Morgunblaðið - 10.04.1997, Síða 23

Morgunblaðið - 10.04.1997, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1997 23 ERLENT Varnarmálaráðherra Bandarí kj anna á ferð um Asiu Varar við hungurs- neyð í Norðiu*-Kóreu Seoul, Tókýó. Reuter. WILLIAM Cohen, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði í gær margt benda til þess að hungursneyð væri yfirvofandi í Norður-Kóreu og hvatti stjórnina í Pyongyang til að hefja samstarf við Bandaríkjamenn og Suður-Kóreumenn um lausn vandans. Cohen lét þessi orð falla þegar hann kom til Suður-Kóreu eftir þriggja daga heimsókn til Japans. Hann kvaðst ennfremur óttast að matvælaskorturinn gæti leitt til upp- reisnar innan hers Norður-Kóreu eða að herinn gripi til þess örþrifaráðs að gera árás á Suður-Kóreu. Vamarmálaráðherrann kvaðst vonast til þess að Norður-Kóreu- menn féllust á að hefja viðræður við Bandaríkjamenn og Suður-Kóreu- menn sem miðuðu að því að binda formlega enda á Kóreustríðið 1950-53. Norður-Kóreumenn hafa skýrt Bandaríkjastjórn frá því að þeirri beiðni verði svarað á fundi í New York 16. apríl. Fréttir um að norður-kóresk börn hafi soltið í hel vegna matvæla- skortsins hafa valdið miklum óhug meðal íbúa Suður-Kóreu, sem hafa safnað jafnvirði tuga milljóna króna fyrir matvælum handa nauðstöddum Norður-Kóreumönnum. Stjórnin í Segir hættu á uppreisn innan hersins Seoul hefur einnig lofað að auka framlag sitt í söfnun Matvælahjálpar Sameinuðu þjóðanna, sem er að safna sem svarar 7 milljörðum króna til að geta sent 200.000 tonn af matvælum til Norður-Kóreu. Bandarísku hermönnunum verður ekki fækkað Cohen er í fyrstu Asíuferð sinni frá því hann varð varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna fyrr í árinu og hann staðfesti í Japan að Banda- ríkjamenn myndu ekki fækka her- mönnum sínum í Asíu hver sem þró- unin yrði í Kína og Norður-Kóreu á næstu áratugum. Ráðherrann lagði áherslu á að bandarísku hermönnunum í álfunni yrði ekki fækkað þar sem þeir væru besta tryggingin fyrir friði í þessum heimshluta. Ryutaro Hashimoto, for- sætisráðherra Japans, fagnaði þess- um ummælum og sagði að Banda- ríkjamenn gætu treyst því að Japan- ir yrðu áfram helstu bandamenn þeirra í Asíu. Cohen sagði að fækkun banda- rískra hermanna gæti leitt til víg- búnaðarkapphlaups í Asíu og auk- innar hættu á átökum. Hann sagði að bandarísku hersveitunum væri ekki ætlað að hamla á móti vaxandi hernaðarmætti Kínveija og að bandarísku hermönnunum í Suður- Kóreu yrði ekki fækkað þótt svo kynni að fara að kóresku ríkin sam- einuðust. 100.000 bandarískir hermenn eru í Asíu, flestir þeirra í Japan og Suð- ur-Kóreu. Um 75% bandarísku her- stöðvanna í Japan eru á Okinawa- eyju, þar sem íbúarnir hafa sam- þykkt tillögu um að öllum herstöðv- unum þar verði lokað fyrir árið 2015. Atkvæðagreiðslan er þó ekki bind- andi fyrir stjórnina. Cohen og Hashimoto lofuðu að reyna að koma til móts við íbúa Okinawa-eyju en sögðu þó ekki að hermönnunum þar yrði fækkað. Hl^AINI^URENT KYNNiNG í dag, og á morgun á GRAPHISME, nýju vorlitunum frá Yves Saint Laurent. Einnig kynnum við nýja ilminn YVRESSE Légere. Gréta Boða förðunar- meistari, veitir ráðgjöf um förðun og liti. Glæsilegur kaupauki. Muníð VIP kortín. Verið velkomin Mjódd, sími 587 0203 Nú er rétti tíminn fyrir: RÁÐGJÖF SÉRFRÆÐINGA UM GARB- OG GRÓÐURRÆKT GRÓÐURVÖRUR VERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA Smiöjuvegi 5, Kópavogi, sími: 554 321 1 I > I NIKE stuttermagalli Beinar buxur með smellum. Stærðir: S-XXL. Leiðb. verð kr. 7.990. ■' ' ■ 'TSÍ ' ’ ■ ■ í' NIKE graphic ringer tee Bómullarbolur með Swoosh". Margir litir. Stærðir: S-XXL. Leiðb. verð kr. 3.490. Stærðir: XSB-XLB. Leiðb. verð kr. 1.990. NIKE softnylon galli Síður jakki og beinar buxur. Stærðir: S-XXL. Leiðb. verð kr. 9.990. K NIKE barnagalli polyester m/hettu Litir: Blár/d.blár og rauður/d.blár. Stæðir: XSB-XLB. Leiðb. verði kr. 4.990. NIKE bómullarpeysur Gæðabómullarpeysur. Stærðir: S-XXL. Leiðb. verð kr. 4.990. NIKE íþróttataska Rúmgóð, m/skóhólfi og ól yfir öxl. Leiðb. verð kr. 3.990. NIKE bakpoki/taska Fyrir allt Iþróttadótið! Leiðb. verð bakpoki kr. 3.490. Leiðb. verð taska kr. 3.990. Air Zoom Flight Five Körfuboltaskór með „Zoom Air" púða! Air JORDAN Sá besti fyrir þá bestu! „Zoom Air" púði. Stærðir: 39-47,5. Leiðb. verð kr. 12.900. Stærðri 35-38,5. Leiðb. verð kr. 7.990. Air Moovin Uptempo Loftpúði í hæl og tábergi. Stærðir: 39-47,5. Leiðb. verð kr. 9.990. Stærðir: 32-38,5. Leiðb. verð kr. 7.990. Air Flight Turbulence Léttur og sterkur körfu- og götuskór með loftpúða I hæl. Stærðir: 39-47,5. Leiðb. verð kr. 8.990. Stæðir: 32-38,5. Leiðb. verð kr. 6.990. Aerobicskór með ökklastyrkingu. Loftpúði í hæl og flexile Air" í tábergi. Stærðir: 36-42. Leiðb. verð kr. 10.990. Air Royo Gæðaleiðurskór með stórum loftpúða í hæl. Stærðir: 36-47,5. Leiðb. verð kr. 7.990. Sandali með stórum loftpúða í hæl. Stærðir: 35-47,5. Leiðb. verð kr. 6.990. Sterkur leðurskór. Stærðir: 32-38,5. Leiðb. verð kr. 3.990. Bomb Force Velcro Mjög sterkur barnaskór með frönskum rennilás. Stærðir: 25-31. Leiðb. verð kr. 3.900. Baby Air Max Uptempo Smábarnaskór með loftpúða I hæl. Stærðir: 17-27. Leiðb. verð kr. 3.990. Gula línan, s. 562 6262, og spurðu um NIKE söluaðila

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.