Morgunblaðið - 10.04.1997, Page 50

Morgunblaðið - 10.04.1997, Page 50
50 FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ ’ INNLENT Fundur um aðgerðarann- sóknir og stjórnmál AÐGERÐARANNSÓKNAFÉLAG íslands boðar til fundar um tengsl aðgerðarannsókna og stjómmála föstudaginn 11. apríl. Fundurinn hefst með stuttu innleggi frá tveimru alþingismönnum sem búa yfir hvað mestri þekkingu á aðgerðarannsókn- um en síðan gefst góður tími fyrir umræður. Fundurinn verður haldinn í stofu 101 í Odda við Sturlugötu, kl. 16.15-17.45. Frummælendur eru þeir Ágúst Einarsson og Pétur H. Blöndal sem em báðir félagar í Aðgerðarann- sóknafélaginu. Sömuleiðis hafa þeir báðir mikla reynslu af atvinnurekstri og hafa báðir stundað rannsóknir og kennslu við Háskóla íslands. Ágúst Einarsson er með doktors- próf í rekstrarhagfræði frá háskól- anum í Hamborg. Hann er nú í leyfi frá stöðu sinni sem prófessor í við- skipta- og hagfræðideild Háskóla ís- lands sem hann tók við 1990. Pétur H. Blöndal er með doktors- próf í stærðfræði, tölfræði og skyld- um greinum frá Kölnarháskóla. Hann var sérfræðingur við Raunvísinda- stofnun Háskóla íslands árin 1973- 1975 og stundakennari við Háskóla íslands 1973-1977. Að loknum erindunum tveimur verða almennar umræður um við- fangsefnið undir stjóm Þorkels GE þvottavél, 800 snúninga. Réttverðkr.61.900stgr. GEþvottavél,1000snúninga Réttverðkr. 69.900 stgr. HEKLA LAUGAVEGI 172 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 569 5775 ÚTSÖIUSTABIR: HEIMSKRINGLAN, KRINGLUNNl, REYKJAVÍK, S.G.BÚOIN, KJARNANUNI, SELF0SSI, JÓKÓ, AKUREYRI, VERSLUNIN VÍK, HESKAUPSSTAÐ, RAFMÆTTI, MIOBÆ, HAFNARFIRÐI, REYNISSTAÐUR, VESTMANNAEYJUM, KAUPFÉLAG ÞINGEYINGA, HÚSAVÍK, HLJÓMSÝN, AKRANESI. Ný sýning í Póst- og símaminj asafninu Helgasonar orkumálastjóra. Þorkell er með doktorspróf í aðgerðarann- sóknum frá MIT og var um árabil prófessor í aðgerðarannsóknum við raunvísindadeild Háskóla íslands. Hann hefur einnig verið aðstoðar- maður heiibrigðisráðherra og ráðu- neytisstjóri í iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytinu. Ráðstefna um þróun byggðar RÁÐSTEFNA verður haldin á Akur- eyri 22.-23. apríl á vegum landhluta- samtaka sveitarfélaga, Sambands ís- lenskra sveitarfélaga og Byggða- stofnunar. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Þróun byggðar á íslandi — Þjóðar- sátt um framtíðarsýn. Á þessari ráðstefnu verður fjallað um þróun byggðar á íslandi með áherslu á framtíðarsýn þar sem mik- il áhersla verður lögð á að um hana geti náðst víðtæk sátt hvort sem það er byggðastefna, menntastefna eða landnýtingarstefna sem um er fjallað. Ráðstefnan er haldin á 10 ára af- mæii ráðstefnu sem haldin var á veg- um Sambands íslenskra sveitarfélaga og Byggðastofnunar sem bar heitið: Hefur byggðastefan brugðist. Þar var fjallað um það sem hafði gerst eða ekki verið gert en nú á að fjalla um framtíðina. Það er sem sagt ekki hugmyndin að fjalla mikið um þróun og vandamál í fortíðinni og ekki held- ur um tímabundinn aðlögunarvanda að kerfisbreytingum sem eru að ger- ast núna, nema það geti aðstoðað okkar við að skilja hvert atvinnuveg- ir og búseta eru að þróast. Alls verða 20 erindi flutt en Davíð Oddssson, forsætisráðherra, flytur ávarp í upphafi ráðstefnunnar. Áherslan er að fá fram mynd af byggðarlegri stöðu innanlands og einnig stöðu byggðar almennt á ís- landi í framtíðinni nú þegar ungt fólk getur alveg eins sest að erlendis ef því bjóðast betri hlutir þar, segir í fréttatilkynningu. Á fýrri degi ráðstefunnar verður iögð áherlsa á greiningu grundvall- arstaðreynda um land og byggð og takmarkanir og möguleika sem mót- ast af þeirra völdum. Seinni daginn verður meiri áhersla lögð á framtíðina og þá möguleika sem menn sjá á að ná þjóðarsátt um framtíðarsýnina. Að undirbúningi ráðstefnunnar hafa unnið: Jónas Egilsson, fram- kvæmdastjóri SSH, Hjalti Jóhannes- son, Eyþingi, Halldór Halldórsson, Fjórðungssambandi Vestfjarða, Sig- urður Guðmundsson, forstöðumaður Þróunarsviðs Byggðastofnunar, Ólaf- ur Hilmar Sverrisson, bæjarstjóri Stykkishólms, og Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, formaður Sambands ísl. sveitarfélaga. Ráðstefnan er öllum opin en ráð- stefnugjald er 4.500 kr. fyrir báða dagana. PÓST- og símaminjasafnið hefur verið opnað aftur eftir breyting- ar og hefur verið sett upp sér- stök sýning á neðri hæð safnsins í Austurgötu 11 í Hafnarfirði. Á sýningunni má sjá gamla póstafgreiðslu frá fjórða áratug aldarinnar. Ennfremur ýmis bréf, uppdrætti og myndir af til- efni af útkomu bókarinnar Póst- sagaíslands 1776-1873, eftir Heimi Þorleifsson sagnfræðing. Almenningi boðið á Djöfla- eyjuna í dag í TILEFNI af því að 75.000 manns hafa séð íslensku^ stórmyndina Djöflaeyjuna ætla íslenska kvik- myndasamsteypan og Sambíóin að bjóða frítt á Djöflaeyjuna í Sambíó- unum, Álfabakka, fimmtudaginn 10. apríl kl. 5, 7, 9 og 11. Athygli er vakin á því að þetta er aðeins þennan eina dag meðan húsrúm leyfir. Djöflaeyjan verður síðan áfram sýnd í Sambíóunum, Álfabakka. Björn G. Björnsson leikmynda- teiknari og Heimir Þorleifsson hafa annast uppsetningu þessar- ar sýningar. Hægt er að skoða sýninguna á opnunartíma safnsins en það er opið á sunnudögum og þriðju- dögum kl. 15-18. Þeir sem vilja skoða sýninguna eða safnið á öðrum tíma geta haft samband við safnvörð. Aðgangur er ókeypis. Sýning á tækjum til linsufram- leiðslu í ÁR eru liðin 40 ár síðan fyrst var farið að máta snertilinsur (contact linsur) hér á landi. Jó- hann Sófusson, sjóntækjafræð- ingur, hafði þá lært mátun linsa hjá sérfræðingi í London, mr. R. Tyler-Jones. „Fyrstu árin starfaði Jóhann sjálfstætt en síðar hjá Gleraugna- húsinu, Templarasundi 3. í fyrstu voru linsurnar fluttar inn frá Bretlandi en á árunum 1970- 1976 smíðaði Jóhann sjálfur lins- umar. Eftir þann tíma voru þær alfarið innfluttar," segir í frétta- tilkynningur frá Gleraugnahús- inu. Vegna þessara tímamóta sýnir Gleraugnahúsið, í gluggum verslunarinnar, hluta af þeim tækjum sem voru notuð við fram- leiðslu linsanna hér á landi. -----------» » ♦ Borgarmála- fundur hjá Heimdalli VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi og formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, verður gestur á opnum fundi borgarmála- hóps Heimdallar sem haldinn verður í Valhöll, Háaleitisbraut 1, í kvöld kl. 20.30. Vilhjálmur mun m.a. ræða um félagsmál og atvinnumál og þróun- ina í þeim efnum á valdatíma R-list- ans. Þá mun hann einnig ræða al- mennt um málefni sveitarfélaga og nýjar áherslur i rekstri þeirra. í frétt frá Heimdalli segir að fund- urinn sé öllum opinn og að loknu framsöguerindi Vilhjálms gefist fundarmönnum kostur á að koma með fyrirspurnir og athugasemdir. SMAAUGLYSINGAR FELAGSLIF I.O.O.F. 5 = 1784107 = Dd Landsst. 5997041019 VIII I.O.O.F. 11 = 178410816 = Akranes. Ulf Ekman á íslandi Ulf Ekman sam- koma í Filadelfíu ÆNF' m í kvöld kl. 20.00. Allir hjartanlega velkomnirl T7 KFUM V Aðaldeild KFUM, Holtavegi. Slðasti fundur vetrarins í kvöld kl. 20.30. Perlur Islands í máli og mynd- um. Umsjón: Leifur Þorsteinsson. Hugleiðing: Þórarinn Björnsson. Allir karlmenn velkomnir. Hjálpræðis- herinn Kirkjuitræti 2 I kvöld kl. 20.30 Lofgjörðarsamkoma. Allir hjartanlega velkomnir. > P= =3 Hnllvoignrstig 1 • simi 501 4330 Dagsferð 13. aprfl kl. 10.30 Á útilegumannaslóð- um. Útilegumannahellir við Eld- vörp. Helgarferð 12.-13. apríl kl. 8.00 Þingvellir—Hlöðufell- Laugarvatn. Frábær göngu- skíðaferð. Helgarferð 12.-13. aprfl kl. 8.00 Jeppaferð í Setrið. Lágmarks dekkjastærð 33" fyrir létta bíla, 35" fyrir aðra. Ferð unr spennandi svæði. Undirbúnings- fundur þann 10. apríl. Gange þarf frá greiðslu í ferðina fyrit fundinn. IMetslóð: httpVAwww.centrum.is/utivis1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.