Morgunblaðið - 20.09.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.09.1997, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MESSUR Á MORGUN Olöguleg rótarhnyðja ENGINN veit hvemig rótarhnyðjan, sem óbeinlínis banaði Gretti, leit út. Aftur á móti er „rótarhnyðja" þeirra Orra Hauksson- ar og Illuga Gunnars- sonar, hér í blaði 14. þ.m. bæði löng og leið- inda stagl í þrætubók- arstíl. Þáttur aðstoðar- manns forsætisráð- herrans í greininni er dapurlegur, hann kann því miður ekki að taka heilræðum eldri embættismanns, sem birtust hér í blaði 23. júlí sl. og voru í því fólgin, að slík skrif gætu valdið þeim mis- skilningi að húsbóndi Orra stæði á bak við skrifin, sem væri „bjarnar- greiði" við forsætisráðherrann. Það er með ólíkindum hve mikið þeir álita sig kunna fyrir sér í lög- fræði, að voga sér að kveða upp Gjafakvótann, segir Gunnlaugur Þórðarson, er búið að festa í sessi með lögunum illræmdu um samningsveð. álit á efni, sem aðeins er á færi lögfræðinga með þeirri grunn- hyggnu skoðun, að sægreifarnir skulu eiga gjafakvótann um alla framtíð endurgjaldslaust vegna tækniþróunar, sem þeir hafa kom- ið á og kostað. Svona fullyrðing er út í hött, að yfirtaka voldugra útgerðarfyrir- tækja á þeim sem minna mega sín geti talist tækniþróun. Tvímenningamir átta sig ekki á, að tækniþróunin í veiðiskap á sér langa sögu og eiga ýmsar þjóð- ir þátt í henni. Landnámsmenn fluttu með sér þá tækni að veiða fisk i net og á handfæri og hefur hún verið undir- staða sjómennskunnar með þjóð- inni frá örófi alda. Á síðustu tímum hafa þær veiðiaðferðir verið þyrnir í augum ríkisstjórna, sem hafa gert allt til þess að leggja þær í rúst með kvóta. Það sem veiddist með þeim veiðiaðferðum nam að- eins litlum hluta heildaaflans, en átti samt mikinn þátt í að halda uppi byggð á minni þéttbýlisstöð- um sem nú eru að leggjast í auðn. Vitað er að sægreifarnir voru á bak við þær glórulausu aðgerðir. Þeir sáu ofsjónum yfir því smáræði, sem var í þessum aflahluta, en var samt verðmætasta útflutningsafurð þjóð- arinnar. Það yrði alltof löng saga, að rekja tækni- þróunina og spuming hvar byija ætti varð- andi togaraútgerð, en eitt er víst að sægreif- arnir hafa notið meiri stuðnings bankavalds- ins og ríkis til þess að komast í þá aðstöðu, sem þeir hafa nú og er sá stuðningur meiri en til nokkurrar ann- arrar atvinnugreinar með þjóðinni. Nú er aftur á móti búið að festa gjafakvótann svo í sessi með lög- unum illræmdu um samningsveð, að útgerðin er á sinn hátt ofurseld í höndum bankavaldsins. Fráfarandi stjórn Landsbankans stærir sig opinberlega af því, að verulegur þáttur í rekstrargróða bankans er „kvóta-brask“, sbr. frétt á baksíðu Mbl. 13. þ.m. Voldug fyrirtæki sægreifanna eru farin að kaupa upp fyrirtæki erlendis og í því sambandi vofir yfir sú hætta, að útgerðinni verði innan fárra ára stjórnað frá útlönd- um og að ísland verði eins og ver- stöð með undirmálsfóiki í starfi, þannig að litlu plássin eru ekki ein í háskanum, heldur byggð á öllu landinu. - o - Þetta er hripað niður í 37 þús- und feta hæð yfir Miðjarðarhafi. Undirritaður er á leið til fundar- setu á alþjóðaráðstefnu lögfræð- inga, „World Jurist Association", sem haldin verður í Dohan í höfuð- borg furstadæmisins Quatar á næstu dögum. Undanfarin 25 ár hefur mér þótt mikilvægt að sækja þær ráðstefn- ur, sem haldnar eru á 2ja ára fresti víðsvegar um heim og sótt þær nær undantekningarlaust síðan. Á seinustu árum hefur mér verið meðal annarra falið að flytja fram- söguerindi um ýmis lögfræðileg efni. T.d. hef ég m.a. rætt um land- helgismálið, varð meira að segja gegn sannfæringu minni að reyna að skýra þá hæpnu ákvörðun Ólafs Jóhannessonar, þáverandi utanrík- isráðherra, að sniðganga Alþjóða- dómstólinn. Á ráðstefnunni í Quatar verð ég einn af frummælendum. Ætlun mín er, fýrst og fremst, að fjalla um mál Jan Mayen og Svalbarða, reyna að skýra aðgerðaleysi íslenskra stjómvalda í þeim málum. Ráðstefnuna sækja lögfræðingar frá öllum heimsins hornum. Mér hefur aldrei hlotnast sú fyrir- greiðsla, þrátt fyrir margra ára embættisferil, að hafa ferðast á kostnað íslenska ríkisins. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. SNYRTISTOFAN GUERLAIN IÓðingata 1 • 101 • Reykjavík I Sími 562 3220 « Fax 552 232p| Gunnlaugur Þórðarson sœtír sofar • Smiðjuvegi 9 • S í m i 564 1475 * Guðspjall dagsins: Jesús læknar á hvíldardegi.___________ (Lúk. 14) ÁSKIRKJA: Barna- og fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BUSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Fjölbreytt dagskrá í tali og tón- um. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmunds- son. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Prests- og djákna- vígsla kl. 10.30. Biskup (slands herra Ólafur Skúlason vígir cand. theol. Önnu Sigríði Pálsdóttur sem aðstoðarprest í Grafarvogspresta- kalli í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, ennfremur Halldór Elías Guðmundsson sem vígist djákna- vígslu til þjónustu í Æskulýðssam- bandi kirkjunnar í Reykjavíkurpróf- astsdæmum. Vígsluvottar: Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, prófastur, sem lýsir vígslu, sr. Vigfús Þór Árnason, Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni og sr. Hjalti Guðmundsson, dómkirkjuprestur, sem annast alt- arisþjónustu ásamt biskupi. Dóm- kórinn og Kór Grafarvogskirkju syngja við athöfnina. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Barna- samkoma kl. 14 við upphaf barna- starfsins. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón- usta kl. 14. Prestursr. Tómas Guð- mundsson. Organisti Kjartan Ólafs- son. Félag fyrrverandi sókn- arpresta. GRENSÁSKIRKJA: Fjölskyldu- messa kl. 11. Barnastarfið hefst. Eirný Ásgeirsdóttir og félagar. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Org- anisti Árni Arinbjarnarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Barnasam- koma og messa kl. 11. Organisti Hörður Áskelsson. Sr. Sigurður Pálsson. Kl. 20 kvöldmessa á veg- um Reykjavíkurprófastsdæmis vestra í tilefni upphafs vetrarstarfs- ins. Sr. Karl Sigurbjörnsson prédik- ar, Kór Grensáskirkju syngur, org- anisti Árni Arinbjarnarson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Messa kl. 14. Dr. Sig- urður Árni Þórðarson, forstöðu- maður safnaðaruppbyggingar þjóð- kirkjunnar prédikar. Organisti Pavel manasek. Sr. Helga Soffía Konr- áðsdóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Hátíðarmessa kl. 11. Kirkjudagur Langholtssafnaðar, vígsluafmælis kirkjunnar minnst. Kór Langholtskirkju syngur. Prest- ur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Barna- starfið hefst kl. 11. Eftir messu selur Kvenfélag Langholtssóknar súpu og brauð. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Barnastarf kirkjunnar hefst. Þórarinn Björnsson guð- fræðingur prédikar. Kór Laugarnes- kirkju syngur. Organisti Gunnar Gunnarsson. Jón Dalbú Hróbjarts- son. NESKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Upphaf barnastarfsins. Sr. Halldór Reynisson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Viera Manasek. Prestur sr. Solveig Lára Guð- mundsdóttir. Barnastarfið hefst á sama tíma í umsjá sr. Hildar Sigurð- ardóttur, Agnesar Guðjónsdóttur og Benedikts Hermannssonar. ■-----------■ SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Qhrntv tískuverslun _ V/Nesveg, Seltj., s. 561 I680 mm ÁRBÆJARKIRKJA: Barna- og fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Krakk- ar og foreldrar, sjáumst. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta á sama tíma. Samkoma ungs fólks með hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Léttar veitingar eftir messu. Organisti Kjartan Sigur- jónsson. Barnaguðsþjónusta á sama tíma. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organisti Lenka Máté- ová. Barnastarf á sama tíma. Um- sjón Ragnar Schram. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Prestvígsla í Dómkirkjunni. Anna Sigríður Páls- dóttir verður vígð til að gegna að- stoðarprestsembætti í Grafarvogs- sókn. Barnamessa kl. 11 í Grafar- vogskirkju. Umsjón Hörður og Rúna. Nýr sunnudagspóstur. Org- anisti Hrönn Helgadóttir. Kvöld- messa kl. 20.30. Sameiginleg guðs- þjónusta Reykjavíkurprófastsdæm- is eystra. Sr. Guðmundur Þor- steinsson dómprófastur prédikar. Prestar í prófastsdæminu þjóna fyrir altari. Órganisti Hörður Braga- son. Kór Grafarvogskirkju og ungl- ingakór kirkjunnar syngja. Prest- arnir. HJALLAKIRKJA: Helgistund og kynningarfundur kl. 10.30. Foreldr- ar og væntanleg fermingarbörn úr Hjallaskóla eru sérstaklega boðin velkomin. Barnaguðsþjónusta kl. 13. Helgistund og kynningarfundur kl. 14.30. Foreldrar og væntanleg fermingarbörn úr Digranesskóla, Snælandsskóla og öðrum skólum eru sérstaklega boðin velkomin. Organisti Oddný Jóna Þorsteins- dóttir. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Guðsþjónusta í kirkjunni fellur niður vegna messuheimsóknar kórs Kópavogskirkju, sóknarprests og organista til Grundarfjarðar. Sam- eiginleg guðsþjónusta með heima- mönnum í Grundarfjarðarkirkju kl. 14. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjón- ustur byrja að loknu sumarhléi. Kl. 11 hittumst við í kirkjunni okkar, krakkar og foreldrar. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ágúst Einarsson prédik- ar. Organisti Ólafur W. Finnsson. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN, Rvík: Barnaguðs- þjónusta kl. 11.15, guðsþjónusta kl. 14. Organisti Pavel Smid. Cecil Haraldsson. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Al- menn samkoma og barnastundir kl. 17 í dag. Ræðumaður sr. Guð- mundur Karl Brynjarsson. Helgileik- ur. Septembervaka kl. 20. Ragnar Gunnarsson talar. Lofgjörð og fyrir- bæn. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Vörður Traustason. Almenn sam- koma kl. 16.30. Ræðumaður Mike Beilamy frá Keflavíkurflugvelli. Allir hjartanlega velkomnir. KLETTURINN: Krakkakirkja kl. 11. Samkoma kl. 20. Allir velkomnir. MESSÍAS-FRÍKIRKJA: Rauðarár- stíg 26, Reykjavík. Guðsþjónusta sunnudag kl. 10 og fimmtudag kl. 20. Prestur sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. KAÞÓLSKA KIRKJAN: KRISTSKIRKJA, Landakoti: Mess- ur sunnudaga kl. 10.30, 14 og 20 (á ensku). Laugardaga og virka daga messur kl. 8 og 18. MARÍUKIRKJA, Raufarseli 8: Messa sunnudag kl. 11. Messa Fríkirkjan í Reykjavík laugardag og virka daga kl. 18.30. GARÐABÆR, Holtsbúð 87: Messa sunnudag kl. 10 á þýsku. Laugar- dag og virka daga messa kl. 7.15. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa sunnudag kl. 10.30. Messa virka daga og laugardaga kl. 18. KARMELKLAUSTUR, Hafnarfirði: Messa sunnudaga kl. 8.30. Messa laugardaga og virka daga kl. 8. BARBÖRUKAPELLA, Keflavík: Messa sunnudag kl. 14. STYKKISHÓLMUR, Austurgötu 7: Messa sunnudag kl. 10. Messa laugardag og virka daga kl. 18.30. ORÐ LÍFSINS: Grensásvegi 8. Al- menn samkoma kl. 11. Ræðumað- ur Ásmundur Magnússon. Fyrir- bænaþjónusta/bænaklútar. Allir hjartanlega velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudag kl. 19.30 bænastund. Kl. 20 Hjálp- ræðissamkoma í umsjá Turid og Knut Gamst. Allir hjartanlega vel- komnir. BRAUTARHOLTSKIRKJA, Kjalar- nesi: Messa kl. 11 f.h. Fermingar- börn ásamt foreldrum sínum boðin sérstaklega velkomin. Gunnar Kristjánsson, sóknarprestur. VÍDALÍNSKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Setning sunnu- dagaskólans. Yngri og eldri deild. Skólakór Garðabæjar syngur við athöfnina. Bjarni Þór Bjarnason. GARÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. (Rútuferð frá Kirkjuhvoli kl. 13.30 og Hleinunum kl. 13.40). Bjarni Þór Bjarnason. BESSASTAÐASÓKN: Sunnudaga- skólinn hefst kl. 13 í Bessastaða- kirkju. Rúta ekur hringinn. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Fermdur verður Heimir Freyr Heimisson, Stuðlabergi 104, Hafn- arfirði. Sigurður Helgi Guðmunds- son. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 11. Fermingarbörn sýna helgileik. Prestur sr. Gunnþór Ingason. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barna- samkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Þóra Guðmundsdótt- ir. Aðalsafnaðarfundur hefst að lok- inni guðsþjónustu. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Barn borið til skírn- ar. Kirkjukór Njarðvíkur syngur und- ir stjórn Steinars Guðmundssonar. Baldur Rafn Sigurðsson. HVERAGERÐISKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Jón Ragnarsson. KOTSTRANDARKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 14. Prestur sr. Ágúst Friðfinnsson. Jón Ragnarsson. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 10.30. Hádegisbænir kl. 12.05 frá þriðju- degi til föstudags. Kvöldbænir fimmtudag kl. 22. Sóknarprestur. EYRARBAKKAKIRKJA: Messa kl. 14. Sóknarprestur. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa kl. 14. Sigurður Sigurðarson vígslu- biskup vigir Guðrúnu Eggertsdóttur djákna. Vígsluvottar verða sr. Svav- ar Stefánsson, sr. Guðmundur Óli Ólafsson, sr. Jón Ragnarsson og Sigríður Valdimarsdóttir djákni. Söngstjóri Hilmar Örn Agnarsson. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyjum: Kl. 11 sunnudagaskólinn hefur göngu sína. Kl. 13 almenn guðs- þjónusta. Ath. breytta tímasetn- ingu. Barnasamvera meðan á préd- ikun stendur. Messukaffi. Kl. 16 messu útvarpað á ÚVaff (FM) 104. Kl. 20.30. KFUM & K, unglingafund- ur. HOLTSPRESTAKALL í Önundar- firði: Messa kl. 11 í Flateyrarkirkju. Organisti lllugi Gunnarsson. Sr. Gunnar Björnsson. AKRANESKIRKJA: Barnastarfið er að hefjast. Barnaguðsþjónusta í dag, laugardag kl. 11. Stjórnandi Sigurður Grétar Sigurðsson. Messa í kirkjunni sunnudag kl. 11. Messa í kapellu sjúkrahússins kl. 14. Björn Jónsson. EGILSSTAÐAKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11. Messa kl. 14 með söng- fólki af námskeiði Kirkjukórasam- bands Austurlands. Mánudagur 22. sept. Kyrrðarstund kl. 18. Sókn- arprestur. BORGARPRESTAKALL: Guðs- þjónusta verður í Borgarneskirkju kl. 14. Altarisganga. Guðsþjónusta á Dvalarheimili aldraðra kl. 15.30. Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.