Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 08.11.1997, Blaðsíða 52
' 52 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Afmæliskaffi á Grund GUÐRÚN Gísladóttir for- stjóri Grundar hafði sam- band við Velvakanda vegna fyrirspumar um hvað ætti að gera á 75 ára afmæli Grundar. Guðrún sagði að sl. fimmtudag hafi verið boðið upp á af- mæliskaffi fyrir heimilis- haldið upp á afmæli Grundar með kaffi o.fl. fyrir heimilismenn. í ár er gefið út afmælisrit, þar er saga heimilisins rakin frá 1922, og fá heimilismenn þetta rit afhent. Troðning-ur í Kaffileikhúsinu í SÍÐUSTU viku var eldri húsið, þar var varla hægt að komast áfram fyrir troðningi. Ekki er hægt að bjóða eldri borgurum upp á þetta. Einnig var ekki nóg kaffl á boðstólum fyr- ir fólkið. A.K. Yantar félaga í Kolaportið ÉG ER eldri kona, öryrki, sem er að föndra við það að mála á tau. Ég hef áhuga á að selja þessa muni og var þá heist að hugsa um í Kolaportinu. Ég mundi gjaman vilja hafa aðra konu með mér á borði. Ef einhver hefur áhuga vinsamlega hafið samband í síma 562-6755. Dla upplýst gatnamót ar. Þarna er mjög mikið myrkur og em þessi gatna- mót mjög illa upplýst. Gatnamálayfirvöld ættu að taka þetta til athugunar því þarna fer fjöidi fólks yfir daglega. Vegfarandi. Gullarmband týndist GULLARMBAND týndist á milli kl. 19-20 sl. föstu- dag, sennilega í Kringl- unni. Uppl. í síma 588-8147. Gullkeðjuhálsfesti týndist Gullkeðjuhálsfesti týndist í Hamraborginni sl. þriðju- dag. Uppl. í síma 565-7518. menn. Þar hafi verið flutt- borgumm boðið í Kaffi- MIG langar að benda á Myndavel 1 oskllum ar ræður. Sunginn bæði leikhúsið. Var ég mjög hættulegt og illa upplýst MYNDAVÉL fannst í eingöngur og flöldasöng- undrandi á því hversu horn á gatnamótum Ar- Heiðmörk sl. laugardag. ur. Hún segir að alltaf sé mörgum var hleypt inn í múla og Suðurlandsbraut- Uppl. í sima 564-2463. SKAK HOGNIHREKKVISI Umsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á heimsmeistaramóti landsliða í Luzem í Sviss, sem lauk um síðustu helgi. Smbat Lputjan (2.585), Armeníu, var með hvítt og átti leik, en Matthew Sadler (2.655), Englandi, hafði svart. 32. Hxc5! - bxc5 33. Hxd6 - Dc8 34. Dh5! (Hótar 35. Hxh6+) 34. - Ha6 35. Dxf7 - Hg8 36. Dg6+ - Kh8 37. Hxa6 og svartur gafst upp. Islandsflugsdeildin. Tvær umferðir í dag, sem hefjast kl. 10 og 17 í Skákmiðstöð- inni, Faxafeni 12. í deild- inni keppa Taflfélag HVÍTUR leikur og vinnur. Reykjavíkur, A- og B-sveit, Taflfélagið Hellir, Skákfé- lag Hafnarfjarðar, Taflfé- lag Hólmavíkur, Taflfélag Garðabæjar, Skákfélag Ak- ureyrar og Taflfélag Kópa- vogs. þig ekki til að taka smá pásu? k*> LANGAR ,1/Qftn, hefuráAtfggjurgffaUC oloUamns. vot Fánnst þér þetta sárt? Ég sé að þú hefur líka fengið skilaboðin hans. ÉG skrifaði að her væri olía. Það ætti að hafa tilætluð áhrif. Víkveiji skrifar. •• Útihátíð Frá Sigurgeiri Orra Sigurgeirssyni: ÞEGAR veitingastaðir borgarinnar loka klukkan þrjú eftir miðnætti um helgar fara óhjákvæmilega allir út. - Allir fara út - hvort sem þeim líkar betur eða verr. Stór hluti þess fólks sem safnast saman á Lækjartorgi er því þar gegn vilja sínum, að minnsta kosti verður að telja líklegt að margir kysu að halda sig innandyra væri þess kostur. Þetta er því ekki vandamál sem skapast af hegðun fólksins, því \ verður ekki kennt um að vera hrak- ið út á torgið í skjóli laga sem af ! góðum huga voru sett til að veija i og vernda. Og hvem veija þau? Ekki nokkurn mann - þvert á móti setja þau allt í uppnám og gefa andlega sjúkum kærkomið tækifæri til að fá útrás fyrir óeðli sitt. Það gefur því augaleið að lögin em sökudólgurinn. Ráðamenn eru í afar líkum sporum og Don Kíkóti var þegar hann barðist við vindmyllurn- ar. Þeir líma plástra og tjasla máln- ingu yfír meinið í stað þess að fjar- lægja það. Þeir koma með hveija tillöguna á fætur annarri sem þó ' eru allar af sama meiði: Boð og bönn í ýmsum myndum; vilja fjölga kömrum, setja upp myndavélar, banna skyndibitasölu, auka lög- gæslu, auka eftirlit, stytta opnunar- tíma, breyta áfengislögum og áfram og áfram. Tíu—ellefu Þrátt fyrir að mikil andstaða hafi verið við fijálsan opnunartíma verslana á sínum tíma dettur engum í hug að andmæla því nú. Slíkt hið sama gildir um veitingahús. Væri opnunartími þeirra gefinn fijáls kæmi fáum til hugar að líta á það sem vandamál þegar árið er liðið. ^ Og þróunin yrði á svipaðan hátt. Við myndum trúlega fá veitingahús sem héti 10-11, opið frá tíu að kvöldi til ellefu að morgni. Sum myndu líklega gefa sig út fyrir að loka ekki fyrr en síðasti gesturinn fer og önnur telja hag sínum best borgið með því að opna klukkan sjö að morgni og loka um miðnætti, og svo framvegis. Þá myndi hver o g einn gestur sem og veitingamað- ur finna sinn meðalveg hvað heim- sóknir/viðskipti varðar og þyrfti ekki að láta handauppréttara í steinhúsi ákveða það fyrir sig, þó allir viti_ að það sé gert af góðum huga. Álagið á miðbæinn myndi minnka að sama skapi og framboð á leigubílum yrði jafnara. Líkur á ölvunarakstri í leigubílaskorti minnkuðu einnig stórkostlega, á því leikur ekki vafi. Dyraverðir - lagaverðir Þegar lögin segja að veitingahúsi skuli lokað fer í gang ferli sem felst í því að dyraverðirnir stugga við gestunum þar til allir eru komnir út. Um leið og stimpilklukkan glym- ur hætta þeir að vera löggæslumenn á launum hjá veitingahúsunum og gerast ósjaldan hluti af skaranum sem hímir á torginu. Fjöldi manna sem hefur það hlutverk að gæta velsæmis í miðbænum leggur þann- ig niður vinnu á sama tíma og öll Ríkisins ábyrgðin fellur á herðar starfs- manna ríkisins, lögreglunnar, sem er aðeins brot af þeim fjölda sem vinnur á veitingahúsunum. Þar með er hafin ríkisrekin undirmönnuð útihátíð sem kostar skattgreiðendur milljónatugi á hveiju ári. Og öll einkareknu salernin varpa af sér álaginu á garða, steinhús, gættir og runna borgarinnar, auk örfárra kamra sem í stíl við lögin eru bik- myrkvaðir á þeim tíma sem þörfin fyrir þá er hvað mest. „Svo tala menn um absúrd leikhús" eins og skáldið sagði. Mannlegt eðli Sumar hugmyndir sem komið hafa fram um lausn vandans bera vott um fádæma skilningsleysi á eðli mannfólksins. Til dæmis þær sem ganga út á að fá óeirðalög- reglu til að rýma svæðið. Þetta minnir óneitanlega á réttirnar í sveitinni: Fénu er smalað í réttina (torgið) og síðan dregið (hrakið) inn í dilkana (út í hverfin). Hveijum með vott af heilbrigðri skynsemi dettur í hug að þetta leiði til frið- samari miðbæjar? Kannski yrði mið- bærinn friðsælli í skjóli vopna, en ólíklegt verður að teljast að bærinn sleppi jafn vel. Þvingunaraðgerðir leysa engan vanda. Hugmyndir háttsettra lögregluforingja eru einnig álíka tjasl og hinar fyrri og ganga út á að stytta vínveitinga- og opnunartíma frá því sem nú er. Ætli það leiði til betri niðurstöðu? Það verður að teljast fráleitt. Friður getur aldrei orðið við aukna frelsis- skerðingu. Mönnum er það eiginlegt að vilja skemmta sér, sýna sig og sjá aðra, gleðjast á góðri stund með vinum og kunningjum. Kneyfa öl og dansa, daðra við hitt kynið og hnýta vináttu- eða ástarbönd. Flest- ir eru sammála því að örlítið slævð dómgreind getur komið sér vel und- ir vissum kringumstæðum. Horfið á maka yðar, hversu oft hefur ekki örlítil hjálp frá Bakkusi komið furðulegustu hlutum í kring? Einn meðlima Simpsons-fjölskyldunnar hitti trúlega naglann á höfuðið þeg- ar hann sagði að bjórinn væri bæði rót og lausn allra vandamála í mannlegri tilveru. Að minnsta kosti getum við alveg hætt að láta okkur dreyma um útópíu þar sem engir glæpir eða ofbeldi þekkist. Það er einfaldlega rangt. Af besta huga Líklega hafa þeir, sem af allra besta huga settu lögin um opnun og lokun veitinga- og skemmti- staða, ekki leitt hugann að því, að afleiðingin yrði sú, að ríkið færi út í útihátíðarrekstur. Nú er í tísku að draga úr ríkisrekstri, það er því við hæfi að benda á nýja sparnaðar- leið. Reyndar ekki bara við hæfi, heldur er það beinlínis skylda okkar að benda á hvílíkt apaspil þessi miðbæjarmál eru. Gefum frelsinu tækifæri á að vaxa og þroskast og leggjum ólögin af. Leggjum þessi bannsettu ólög af. SIGURGEIR ORRISIGURGEIRSS., bókmenntafræðingur, Kirkjutorgi 6, Reykjavík. VÍKVERJI var ánægður að sjá að í nýrri skýrslu Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra um utanríkismál ér hinn væntanlegi Evrópugjaldmiðill kallaður evró en ekki notað orðskrípið evra, sem Seðlabankinn hefur verið að reyna að koma á flot. Hins vegar þykir Víkveija öllu verra að í skýrslu ráð- herra er heiti gjaldmiðilsins alls stað- ar skrifað með stórum staf (Evró). Það er ekki í samræmi við stafsetn- ingarreglur, enda eru heiti annarra gjaldmiðla skrifuð með litlum staf. XXX SKÝRINGAR kirkjuyfirvalda á því að biskupsvígsla eigi að fara fram í Hallgrímskirkju en ekki í Dómkirkjunni eru dálítið skrýtnar að mati Víkveija. Það virðist nú tal- ið Dómkirkjunni til lasts að vera orðin „200 ára gamalt hús“. Það er einmitt kjarni málsins og ástæða þess að Víkveija finnst ákvörðun yfirmanna kirkjunnar undarleg, að Dómkirkjan er 200 ára gömul bygg- ing, sem er ríkari af sögu og hefð en flest önnur íslenzk hús. Dómkirkj- an er tengd stóratburðum í sögu þjóðarinnar, hvort heldur er í gleði eða sorg. Állir biskupar íslands á þessari öld hafa verið vígðir í kirkj- unni eða settir þar inn í embætti og þeirri hefð á að viðhalda. Það er ekki í þágu kirkjunnar að ijúfa gaml- ar og góðar hefðir á borð við þá, að biskupsvígsla skuli fara fram í dómkirkju. Allra sízt eins og nú er komið fyrir þjóðkirkjunni. xxx MENN hljóta að sjá hversu frá- leit rökin um plássleysið í Dómkirkjunni eru ef þeir velta fyrir sér sambærilegum dæmum. Það er víða þröngt í opinberum byggingum á íslandi. En yrði vígslubiskupinn á Hólum vígður í Akureyrarkirkju, þótt þar sé meira pláss en í Hóladóm- kirkju? Yrði Alþingi sett í Háskóla- bíói? Yrði nýr forseti settur í emb- ætti í Þjóðleikhúsinu? Myndi forsæt- isráðherrann flytja 17. júní-ræðuna einhvers staðar annars staðar en á Austurvelli, til dæmis í Hljómskála- garðinum? xxx MEIRA um gömul hús; Víkveija fannst skemmtilegt að sjá að á tillögu Minjavemdar og Borg- arskipulags að breytingum á húsa- röðinni við Aðalstræti vestanvert, sem birtist hér í blaðinu fyrr í vik- unni, er gert ráð fyrir að gamli Fjalakötturinn, sem var rifinn fyrir u.þ.b. fimmtán árum, verði endur- byggður. Fjalakötturinn var auðvit- að stórmerkilegt hús, m.a. fyrsta bíó á íslandi, og mikill skaði að það skyldi vera rifið. Tillagan gerir reyndar ekki ráð fyrir að það verði endurbyggt á staðnum, þar sem það stóð, enda er þar risinn steinsteypu- kassi mikill. En vonandi verður Fjalakötturinn endurbyggður í sem upprunalegastri mynd, ef af verður. Nýjar áp> vörur í dag L'j ■ Kápur-stuttar-síðar heilíiársúlpur, ullurjakkar. Hattar, alpahúfur (tvær stærðir) —J j Opið laugardaga kl. 10-16 j m sunnudag kl. 13-17. / vsO i : m \öQxrH/15IÐ Mörkinni 6, sími 588 5518
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.