Morgunblaðið - 30.09.1997, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 30.09.1997, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Breytingar á útreikningum kynbótamats Hæstu hrossin lækka í einkunn NÝTT kynbótamat hefur litið dagsins ljós hjá Bændasamtökum íslands að loknum kynbótadómum ársins. Breytingar hafa verið gerð- ar á útreikningum matsins og sagði Kristinn Hugason hrossa- ræktarráðunautur að mat á arf- gengi eiginleikanna hafi verið end- urskoðað og telur hann þetta án nokkkurs efa traustasta mat á arfgenginu sem gert hafi verið til þessa. Arfgengi flestra eiginleika væri hærra en í fyrri útreikningum og sagði Kristinn það vera beina afleiðingu af þremur atriðum. í fyrsta lagi vegna aukinnar teygni einkunna, öðru lagi vegna aukinn- ar samhæfingar við dómsstörf og að síðustu nefndi hann bættar sýn- ingar knapa. Allt þetta sagði Kristinn að væri lagt til grundvallar í nýju útreikingunum og hefði þau áhrif að kynbótamatið tæki nú meira mið af sjálfum einstaklingnum og frammistöðu hans en minna af afrekum ættingja. Þá sagði Krist- inn að tekið hefði verið á tölfræði- legum annmörkum fýrri útreikn- inga sem hefðu legið annars vegar í mjög háum einkunnum fýrir ein- stök atriði og svo aftur mjög lágum einkunnum. Hefði þetta verið út fyrir skekkjumörk í fýrri útreikn- ingum. Þessar breytingar sem gerðar hafa verið valda því að efstu hrossin lækka heldur í aðaleinkunn en lægstu hrossin hækka. Mörk til heiðursverðlauna líklega lækkuð Taldi Kristinn víst að mörgum brygði í brún þegar þeir sæju ein- kunnir hæstu hrossanna en hann benti á að viðmiðunarmörk til af- kvæmaverðlauna yrðu líklega lækkuð til samræmis við nýja út- reikninga þannig að ekki verði breyting á þeim fjölda sem nær verðlaunastigum fyrir afkvæmi. Líklega yrðu mörk stóðhesta til heiðursverðlauna 120 stig í stað 125 áður. Kristinn kvaðst sann- færður um að hér væri á ferðinni vandaðasta kynbótamat sem sett hefði varið fram til þessa. Nokkrar breytingar hafa orðið á röð efstu hrossa en í heildina séð er ekki um miklar breytingar á röð að ræða. Efstur stóðhesta með fleiri en 50 afkvæmi er sem fyrr Orri frá Þúfu með 135 stig fyrir 62 dæmd afkvæmi, Þokki frá Garði kemur næstur með 126/80 d. afkv. 3. Stígandi frá Sauðárkróki er með 123/59, 4. Stígur frá Kjartansstöð- um 122/90, 5. Angi frá Laugar- vatni, 121/71, 6. Hrafn frá Holts- múla 121/406, 7. Kolfinnur frá Kjarnholtum 121/61, 8. Gassi frá Vorsabæ, 120/69, 9. Kjarval frá Sauðárkróki, 120/130 og 10. Snældu Blesi frá Árgerði, 119/55. Kraflar til alls líklegur í flokki stóðhesta með 15 til 49 dæmd afkvæmi hefur Kraflar frá Miðsitju tekið afgerandi forystu, er með 133 stig fyrir 17 afkvæmi. Virðist hann hesta líklegastur til að veita Orra einhveija keppni á næstu árum. Annar er Toppur frá Eyjólfsstöðum 127/21, 3. Baldur frá Bakka 127/27, 4. Safír frá Viðvík 126/18, 5. Sólon frá Hóli 122/19, 6. Atli frá Skörðugili 121/16, 7. Hjörtur frá Tjörn 120/22, 8. Piltur frá Sperðli 119/19, 9. Hektor frá Akureyri 119/19 og Amor frá Keldudal 118/26. Af yngri hestunum sem eru með 15 eða færri afkvæmi stendur efst- ur Hljómur frá Brún með 135 stig fyrir 7 afkvæmi, 2. Trostan frá Kjartansstöðum 134/8, 3. Númi frá Þóroddsstöðum 134/0, 4. Ham- ur frá Þóroddsstöðum 132/0, 5. Höldur frá Brún 132/9, 6. Kol- skeggur frá Kjarnholtum 131/3, T. Stefnir frá Ketilsstöðum 130/0, Nökkvi frá Vestra Geldingaholti 129/1 og Straumur frá Vogum 129/0. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson FJOLDI góðra hrossa undan Kraflari frá Miðsitju voru sýnd í sumar og hafa tryggt honum fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi og mjög góða stöðu í kynbótamatinu. í flokki hryssa hriktir orðið í stoð- um Hólaveldisins en hryssur þaðan hafa einokað efstu sætin undanfar- in ár. Rauðhetta frá Kirkjubæ er nú komin í efsta sæti með 136 stig, 2. Þrenna frá Hólum 136, 3. Þrá frá Hólum 133, 4. Lokkadís frá Feti 133, 5. Þóra frá Hólum 133, 6. Gylling frá Hafnarfirði 132, 7. Orða frá Víðivöllum fremri 131, 8. Þota frá Akurgerði 131, 9. Þröm frá Hólum 131 og Hrafndís frá Reykjavík tíunda með 130. Tölvan raðar sjáif samkvæmt aukastöðum þar sem hross eru jöfn. Valdimar Kristinsson H é r e r tá a ð ti ú er í viðskiptu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.