Morgunblaðið - 20.09.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.09.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1997 21 Reuter Chelsea fer að heiman BILL Clinton, Bandaríkjaforseti, og Hillary, eiginkona hans, fylgdu einkadóttur sinni, Chelsea, 17 ára, til Stanford á fimmtudagskvöld, þar sem hún er að hefja háskólanám. Fjöl- skyldan dvaldi á hóteli um nótt- ina og fór síðan til háskólasvæð- isins á föstudag þar sem forseta- hjónin voru við skólasetningu og hjálpuðu dóttur sinni við að flytja inn á heimavistina. Við komuna til Stanford heilsaði forsetinn upp á mannfjölda sem safnast hafði saman í tilefni af komu þeirra. Mæðgurnar héldu sig hins vegar fjarri mannfjöldanum enda hafa forsetahjónin lagt mikla áherslu á að vernda einka- líf dóttur sinnar. Brundtland leitar stuðnings GRO Harlem Brundtland, fyrrver- andi forsætisráðherra Noregs, hefur hafið formlega baráttu fyrir því að verða skipuð yfir- maður Alþjóðaheil- brigðisstofnun- arinnar, WHO. Brundtland æ'tlar að leggja land und- ir fót og fara til Miðausturlanda, Afríku og Asíu á næstu tveimur mánuðum til að afla sér stuðnings þeirra ríkja, sem eiga fulltrúa í 32 manna framkvæmdanefnd WHO. Búist er við, að nefndin leggi fram tillögu um eftirmann núverandi yfir- manns stofnunarinnar, Hiroshi Nakajima, í janúar nk. en ákvörðun um hann verður tekin á WHO-þingi í maí næsta vor. Kofí Annan, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í Noregi fyrr í mánuðinum, að Brundtland væri „sterkur fram- bjóðandi" en lýsti þó ekki yfir af- dráttarlausum stuðningi við hana. Þröngar buxur drag-a úr karl- mennsku MÖRGUM karlmönnum finnst þeir vera kynþokkafullir og karlmannleg- ir í þröngum buxum og þröngum nærbuxum en í raun er því alveg þveröfugt farið. Breskir læknar hafa rannsakað þetta mál og niðurstaðan er sú, að séu menn í mjög þröngum buxum ofhitni eistun og þá dregur verulega úr framleiðslu sáðfrumna og fijósemi þeirra. Verstar eru bux- ur úr ýmsum gerviefnum en bað- mullar- og silkibuxur miklu betri. Dr. Richard Petty, einn læknanna, sagði, að bændur hefðu alltaf vitað, að hrútur í miklu reyfi gagnaðist ánum illa en væri hann rúinn svo loftið fengi að leika um hann, þá yrði annað uppi á teningnum. Sagði hann, að það nákvæmlega sama ætti við um mennina. Sameinuðu þjódunum. Reuter. TED Turner, stofnandi fréttasjón- varpsins CNN, hefur tilkynnt að hann hyggist gefa hjálparstofnun- um Sameinuðu þjóðanna milljarð dala, andvirði 71 milljarðs króna, á næstu tíu árum. Hann hvetur ennfremur aðra auðkýfinga til að láta fé af hendi rakna til samtak- anna. Turner sagði í viðtali við Larry King, sjónvarpsmann CNN, á fimmtudag að hann hefði fengið þessa hugmynd tveimur dögum áður og ákveðið þessa fjárhæð vegna þess að „milljarður er góð tala“. Turner tilkynnti ákvörðun sína á árlegum kvöldverði Félags Sam- einuðu þjóðanna í Bandaríkjunum í New York á fimmtudag. Hann Ted Turner býður SÞ milljarð dala hefur lengi gagnrýnt Bandaríkjastjórn fyrir að hafa ekki greitt skuld sína við Samein- uðu þjóðirnar, sem nemur nú 1,5 milljörð- um dala, andvirði 107 milljarða króna. Hann sagði að pen- ingarnir ættu að renna til sérstakrar stofnunar, sem myndi styðja mannúðar- Ted Turner starfsemi Sameinuðu þjóðanna, t.a.m. í þágu flóttamanna, barna, umhverfisins, og „fátækasta fólks- ins í heiminum, þeirra sem þarfnast hjálpar- innar mest“. Framlag sitt til stofnunarinnar myndi nema 100 milljónum dala á ári næstu tíu árin. Turner ræddi við Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, fyrr um dag- inn og bauðst til að aðstoða við að afla fjárframlaga frá einstakl- ingum og fyrirtækjum. Hann sagði að koma þyrfti á fót sérstakri stofnun þar sem einstaklingar gætu ekki lagt fram fé beint til Sameinuðu þjóðanna vegna skulda aðildarríkjanna. „Bandaríkjastjórn verður enn að greiða skuldina," sagði hann. Turner sagði eignir sínar hafa verið metnar á 2,2 milljarða dala um síðustu áramót en verðmæti þeirra hefði aukist og væri nú um 3,2 milljarðar dala. „Ég á enn tvo milljarða eftir,“ sagði hann. „Og kannski get ég gefið meira seinna.“ Haustlaukar Blómaval býður eingöngu haustlauka sem góð reynsla er af á íslandi. Sérstaklega mælum við með okkar landsþekktu magnpakkningum af túlipönum, páskaliljum, krókusum og perluliljum. laukar eru kröftugri (meira ummál) og gefa stærri og sterkari blóm í vor. UUR 10 sm) R9#- MAGNTIIBOÐ: stórir kröftugir laukar (ummáJ lauka 12 sm) kr. 990,- PÁSKALIUUR (30-40 blóm stærðarflokkur 1) kr. 699,- ÓKUSAR ál lauka 10 sm) kr.599,- SENDUM UM LAND ALLT SÍMI 568 9070
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.