnig þeir sem heima sátu áttu um sárt að binda og hver hefur ekki lesið skrítlur um skírlífisbeltin sem konur krossfaranna urðu að ganga í meðan menn þeirra stríddu fyrir trúna. Þrífætta geitin Það var ákveðinn léttir að koma út úr höll riddaranna, losna við þurr- legt og þungt lofíð þar og koma aftur út í sólina. Mannlífið var raun- ar ekki orðið ýkja marbreytilegt í gömlu Ródos þegar þarna var komið sögu í ferð minni. Ferðamannatíma- bilið var á enda runnið á Ródos þann 1. nóvember og nú var kominn sá þriðji. Sölubúðirnar voru lokaðar flestar og fátt orðið um fína drætti á veitingahúsunum. Ég settist aftur á torgið og þakkaði mínum sæla fyrir að hafa krækt mér í ís til að sleikja og kaffitár. Dúfurnar voru spakar og kettirnir létu þær í friði þar sem þær sprönguðu um torgið. Kettir eru ákaflega margir á Ródos. Fyrir utan eina búð sá ég fimm kettl- inga í einni kös á dyramottunni. Geitur eru líka margar. Á gönguferð sá ég eina slíka þrífætta. Vantaði hana annan afturfótinn en sá sem enn var á henni var orðinn kengbog- inn af því álagi að fylgja eftir öðrum og fótfrárri geitum á ferð þeirra upp og niður hlíðar Ródos-bæjar. Margt annað bar fyrir augu í gönguferðum um Ródos. Svo sem gróðurhús sem mér lék mikill hugur á að vita hvað ræktað væri í. Sá leyndardómur af- hjúpaðist þegar lögreglumaður einn sagði mér til vegar og svaraði um leið spurningu minni um þetta efni. I gróðurhúsunum eru ræktaðir tóm- atar sem mikið eru notaðir í matar- gerð eyjarskeggja. Síðasta daginn á Ródos var glampandi sól og lygnt veður. Ég sat á ströndinni og horfði yfír til Tyrklands og furðaði mig á að Ró- dos skyldi ekki halda áfram að til- heyra Tyrklandi svo nálæg sem hún er ströndum þess. Ég hugsaði um alla þá baráttu sem þessi litla eyja hafði frá upphafi sögulegs tíma ver- ið vettvangur fyrir, skammt frá þar sem ég sat voru minnismerki með myndum af hermönnum sem dáið höfðu hetjudauða í varnarbaráttu um eyjuna. Ég hugsaði um alla hina sem á umliðnum öldum höfðu barist en engin mynd var til af. Ég fór að leita að flötum steinum til þess að fleyta með kerlingar í flæðarmálinu. Steinana fann ég en þeir vildu mest lítið fljóta, heldur sukku nær strax til botns. Þannig er það líka með söguna. Mest lítið af henni er á yfir- borðinu, þeir sem skópu hana hafa sokkið hver af öðrum ofan í jörðina og þótt brot af verkum þeirra hafí verið grafin upp er hitt svo marg- falt meira að vöxtum sem orpið er sandi og moldu um alla eilífð. ÞRATT fyrir að enn séu þrjú ár til næstu forsetakosninga í Finn- landi er baráttan að hefjast. Skoðanakannanir hafa leitt í ljós að Finnar eru almennt þeirrar hyggju að Martti Ahtisaari sé alls ekki slæmur forseti en hann er á hinn bóginn ekki sjálfkjörinn til þessa embættis á næsta kjör- tímabili. í vikunni hafa stuðn- ingsmenn tveggja kvenna hafið umræðu um hugsanlegt framboð gegn Ahtisaari. Það eru þær Rita Uosukainen þingforseti (Hægrifl.) og Elisabeth Rehn, fyrrum vamarmálaráðherra (Sænska þjóðarfiokknum) og nú- verandi mannréttindafulltrúi í ríkj- um fyrrum Júgóslavíu, sem um- ræðan snýst um. Rehn tapaði fyr- ir Ahtisaari í kosningunum 1994 með fáeinum prósentum. Uosukainen er fyrrverandi menntamálaráðherra og urðu end- urminningar hennar metsölubók á haustmánuðum í fyrra vegna ást- arlífslýsinga og harðra orða um samráðherra og aðra stjómmála- menn. Aðspurð sagðist Uosukain- en ekki vera að íhuga framboð að svo stöddu en kvaðst ekki vilja útiloka þann möguleika. Flokks- formaður Hægri flokksins, Sauli Niinistö fjármálaráðherra, hefur lýst því yfír að Uosukainen væri gott forsetaefni hægrimanna. RAÐAUGi YSINGAR SSGUNGASTOFNUN Útboð Ræsting - Vesturvör 2 Siglingastofnun íslands óskar eftir tilboðum í daglega ræstingu á húsnæði sínu að Vestur- vör 2, Kópavogi. Heildargólfflötur er um 1800 fm, en ræsti- þörf er breytileg. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Sigl- ingastofnunar, Vesturvör 2, Kópavogi, frá þriðjudeginum 21. janúar, gegn 1.000 kr. greiðslu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 11. febrúar 1997, kl. 14.00. Siglingastofnun. Útboð Bessastaðahreppur - Sjóvörn Siglingastofnun íslands óskar eftir tilboðum í gerð sjóvarnar í Bessastaðahreppi. Verkefnið er fólgið í því að vinna, flokka, flytja og raða um 6.000 m3af grjóti og kjarna í garðstæði. Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. maí 1997. Útboðsgögn verða afhent á Siglingastofnun, Vesturvör 2, Kópavogi frá og með miðviku- deginum 29. janúar, gegn 5.000 kr. greiðslu. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudag- inn 13. febrúar 1997, kl. 11.00. Siglingastofnun íslands. C . Landsvirkjun Útboð Endurnýjun karma fyrir inntaksristar Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í smíði á körmum fyrir inntaksristar Búrfells- stöðvar, í samræmi við útboðsgögn BÚR-08. Verkið felst í að útvega allt efni í karmana og smíða, samkvæmt vinnuteikningum verk- kaupa. Efnið er að mestu ryðfrítt stál. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Lands- virkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með kl. 13.00, mánudaginn 27. janúar 1997, gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 3.000 með vsk fyrir hvert eintak. Tekið verður á móti tilboðum á skrifstofu Landsvirkjunar á Háaleitisbraut 68, Reykja- vík, til opnunar mánudaginn 10. febrúar 1997, kl. 14.00. Fulltrúum bjóðenda er heim- ilt að vera viðstaddir opnunina. Iðnaðarhús og vöru- geymsla til sölu 654 fm stálgrindarhús í austurborginni til sölu. Verð kr. 19 millj. Leigusamningur getur fylgt. Vagn Jónsson ehf., sími 561 4433. Skrifstofuhúsnæði til leigu Til leigu er skrifstofuhúsnæði í Skipholti. Upplýsingar í síma 515 5500. Húsnæði í Kringlunni Mjög gott húsnæði til leigu í norðurturni Kringlunnar 4-6, 4. hæð. Nánari upplýsingar í síma 564 4572. Til leigu við Dragháls 350 fm atvinnuhúsnæði. 1. hæð, 250 fm., góð lofthæð, stórar innkeyrsludyr. 2. hæð, 100 fm innréttuð skrifstofuhæð. Upplýsingar í símum 588 0564 og 89 20369. Skrifstofuhúsnæði Lögmanns- og endurskoðunarstofa hefur til leigu 3-4 skrifstofuherbergi (saman eða sitt í hvoru lagi) við Skipholt í Rvk. Fyrirspurnir leggist inn á afgreiðslu Mbl. fyrir 1. febrúar nk. merkt: „B - 50“. Hafnarfjörður Til leigu eða sölu skrifstofupláss á 2. hæð 110 fm, 2 herb. + vinnusalur og 130 fm, 5 vinnuherb. Allt ný- standsett. Eldhús og snyrtiaðstaða í báðum einingum. Til greina kemur að leigja stök herbergi með húsgögnum. Upplýsingar í síma 568 1711 milli kl. 9.00 og 12.00. Húsnæði í Kringlunni Mjög gott húsnæði til leigu í norðurturni Kringlunnar 4-6, 4. hæð. Nánari upplýsingar í síma 564 4572. Til leigu glæsileg ca 280 fm efri hæð í nýju verslunar- húsnæði við Selásbraut 98, Reykjavík. Hent- arvel undirt.d. hárgreiðslustofu, tannlækna- stofu, læknastofur, sólbaðsstofu, veitinga- rekstur og ýmislegt fleira. Allar nánari upplýsingar veittar í símum 568 3040 eða 896 3601 Arnar og 896 6558 Jón. Matvælaiðnaður Til leigu er 600-800 fm sérhannað húsnæði fyrir matvælaiðnað í Þönglabakka 1, kjallara. í húsnæðinu er mjög góð vinnuaðstaða, að- gengileg vörumótta1<a og mjög stórir frysti- og kæliklefar. Upplýsingar í síma 588 4444 á skrifstofu- tíma. Málverkauppboð Höfum hafið móttöku á málverkum fyrir næsta listmunauppboð. Vinsamlegast hafið samband við Gallerí Borg sem fyrst í síma 552 4211. BÖRG Eitt blab fyrir alla! JltofgiinMiifeife - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.