Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Síðari umferð þingkosninga í Ungverjalandi Helsti andstæðingur kommúnista kjörinn á þing Reuters CHRISTINE Loh, einn af leiðtogum Borgaraflokksins, fagnar sigri í kosningunum i Hong Kong í gær. Sigur lýðræðis- sinna í Hong Kong Hong Kong. Reuters. MARTIN Lee, harður gagnrýnandi kommúnistastjómarinnar í Kína, vann aftur þingsæti sitt í kosning- um í Hong Kong í gær, þeim fyrstu eftir að krúnunýlendan fyrrverandi hvarf undir Kína. Vann flokkur hans, Lýðræðisflokkurinn, níu af þeim 20 sætum, sem valin eru beinni kosningu. Lee var rekinn af þingi 1. júlí í fyrra þegar Kínverjar tóku við stjóm í Hong Kong en hann hefur ekki aðeins gagnýnt kommúnista- stjómina í Kína, heldur einnig Tung Chee-hwa, sem Kínverjar skipuðu sem eins konar ríkisstjóra í Hong Kong. Hefur hann sakað Tung um bamaskap, að átta sig ekki á eðli kommúnistastjómarinn- ar og um að hafa skert borgaraleg réttindi íbúa í Hong Kong, 6,6 millj- óna manna. Lee ítrekaði þessa gagnrýni á Tung strax og ljóst var orðið, að hann hafði náð kjöri og lagði jafn- framt áherslu á, að hann ætlaði að berjast fyrir auknu lýðræði í Hong Kong og Kína. Kínastjórn „skipar“ meirihlutann Eins og fyrr segir vann Lýðræðisflokkurinn níu af 20 sæt- um, sem kosið er um, og flokkar hlynntir lýðræði ráða því alls 14 sætum af 60. 30 þingsæti em valin af litlum hópum innan atvinnulífsins og 10 af sérstakri 800 manna kjör- nefnd, sem Kínastjóm skipaði. Hvetur Lee til beinna kosninga um öll þingsætin og einnig um embætti Tungs. Auk Lees náðu kjöri tveir aðrir baráttumenn fyrir auknu lýðræði, Emily Lau og Christine Loh, og sig- ur þeirra allra er sætari fyrir það, að kjörsókn var óvanalega mikil. I síðustu kosningum undir breskri stjóm var hún rúm 35% en 53% nú. Hópur óháðra eftirlitsmanna frá ýmsum löndum fylgdist með kosn- ingunum í óþökk kínverskra stjóm- valda, sem meðal annars bönnuðu þeim að fara inn á kjörstaði. Kváðust þeir þó ekki efast um, að kosning- amar hefðu farið heiðariega fram en sögðu það hneykslanlegt hvemig valið væri í 40 þingsæti af 60. Hægrisveifla er stjórn- arflokkar gjalda afhroð Búdapest. Reuters. HÆGRIMENN unnu mikinn kosn- ingasigur í Ungverjalandi um helg- ina, þegar síðari umferð þingkosn- inga fór fram þar í landi. Forystu- menn „Ungverska borgaraflokks- ins Fidesz“ hófu í gær þreifmgar um myndun nýrrar ríkisstjómar, en sögðust ekld myndu láta „þvinga sig“ til neinna samninga. Sögðu forystumenn flokksins að val á leiðum í stjómarmyndunar- viðræðum yrði rætt á sérstöku flokksþingi á morgun, miðvikudag. „Fidesz fékk 1,5 milljónir atkvæða og á tilkall til þess að mynda ríkis- stjóm,“ sagði varaformaður flokks- ins, Tamas Deutsch, í sjónvarps- viðtali. Núverandi stjómarflokkar, Sósíalistaflokkurinn og frjálsir demókratar, guldu afhroð í kosn- ingunum. Mið- og hægriflokkar unnu 55,18% þingsæta, en 386 þingmenn eiga sæti á þjóðþinginu í Búdapest. Fidesz-flokkurinn hlaut 148 þingsæti, eða 38,34%. Bændaflokk- urinn „Sjálfstæðir smáeignamenn" fékk 48 þingsæti og Ungverski lýðræðisvettvangurinn, banda- menn Fidesz, 17 sæti. Róttæki hægriflokkurinn „Ungverskt rétt- læti og líf“, sem miðjuflokkamir Reuters VIKTOR Orban, formaður Fidesz-flokksins og ótvfræður sigurvegari þingkosninganna í Ungveijalandi. Þess er vænzt að hann verði yngsti forsætisráðherrann í sögu Ungverjalands á þessari öld. hafa útilokað samstarf við, fékk í fyrsta sinn fulltrúa kjöma á þing og hlaut 14 þingsæti. Yngsti forsætisráðherrann Sósíalistar fengu 134 þingsæti og Fijálsir demókratar 24. Eftir þennan mikla ósigur sagði öll flokksforysta frjálsra demókrata af sér. Búizt er við því að Arpad Göncz, forseti Ungveijalands, tilkynni formlega endanleg úrslit kosning- anna fyrir þinginu á fímmtudaginn. Hefð er fyrir því að forsetinn feli sigurvegara kosninganna stjómar- myndunammboð, og gangi það eft- ir yrði Viktor Orban, leiðtogi Fidesz, yngsti forsætisráðherrann í sögu Ungverjalands á þessari öld, en hann er 35 ára. Kosningaúrslitin era álitin mikill persónulegur sigur fyrir Orban, en flokkurinn beið mikinn ósigur í kosningunum fyrir fjóram áram. I kosningabaráttunni nú lagði Fidesz mest upp úr hefðbundnum fjölskyldugildum og áherzlu á lög og reglu. I síðustu kosningum fékk Fidesz aðeins 5,18% atkvæða, en þá var Orban nýtekinn við forystu flokksins, sem þróaðist upp úr vinstrisinnaðri námsmannahreyf- ingu. Undir forystu Orbans breytt- ist flokkurinn í borgaralegan miðjuflokk. Átök glæpagengja með tilheyr- andi sprengjutilræðum í og við Búdapest að undanfömu era talin hafa ýtt mjög undir þá þróun, að kjósendur snerust á sveif mið Fidesz. Stjómvöld í nágrannaríkinu Slóvakíu, þar sem stór ungverskur minnihluti býr, sögðu í gær að sig- ur Fidesz myndi hjálpa til við að bæta samskipti ríkjanna. Fjórir mánuðir í kosningar til Sam- bandsþingsins í Þýzkalandi Kohl bætir stöðu sína Bonn. Reuters. HELMUT Kohl, kanzlari Þýzka- lands og leiðtogi kristilegra demókrata (CDU), virðist hafa tekizt að snúa vöm í sókn í kosn- ingabaráttunni fyrir kosningar til þýzka Sambandsþingsins í haust eftir að flokksmenn hans fylktu sér að baki honum á flokksþingi í liðinni viku. Þegar fjórir mánuðir era til kosninga bentu tvær skoðana- kannanir, sem birtar vora í gær, til þess að CDU hafi tekizt að saxa nokkuð á fylgisforskot jafn- aðarmannaflokksins SPD og kanzlaraefnis hans, Gerhards Schröders. Undanfarna mánuði hefur forskot SPD verið á bilinu 8-10 prósentustig. Tvennt þykir hafa hjálpazt að við að bæta stöðu Kohls í kapp- hlaupinu við Schröder í augum kjósenda. Flokksþingið tók af öll tvímæli um stuðning flokks- manna Kohls við hann og ákvörðun héraðsleiðtoga SPD í sambandslandinu Sachsen-An- halt um að fara ekki að tilmælum Schröders við myndun nýrrar héraðsstjómar er talið hafa grafíð undan stöðu Schröders, þar sem hann hefur frá því hann var útnefndur kanzlaraefni þurft að sanna fyrir kjósendum að hann hafí ótvíræð tök á eigin flokki. I könnun Forsa-stofnunarinn- ar hafði CDU bætt stöðu sína um 2%, eða í 37%, en SPD misst 2% og sé nú með 43% fylgi. Sam- kvæmt könnun Emnid-stofnun- arinnar er fylgi CDU 37% og SPD óbreytt í 43%. Þetta er í fyrsta sinn frá því í febrúar sem CDU bætir stöðu sína gagnvart SPD í skoðana- könnunum. Upphafið að vatnaskilum? „Stóra spumingin er sú hvort þetta sé upphafið að vatnaskilum í kosningabaráttunni og hvort CDU hafi tíma til að vinna upp forskot SPD,“ sagði Manfred Guellner, rannsóknastjóri hjá Forsa. „Eg tel líklegast að hér sé ekki um þáttaskil að ræða. Næstu þrjár til fjórar vikur verða CDU mjög mikilvægar. Til þess að eiga kost á því að vinna kosningamar í september verður flokkurinn að hafa unnið fjögur prósentustig til viðbótar fyrir júnflok.“ Athygli vakti einnig í gær, að Kohl rak úr þjónustu sinni Peter Hausmann, sem hafði gegnt stöðu talsmanns stjómar Kohls frá því í janúar 1995. Hausmann hafði að undanfömu mátt þola gagnrýni úr röðum flokksmanna sinna fyrir að hafa ekki staðið sig í að sýna stefnu og aðgerðir stjórnarinnar í æskilegu ljósi. Einkum var hann talinn hafa klúðrað málum á leiðtogafundi Evrópusambandsins í upphafi mánaðarins, þar sem hart var tekizl á um það milli Frakka og Þjóðverja hver ætti að gegna embætti aðalbankastjóra Evr- ópska seðlabankans fyrstu átta árin eftir að Efnahags- og mynt- bandalagið, EMU, verður að veraleika. Frásagnir fjölmiðla af frammistöðu Kohls á þessum átakafundi vora neikvæðar. Hvatt til varúðar við gervi- frjóvgun London. Reuters. HOLLENSKIR læknar hvetja til aukinna rannsókna og meiri varúðar við gervi- frjóvgun en nú er viðhöfð í grein, sem þeir rita í breska læknablaðið The Lancet. Segja þeir hættu á, að litning- ar skaddist við fijóvgunina með hugsanlega alvarlegum afleiðingum fyrir börnin síðar meir. I greininni segir einn lækn- anna, dr. Egbert te Velde, frá rannsóknum á bömum, sem vora getin þannig, að einni sæðisframu var komið fyrir í eggi. Telur hann hættu á, að við þessa meðhöndlun geti litningar skaðast og það síðan haft áhrif á þroska bamsins. Vegna þess segir hann nauð- synlegt að gera miklu meiri tilraunir með frjóvgunarað- ferðir, til dæmis á dýrum, og beita þeim ekki í stóram stfl fyrr en ljóst sé, að engin hætta sé á ferðum. Við ástralska rannsókn á 250 bömum, sem getin vora með fyrmefndum hætti, og jafn stóram samanburðarhópi annarra bama kom í ljós, að ársgömul voru bömin örlítið á eftir í þroska. Þá vora drengirnir aðeins á eftir stúlkunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.