Morgunblaðið - 30.09.1997, Page 2

Morgunblaðið - 30.09.1997, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 60 manns skipta um vinmiveitanda á Keflavíkurflugvelli Undirverktakar > verða starfsmenn IA Rán í söluturni Lögreglan leitar tveggja manna LÖGREGLAN leitar nú tveggja manna um eða innan við tvítugt sem talið er að hafi rænt 60-70 þús- und krónum úr sölutumi við Gnoð- arvog rétt fyrir miðnætti á laugar- dagskvöld. Lögregla hefur eftir afgreiðslu- stúlku í söluturninum að mennirnir hafí komið inn í sölutuminn hettu- klæddir, ógnað henni með hnífí og neytt hana til að afhenda sér pen- inga úr peningakassanum. Rannsókn málsins stóð um helg- ina og stendur enn en engir hafa verið handteknir vegna málsins, að sögn Hannesar Thorarensen, lög- reglufulltrúa. STARFSMÖNNUM íslenski-a að- alverktaka fjölgar um 60 þegar fyr- irtækið fastræður starfsmenn þeima fjögurra fyrirtækja sem hafa sem undirverktakar séð fyrirtæk- inu fyrir faglærðum iðnaðarmönn- um. Jón Sveinsson, stjórnarformaður Islenskra aðalverktaka, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær og sagði að þetta væri einn þáttur í þeirri allsherjarendur- skipulagningu fyrirtækisins sem stendur yfir til undirbúnings hluta- félagavæðingar þess. Fleiri liðir í þeirri endurskipulagningu verði kynntir á næstunni. Jón sagði að með þessu treysti fyrirtækið sér betur til þess að ráða við þau verkefni sem það kemur til með að sjá um í framtíðinni. Eftir þessar breytingar verða starfs- menn Islenskra aðalverktaka um það bil 260. Árni Ingi Stefánsson, fram- kvæmdastjóri þriggja þeirra fjög- urra félaga sem í hlut eiga; Dverg- hamra, félags undii’verktaka í hópi trésmiða og múrara, Félags vatns- virkja, sem í eru pípulagningar- menn, og Verktakafélags málara- meistara, sagði að þessi breyting hefði engin áhrif á hina almennu starfsmenn fyrirtækisins, einungis það að þeir mundu framvegis fá greidd laun frá íslenskum aðal- verktökum en ekki einhverju fyrr- greindra félaga en auk þeirra er um að ræða félag rafiðnaðar- manna Árni Ingi sagði að í raun gerðist breytingin á þann hátt að iðnaðar- menn segðu upp störfum hjá undir- verktökunum og réðu sig til Is- lenskra aðalverktaka. Morgunblaðið/Yann Kolbeinsson Grímu- skríkja fínnst hér GRÍMUSKRÍKJA, amerískur spörfugl, sást á Garðskaga um helgina. Þessi fugl hefur aldrei áður sést hér á landi. Fullorðinn karlfugl þessarar tegundar er auðgreindur á svartri grímu og skærgulu brjósti, annars er fuglinn grænbrúnn á bakinu. Þar sem hér er um að ræða ungan karlfugl er svarta gríman ekki eins áberandi. Strand Víkartinds Ekki aðgerð- ir gegn skip- stjóranum EMBÆTTI ríkissaksóknai-a sér ekki ástæðu til að aðhafast frekar í máli þýska skipstjórans á Víkartindi sem strandaði í Háfsfjöru í byrjun mars. Var þessi ákvörðun tilkynnt ríkislögreglustjóra og héraðsdóm- ara, svo og lögmanni skipstjórans. Eftir strand Víkartinds var krafíst rannsóknar á því hvort athæfi skip- stjórans hefði með einhverju móti getað talist saknæmt og var Rann- sóknarlögreglu ríkisins falin rann- sókn málsins. Var það síðan sent rík- issaksóknara sem tilkynnti með bréfí fyrir helgina rannsóknarlögreglu, héraðsdómara þar sem sjóprófin fóru fram, svo og lögmanni skip- stjórans að ekki væri ástæða til að aðhafast frekar í málinu. Jafnframt er ekki lengur þörf á að halda eftir fjögurra milljóna króna tryggingafé sem krafíst var að lagt yrði fram til 1. október og embættið hafði í vörslu sinni. Morgunblaðið/Ásdís UM ÞUSUND stúlkur sóttust eftir hlutverki í söngleiknum Bugsy Malone í Loftkastalanum í gær. Læknar óánægðir með launakjör sín og seinagang í kjaraviðræðum Mikil óvissa og upp- sagnir yfirvofandi Um þúsund stúlkur í söngprufu ÁÆTLAÐ er að um þúsund stúlkur hafí lagt leið sína í Loft- kastalann í gær þegar söngpruf- ur fóru fram fyrir söngleikinn Bugsy Malone. Aðeins hafði verið gert ráð fyrir um 500 stúlkum. Húsakynni Loftkastalans fylltust fljótlega og urðu margar stúlkur frá að hverfa. „Við erum búnir að taka niður 450 nöfn og raða þeim niður á þá tíma vikunnar sem við höfum af- lögu,“ segir Hörður Þorsteins- son, framkvæmdastjóri Loftkast- alans. „Það er ljóst á öllu að við verðum i prufum út þessa viku.“ Aðspurður hvort þeir sem ekki komust að fái tækifæri síðar seg- ir hann að enn eigi eftir að taka ákvörðun um það. Við skoðum það á morgun [í dag] þegar um hægist hvort við augiýsum eftir fleirum eða látum þetta duga.“ Söngprufa fyrir stráka verður haldin í dag klukkan 16 i Loft- kastalanum. Ef tekið er mið af gærdeginum má búast við þröng á þingi. ■ Söngprufa/42 MIKIL óvissa er í kjaramálum allra lækna og menn eru orðnir lang- þreyttir á ástandinu, segir Guð- mundur Bjömsson, nýkjörinn for- maður Læknafélags íslands. Kjara- málin voru eitt meginumræðuefnið á aðalfundi Læknafélags íslands um helgina. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra ávarpaði aðal- fundinn og sagðist Guðmundur telja að Ingibjörg sýndi því skilning að breytingar væm nauðsynlegar og vildi að fundin yrði lausn á þessum málum. Lítið hefur þokast í samkomu- lagsátt í kjaraviðræðum sjúkrahús- lækna og ríkisins að undanförnu en næsti samningafundur er boðaður á morgun. Deilunni hefur þó enn sem komið er ekki verið vísað til ríkis- sáttasemjara. Að sögn Guðmundar hefur hvorki gengið né rekið í við- ræðum sjúkrahúslækna og ríkisins og era sjúkrahúslæknar mjög ósátt- ir við hver þróunin hefur orðið. „Þeir vinna allt of mikið og era með mjög lág fastalaun, sem þeir bæta sér svo upp með óhóflega mikilli vaktavinnu," sagði hann. Hópar sérfræðilækna hafa sagt upp samningum við Tryggingastofn- un ríkisins eða eru að undirbúa upp- sagnir og hafa uppsagnir þvagfæra- skurðlækna og bæklunarskurð- lækna þegar tekið gildi. Nú um mánaðamótin bætast við uppsagnir hóps skurðlækna og fleiri uppsagnir bætast svo að óbreyttu við um mán- aðamótin október/nóvember. Heilsu- gæslulæknar bíða óþreyjufullir eftir úrskurði kjaranefndar um laun sín og starfskjör en kjaranefnd úr- skurðaði um kjör meirihluta þeirra starfshópa sem heyra undir úr- skurðarvald nefndarinnar í júní sl. Þá era ungir læknar mjög óánægðir með kjör sín og undirbúa nú upp- sagnir á yfirvinnu á sjúkrahúsunum til að þrýsta á um gerð kjarasamn- inga en þeir hafa verið með lausa samninga í níu mánuði. Aukið óöryggi Guðmundur Björnsson og Jó- hannes Gunnarsson, lækningafor- stjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur, era sammála um að mjög alvarlegar af- leiðingar hljótist af uppsögnum sér- fræðinga á samningum við TR. „Ástandið versnar jafnt og þétt við hver mánaðamót," sagði Jóhannes og líkti ástandinu við upplausn. Hann kveðst hafa miklar áhyggjur af að sú þjónusta sérfræðinga við sjúklinga sem ekki eru lagðir inn á sjúkrahúsin færist út í bæ þar sem læknar séu í umtalsverðum mæli að flæmast út af spítölunum vegna óá- nægju með kjörin og hefja starf- semi á einkastofum. Þessir sérfræð- ingai’ séu ekki innan seilingar ef bráðatilvik koma upp og hafi það í fór með sér aukið óöryggi íyrir sjúklinga. Tryggingastofnun tekur ekki þátt í kostnaði við læknisverk þeirra sérfræðinga sem ekki eru ) með samning við stofnunina og sjúkrahúsin bera því aukinn kostn- að þegar greiðslur TR falla niður. 1 Þá sé mjög slæmt að missa út af sjúkrahúsunum sérfræðinga sem hafi haft á hendi þjálfun og kennslu fyrir læknakandídata. Ásta Lára Leósdóttir, ritari kjara- nefndar, sagði að kjaramál heilsu- gæslulækna væru í vinnslu hjá kjaranefnd og vildi engu svara til um hvenær úrskurðar væri að vænta. Ekki náðist í Ingibjörgu Pálmadóttr ur heilbrigðisráðherra í gær. ■ Áliyggjur vegna/27

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.