Morgunblaðið - 16.06.1998, Side 30

Morgunblaðið - 16.06.1998, Side 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1998 ERLENT MORGUNB LAÐIÐ Bílalest yfir nývígða Stóra- beltisbrú Bardagarnir við landamæri Eþíópíu og Erítreu Samkomulag um að hætta loftárásum Asinara. Reuters. STJÓRNVÖLD í Eþíópíu og Erítreu sögðust í gær hafa náð samkomulagi um að hætta loft- árásum vegna landamæradeilu ríkjanna fyrir milligöngu Bills Clintons Bandaríkjaforseta. Stjórn Erítreu sagði að sam- komulagið væri fyrsta skrefið í þá átt að binda enda á átökin vegna deilu Afríkuríkjanna tveggja um 400 ferkílómetra svæði við landa- mæri þeirra. Bardagarnir hafa kostað hundruð manna lífíð. Talsmaður Eþíópíustjórnar, Selome Taddesse, sagði að hún hefði samþykkt að hætta loftárás- unum en áskildi sér rétt til að hefja þær að nýju „ef fullveldi landsins verður stefnt í hættu“. Vonast eftir algjöru vopnahléi Yemane Ghebremeskel, hátt- settur ráðgjafi Isayas Afewerki, forseta Erítreu, kvaðst vonast til þess að samkomulagið leiddi til al- gjörs vopnahlés. Reno Serri, sendimaður ítölsku stjórnarinnar, ræddi við Afewerld á sunnudag og sagði hann vilja ræða deiluna við Meles Zenawi, forsætisráðherra Eþíópíu. Samkomulagið náðist eftir að Bill Clinton hringdi í leiðtoga Af- ríkuríkjanna á sunnudag. „Þetta hlé gildir í óákveðinn tíma, eða þar til önnur þjóðin kemst að þeirri niðurstöðu að engar líkur séu á friðamðræðum og tilkynnir bandarísku stjórninni formlega að hún ætli ekki lengur að virða sam- komulagið," sagði talsmaður Clint- ons. Barist hefur verið á þrennum vígstöðvum við landamærin en dregið hefur úr bardögunum síð- ustu daga. Bæði ríkin hófu loft- árásirnar 5. júní. Einn Erítreu- maður beið þá bana þegar eþíópsk herþota gerði árás á Asmara, höf- uðborg Erítreu, og 47 féllu þegar Erítreumenn gerðu loftárásir á bæinn Mekele í norðurhluta Eþíópíu. Fjórir féllu og um 30 særðust þegar erítresk herþota varpaði sprengjum á bæinn Adigrat í Eþíópíu á fimmtudag. BRÚIN yfir Stórabelti var formlega vígð á sunnudag, er Margrét Danadrottning og Hin- rik prins óku frá Sjálandi til Fjóns. Mikill mannfjöidi fylgdist með opnunarathöfninni, sem þótti tilkomumikil, og um kvöldið, er Stórabeltisbrúin var opnuð almenningi, mynduðust langar raðir við brúarstólpana hvorum megin. Þær leystust þó fljótt og gekk umferðin tiltölu- lega greiðlega fyrir sig. Brýmar yfir Stórabelti eru raunar tvær og mætast á Sprogo í miðju sundinu milli Sjálands og Fjóns. Austurbrúin er 6,8 km löng en Vesturbrúin 6,6 km. Við opnunarathöfnina töluðu ráðherrar, einsöngvarar, popptónlistarmenn og sinfóníu- hljómsveit sungu og spiluðu, leikari í gervi H.C. Andersen kom siglandi yfir brúna og drottningin hélt opnunarræðu. Þar minntist hún meðal annars feijuferða yfir Stórabelti, „glamrandi kaffibolla, skrækja mávanna og „feijan kemur að landi eftir nokkrar mínútur, en síðasta bílferjan yfir Stórabelti, „Knútur erfðaprins", fór sína hinstu för um miðnætti. Rétt ár er sfðan járnbrautarfeijunum yfír sundið var lagt. Með því lauk merkum kafla í samgöngusögu dönsku þjóðar- innar, en siðastliðin fjömtíu ár hafa tæplega 200 milljónir manna tekið sér far með feijun- um yfir Stórabelti. Lokaræður í réttarhöldum yfír Botha „Misheppnuð til- raun til útsmog- innar varnar“ LÖGFRÆÐINGAR P.W. Botha, íyrrverandi forseta Suður-Afríku, luku vörn sinni fyrir Sannleiks- og sáttanefnd þjóðarinnar óvænt án þess að kalla fyrir nokkur vitni í gær. Botha, sem sakaður er um að hafa sýnt nefndinni óvirðingu með því að neita að koma fyrir hana, bar því ekki vitni við réttarhöldin. Fyrr um daginn hafði saksóknari lokið málflutningi sínum sem miðaði að því að sýna fram á að ærin ástæða væri fyrir nefndina að yfirheyra Botha. I vörn sinni reyndu lögfræðingai' Botha að sýna fram á hlutdrægni nefndarinnar. Vitni bentu hins vegar á að nefndin hefði m.a. hlutast til um það að Botha væri veittur styrkur til að fjármagna lögfræðiaðstoð. Þá sagði Bruce Morrison saksóknari í lokaræðu sinni að Botha hefði grafið undan ásökunum sínum með því að bjóða takmarkaða samvinnu við nefndina. „Eftir stendur misheppnuð tilraun til útsmoginnar vamar þar sem reynt var að benda á tæknilega galla þó raunveruleikinn væri sá að ef hinn ákærði hefði komið fyrir nefndina hefði hann getað gert það án þess að missa andlitið," sagði Morrison. Botha hefur þrívegis hundsað boð um að mæta fyrir nefndina sem vill að hann upplýsi hversu mikið stjóm hans vissi um voðaverk sem framin voru á tímum aðskilnaðarstefnunnar og svari ásökunum þess efnis að hann hafi sjálfur fyrirskipað morð og manm-éttindabrot. Fjársöfnun gengur illa Botha getur þurft að gréiða sekt upp á allt að 20.000 suður-afrísk rönd, andvirði 280.000 íslenskra króna, verði hann sekur fundinn. Að auki borgar Botha þremur lögmönn- um andvirði 200.000 íslenskra króna á dag á meðan réttarhöldin standa yfir. Þetta er í annað skipti á stutt- um tíma sem Botha mætir fyrir rétt og hefur réttarhaldið nú staðið í 11 daga. Stuðningsmenn hans hafa að undanfórnu staðið fyrir fjársöfnun til að kosta vörn hans en hún er ekki sögð hafa skilað miklu. Sannleiks- og sáttanefndinni, sem stofnuð var árið 1995, er ætlað að rannsaka mannréttindabrot á tímum aðskilnaðarstefnunnar og vinna að sáttum meðal kynþátta m.a. með því að veita sekum sakaruppgjöf í skipt- um fyrir sannleikann. Botha hefur líkt nefndinni við fjölleikahús og ásakað hana um að vilja niðurlægja sig. Reuters o,,;. ♦ Ársalir - fasteígnamiðlun ♦ Ársalír - fasteignamiðlun c 3 s £ I & *< ♦ c S TIL SÖLU FYRIR FJÁRFESTA Höfum til sölu atvinnuhúsnæði á eftirtöldum stöðum með eða án leigusamninga. ♦Auðbrekka ♦ Akralind ♦ Armúli ♦ Smiðjuvegur ♦Garðatorg ♦ Drangahraun ♦ Melabraut ♦Hafnarbraut ♦ Hverfisgata ♦ Súðarvogur o.fl. VANTARÁSÖLUSKRÁ FYRIR ÁKVEÐNA KAUPENDUR: ♦ Einbýlishús í Mosfellsbæ ♦ Sérhæð eða stóra íbúð í Hlíðum eða miðsvæðis ♦ Raðhús í Fossvogi ♦ Sérbýli í Kópavogi sem má vera á byggingarstigi Ef þú þarft að selja, leigja eða kaupa fasteign, þá talaðu við okkur. ♦ > M f (Q i 3 Öi ♦ > i (Ö' 3 05 2 S 3 ♦ Ársalir - fasteignamiðiun ♦ Ársaíír - fasteígnamíðiun ♦ Pólitískir fangar náðaðir Abiija. Reuters. NYSKIPAÐUR forseti Ní- geríu, Abdulsalam Abubakar, náðaði í gær níu pólitíska fanga og var þeim þegar sleppt úr haldi. A meðal þeirra er Olusegun Obansanjo, sem fór fyrir her- foringjastjórninni í landinu 1976-1979 og Beko Ransome- Kuti, baráttumaður fyrir lýð- ræði, sem setið hefur í fang- elsi í þijú ár. Þekktasti pólitíski fangi Ní- geríu, Moshood Abiola, var ekki á meðal þeirra sem látnh- voru lausir í gær. Abiola bar sigur úr býtum í forsetakosn- ingunum árið 1993 en þær voni síðar lýstar ógildar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.