Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 48
"48 ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JARÞRÚÐUR PÉTURSDÓTTIR + Jarþrúður Péturs- dóttir fæddist í Reykjavík 27. ágúst 1927. Hún lést 16. maí síðastliðinn á Sjúkra- húsi Reykjavíkur. Hún var dóttir hjón- anna Péturs Zophóní- assonar og Guðrúnar Jónsdóttur, var hún yngst barna þeirra. Pétur Zophóníasson fæddist 31. maí 1879 í Goðdölum í Skaga- fírði, d. 21. febrúar 1946, þar sem faðir hans var prófastur Zophónías Halldórs- son, f. 11. júní 1845, d. 3. janúar 1908, kona hans var Jóhannu Soffía Jónsdóttir, f. 10. apríl 1855, d. 2. janúar 1931, Pétursonar há- yfirdómara. Guðrún Jónsdóttir, var fædd á Ásmundarstöðum á Melrakkasiéttu 6. febrúar 1886, d. 12. nóvember 1936, dóttir Jóns Árnasonar, f. 7. október 1856, d. 21. mars 1929, og Hildar Jóns- dóttur, f. 14. aprfl 1857, d. 16. júní 1946. Systkini Jarþrúðar voru Hildur, f. 12. október 1907, d. 26 des 1907, Viðar, f. 24. nóvember 1908, tannlæknir, d. 8. febrúar 1988, kona hans var Ellen Péturs- dóttir. Zophónias, f. 17. maí 1910, deildarsljóri í Tryggingastofnun- inni, fyrri kona Ester Blöndal, seinni kona hans var Stella Gunn- ur Sigurðardóttir. Hrafnhildur, f. 5. febrúar 1912, skipsjómfrú, d. 13. ágúst 1966, maki (skildu) Sig- urður Sigurðsson, bankaritari í Rvk, d. 11. maí 1955. Áki, f. 22. september 1913, d. 10. september 1970, deildarsljóri á Hagstofunni, maki Kristín Grímsdóttir. Sturla, ■m j f. 6. september 1915, starfsmaður Rafmagnsveitu Reykjavíkur til fjölda ára, nú vistmaður á Hrafn- istu í Reykjavík, maki Steinunni Hermannsdóttir. Jakobína Sigur- veig, f. 9. febrúar 1917, d. 24. janúar 1993, skrifstofumaður, maki (skildu) Hafsteinn E. Gísla- son. Skarphéðinn, f. 11. október 1918, d. 5. júlí 1974, prófastur í Bjarnanesi, maki Sigurlaug Guðjónsdóttir. Gunngeir, f. 28. janúar 1921, d. 5. september 1991, skrifstofustjóri hjá Borgar- verkfræðingi, maki Sigurrós Guð- björg Eyjólfsdóttir. Pétur Vatnar, f. 11. september 1922 d. 3. febr- úar 1927. Helga Guðrún, f. 17. nóvember 1925, skrifstofumaður hjá Happdrætti Háskólans, gift Helga Thorvaldssyni. Hálfsystk- ini Jöru samfeðra voru Jóhanna Soffía, f. 2. nóvember 1904, d. 13. júní 1970, maki Ingólfur Árnason. Ingólfur, f. 21. des- ember 1906, d. 9. júní 1985, maki Sæbjörg Jónasdóttir. Svan- laug, f. 27. desember 1910, d. 3. febrúar 1991, maki Hannes Guðjónsson. Hinn 17. nóvember 1949 giftist Jarþrúð- ur Antoni Lindal Friðrikssyni, f. 1. september 1924 á Isafirði, matreiðslu- maður og bryti. Son- ur Jakobínu Sigríðar Jakobsdóttur, f. 18. júlí 1886 á ísafirði, d. 31. janúar 1965, og Friðriks Sig- fússonar, f. 10. apríl 1902 á Eskifirði, d. 7. febrúar 1947. Ant- on starfaði alla sína tíð hjá Eim- skipafélagi Islands. Þau eign- uðust fjórar dætur. 1) Guðrún, f. 19. aprfl 1950, leikskólastjóri í Reykjavík, fyrri maki Guðni Jóns- son, viðskiptafræðingur og eiga þau tvö börn, Jarþrúði, f. 25. nóvember 1971, flugfreyja, gift Einari Sigurðssyni, flugmanni, og Jón, f. 8. mars 1976, matreiðslu- nemi. Seinni maki Gunnar Steinþórsson, f. 9. aprfl 1950, grafískur hönnuður. Fóstursonur þeirra er Sváfnir Már Bergrúnar- sonur. 2) Eyrún, f. 24. mars 1954, lyfjatæknir, fyrri maki (skildu) Skúli Finnbogason. Seinni maki (skildu) Halldór Kristinsson, þeirra synir Rúnar, f. 18, október 1980, og Arnar, f. 25. febrúar 1982. 3) Bergrún, f. 8. október 1956, leikskólakennari, d. 19. mars 1995. Barnsfaðir Sigurður Georgsson, barn þeirra er Ragn- heiður Kristín, f. 3. ágúst 1981. Sváfnir Már, f. 13. ágúst 1986. 4) Arnrún, f. 24. september 1958, skrifstofumaður, maki Ingvi Þór Sigfússon, bifvélavirki, f. 23. júlí 1957. Þeirra börn Anton Líndal, f. 23. febrúar 1978, Þórður Guðni, f. 2. september 1979, og Svanlaug, f. 28. júní 1981. Einnig ólu þau Jarþrúður og Anton upp bróður- dóttur Jarþrúðar, Dórótheu, f. 29. ágúst 1942, sem er gift Brian Hartford og búa þau í Baltimore. Jarþrúður starfaði á Hagstofu íslands þar til hún lét af störfum vegna heilsubrests. Hún hafði alla tíð brennandi áhuga á ættfræði og tók saman og gaf út Niðjatal Péturs föður síns, Drög að niðja- tali Jóns Sigurðssonar frá Skinnalóni á Sléttunni. Niðjatal Sigríðar Sæunnar. Útför Jarþrúðar fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Upplýsingar í símum 562 7575 & 5050 925 1HOTEL LOFTUEIÐIR. ICKLANDAr* H O T (' l S Glæsileg kaffihlaðborð FALLEGIR SALIR OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA M L | j^| jp^ I rúmgóðum sýningarsölum okkareigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum. Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalista. !k s.helgason hf ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP.,SÍMI:557-6677/FAX:557-8410 Elsku mamma mín! Nú er þinni löngu göngu loksins lokið. Það er nú ekki öllum sem tekst aftur og aftur að snúa á læknavísindin, en þú ert búin að vera alveg ótrúleg og hörku dugleg. Söknuðurinn er mér óbærilegur á þessum stundum. En við í fjölskyldunni erum ákaf- lega samhent og reynum að kom- ast í gegn um söknuðinn saman. Fjölskyldan okkar er alveg frábær. Ég hef átt því láni að fagna að eiga þig ekki aðeins sem móður í þessu lífi heldur hefur þú ávallt verið minn besti trúnaðarvinur og minn styrkur þegar ég hef þurft á því að halda. Einhvem veginn er það svo að þegar tveir einstaklingar verða svona nánir þá þarf stundum ekki að nota orð, þú veist alveg hvað ég meina núna. Bergrún hefur tekið á móti þér hinum megin við móðuna sem við hin skynjum ekki og vona ég að „Frankie boy“ sé þar í ykkar hópi og þið syngið saman marga góða söngva. Mamma mín mig langar til þess að þakka þér allar, stundirnar sem við áttum saman. Einnig er ég þér þakklát að miðla hluta af þínum eiginleikum ekki bara niður til okk- ar systranna, heldur einnig til bamabama þinna. Nafna þín dóttir mín er þér eina líkust og hefur okkur mæðgum tekist að verða jafn góðir vinir og við emm góðar mæðgur. Það em forréttindi að hafa þann hæfileika að ná því að verða bömunum sínum ekki aðeins móðir heldur þeirra besti vinur, og vona ég að mér hafi tekist jafn vel við öli mín böm og þér tókst það. Mig langar til þess að enda þessa litlu grein á kvæðinu sem ég flutti þér á afmælisdeginum þínum þann 27. ágúst síðastliðinn er þú varst 70 ára. Sá dagur var yndis- legur og em gestir enn að tala um hann. Elsku besta mamma mín mikið væri tómt án þín því með gleði það ég finn að þú ert besti vinur minn. í ættfræðinni ertu slyng á það vel við Þingeying, ljóðelsk mjög og lagviss ert, létt og kát þú ætíð sért Eigðu góðan glaðan dag, gangi þér svo allt í hag, laukurinn þó lítill sé lætur þetta kvæði í té. Þin dóttir, Guðrún Mín kæra tengdamóðir Jara er fallin frá allt of snemma á lífs- leiðinni sinni. Þegar ég lít yfir far- inn veg, þá safnast saman margar góðar minningar um fjölskylduna í Efstasundi 70. Ærsl og gleðistundir, jólaleikir, árlegir samfundir fjölskyldna á Skinnalóni suður með sjó, sam- heldni, kærleikur og væntumþykja. Þó árin sem ég hef átt með þér og fjölskyldunni séu aðeins átta þá finnst mér að ég hafi verið hluti af henni í meira en tuttugu ár. Ég small inn í þennan yndislega hóp strax, og mun halda áfram að vera Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Otsen, útfararstjöri Sverrir Einarsson, útfararstjöri Utfararstofa Islands hluti af honum. Það var einhver samhljómur sem ég fann fyrir og ég er þakklátur forsjóninni að leiða mig inn í þessa góðu fjölskyldu, og vera hluti af henni. Jara mín þú sem „ert“ mér svo kær, og nú ert þú horfin sjónum okkar, söknuður- inn er mikill og ég bið almættið um styrk til að sætta mig við þann missi sem við öll fjölskyldan þín horfumst í augu við. Bergrún hefur eflaust komið fram til að taka á móti þér, og fagnaðarfundir verið miklir, en þegar við misstum hana frá okkur var sársaukinn mestur hjá þér, börn Bergrúnar Sváfnir og Ragnheiður misstu þá mikið og nú missa þau þig, sem varst þeim ávallt sem besti vinur og uppáhalds amma. Nú hverfur þú frá aðeins þrem árum seinna. Hafðu þökk fyrir allt og allt, farðu í Guðs friði, minningin um þig lifir. Þinn tengdasonur Gunnar. Ég kynntist Jöru, tengdamóður minni, fyrst fyrir um fjörutíu árum þegar Guðrún fyrrverandi kona mín og ég vorum í sama bekk í Langholtsskóla. Jara var einstök kona, glæsileg, gáfuð, sjálfstæð og ákveðin. Þannig vil ég minnast hennar. Það var sérstakur ævintýrablær yfir þessari heimskonu sem ók um á stórum skutbíl sem var fullur af fallegum litlum stúlkum. Heimili þeirra í Efstasundi var alltaf opið fyrir vini og vandamenn. Mikið var um gestagang og heimsóknir fólks sem gaman var að kynnast hjá þeim hjónum, Jöru og Tona. Jara átti mjög marga nána vini innan og utan fjölskyldunnar sem leituðu ráða hjá henni, en hún var einstak- lega hlý, tilfinnganæm og ráðagóð. Fræg voru fjölmennu jólaboðin sem voru áreiðanlega betri og skemmtilegri en hjá þjóðhöfðingj- um. Þar var farið í uppbyggjandi leiki, spumingakeppnir og annað sem hún hafði undirbúið af kost- gæfni. Þessi boð líða þeim aldrei úr minni er þau sóttu. Jara var hrein- skiptin og stundum nokkuð stjómsöm en ávallt sanngjöm og tilbúin að taka rökum. Á námsámnum gætti hún bama okkar en þó fyrst og fremst nöfnu sinnar, en það mun aldrei verða fullþakkað. Jara var engin venjuleg amma. Hún talaði og lék við nöfnu sína og flýtti fyrir og bætti þroska hennar á allan hátt. Sem amma hafði hún ekki mestar áhyggjur af bleiuskiptum og hreinum smekkj- um. Aðalatriðið var að vera félagi og vinur. Með þessum fátæklegu orðum vil ég minnast einstakrar heims- konu sem enginn mun gleyma sem henni kynntist. Tona, dætmnum og aðstandend- um votta ég dýpstu samúð. Guðni Jónsson. Erfitt er að setjast niður og skrifa eitthvað eitt um þig. Þú varst svo fjölhæf kona og ég hef þekkt þig frá því ég man eftir mér, svo að margt kemur upp í huga LEGSTEINAR Cfranft HELLUHRAUN14 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 565 2707 FAX: 565 2629 mínum. Þú ert og verður ávallt í hjarta mínu. En ég kveð þig nú og þakka fyrir allar samvemstundirn- ar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku Toni, Gulla, Eyrún, Adda mín og fjölskyldur. Guð geymi ykk- ur öll. Guðrún. Kæra nafna og amma. Stundum kemur að því að við þurfum að leggja niður vopnin og gera hlé á ormstunni. Það fyrsta sem þú kenndir mér, nöfnu þinni, var hvað nafnið okkar Jarþrúður þýðir. Orr- ustugyðja er stórt orð en þú gast svo sannarlega borið það. Orr- ustugyðjan gefst aldrei upp og get- ur það sem hún ætlar sér, sem og þú gerðir, því þú yfirgafst þennan heim með reisn og stolti þegar þú ákvaðst að gera hlé á ormstunni og leggja vopn þín niður. Við áttum margar ljúfar stundir saman, til dæmis í Bursthúsum í gamla daga, á Skinnalóni og í Efstasundi þegar ég kom til þín úr Breiðholtinu í „sumarfrí“ þegar ég var yngri. Þá drógum við upp spil, þú, ég og Búdda og spiluðum fram á rauða nótt. Minningamar em því margar og góðar, fullar af gleði og hlátri og þær eigum við saman. Við bamabömin þín vomm því miður ekki búin að gera þig að langömmu, en ég veit að þú munt fylgjast með þeim eins og þú hefur fýlgst með okkur öllum í gegnum árin. Þegar þú heyrðir lagið okkar í útvarpinu þá hringdir þú í mig og sagðir mér að kveikja. Svo hlustuð- um við á það saman í gegnum sím- sann. Elsku amma, ég er stolt af því að bera nafnið þitt, og kveð þig með söknuði með laginu okkar: Þú ert yndið mitt yngsta’ og besta, þú ert ástarhnossið mitt nýtt. Þú ert sólrún á suðurhæðum, þú ert sumarblómið mitt frítt. Þú ert ljósið, sem lifnaðir síðast, þú ert löngunar minnar hlín. Þú ert allt sem ég áður þráði, þú ert ósk, - þú ert óskin mín. (Gestur/Guðm. Bjö.) Þin nafna. Elsku Jara amma. Nú hefur þú lokið þessari jarðvist og ert komin á friðsælan stað þar sem þú lætur ljós þitt skína jafn skært og það gerði hér hjá okkur. Eftir situr sár söknuður en ljúfar minningar. Minningar sem laða fram bros og hlátur. Okkar kynni voru allt of stutt, en það sem þú gafst mér endist mér alla ævi. Það fyrsta, sem kem- ur upp í huga mér, er sá einstæði eiginleiki þinn að vera vinur og jafningi allra sem inn í líf þitt komu. Sérstaklega áttu barna- börnin í þér vin, sem áhuga hafði á þeirra lífi frá þeirra sjónarhóli séð. Mér er það minnisstætt þegar þú, Toni og Jara mín fóruð með mér í flugferð á litlu Cessnunni. Við flugum yfir Suðurnesin og hringsóluðum yfir Skinnalóni, okk- ur öllum til mikillar ánægju. Við ætluðum að endurtaka ferðina þegar þú yrðir hressari en af því gat ekki orðið, því miður. Þú lifðir lífinu lifandi og naust þess út í ystu æsar, þess vegna bauðst þú veikindum þínum birg- inn, allt til endalokanna. Með þessum orðum kveð ég þig, kæra Jara. Þú varst stórkostleg kona. Allan sólarhringinn. Einar Sigurðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.