Morgunblaðið - 30.09.1997, Side 43

Morgunblaðið - 30.09.1997, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997 43 FÓLK í FRÉTTUM MYNPBOMP Fjölskylda átt- unda áratugarins Brady fjölskyldan snýr aftur (A Very Brady Sequel) Gamanmynd ★ ★1/2 Framleiðandi: Alan Ladd Jr., Lloyd J. Schwartz, Sherwood Schwartz. Leikstjóri: Arlene Sanford. Hand- ritshöfundar: Jim Berg, Harry El- font, Deborah Kaplan. Kvikmynda- taka: Mac Ahlberg. Tónlist: Guy Moon. Aðalhlutverk: Shelley Long, Gary Cole, Tim Matheson, Christop- her Daniel Barnes, Christine Tayl- or. 90 mín. Bandaríkin. Cic mynd- bönd 1997. Útgáfudagur: 16. sept- ember. Myndin er öllum leyfð. Á sjöunda áratugnum voru þættirnir um Brady fjölskylduna mjög vinsælir og þeir sem horfðu á kanasjónvarpið ættu að muna eftir þessari ljúfu, hallærislegu og síbrosandi fjölskyldu sem vildi öllum gott. Fyrir nokkrum árum var gerð kvik- mynd um fjöl- skylduna og létu kvikmyndagerð- armennirnir Ú'ölskylduna ekkert hafa breyst þótt 10. áratugurinn væri á fullu umhverfis þau. Þetta framhald er nokkurn veginn sama myndin og sú fyrri með smábreyt- ingum í söguþræðinum. Helsta breytingin er sú að maður sem segist vera fyrri eiginmaður frú Brady verður gestur á heimili fjölskyldunnar, en þetta er í raun peningagráðugur skúrkur sem vill stela dýrmætri styttu sem reynist vera í húsi herra og frú Brady. Söguþráðurinn skiptir ekki miklu máli í þessari mynd heldur er spurningin hvort kvikmynda- gerðarmönnunum takist að halda ferskleika fyrri myndarinnar. Að mörgu leyti tekst þeim það, en ekki alveg. Það eru of margir brandarar endurteknir, sem voru í fyrri myndinni og virðist vera að handritshöfundana hafi skort frumleika. Einnig eru atriðin þar sem Jan Brady reynir að sýna nýja kærastann sinn frekar leiði- gjörn. En oft og tíðum tekst myndin á loft og þá sérstaklega í atriðunum með Tim Matheson. Matheson stelur senunni í hlut- verki skúrksins og sýnir fram á að hann sé góður gamanleikari. Myndin vitnar óspart í sjónvarps- menningu 7. og 8. áratugarins og er gert grín að þáttum eins og „I Dream of Jeannie", „Gillig- an’s Island“, „Magnum P.I.“ o.fl. Ég efast um að önnur mynd verði gerð um Brady fjölskylduna, en þessar tvær sem gerðar hafa ver- ið eru prýðisgóð afþreying. Ottó Geir Borg Strandaglópur Róbinson Krúsó (Robinson Crusoe)_________ Ævintýramynd ★ ★ ★ Framleiðandi: Njeri Karago. Leik- stjóri: Rod Hardy og George Mill- er. Handritshöfundar: Christopher Canaan, Christopher Lofren, David Stevens, Tracy Keenan Wynn. Kvikmyndataka: David Connell, Ian McMilIan, Greg Ryan. Tónlist: Guy Moon. Aðalhlutverk: Pierce Brosn- an, William Takaku, Polly Walker, Ian Hart. 93 mín. Bandaríkin. Skíf- an 1997. Útgáfudagur: 17. septem- ber. Myndin er bönnuð börnum inn- an 12 ára. Allir kannast við hina klassísku skáldsögu Daniel Defoes um strandaglópinn Robinson Crusoe, sem þarf að aðlagast lífi á eyðieyju með því að nýta sér hugvit 18. ald- ar mannsins og það sem eyjan hefur upp á að bjóða. Margar kvikmyndaútgáf- ur eru til af mynd- inni og ekki ómerkari leik- stjórar en Luis Bunuel komið henni á tjaldið. Nýj- asta útgáfan er í takt við okkar tíma því sjóræningjarnir eru horfnir og aðaláherslan er nú lögð á samband Fijádags og Róbinsons og með því vekur hún spurningar um kynþátta- fordóma og trúarbrögð. George Miller er annar leikstjór- anna í þessari mynd, en hann á að baki myndir eins og „Mad Max“ og „The Witches of Eastwick". Miller er vanur að skapa magnþrungið and- rúmsloft með því að nýta sér um- hverfi persóna sinna og samskipti persónanna sín á milli og við um- hverfíð. í þessari mynd sést hand- bragð Millers greinilega og bestu senur hennar tengjast samskiptum hvíta mannsins (Róbinson) og hins göfuga villimanns (Frjádagur). Will- iam Takaku er mjög góður í hlut- verki Fijádags, sem verður aldrei undirgefinn Róbinson, þó að Róbin- son láti hann kalla sig meistara. Pi- erce Brosnan sýnir fínan leik í titil- hlutverkinu en skoski hreimurinn hans er hálf vandræðalegur. Myndin er nokkuð hrottaleg á köflum og aðeins of mikið af óþarfa sprenging- um. Þetta er afbragðs ævintýramynd, sem ætti að skemmta mörgum. Ottó Geir Borg „\/-vianð®^ / fyrsta sii m frá Islandi í beinu leiguflugi Wm 29- nóv. - 4. desJ K Skelltu þér með til Las Vegas, S borgarinnar sem aldrei sefur. Þar eru B stórsýningar á hverju strái og hinir || heimsfrægu spilakassar og spilavíti = hvert sem litið er. Allar helstu ■ tískuverslanir heimsins eru í göngufæri | við hótelið okkar, götulífið er ótrúlega I lifandi og fjölbreytilegt og fyrir kylfinga I er um 36 frábæra golfvelli að ræða. Svo er upplagt að skoða sig um og bregða sér jafnvel í skoðunarferð til Grand Canyon! Verðið er aldeilis frábært Á mann í tvíbýli. Innifaliö: Flug, gisting, akstur til og frá flugvelli erlendis, fslensk fararstjóm, flugvallarskattar og gjöld. — Staöfestingargjald greiöist viö pöntun. Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 569 1010 • Símbréf 552 7796 og 569 1095 • Innanlandsferðir S. 569 1070 Hótel Sögu við Hagatorg • S. 562 2277 • Símbréf 562 2460 Hatnartjörður: Bæjarhrauni 14 - S. 565 1155 Símbréf 565 5355 Ketlavík: Hafnargötu 35 • S. 421 3400 • Símbréf 421 3490 Akranes: Breiðargötu 1 S. 431 3386 • Simbréf 431 1195 Akureyri: Ráðhústorgi 1 • S. 462 7200 • Símbréf 461 1035 Vestmannaeyjar: Vestmannabraut 38 • S. 481 1271 • Símbrél 481 2792 ísafjörður: Hafnarstræti 7 S.456 5390 • Símbréf 456 3592 Einnig umboðsmenn um land allt Heimasiða: www.samvinn.is. rf'. ífí ♦ * •* Dvalið verður á hinu heimsfræga, fimm stjörnu hóteli, Caesars Palace sem er án efa stórkostlegasta hótel sem SL hefur boðið viðskiptavinum sínum. Aðstaðan er öll eins og best verður á kosið. SamJiimulerilir-L anðsjn tr Óðwuíii kúífjötflt Fakafeni 9, síini 568 2866

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.