Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 l/IKII MORGUNBLAÐIÐ VIIIU m ÚTI AÐ BORÐA MEÐ EINARI THORODDS EN LÆKNI Lífíð er trf stutt fyrir léleg vín EINAR Thorodd- sen segist halda að Einar Ben hafi verið fjarskyldur ættingi sinn. „Eg held að hann hafi verið af Reynistaðaættinni, eins og ég, en síðan Reynistaðabræðra beið hinn beisklegi aldurtili á heiðinni forðum hefur sú bannhelgi hvílt yfir ættinni að klæðast grænu. Eg fer aldrei í græn föt. Að vísu verð ég að vera í grænum slopp þegar ég sker upp, og á meðan er ég líklega á undanþágu hjá almættinu,“ segir læknirinn um leið og við göngum inn á barinn. Einar kveðst leg- gja mikið upp úr fordrykknum. „Með réttu vali á fordrykk býr maður magann undir máltíðina sem í vændum er. For- drykkurinn kemur munnvatns- rennslinu af stað, en það er einmitt munnvatnið sem segir: „Nú vil ég fá mat,“ og býr magann undir að taka við honum. Vínsmökkun, þar sem menn skyrpa út úr sér víninu til að verða ekki fullir, í stað þess að kyngja því, er þess vegna eitt það versta sem hægt er að gera maganum, því vínið kemur munn- vatnsrennshnu af stað og maginn segir: „Jæja, nú er eitthvað að koma,“ en svo bara kemur ekkert og maginn situr eftir sár og illa svikinn." Einar Thoroddsen Þratlaus er ekki aðeins sér- fræðingur í háls-, nef- og eyrnalækn- ingum. Hann er einnig sérfræðingur í eðalvínum og getur greint árganga eftir lykt og lit. Sveinn Guðjónsson spjallaði við hann um mat, drykk og óþörf líffæri líkam- ans yfir kvöldverði á veitingahúsinu Einari Ben. vmna Einar þvertekur fyrir að vera búinn næmari bragðlauk- um en gerist og gengur og segir að vínsmökkun- arhæfileikar séu áunnir, en ekki meðfæddir. „Þetta er bara ávöxtur þrotlausrar vinnu,“ segir hann bros- andi og bætir við að lestur fagbóka, ásamt reynslu og prófunum kenni mönnum að greina eðalvín frá lélegum vínum. Hann velur Fino Sherry - Tio Pepe í fordrykk, en það er spánskt, frá Andalúsíu, og þurrt. „Þú finnur lyktina af því,“ segir hann. „Þetta er eins og lykt úr gömlum húsum, svona lykt eins og maður gæti ímyndað sér að hafi verið heima hjá Emil í Kattholti, eiginlega hálfgerð fúkkalykt." Fordrykkurinn virkar vel og það er eins og maður heyri mag- ann segja: „Nú er gaman, það er að koma matur.“ I forrétt verður fyrir valinu Hvala Sashimi að hætti lýðræðis- sinna. Þetta er japanskur réttur og hljómar vel. Raunar fáum við útvíkkaða útgáfu af þessu sashimi, því auk hrefnukjöts eru þarna hin- ar ýmsu fisktegundir svo sem lax, karfí, skarkoli, hörpuskel, úthafs- rækja, og allt hrátt að sjálfsögðu. Morgunblaðið/Golli EINAR Thoroddsen, háls-, nef- og eyrnalæknir við eftirlætisiðju sína, vínsmökkun. Þjónninn bíður átekta með flöskuna á lofti. Þetta er borið fram með Wasapi, Kikkomansoja og pikluðu engifer. Því er þýðingarmikið að vanda vel valið á víninu með svo krydduðum rétti. Fjölhæft matarvín „Við verðum að velja vín sem stendur af sér þetta sterka krydd,“ segir háls-, nef- eyma- og vínsér- fræðingurinn. Fyrir valinu verður franska hvítvínið Gewurztraminer Mamberg 1994 - Pierre Sparr, Alsace. Einar smakkar og er ánægður. „Þú finnur að þetta vín er mikið um sig og situr lengi. Þessi víngarðm’ er hátt skrifaður og að mínu mati er Gewúrztraminer eitt fjölhæfasta matarvín í heimi. Það siglir í gegn um svo mikið af kryddum, eins og til dæmis engiferið sem er í for- réttinum okkar. Galdurinn er að vínið nái alltaf að skína í gegn, og það gerir þetta vín svo sannarlega í þessu tilfelli." Greinarhöfundur getur ekki annað en verið sammála þessu enda finnur hann sárt til vanþekk- ingar sinnar gagnvart speki sér- fræðingsins. „Eg læri þó alltént eitthvað á þessu kvöldi," hugsar hann sér til hughreystingar og næst fer Einar að hrósa glösunum. Þau skipta líka miklu máli. Einar segir að hægt sé að skemma áhrif- in af góðum vínum með því að bera þau fram í vitlausum eða illa hön- nuðum glösum. Það hefur aðallega með ilminn að gera. Fyrst lyktar maður af víninu, síðan hristir maður glasið aðeins, þannig að vínið þekji allt innra yfirborð glasins og lyktar síðan aftur. Þá er lyktin greinilega mun þyngri og sterkari. Þess vegna hella menn aðeins í glösin til hálfs, það er upp að þeim punkti þar sem glasið er breiðast, því það verður að vera svigrúm í efri hluta glassins fyrir ilminn að búa um sig og breiða úr sér. Einar bendir jafnframt á að lítil angan komi úr barmafullu glasi af víni. A meðan við bíðum eftir aðal- réttinum er borið fram Stökkt sal- at með hunangssteiktum kjúklingi, sem bragðast afskaplega vel. Eg spyr Einar út í sérgrein hans í læknisfræðinni: - Hvað eiga til dæmis eyru, nef og háls sameiginlegt? Af hverju eru þessi líffæri sett saman í sér- grein? Og þvíþá ekki að hafa aug- un með ípakkanum? „Háls, nef og eyru eiga það sam- eiginlegt að vera op, eða holur. Augun era ekki op, en eiga það vissulega sameiginlegt með eyran- um að vera móttökutæki. En það er bara hefð fyrir því að hafa háls nef og eyra saman í sérgrein og , stafar líklega af því að tækjakost- urinn, sem notaður er við að rann- saka þessi líffæri, er svipaður og nýtist saman. Við augnlækningar ertu kominn út í allt aðra sálma og allt önnur tæki.“ Bnrðeyrarvín ng villibráð í aðalrétt höfðum við pantað svokallaða Villiþrennu sem sam- anstendur af pönnusteiktri gæsa- , bringu með lerkisveppasósu, hreindýramedalíum með blá- , berjablóðbergssósu og svartfugli með gráðostasósu og gljáðum vín- berjum. Mál málanna er svo auðvitað að velja rétta vínið með þessu. Einar hafði áður lýst ánægju sinni með vínlistann, sem hann sagði að væri bara nokkuð „þétt- ur“ miðað við það sem gerist og gengur hér á landi. Þarna eru yfir tuttugu tegundir af rauðvínum og hátt í tuttugu tegundir af hvítvín- um, sum dálítið dýr, önnur ódýrari, en Einar segir varasamt að horfa alltof mikið í aurinn þeg- Nóttin í myrkri draumsins DRAUMSTAFIR KRISTJÁNS FRÍMANNS Mynd/Kristján Kristjánsson ASJÓNA myrkurs í nótt draumsins. Margur prísar sumarið fyrir fagran fuglasöng, en ég hæli vetrinum, því nóttin er löng. (Þjóðvísa.) ÞEGAR veturinn hefur tekið við lyklum tímans af sumri hausts, geta menn lagst rólegir undir feld og látið sig dreyma, langar nætur mik- ils myrkurs og margra drauma eða æft sig að „sjá“ myrkrið og skoða hvað það hefur að geyma. Þetta svarta efni andrúmsins sem umvef- ur allt eins og þoka, eyðir fjar- lægðum og lætur alla hluti hverfa eða umbreytast líkt og fyrir hendi töframanns er ekki allt sem það sýnist. Myrkrið hefur í sér fólgna orku sem er bæði þelgóð og þymótt, það er bæði vinur og vemdari jafnt sem andstæðingur og uppljóstrari. Nóttin veitir íbúum sínum öryggi og staðfestu en getur jaíhframt slengt hinum sömu í sál- arháska geðræns öryggisleysis ef svo ber undir. f myrkri draumsins era táknin hliðstæð ofangreindum líldngum, en það er einnig ógnvekjandi og hættulegt efni þeim sem ekki kunna með það að fara. Hættulegt að því leyti að árar myrkursins eiga það til að tútna út í óviðráðanleg skrímsl séu þeir nærðir á myrkra- verkum. Ognvekjandi vegna nálægðar myrkursins við ill öfl svartra galdra og neikvæðs hugar- fars. Mítan um myrkrið tengist fomsögulegum tíma og vera mannsins í myrkri, þar varð Skuggi draumsins til og margar aðrar draumverur sem við þekkjum sem tákn í dag. Þar era svört hol draumsins sem allt efni sogast í og hverfur, það er ferð frá einni vídd til annarrar, frá einum tíma til ann- ars, úr vöku í svefn og svefni í draum. Hinum megin er svo and- stæða hérverunnar með sérstæðum boðum birtu og yls, þess myrkurs sem líkist hvítum hrafni. Draumar „Sigríðar“ Fyrri. Mig dreymdi að ég gekk inn í herbergi vinar míns (sem er sjúkur maður) og er til húsa hjá mér. Mér verður litið upp í hom á loftinu íyrir ofan rúmið hans, sé ég þar kraðak af svörtum flugum, ég stuggaði við þeim, þá flugu þær í langri röð út um opinn glugga. Ég rauk til og ætlaði að loka gluggan- um svo flugumar kæmust ekki aft- ur inn en í því flaug inn fugl, maríu- eria og upp á skáp, þar ætlaði ég að handsama hana en gat ekld. Hún flaug til baka út um gluggann, þá með hvítt blað í nefinu, á þessu blaði var Maríumynd. Seinni. Mig dreymdi að foreldrar mínir (sem era látnir) gistu hjá mér um nótt, en vora famir til síns heima, sem var góður spölur (í draumnum) frá mínu húsi en þó sást á milli húsa. Morguninn eftir lít ég út og sé móður mína vera að hengja upp mjallahvítan þvott sem blakti í golunni. Þegar hún er búin leggja þau af stað uppeftir til mín, sem var yfir mýri og palla að fara, þau urðu ekki alveg samferða, móðir mín leitaði eftir skárri göngu- leið en rann til á hálum pöllunum. Þau styttu sér leið yfii’ tjöm sem var nokkuð stór og djúp, faðir minn sökk fljótlega og hvarf en lengra frá var móðir mín að berjast við að halda sér uppi og hrópa á hjálp. Ég rauk til að opna gluggann en gekk illa því hann var frosinn fastur, en gekk loksins. Úti stóðu nokkrar manneskjur sem ég þekkti ekki, ég bað þau að fara strax og ná í hjálp, þá sneri ein kona sér við, hló og flissaði og ég las úr svip hennar, hvað ég væri að skipta mér af þessu, ég sagði að þetta væra for- eldrar mínir, þá brá henni og hún fór burtu. Ráðning Fyrri draumurinn lýsir þér sem göfugri sál sem með hjartahlýju þinni kveður burt allt sárt og óþægilegt (kraðak af flugum) úr sálu/hjarta vinar þíns svo hann mun þegar kallið kemur (maríuerl- an) mæta skapara sínum hreinn og strokinn (blaðið með Maríumynd- inni), sáttur við allt. I seinni drauminum kemur fram að ferð þín gegnum lífið hafi hingað til verið yfir margan erfiðan hjalla (foreldrar þínir sýna ferð þína yfir i ■ mýri og palla, hálku og tjörn) að ifi-n; fara og vöðin ekki alltaf höfð fyrir neðan (frosnir gluggar, hlátur og ! fliss). Nú berst hins vegar boð um breytingu á högum þínum (hvíti n fi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.