Morgunblaðið - 20.09.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.09.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1997 43 BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 » Uppeldisgildi og1 verk- fall leikskólakennara Frá Jóni Karli Helgasyni: Á ÁRUM síðari heimsstyijaldar stóð ungur Frakki, nemandi Jean-Paul Sartres, frammi fyrir erfiðri ákvörð- un. Sartre segir sögu þessa pilts í einni ritgerða sinna: „Faðir hans var ósáttur við móður hans og hallaðist auk þess að samstarfi við hemámsöfl- in. Eldri bróðir hans hafði verið drep- inn í sókn Þjóðveija árið 1940 og þessi ungi maður þráði af dálítið frumstæðum en göfugum hvötum að hefna hans. Móðir hans, sem bjó ein með honum, var mjög mædd og sleg- in yfir sonarmissinum og hálfgildings- svikum föður hans og fann enga huggun nema hjá honum. Þessi ungi maður átti á þeim tíma tveggja kosta völ: að fara til Englands og ganga í liðsveitir fijálsra Frakka - þ.e. að yfirgefa móður sína - eða dvelja um kyrrt hjá henni og létta henni lífið. Hann gerði sér fyllilega ljóst að hann einn gat gert henni lífið bærilegt og brottför hans - og e.t.v. dauði - myndi steypa henni í algera örvænt- ingu.“ Ungi maðurinn þurfti, með öðmm orðum, að gera upp á milli tveggja tilfínninga en hann áttaði sig fljótt á að gildi viðkomandi tilfinninga réðu ekki vali hans heldur mundi val hans gefa tilfinningunum gildi. „Ég get sagt: ég elska móður mína svo mikið að ég verð kyrr hjá henni, ef ég hef verið kyrr hjá henni. Ég get ekki ákvarðað gildi þessarar tilfinn- ingar nema að ég hafi framkvæmt þá athöfn sem staðfestir hana og skilgreinir." (Þýð. Páls Skúlasonar). Sem betur fer búum við Islending- ar í samfélagi sem sjaldnast setur þegnum sínum slíka úrslitakosti í einkalífinu. En þessi saga rifjast tíð- um upp fyrir mér þegar ég fylgist með því misræmi sem oft er á milli orða og efnda í hinu opinbera stjóm- kerfi, ekki síst á sviði menntunar og menningar. Einstakir stjómmála- flokkar eða stjómmálamenn ræða gjarnan fjálglega um tilteknar hug- sjónir og gildi, en það eru fram- kvæmdir þeirra og athafnir sem skil- greina hveijar hinar raunveralegu hugsjónir era - hið eiginlega gildis- mat. Flest stjómmálaöfl viðurkenna í orði það gildi sem uppeldi og mennt- un hafa fyrir samfélagið og framtíð þess en á undanförnum áram og ára- tugum hafa lág laun þeirra stétta sem annast uppeldi og kennslu, frá leik- skólastigi að háskólastigi, staðfest þveröfugt mat á gildi þessara mála- flokka. Þegar Reykjavíkurlistinn náði meirihluta í borgarstjóm Reykjavíkur var boðuð endurskoðun á fjölmörgum sviðum, enda var oddviti listans einn skeleggasti málsvari Kvennalistans sem verið hafði óþreytandi við að gagnrýna það gildismat sem birtist í pólitískri stefnumörkun gömlu flokk- anna. Meðal þess sem Reykjavíkur- listinn setti á oddinn í kosningabar- áttu sinni var uppbygging leikskóla í borginni og endurmat á hinum svo- nefndu „kvennastörfum". Það era mér, sem föður og borg- arbúa, vonbrigði að sjá núverandi borgaryfírvöld falla í þá gömlu gryfju að trúa að menning og mannlíf búi í byggingum, fremur en fólki. Nýir og glæsilegir leikskólar hafa risið og eldri leikskólum verið breytt í því augnamiði að fækka börnum á biðlist- um. Hins vegar hefur ekki verið hug- að að gæðum sjálfs leikskólastarfsins; kjör leikskólakennara hafa lítið sem ekkert batnað og í kjölfar breyttra aðstæðna hefur vinnuálag þeirra auk- ist. Margir leikskólakennarar standa frammi fyrir þeirri spurningu hvort þeir hafi efni á að starfa áfram við sitt fag; um hver mánaðamót sendir samfélagið þeim þau skilaboð að önn- ur og vélrænni störf hafí margfalt meira gildi. Vissulega er sömu sögu að segja af fleiri starfsstéttum, ekki síst hjá hinu opinbera, og allt tal um kaup og kjör á þeim vettvangi virðist dæmt til að leiðast út í samanburð og þjark um skattbyrði - jafnvel um sjálfan verðbólgudrauginn. Mér er ljóst að þeir sem sem ráða ferðinni á hinum pólitíska vettvangi standa iðulega frammi fyrir erfiðum valkostum. Þeir þurfa hins vegar að spyija sig til hvers verið er að byggja betri leik- skóla, auka námskröfur leikskóla- kennara og bjóða uppá fjölbreyttari dvalartíma fyrir bömin, þegar launa- kjörin valda því að erfitt er að fá menntað fólk til starfa. Árangursríkt og heilladijúgt starf á leikskólum byggist á faglegri þekkingu starfs- fólks og stöðugleika. Spumingin er ekki hvað við komumst af með að borga leikskólakennuram lág laun, heldur hvort og hvemig okkur tekst að halda í gott starfsfólk, viðhalda starfsstolti þess og hvetja það til dáða. Spumingin er hvaða gildi uppeldi bama okkar hefur í raun og vera. JÓN KARL HELGASON, faðir og formaður Foreldrafélags Lækjarborgar. Er manneskjan að verða tillitslaus og harðbrjósta? Frá Ólöfu Stefaníu Eyjólfsdóttur: SUMRI hallar og sól lækkar á lofti. Busavígslan stendur sem hæst. Fjöldi unglinga er í eltingarleik og skvetta úr vatnsflöskum hver á annan. Leik- urinn færist út að stórri umferðaræð. Ung kona ekur á hraðferð, er að sækja bamið eftir vinnu. Hún sér ekki vegfarandann sem gekk út á gangbrautina fyrir stríðsdansi og gauragangi unglinganna, ekki fyrr en eitthvað skellur á framrúðunni sem splundrast í þúsund mola. Hún nauð- hemlar en of seint. Skuggi þeyttist fram yfir bílinn cg hafnar hinum megin á götunni og skilur eftir sig stóra dæld í mélaðri framrúðupni. Ungu konunni sortnar fyrir augum. Allt verður svo óraunverulegt, þetta er ekki að gerast, ég verð að flýta mér og ná I bamið. Lögreglan og sjúkrabíll koma á Dýraglens &EÐAN /H/'tf Al TÖtCST /VUfOO Cbs ráKZbAu ttTab Ljóska 2 dCHfXtla kg a2 faro.t!A Oq jsorria einho&jui oerk!24pður-\ getur nú brwt vrnjum smuíh—' —— ry L/esaUngt/^ inn, er<____ þreyttur )C== Ferdinand vettvang með sírenur á fullu og brátt stumra sjúkraliðar yfir þeim slasaða. Maðurinn er enn vankaður, dofinn í fótum og handleggsbrotinn. Unga móðirin situr skjálfandi í losti og grætur stjómlaust. í hita leiksins æða unglingamir áfram eins og ekkert hafi ískorist. Þeir hlaupa margsinnis hringinn í kringum fórnarlambið og áfallahjálpina, líkt og villimenn skrækjandi og skvettandi hveitiklístri úr flöskum hver á annan. Ungdómur- inn virðist ósnortinn af þjáningum þeirra sem liggja í valnum, því að ekkert bítur á veruleikafirrta kynslóð sem er mettuð og sljóvguð af sjónar- spili tölvuleikja. Unga konan örvilnast og tautar grátandi, þetta getur ekki komið fyrir mig! ÓLÖFSTEFANÍA EYJÓLFSDÓTTIR, Viðjugerði 2, Reykjavík. V* DteL by UFS, Inc. ( cfi 'II II' \ I //, r> Smáfólk I have a problem MARCIE..I NEEP YOUR ADVICE.. I OUAS SUPPOSED TO BE 60IN6 TO SUMMER SCHOOL, BUT I F0R6OT ALL ABOUT IT.. I DON T KNOU) UiHAT TO SAY, SIR..IVE NEVER P0NE ANVTHIN6 THAT DUMB... WHEN WE 60 AUlAV T0 C0LLE6E, MARCIELET'5 NOT ROOM T06ETHER.. Mér er vandi á hönd- um, Magga... gefðu mér ráð ... Ég átti að fara í sumar- skóla, en ég gleymdi öllu um það ... Ég veit ekki hvað skal segja, herra ... ég hef aldrei gert neitt svona heimskulegt... Þegar við förum í menntó, Magga, þá skulum við ekki vera saman í herbergi...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.