Morgunblaðið - 20.09.1997, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.09.1997, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1997 9 FRÉTTIR Norræn geðhjúkrunarráðstefna Mikilvægt að leita faglegra upplýsinga STEPHEN Haines, geðhjúkrunarfræðingur frá Melbourne í Astralíu. ÞESSA dagana er haldin hér á landi norræn geðhjúkrunarráð- stefna. Meginefni ráðstefnunnar, sem haldin er á Norðurlöndum annað hvert ár, er þáttur geðhjúkr- unarfræðinga í forvörnum, með- ferð og stuðningi við ungt fólk með geðræna erfiðleika og fjöl- skyldur þeirra. Stephen Haines, geðhjúkrunar- fræðingur frá Melbourne í Astral- íu, er aðalræðumaður ráðstefnunn- ar. Hann sagði í samtali við Morg- unblaðið að fyrirlestur sinn hafi fjallað um geðræna sjúkdóma sem hafi ekki hlotið fullnægjandi ís- lenskt heiti en nefnast á ensku „sychosis". Guðbjörg Sveinsdóttir, formaður fagdeildar geðhjúkrun- arfræðinga innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sagði orðið geta átt við um flesta geðræna sjúkdóma eða geðveikisástand sem ekki sé varanleg geðveiki. „Hér er um alvarlega geðræna sjúkdóma að ræða,“ sagði Haines „Fólk sér gjarnan ofsjónir og heyr- ir ofheyrnir og fer í framhaldi af því að þróa með sér óraunhæfar hugmyndir um sjálft sig og um- hverfi sitt. Sjúkdómar af þessu tagi eru algengastir á meðal ungs fólks. Meðalaldur kvenna sem greinast með „sychosis" er hærri en meðal- aldur karla og eru margar kenn- ingar uppi um ástæður þess, svo sem mismunandi hormónastarf- semi kvenna og karla. Sjúkdómur- inn kemur oftast upp hjá fólki í kringum tvítugt og hann má oft rekja til þess að fólk er undir miklu álagi. Þá er talið að notkun amfet- amíns og kannabisefna geti orsak- að hann. Þetta er sjúkdómur sem hefur líkamlegar, sálfræðilegar og félagslegar hliðar og meðferð hans felst því í lyijagjöf, sálfræðiaðstoð, sem m.a. byggist á því að byggja upp sjálfstraust einstaklingsins, og stuðningi við fjölskyldu hans. Meðferð stendur yfir í nokkrar vikur, mánuði og einstaka sinnum í nokkur ár. Fólk þarf yfirleitt að taka sér frí frá vinnu eða námi í einhvern tíma en reynt er að koma því aftur inn í eðlilegt lífsmunstur svo fljótt sem kostur er. Á fyrstu stigum sjúkdómsins gerir fólk sér yfirleitt grein fyrir því að eitthvað er að en missir síð- an raunveruleikaskynið. Það eru eðlileg viðbrögð okkar að leita út- skýringa á líðan okkar. Þetta fólk upplifir ýmis óþægindi svo sem óútskýrðan ótta og í tilraunum sín- um til að útskýra hann fjarlægist það raunveruíeikann meira og meira. Það er því mikilvægt að sjúklingar geri sér grein fyrir að þetta er geðrænn sjúkdómur sem hefur áhrif á starfsemi hugans og getur orsakað líðan sem engin önnur ástæða er fyrir. Reynslan sýnir að það er auð- veldara að komast fyrir sjúkdóminn því fýrr sem meðferð er hafin. Sum- um tekst að vinna úr sjúkdómnum upp á eigin spýtur, sérstaklega ef þeir njóta stuðnings heima fyrir, en mestar líkur eru þó á að ástand- ið versni ef ekkert er að gert. Við leggjum því höfuðáherslu á að hafi fólk grun um að eitthvað sé að hjá því sjálfu eða börnum þess leiti það hjálpar strax. Það getur skipt höf- uðmáli við meðferð geðrænna sjúk- dóma að sjúklingur komist sem fyrst í samband við fagfólk." Haines sagði annað meginum- ræðuefni ráðstefnunnar vera þá stefnu Norðurlandanna að færa þjónustu við þá sem eiga við geð- ræn vandamál að etja frá spítulun- um og út í samfélagið. Þetta sé þróun sem m.a. auðveldi sjúkling- um að takast á við sjúkdóm sinn auk þess sem hún auðveldi fag- fólki að hafa afskipti af sjúklingum snemma á sjúkdómsferlinu. Ottast að verða stimplað geðveikt „Fólk óttast bæði úrskurð lækn- isins og það að verða stimplað geðveikt og leitar sér því ekki hjálpar," sagði hann. „Einnig eru hugmyndir samfélagsins um geð- deildir mjög neikvæðar sem gerir það að verkum að fólk hreinlega óttast að leita þangað. Það hafa hins vegar orðið miklar framfarir í aðbúnaði á slíkum stofnunum auk þess sem batahorfur sjúklinga með geðræna sjúkdóma eru mun meiri en áður var. Við leggjum eindregna áherslu á að fólk leiti til fagmanna hafi það grun um að eitthvað sé að þó ekki sé til annars en að fá upplýs- ingar.“ GALLA STRETCH BUXUR Litir: Svartar og bláar St. 36-46 Franskar dragtir frá stærð 34 TGSS i ncð ncðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið laugardag ld. 10-14. ( ^ Verslunin hættir lokadagar Leikföng og gjafavörur á frábæru verði Verslunin Guðmundur H. Albertsson, Langholtsvegi 42. V_________________________________/ Mikið af nýjum vorum samkvæmisdress, blússur, mussur, peysur, bolir, buxur, vesti, dragtir, allt í str. 36 - 60 Stelpur komið í Ritu, þar fáið þið fötin. Stretchbuxur í miklu úrvali frá kr. 5.900 ty&QýGafhhiUi Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.0(1-18.30, laugardaga frá kl. 10.00-15.00. Whittard KRINGLUNNI ♦ SIMI 568 1223 Kaffikvörn f +250 gr. af Half & Half i kaffibaunum kr. 2.690 • Opið sunnudaga kl. 13 — 17 i mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm TILKYNNING UM SÖLU HLUTABRÉFA BIFREIÐASKOÐUN HF. Síðara sölutímabil hlutabréfa ríkisins í Bifreiðaskoðun hf. hefur verið ákveðið 22. - 25. september 1997. Til sölu koma hlutabréf að nafnverði kr. 10.449.683.- samanber ákvæði í útboðslýsingu, dagsett 14. ágúst 1997. Landsbréf hf. taka við kauptilboðum í framangreind hlutabréf á sölutímabilinu. Lágmarksgengi sem gengið verður að er 2,50. Tilboðshafar verða afgreiddir með þeim hætti að hæstu verðtilboð eru uppfyllt fýrst. Tilboðsblöð fást hjá Landsbréfum hf., Suðurlandsbraut 24, Reykjavík og Strandgötu 1, Akureyri og í útibúum Landsbanka Islands. Tilboðum skal skilað til Landsbréfa hf. eigi síðar en kl. 16.00 fimmtudaginn 25. september 1997. If , LANDSBREF HF. Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, simi 535 2000, bréfsími 535 2001, heimasíða bndsbref.is. LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI, AÐILIAB VERÐBRÉFAÞINGIÍSLANBS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.