Morgunblaðið - 30.09.1997, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 30.09.1997, Qupperneq 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM NOKKRAR af fyrirsætum umboðsskrifstofunnar Eastwest models sem Olivier er útsendari fyrir. vinsælar í Asíu en það er mikil- vægt að þær séu ekki of ljóshærð- ar því skrifstofumar í Asíu eru ekki hrifnar af lituðu hári eða rauðhærðum fyrirsætum. Annars er háraliturinn ekki aðalmálið heldur hvaða litur hentar tilteknu andliti," sagði Olivier og rifjaði upp að marg- ar frægustu fyrirsætur heims eins og Cindy Crawford, Chri- sty Turlington og Helena Christiansen væru allar dökk- hærðar. Að sögn Oliviers þarf útsend- ari að vera sér þess meðvitandi að hann geti gert mistök þegar hann leitar uppi fyrirsætur. Ekki sé alltaf hægt að sjá fyrir hvaða fyrir- sætur ná árangri og alltaf nái ein- hverjar á toppinn sem útsendari hafnaði. „Mér er borgað fyrir að leita að fyrirsætum og afla eins mikilla upplýsinga um þær og mögulegt er. Stundum háir það mér að ég finn einhvern sem er mjög hrár og ómótaður og það tek- ur tíma fyrir mig að sannfæra um- boðsskrifstofumar um að þetta sé efni í fyrirsætu þegar myndirnar sýna manneskjuna ekki í sínu besta ljósi.“ íslenskar fyrir- sætur þybbnar Það er einmitt hlutverk Oliviers hér á íslandi að hitta ungt fólk sem þykii’ koma til greina sem fyr- irsætur, taka viðtöl og afla allra nauðsynlegra upplýsinga um það. Mikið liggur við að hægt sé að svara öllum spurningum umboðs- skrifstofanna og tekur Olivier jafn- vel mál fyrirsætnanna sem hann hittir því hver sentímetri getur Hollur matur og hreyf- ing mikilvæg Útsendari módelskrifstofa í París, Japan og Þýskalandi er staddur á Islandi og leitar að upp- rennandi fyrirsætum. Rakel Þorbergsdóttir hitti hinn franska Olivier Daube og skyggndist inn í heim fyrirsætnanna. EG VAR sjálfur fyrirsæta og hef ferðast mikið og þekki því allar aðstæður vel. Sú reynsla hefur nýst mér við að leita að fyrirsætum og fínna út fyrir hvaða markað þær henta best.“ Olivier er kominn til íslands fyrir tilstilli Kolbrúnar Aðalsteinsdóttur hjá skóla Johns Casablancas til að hitta íslenskar stelpur og stráka sem þykja efni í fyrirsætur. Um- boðsskrifstofumar sem hann starfar fyrir em Madison í París, Forza í Japan og Eastwest models í Þýskalandi. Þetta er önnur heim- sókn Oliviers til landsins og í fyrra skiptið fann hann íslenska stúlku sem starfaði fyi-ir milligöngu hans um tíma í París. „Ég veit aldrei að hverju ég leita fyrr en ég sé það. Ef maður hefur ekki þann háttinn á þá er bara ver- ið að herma eftir því sem er til og engar líkur á að eitthvað nýtt finn- ist,“ sagði Olivier sem segir ís- lenskar fyrirsætur ekki henta fyrir einn markað frekar en ann- °LlVlERDauhl 'C hitti fífi an. „Það skiptir að sjálfsögðu öllu máli hvemig fólkið lítur út. Hversu hár er viðkomandi, hvaða háralit hefur hann, er húðin góð og hefur viðkomandi einhverja reynslu af fyrirsætustörfum? Fyrir þýska markaðinn þurfum við vanar fyrir- sætur sem eiga góða myndamöppu því bókanirnar byggjast á þeim. Fyrir Asíumarkaðinn þurfum við yngri, sætari, og minni fyrirsætur því hæðin skiptir miklu máli. I Asíu er æskilegt að fyrirsætan sé á bil- inu 168 til 175 sentímetrar á hæð en í París þurfa þær að vera hærri eða á bilinu 176 til 178 sentímetrar. Auðvitað era alltaf undantekningar en þetta er algengasta viðmiðun- in,“ sagði Olivier og benti á að komist fyrirsætan á forsíðu þekkt tískublaðs skipti hæðin litlu eftir það. „Ljóshærðar alls staðar vinsælar" Ljóst hár er eitt helsta einkenni norrænna þjóða og þar sem ljós- hærð fegurðardís var að hitta Oli- vier um leið og blaðamaður varð ekki umflúið að spyrja útsendar- ann hvaða markaður væiá ákjósan- legastur fyrir ljóshært fólk. „Ljós- hærðar fyrirsætur era alls staðar vinsælar. Þær era þó sérstaklega Leysir Díönu af ►BRESKA fyrirsætan Na- omi Campell mun taka sæti Díönu prinsessu af Wales á góðgerðarhádegisverði l kjölfar dauða prinsessunu- ar. Hádegisverðarboðinu er ætlað að safna peningum handa veikuin börnum í Karíbahafínu en fregnir herma að Díana hafi fallist á að vera viðstödd eftir að hún varð að fresta því að hitta veiku börnin sjálf. „Díana var svo mis- kunnsöm og góð og ég veit að hún hefði viljaö að þessi viðburður ætti velgengni að fagna," er haft eftir Naomi Campell. Að sögn fyrir- sætunnar veitti Díana prinsessa henni rnikla hugguii við jarðarför tískukóngsins Versace í júlí síðastliðnum. „Hún var alltaf að spyija hvemig mér liði sem var lýsandi fyrir það livað hún var hugulsöm og ósérhlífin," sagði fyrirsætan um hina dáðu prinsessu. DYLAN tók ofan fyrir páfanum. ROKKSTJARNAN Dylan syngur fyrir páfann. Fegurðar leitað á íslandi Bob Dylan söng fyrir páfann 200 þúsund manns komu saman til að hlýða á Bob Dylan syngja fyrir páfann síðastliðið laugardagskvöld og var það hápunktur vikulangs trú- arþings í Bologna. Uppákoman var m.a. haldin til þess að Jóhannesi Páli II páfa, sem er 77 ára, gæfist tækifæri til að komast í snertingu við ungt fólk og þá tónlist sem það hlýðir á. Þegar páfinn ávarpaði samkom- una vitnaði hann í lag Dylans „Blowing in the Wind“. Augnabliki síðar hóf Dylan tónleikana með lag- inu „Knocking on Heaven’s Door“ og vakti hann mikla lukku hjá áheyrendum. Eftir að hafa flutt eitt lag í viðbót, „Hard Rain“, tók Dylan skyndilega ofan hvíta kúrekahatt- inn og gekk að hásæti páfans. Páf- inn steig á fætur til að taka á móti honum og tókust þeir í hendur. Að því loknu þakkaði páfinn fyrir sig og dró sig í hlé eftir langan vinnudag, sem einkenndist af ferðalögum og opinberum uppákomum. Lagið „Trying to Get to Heaven" er einmitt á nýrri plötu Dylans sem kemur út í dag og virðist Dylan hafa mjakast þangað með tónleikunum um helgina. Dómur um plötu Dyl- ans birtist í Morgunblaðinu á sunnudaginn var. % í í i i i ( ( ( I I I I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.