Morgunblaðið - 11.10.1997, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 11.10.1997, Qupperneq 48
48 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Kvikmynda- sagan leiðrétt ►MARGIR kvlkmyndagerðar- menn lentu á svörtum lista þegar hreinsa átti út kommúnista i Hollywood við upphaf sjötta ára- tugarins. Sumir handritshöfund- ar brugðust við faglegri útilokun sinni með því að skrifa undir dulnefni eða með því að láta nafn sitt hvergi koma fram í .tengslum við kvikmynd. Nú, mörgum árum síðar, er verið að leiðrétta kvikmyndasöguna með því að láta nöfn þeirra á þær kvikmyndir sem þeir unnu við. í lok október standa samtök handritshöfunda í Hollywood fyrir athöfn þar sem þess verður minnst að 50 ár eru liðin frá því að fyrstu höfundarnir voru kall- aðir fyrir Un-American Activiti- es Committee og beðnir um að nefna nöfn starfsfélaga sem grunaðir voru um að aðhyllast kommúnisma. Nokkrir þessara handritshöfunda, t.d. Lester Cole, Alvah Bessie, og John How- ard Lawson, voru fangelsaðir fyrir að neita að nefna nöfn. Nafn Lawsons verður nú sett t.d. á kvikmyndina „Cry, The Beloved Country" með Sidney Poitier. Myndin var byggð á bók Alans Patons og var hann skrif- aður fyrir handritinu en það var í raun Lawson sem umskrifaði bókina fyrir bíó. Aðrar þekktar myndir sem hafa ekki verið skrifðar á rétt nöfn eru t.d. „An Affair to Rem- ember“ með Cary Grant og De- borah Kerr en það var Donald Odgen Stewart sem átti heiður- inn að henni, „Ivanhoe" með Elizabeth Taylor og Robert Tayl- or en það var Margurite Roberts sem skrifaði handritið, og „The Robe“ sem var skrifuð af Albert Maltz. Helgartilboð: itór Egill kr. 350 CataCína Lambalaeri bearnaisc kr. 790. Viðar Jónsson skemmtir gestum til ki. 03. HíamraÉOTtf 11 ■ sími SS4 2166 Listamennirnir Raggt Bjama og Stefán Jökulsson halda uppi stuðinu á Mímisbar. Súlnasalur lokaður vegna einkasamkvamis. m -þín saga! í kvöld í síðasta sinn í Óperukj allaranum Björgvin Halldórsson og ! Óperubandið Ik '3FH mmm FÓLK í FRÉTTUM LEIGUBILSTJORINN Jerry Fletcher (Mel Gib- son) heldur að spillingu og samsæri sé að finna alls staðar i þjóðfélaginu. ALICE (Julia Roberts) ráðfærir sig við Dr. Jonas (Patrick Stewart), sem er geðlæknir sem starfar fyrir ríkisstjórnina. KVIKMYNDIR/Sambíóin sýna spennutryllinn Conspiracy Theory með þeim Mel Gibson og Juliu Roberts í aðalhlutverkum. í myndinni þurfa þau skötu- hjúin að fletta ofan miklum spillingarvef um samsæri á æðstu stöðum í stjórnkerfi Bandaríkjanna Spilling í hveiju skúma- skoti LEIGUBÍLSTJÓRINN Jerry Fletch- er (Mel Gibson) lifir í ótta við fortíð sem hann getur með engu móti munað eftir. Á meðan hann eyðir deginum í að keyra leigubíl sinn í stórborginni New York veitir hann ýmsu fyrir sér og trúir hann því að spillingu sé að finna alls staðar í þjóðfélaginu. Jerry hefur fastmótað- ar skoðanir á öllu sem nöfnum tjáir að nefna, en innra með honum bær- ast þokukenndar minningar sem þó eru raunverulegar og vægast sagt ógnvekjandi. Hann veit hins vegar ekki hvort um er að ræða ímyndun eða raunveruleika og enginn nennir að hlusta á þessi vandamál hans. Hugsanir hans skarast þó við raunveruleikann þegar hann kynnist lögfæðingnum Alice Sutton (Julia Roberts). Faðir hennar féll fyrir morð- ingja hendi nokkrum árum áður og öll málsmeðferðin í kjölfarið var hin dularfyilsta. Alice hefur einsett sér að leysa þetta mál og komast að sannleikanum á bakvið morðið og við þá iðju sína verður Jerry á vegi hennar og saman takast þau á við að leysa þá gátu sem þau standa frammi fyrir í sameiningu. Leikstjóri Conspiracy Theory er Richard Donner, sem gert hefur marga spennumyndina í gegnum tíð- ina. Meðal þeirra eru The Omen, Maverick, Assassins, og Lethal We- apon myndirnar þrjár. Framieiðandi myndarinnar er Joel Silver, en Mel Gibson hefur áður unnið með þeim félögum við gerð Leathal Weapon myndanna. Joel Silver er einhver happasælasti kvikmyndaframleið- andinn nú til dags, en tekjur af myndunum sem hann hefur fram- leitt eru orðnar sem svarar til 150 milljarða íslenskra króna. Á síðasta ári stóð hann á bak við myndina Executive Decision með þeim Kurt Russell og Steven Seagal í aðalhlut- verkum og var það ellefta mynd framleiðandans sem skilaði meiru en 100 milljónum bandaríkjadala í tekjur. Fyrirtæki Silvers lauk nýlega við að framleiða myndina Father’s Day með Robin Williams og Billy Crystal í aðaihlutverkum og um þessar mundir er verið að ljúka við gerð myndarinnar Midnight in the Garden of Good and Evil sem Ciint Eastwood leikstýrir. Gibson er fæddur í Bandaríkjun- um en hann flutti til Ástralíu með foreldrum sínum og 11 systkinum INNRA með Jerry bær- ast þokukenndar minn- ingar sem þó eru raun- verulegar og vægast sagt ógnvekjandi. þegar hann var 12 ára gamall. Fyrsta myndin sem vakti á honum athygli var Tim frá árinu 1979 en í henni lék hann vangefinn strák og hreppti ástralska Óskarinn fyrir. Það sama ár lék hann í fyrstu Mad Max- myndinni og endurtók leikinn tveim- ur árum seinna. Eftir að hafa leikið í Gallipoli og The Year of Living Dangerously flutti Gibson til Banda- ríkjanna en þar hafði hann vakið áhuga frammámanna í kvikmynda- iðnaðinum. Leikur hans í myndum á borð við Lethal Weapon, Bird on a Wire, Air America tryggði honum vinsældir vestan hafs, reyndar um heim allan, og athygli vakti frammi- staða hans í hlutverki Hamlets í mynd Franco Zefferellis. Flestir þekkja framhaldið en hápunkturinn á ferli Gibsons hingað til er Brave- heart sem krækti í fímm helstu ósk- arsverðlaunin, og hlaut Gibson verð- launin sem besti leikstjórinn. Síðasta myndin sem kappinn lék í var svo Ransom sem var ein af vinsælustu myndunum sem gerðar voru á síð- asta ári. Julia Roberts prýðir hvíta tjaldið um þessar mundir í myndinni My Best F’riend’s Wedding, en þar áður lék hún á móti Liam Neeson í Mich- ael Collins. Julia ólst upp við leik- list í barnæsku því foreldrar hennar ráku leikhúsverkstæði þar sem fjöl- skyldan bjó í borginni Smyrnu í Georgíufylki. Eric bróðir Juliu hjálpaði henni til að fá fyrsta kvik- myndahlutverkið, en þá hafði hann getið sér þokkalegt orð sem leikari. Hún vakti þó ekki athygli fyrr en hún lék í myndinni Steei Magnol- ias, en fyrir það hlutverk var hún tilnefnd til óskarsverðlauna. Heims- frægðin var svo handan við hornið því næsta hlutverk hennar var í kvikmyndinni Pretty Woman þar sem hún lék á móti Richard Gere og var hún þá aftur tilnefnd tii ósk- arsverðlaunanna. Hlutverkið gerði hana að einni eftirsóttustu leikkon- unni í Hollywood á níunda áratugn- um. Eftir að hafa leikið í nokkrum myndum sem sumar þóttu ágætar en aðrar slæmar dró Julia sig í hlé um nokkurt skeið en hún var orðin þreytt á því að vera stöðugt undir smásjá fjölmiðlanna og almennings. Hún kom svo aftur fram á sjónar- sviðið 1992 þegar hún lék í mynd- inni Pelican Brief og síðan hefur hún átt ágæta spretti. ÞAU Jerry og Alice reyna í sameiningu að fletta ofan af spilling- unni sem þau verða vör við í stjórnkerfinu. Frumsýning

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.