Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ BÆJAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 1998 Fyrsti fundur meirihlutans í Reykjavík eftir kosningar Morgunblaðið/Golli NÝKJÖRINN borgarstjórnarflokkur R-listans kom sanian til fyrsta fundar í hádeginu í gær. Staðan ólík núna og fyrir fj'ónim árnm MEIRIHLUTINN í borgarstjóm Reykjavíkur, fulltrúar R-listans, hittust á sínum fyrsta fundi eftir kosningar í gær þar sem farið var yfír stöðu mála. Meðal þess sem rætt var um voru mál Hrannars B. Arnarssonar, 3. manns á lista flokksins, en fjármál hans settu svip sinn á kosningabaráttu flokks- ins og gaf Hrannar út þá yfirlýs- ingu í gær að hann ætli ekki að taka sæti í borgarstjóm fyrr en hann hefur hreinsað mannorð sitt. „Við höfum nú svo sem tímann fyrii' okkur því ný borgarstjórn tekur ekki við fyrr en 15 dögum eft- ir kosningar. Svo þarf ekki að boða hana til fyrsta fundar fyrr en innan 15 daga eftir þann dag,“ sagði Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri í samtali við Morgunblaðið. Hún sagði stöðuna núna nokkuð breytta frá því eins og hún var fyr- ir fjórum árum. „Þá var um pólitísk umskipti að ræða og úr því staðan er ekki þannig í dag höfum við auðvitað betri tíma.“ Okkur liggur ekkert á Hún sagði að með nýju fólki í borgarstjórn væri einhverra breyt- inga að vænta í skipan ráða og nefnda á vegum borgarinnar en sagði flokkinn ekki byrjaðan að fara yfir það. Að sögn Ingibjargar er ekki enn ljóst hver forseti borgarstjórnar verður. Næsti fundur verður á morgun og þá verður aðferðafræðin sem viðhafa á í borgarstjórn orðin skýr- ari að sögn Ingibjargar og þá fara fleiri hlutir að skýrast að hennar sögn. „En eins ég segi: okkur ligg- ur ekkert á.“ Sjálfstæðismenn hittast síðar í vikunni Sjálfstæðismenn hittust ekki til viðræðna í gær en að sögn Árna Sigfússonar oddvita flokksins er fundur ráðgerður síðar í vikunni. Árni segir að brýnt sé að kosinn verði nýr oddviti borgarstjórnar- fiokksins en hann ætlar ekki að leiða ílokkinn áfram. Sj álfstæðisflokk- urinn fékk 41,35% atkvæða SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN fékk 41,35% greiddra atkvæða í þeim kaupstöðum og kauptúnum þar sem flokkurinn bauð fram lista, samkvæmt útreikningum Morgun- blaðsins. Um er að ræða 36 byggð- arlög þar sem greidd voru alls 145.992 atkvæði. Þar af fékk Sjálf- stæðisflokkurinn 60.370 atkvæði eða 41,35% atkvæða. Um er að ræða Ólafsfjörð, Bessastaðahrepp, Vesturbyggð, Blönduós, Mýrdalshrepp, Reykja- vík, Seltjamarnes, Vestmannaeyj- ar, Bolungarvík, Sandgerði, Fella- hrepp, Vestur-Húnavatnssýslu, Ár- borg, A-Skaftafellssýslu, Dalvík (þ.e. Dalvík, Árskógsströnd og Svarfaðardal), Borgarbyggð, Aust- ur-Hérað, Akranes, Akureyri, Hafnarfjörð, Grindavik, Garðabæ, Austfirði (þ.e. Neskaupstað, Reyð- arfjörð og Eskifjörð), Ölfushrepp, Vopnafjarðarhrepp, Stykkishólm, Snæfellsbæ, Skagafjörð, Siglufjörð, Seyðisfjörð, Reykjanesbæ, Mos- fellsbæ, Kópavog, Isafjarðarbæ, Hveragerði og Húsavík. Framsókn hlaut 22,13% atkvæða í 28 þessara byggðariaga bauð Framsóknarflokkurinn fram B- lista. í þeim byggðarlögum greiddu 71.193 atkvæði. Þar af hlaut Framsóknarflokkurinn samtals 15.759 atkvæði eða 22,13%. Byggðarlögin 28 eru Garðabær, Grindavík, Hafnarfjörður, Akur- eyri, Akranes, Austur-Hérað, Borgarbyggð, Dalvík, A-Skafta- fellssýsla, Árborg, Vestur-Húna- vatnssýsla, Fellahreppur, Sand- gerði, Mýrdalshreppur, Austfirðir (þ.e. Neskaupstaður, Reyðarfjörð- ur og Eskifjörður), Ölfushreppur, Vopnafjarðarhreppur, Stykkis- hólmur, Snæfellsbær, Skagafjörð- ur, Siglufjörður, Seyðisfjörður, Reykjanesbær, Mosfellsbær, Kópa- vogur, ísafjarðarbær, Hveragerði, Húsavík. I 29 byggðarlögum, þ.e. ofantöld- um 28 og Blönduósi, hlutu sameig- inleg félagshyggjuframboð án þátt- töku Framsóknarflokksins, þ.e. eft- ir atvikum Alþýðuflokkur, Alþýðu- bandalag, Kvennalisti og óháðir, 20.976 atkvæði eða 29,60%. Þar greiddu alls 71.803 atkvæði. í fimm byggðarlaganna 36 sem fyrst er getið, þ.e. Reykjavík, Vest- mannaeyjum, Seltjamarnesi, Ólafs- firði óg Bolungarvík, buðu félags- hyggjuflokkarnir og Framsóknar- flokkurinn fram sameiginlega. Þar greiddu alls 72.019 atkvæði. Þar af hlutu sameiginlegu framboðin 36.824 atkvæði eða 51,13%. í þeim 34 byggðarlögum þar sem félagshyggjuflokkarnir buðu sam- eiginlega fram en ýmist með eða án þátttöku Framsóknarflokksins greiddu alls 143.822 manns atkvæði. Þar af hlutu sameiginlegu fram- boðin 57.800 atkvæði eða 40,18%. ---------------------- Upphaf talningar R-listinn vann á einu atkvæði SAMKVÆMT staðfestum heimild- um Morgunblaðsins tíðkast það hjá einstökum talningamönnum og um- boðsmönnum flokka á talningastað í Reykjavík að við upphaf talningar era til gamans teknir 100 seðlar upp úr kjörkössunum og þeir taldir. Niðurstaðan er síðan borin saman við lokatalningu atkvæða og hefur jafnan gefið glettilega góða mynd af lokaúrslitum kosninganna. Að sögn heimildamanna var þessi „skoðanakönnun" að venju gerð í ár og var óvenjuleg að því leyti að hún sýndi að mjög mjótt myndi verða á munum. Leikar fóru þannig að R- listinn fékk 50 atkvæði en D-listi Sjálfstæðisflokks fékk 49 atkvæði. Sem kunnugt er var munurinn á milli flokkanna í kosningunum 8% að þessu sinni. Einnig var í ár gerð öllu smærri könnun. Teknir voru 7 seðlar og samkvæmt heimildum féllu atkvæði úr þeirri „örkönnun" þannig að R- listinn fékk 4 atkvæði en D-listinn fékk 3. Athugasemd gerð við nærveru sjónvarpsmanna þar sem atkvæði voru talin Flokkun atkvæða sást í bakgrunni Á LAUGARDAGSKVÖLD urðu margir varir við að í sjónvarps- fréttunum um kvöldmatartímann voru send út viðtöl frá tveimur talningastöðum, í beinni útsend- ingu, við oddvita yfirkjörstjórna sem tekin vora inni í salnum þar sem atkvæði vora geymd eða var verið að flokka. Samkvæmt kosn- ingalögum er ekki löglegt að óviðkomandi aðilar séu staddir á flokkunarstað atkvæða áður en kjörfundi lýkur. Jón Steinar Gunnlaugsson hrl., sem sæti á í yfirkjörstjóm í Reykjavík, segist hafa verið furðu lostinn þegar hann sá viðtal við for- menn kjörstjóma í Kópavogi og á Akranesi, inni í salnum eftir að at- kvæði voru farin að berast. „Ég lít svo á að það sé tvímælalaust ólög- legt að sjónvarpsmenn séu í beinni útsendingu inni í sal þar sem flokk- un atkvæða fer fram eins og þama var gert.“ Fyrir luktum dyrum í kosningalögum er gert er ráð fyrir því að talning fari fram eftir að kjörfundi lýkur, að sögn Jóns Steinars. Þar er meginreglan sú að talning á að fara fram fyrir opnum dyrum þannig að kjósendum gefist kostur á að vera viðstaddir eftir því sem húsrúm leyfir. „Það er megin- reglan og er til að gæta hagsmuna almennings og þess fá fjölmiðlar að vera viðstaddir. Svo segir í lögun- um að heimilt sé að hefja flokkun atkvæða og undirbúa talningu þeirra fyrir luktum dyrum áður en kjörfundi lýkur en sem kunnugt er hefst talning atkvæða eftir að kjör- fundi lýkur.“ Jón segir að þama sé skýrt ákvæði um það að sé þessi heimild notuð þá skuli það fara fram íýrir luktum dyrum. „Hagsmunimir eru slíkir að það má ekki undir nokkram kringumstæðum fréttast hvað fi*am fer þarna. Mönnum á ekki að gefast nokkur kostur á því að spá í það og koma upplýsingum um það hvernig atkvæði eru að falla fyrr en kjörfundi lýkur því það getur haft áhrif á kosninguna. Menn eru þá ekki nógu vel að sér í kosningalögunum? „Það virðist vera einhver hörgull á því.“ Vildum ekki reka þá út Jón Atli Kristjánsson, formaður yfirkjörstjómar í Kópavogi, segir að yfirkjörstjóm þar hafi verið vel kunnugt um þær reglur sem gilda eiga á talningastað en hafi metið málið sem svo að í lagi væri að hafa fréttamenn í öraggri fjarlægð frá þeim stað þar sem flokkun at- kvæða fór fram. „Okkur er vel kunnugt um þetta lagaákvæði en þannig var mál með vexti að salur- inn í íþróttahúsinu í Digranesi er mjög stór, og þetta viðtal var utan talningasvæðisins sem lögreglan vaktaði inni í salnum þannig að það sem gerðist er að í bakgranni viðtalsins sést yfir svæðið.“ Upphaflega vora sjónvarpsmenn komnir með vélar sínar inn á taln- ingasvæðið sjálft að sögn Jóns Atla. „Það var svo að minni ósk að þetta var allt flutt í burtu frá sjálfu talningasvæðinu sérstaklega til að uppfylla þetta lagaákvæði og þar sem salurinn er svo stór var taln- ingasvæðið okkar bara í bakgranni í fréttinni. I Reykjavík hefur það oft verið þannig að verið er að mynda í gegnum dymar inn í sal- inn og við voram með okkar útgáfu af því. Við vildum ekki vera að reka sjónvarpsmennina út úr húsinu og þetta var því bara leyst svona.“ Telurðu sem sagt að það sem sást hafi ekki átt að geta haft áhrif á fólk sem heima sat og átti eftir að kjósa? „Nei það var ekki okkar álit, ekki með nokkrum hætti.“ Þið tölduð ekki ástæðu til að flytja vélarnar út úr húsinu? „Við vorum bara með hluta af gólfinu og ég held að það hafi ekki verið nokkur ástæða til að halda að nokkur hefði getað séð hvað var að gerast á svæðinu. Við vissum það að kjörstjómir annarsstaðar höfðu túlkað þetta ekkert ósvipað og við.“ Samkvæmt ströngustu reglum Sá háttur er almennt hafður á á talningarstöðum að þeir eigi að vera lokaðir og innsiglaðir og undir lögregluvernd um leið og atkvæði koma í hús. Leitað er í salnum og hann tæmdur áður en honum er lokað, símar eru teknii' af taln- ingamönnum og slökkt á sjónvörp- um meðal annars og engum óviðkomandi á að hleypa í salinn. „Ég er sannfærður um það að það hefur til dæmis óvíða verið gengið jafnvel eftir því að enginn væri með farsíma og annað á sér innandyra eftir að flokkun atkvæða hófst. Umboðsmenn flokkanna vora þama auk fulltrúa frá yfir- kjörstjóm og bæjarstjórn meðal annarra og lögreglan og enginn þeirra gerði athugasemd við neitt,“ sagði Einar Jón Ólafsson formað- ur, yfirkjörstjórnar á Akranesi, í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að enginn flokkun hefði verið komin af stað þegar sjónvarpið sendi út úr íþróttahús- inu en öll atkvæði fóru þaðan yfir í Brekkubæjarskóla í innsigluðum kjörkössum þar sem þau vora flokkuð og talin og allt hefði farið þar fram samkvæmt ströngustu reglum. „Þetta er alveg úr lausu lofti gripið,“ sagði Einar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.