Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 47 FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís ALLUR ágóði basarmunanna rennur til Barnaspítalasjóðs Hringsins. Basar Hringsins á laugardag HRINGURINN heldur sinn árlega handavinnu- og kökubasar sunnu- daginn 9. nóvember nk. kl. 13 í Perlunni. Þar verða margir fallegir munir hentugir til jólagjafa og kök- ur. Jólakort með mynd eftir lista- konuna Æju, Þóreyju Magnúsdótt- ur, sem hún gerði sérstaklega fyrir félagið verða til sölu á basarnum. Allur ágóði rennur til Bamaspít- alasjóðs Hringsins. Hringskonur hafa af miklum dugnaði unnið að mannúðarmálum í marga áratugi. Sérstaka rækt hafa þær lagt við Barnaspítala Hringsins og allan búnað hans. Á næsta ári verður hafist handa við að byggja fullkom- inn og sérhannaðan bamaspítala á Landspítalalóð. Hringskonur hafa lofað 100 millj. krónatil byggingar- innar, segir í fréttatilkynningu. Einnig segir: „Hringskonur vilja þakka öllum velunnurum félagsins, bæði einstaklingum og fyrirtækjum fyrir stuðninginn og traustið sem félaginu hefur verið sýnt í gegnum árin.“ Kristniboðs- dagurinn á sunnudag KRISTNIBOÐSDAGUR þjóðkirkj- unnar er sunnudaginn 9. nóvember. Verður kristniboðsins minnst í fjöl- mörgum kirkjum landsins og víða tekin samskot. Þá verða almennar samkomur í félagshúsum KFUM og K í Reykjavík og Hafnarfirði og á Akureyri þar sem kristniboðar taka til máls. Um þessar mundir era fem íslensk hjón á vegum Kristniboðssambands- ins að verki í Eþíópíu og Kenýa. Þau starfa á vegum lúthersku kirknanna sem stofnaðar hafa verið í þessum löndum. Mjög mikill vöxtur er í báð- um þessum kirkjum. Auk boðunar fagnaðarerindisins sinna þær ýmsum framfaramálum eins og hjúkran, skólahaldi o.fl. Hér á landi vinna starfsmenn Kristniboðssambandsins að því að kynna kristniboðið með því að heim- sækja söfnuði, skóla og stofnanir og með boðun orðsins. Á þessu ári er stefnt að því að safna tæplega 20 milljónum króna til starfsins og vant- ar enn töluvert á að því marki sé náð. Húsmæðrafélag Reykjavíkur heldur basar HÚSMÆÐRAFÉLAG Reykjavíkur heldur sinn árlega basar á morgun, sunnudag, að Hallveigarstöðum við Túngötu og hefst hann kl. 14. í fréttatilkynningu segir: „Sem fyrr verður mikið úrval af fallegri og vandaðri handavinnu. Má t.d. nefna sokka, vettlinga, barnapeysur, inniskó, pijónaða og heklaða dúka, pijónuð leikföng, jóladúka, púða, svo og svuntur af öllum gerðum og stærðum, að ógleymdu sérlega fal- legu jólaföndri." Þá eru einnig á boðstólum lukku- pakkar fyrir börnin sem innihalda ýmislegt smálegt sem kemur á óvart. Allur ágóðu af sölu basarmuna rennur til líknarmála. RAÐAUGLY5INGAR ATVINNU- FUNDIRMVIANNFAÉNAÐURj Veitingarekstur AUGLÝSINGAR Rafvirki Rafvirki eða rafvirkjanemi óskast í vinnu. Upplýsingar milli kl. 18—21 í síma 554 1773. Rafrós ehf, Eyjólfur Björgmundsson. Lager — útkeyrsla Óskum að ráða mann til útkeyrslu- og lager- starfa. Valdimar Gíslason hf. Skeifunni 3, 108 Reykjavík, sími 588 9785. TILBOe/ÚTBOO A KÓPAVOGSBÆR Félagsmiðstöð eldri borgara í Kópavogi, Gullsmára 13 Tilboð óskast í rekstur hársnyrtistofu í Gull- smára, Félagsmiðstöð eldri borgara. Um er að ræða 15.8 m2 aðstöðu í nýju húsnæði og miðað er við að rekstur geti hafist 1. janúar nk. Tilboðsgjafi þarf í tilboði sínu að gera ráð fyrir greiðslu vegna leigu á aðstöðu og þátttöku í sameiginlegum kostnaði s.s. þrifum, raf- magni, hita, móttöku og þvotti. Miðað ervið að tilboðsgjafi sjái sjálfum um sinn síma. Skilmálar. Tilboðsgjafi skal sjálfur leggja til allan útbúnað sem þarf til slíkrar starfsemi. Aðstaðan sem ætluð ertil starfsemi hársnyrtistofunnar verður búinn innréttingum þ.m.t. speglar og vaskar. Tilboðsgjafi þarf að verðleggja þjónustu sína í samræmi við sambærilega þjónustu í ná- grannabæjarfélögunum og í samráði við Félagsmálaráð Kópavogs. Bæjarsjóður Kópavogs áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Gert er ráð fyrir að gerður verði sérstakur sam- ningursem kveði á um nánara samkomulag. Tilboðum skal skilað í afgreiðslu Félagsmála- stofnunnar Kópavogs, Fannborg 4, eigi síðar en 15. nóvember nk. Nánari upplýsingar gefurfélagsmálastjóri eða yfirmaður öldrunardeildar Kópavogsbæjar í síma 554 5700. Aðalfundur Styrktarfélags íslensku Óperunnar verður haldinn í íslensku Óperunni mánudaginn 24. nóvember kl. 18.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Fundarboð Dragnótaveiðar, hvað er vitað um áhrif þeirra? Fiskifélag íslands boðar til fundar um drag- nótaveiðar. Fundurinn verður haldinn í Veitingahúsinu Langasandi á Akranesi sunnudaginn 9. nóvember nk. kl. 13.30. Björn Ævar Steinarsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, verður frum- mælandi. Að loknu erindi hans verða almennar umræður og er öllum frjálst að taka til máls. Allir áhugamenn um sjávarútvegsmál eru hvattir til að mæta. Fiskifélag íslands. TILKYNNINGAR Auglýsendur athugið skilafrest! Auglýsingatexta og/eða tilbúnum atvinnu-, rað- og smáauglýsingum sem eiga að birtast í sunnudagsblaðinu, þarf að skila fyrir kl. 12 á föstudag. netfang: augl@mbl.is AT VINNUHÚSNÆÐI Skrifstofuhúsnæði til leigu í Húsi verslunarinnar eru til leigu nokkur skrifstofuherbergi. Nánari upplýsingar veitir Stefán H. Stefánsson í síma 581 4120 eða 897 1943. TIL SÖLU Til sölu - til sölu Til sölu er Hótel Óðinsvé, Reykjavík, þ.e. fast- eignirnar Þórsgata 1 —3, Týsgata 5—7 ásamt öllum búnaði til hótel- og veitingarekstrar (Brauðbær). Hótelið er í fullum rekstri. Tilboðum óskast skilað til undirritaðs sem jafn- framt gefur nánari upplýsingar. Sigurmar K. Albertsson hrl., Lágmúla 7, Reykjavík, sími 581 1140. Sundakaffi í Sundahöfn ertil sölu eða leigu. Upplýsingareingöngu hjá eiganda, Magnúsi Hjaltested, í símum 587 1793 og 852 7551 og einnig í Sundakaffi milli kl. 13.00—14,00 alla næstu viku. Handverksmarkaður Handverksmarkaður verður á Garðatorgi í dag, laugardaginn 8. nóvember, frá kl. 10.00-18.00. Á milli 40 og 50 aðilar sýna og selja vöru sína. Kvenfélagskonur sjá um kaffi- og vöfflusölu. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Landsst. 5997110816 IX kl. 16:00 Hjálpræóis- herinn Kirkjustræti 2 Vakningasamkoma kl. 20.00. Ræðumaður Erlingur Níelsson. Þú ert velkomin(n). Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma í dag kl. 14.00 Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Sunnudagsferð 9. nóvember kl. 13.00: Hvaleyrarvatn — Setbergs- hlíð, fjölskylduganga. Verð 700 kr., frítt f. börn m. full- orðnum. Litið við í Kershelli (hafið Ijós með). Næsta ntyndakvöld er mið- vikudagskvöldið 12. nóvem- ber kl. 20.30 í F.í.-salnum f Mörkinni 6. Fyrir hlé: Ólafur Sig- urgeirsson sýnir myndir úr sum- arleyfisferð um Austur- og Norð- austurland, frá Reykjafirði o.fl. Eftir hlé er sýnt frá sumarleyfis- ferð á Hesteyri og í Hlöðuvik á Hornströndum. Kaffiveitingar í hléi. Mjög fjölbreytt myndasýn- ing. Kynnið ykkur afmælistilboð á eldri árbókum Ferðafólags- ins. Upplýsingar í textavarpi bls. 619 og á heimasíöu: http://www.skima.is/fi/ Nýja postulakirkjan, Armúla 23, 108 Reykjavík. Guðsþjónusta sunnudag kl. 11. Hákon Jóhannesson, prestur, þjónar. Verið hjartanlega velkomin í hús Drottins. Opið hús fyrir nemendur mína í Safamýri 18 mánudags- kvöldið 10. nóv- ember kl. 20. • Fræðsla. • Hugleiðsla. • Reikimeðferðir. Guðrún Óladóttir, reikimeistari, sími 553 3934. Sunnudaginn 9. nóv. Arnarfell- Vellandakatla. Gengið á Árna- fell og að Stapatjörn. Komið að Formaseli við Þingvallavatn og göngunni lýkur við Vellanda- kötlu. Brottför frá BSÍ kl. 10.30. Verðkr. 1.500/1.700. Skráning þátttakenda í að- ventuferð 28.—30. nóvember og aðventuferð jeppadeildar 6.-7. desember stendur yfir ó skrifstofu Útivistar. ÝMÍSLEGT Svæðameðferð Svæðameðferð örvar lækninga- mátt líkamans og vinnur að al- hliða jafnvægi. Hef próf og er i Svæðameðferðarfélagi íslands. Kynningarverð út árið. Geymið auglýsinguna. Sigrún Jensdóttir, heilsusetri Þórgunnu, Skúlagötu 26, vs, 897 5191 og hs. 565 8722.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.