Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM BERGLIND Guðmunds-dóttir sem er Ungfrú Tungl og Ragnliildui' Blöndal. Morgunblaðið/Halldor ÞAÐ VAR líf og fjör á dansgólfínu. Afmælisfagnaður Tunglsins ►SKEMMTISTAÐURINN Tunglið fagnaði tíu ára afmæli sínu um siðustu helgi með því að bjóða gestum upp á óvæntar uppákomur. Á föstudagskvöldinu voru það „gamlir" plötusnúðar sem þeyttu allt að tíu ára gamlar skífur og leiddu fólk nokkur ár aftur í tímann. Allt voru þetta plötusnúðar sem unnu í Tunglinu á þessu tíu ára tímabili og voru fengnir sérstaklega í tilefni af afmælinu. Þeirra á meðal voru Júlíus Kemp og Kiddi Bigfoot. Á laugardagskvöldinu ærði Páll Óskar áhorfendur sína með líflegum fíutningi eins og honum einum er lagið. Að sögn Valgeirs Magnússonar var boðið upp á óvæntar uppákomur víðs vegar um húsið en í einni slíkri birtist kona með ísskáp fullan af drykkjarfóngum á einum stað í húsinu. Valgeir sagði alla drykki hafa verið selda á hálfvirði til klukkan eitt um nóttina og mældist sú nýbreytni afar vel fyrir og verður út þennan mánuð. Skyggnur með myndum úr sögu tíu ára sögu Tunglsins voru sýndar alla helgina við góðar undirtektir gestanna sem sumir hveijir gátu séð sjálfan sig á veggjum skemmtistaðarins. Um þessa helgi verða svo sýndar skyggnur frá afmælinu um síðustu helgi svo eitthvað sé nefnt. PALL Óskar Hjálmtýsson vakti mikla hrifningu. JÓNA Benediktsdóttir og Ásta Einarsdóttir. Aggi Slæ og Iamlasveitin auk hinnar frábæru söngkonu Sigrúnar Evu standa fyrir mögnuðum dansleik firá kl. 23.30 til kl. 3. Frönsk og fjörug skemmtidagskrá í Súlnasal. Uppselt í kvöld á skemmtidagskrá. Raggi Bjama og Stefán Jökulsson alltaf hressir á Mímisbar LAUGARDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA Sýn ►21.00 Hér er verið að frum- sýna spennumyndina Skuldaskil (Raven) sem hvergi Tinnst í mínum gögnum. Að líkindum búin að liggja afskiptalaus í hillum framleiðandans eftir að hún var klár í slaginn 1995. Segir af málaliða sem vill snúa aftur til borgaralegs lífs en fortíðin lætur hann ekki I friði. Með Burt Reynolds, Richard Grant og Kristu Allen. Hér höfum við spurningar- merki vikunnar. Stöð 2 ►21.15 Sómadrengurinn Matt (Chris O’Donnell) umhverfíst er hann verður ástfanginn af Casey (Drew Barrymore), undarlegri og uppreisnargjarnri stúlku. Þau stinga af frá foreldrum sínum og hefð- bundnu lífsmunstri um sinn út á þjóðveginn. Bláköld og lítt róman- tísk tilveran eltir þau uppi. Tvær kunnar ungstjörnur halda vegamynd í meðallagi á floti, þó einkum hin íðil- fagra og hæfíleikaríka Drew. Enda komin af Barrymorunum. Leik- stjórnin er fremur tilþrifalítil en myndin lumar þó á nokkrum, ágæt- um atriðum og Joan Allen. Heldur lengst af þokkalegri keyrslu og stundum er lánleysi ungmennanna yfirþyrmandi. ★ ★1A Sjónvarpið ►21.20 Fyrri laugar- dagsmynd RUV er sjónvarpsmynd um 30 ár í ævi kvenréttindakonunn- ar Heidi og er byggð á sönnum at- burðum. 99 Lives (áður The Best Video Guide) segir myndina yfir- borðskennda og ekki vel leikinn hálf- drætting. Gefur ★★V4 af 5. Stöð 2 ►23.00 Frumsýning á for- vitnilegri spennumynd lofar góðu. Efni Þöguls vitnis (Mute Witness) er í senn framandi og kunnuglegt. Bandaríkjamenn eru að taka upp kvikmynd í Moskvu þegar einn þeirra, mállaus förðunai-dama, telur sig verða vitni að upptöku á morði. (Til notkunar í ,,snuff‘-mynd?) Þar með byrjar ballið og Kanarnir eru hundeltir um skuggastræti Moskvu- borgar af ófélegri þrenningu; lög- reglunni, KGB og rússnesku mafí- unni. Myndin hlaut takmarkaða dreifíngu árið 1995 og bar þá m.a. fyrir augu gagnrýnanda Newsday sem segir Þögult vitni bjóða uppá loðna en góða spennu og nýstárlegir tökustaðirnh' séu vel nýttir. Gefur ★★★ Sjónvarpíð ►23.00 Þriðji og síð- asti hluti bálksins um Guðföðurinn stendur fyrri myndunum nokkuð að baki en er eigi að síður frambærileg- asta afþreying. Nú er Michael Corle- one (A1 Pacino) tekinn að hærast og gerir hvað hann getur til að komast í náðina hjá páfa og verja illa fengnum ættarauðnum í pena fjárfestingu. Það blása ekki sérlega ferskir vindar um lokahnykkinn hans Coppola, en myndina gerði hann vafalaust í þeim tilgangi m.a. að endurheimta dalandi orðstírinn. Það gekk ekki eftir. Að botna meistaraverkin tvö reyndist erfiðara en hann hélt. ★★★ Sæbjörn Valdimarsson rf ±> ^ Veitingahúsið Artún Vagnhöfða 11. S: 567 4090 Fax: 567 4092 Dansleikur í kvöld verður leikin blönduð tónlist. Hljómsveitin Dansbandið leikur, en þetta er fimm manna hljómsveit. Húsið verður opnað kl. 22.00 Hljómsveitin Scruffy Murphy Irish Band heldur uppi stanslausri gleði um helgina. Íslensk-írsk kráarstemming eins og hún gerist best. Láttu þig ekki vanta á nóvemberfest Rauða Ijónsins. Snyrtilegur klæðnaður. G>-V \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.