Morgunblaðið - 06.08.1998, Page 47

Morgunblaðið - 06.08.1998, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ______________ AÐSENDAR GREINAR Stórt skref til að tryggja alþjóðleg mannréttindi RÍKI heims gei'ðu nýlega með sér samn- ing um að setja á stofn alþjóðlegan glæpa- dómstól. Honum er ætlað að draga fyrir rétt þá sem grunaðir eru um alvarlegustu glæpi gegn mannkyn- inu, þ.e. þjóðarmorð, stríðsglæpi og stór- felld brot á alþjóðleg- um mannréttindasátt- málum. Allt frá lokrnn seinni heimsstyrjald- arinnar hefur verið unnið að því að stofna slíkan dómstól en á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Róm, sem lauk 17. júlí sl., tókst loks að gera hálfrar aldar draum að veruleika. Stofnun alþjóðlega glæpadóm- stólsins er mikið fagnaðarefni þeim sem vinna að mannréttinda- og mannúðarmálum. Hingað til hefur ekki verið starfandi dómstóll sem dæmir einstaklinga fyrir brot á al- þjóðlegum mannréttindasáttmál- um enda þótt nokkrum sinnum hafi verið settir á fót sérstakir dómstól- ar til að dæma fyrir stríðsglæpi í einstökum löndum. Refsa verður fyrir glæpina Tuttugasta öldin er vafalaust blóðugasta öld mannkynssögunn- ar. Aldrei fyrr hafa jafn margir týnt lífi í styrjöldum og verið fram- in jafn ægileg grimmdarverk gegn eins mörgum og einmitt á þeirri öld sem nú er að líða. Þeir sem gerst hafa sekir um stríðsglæpi og önnur stóríelld Stofnun alþjóðlega glæpadómstólsins er mikið fagnaðarefni þeim, segir Sigrún — Arnadóttir, sem vinna að mannréttinda- og mannúðarmálum. mannréttindabrot hafa þó sjaldn- ast þurft að svara til saka fyrir gjörðir sínar. Samkvæmt alþjóða- lögum hefur hvert og eitt ríki heims borið ábyrgð á því að hinir seku væru dregnir til ábyi’gðar. A því hefur verið mikill misbrestur því ríkisstjórnir hafa látið hjá líða að sækja brotamennina til saka, náðað þá eða gefíð þeim gi-ið. Nýi alþjóðadómstóllinn mun hins vegar hafa vald til að sækja brotamenn til saka án þess að leita fyrst eftir samþykki viðkomandi ríkisstjóm- ar, þ.e. að því tilskildu að hún eigi aðild að dómstólnum. Reynslan sýnir að stríðsglæpir og brot á mannréttindum aukast stig af stigi þegar hinir seku geta verið þess fullvissir að þeim verði ekki refsað fyrir glæpi sína. Rauða kross hreyfingin hefur því um langt skeið verið málsvari þess að stofnaður sé alþjóðlegur glæpa- dómstóll enda er það eitt megin- hlutverk Rauða la’ossins að að- stoða fórnarlömb styrjalda. Fjöl- mörg önnur frjáls félagasamtök hafa unnið að því að dómstóllinn yrði að veruleika og er óhætt að segja að alþjóðasamþykktin um hann sé stór sigur íyrir starf þeirra. Betur má ef duga skal Um leið og mannúðar- og mann- réttindasamtök fagna þeim merka áfanga sem náðist í Róm er ástæða til að minna á að ríki heims stigu ekki skrefíð til fulls í þeirri sam- þykkt sem þar var gerð. Enn á eftir að gera samþykktir dóm- stólsins þannig úr garði að þær taki til þeirra margvíslegu óhæfuverka sem heimurinn hefur orðið vitni að á þessari öld. Rauði krossinn hef- ur m.a. bent á að sam- þykktir dómsins ná ekki nægilega yfír þá glæpi sem framdir eru í innanlandsstyrjöld- um en um þessar mundir era flest stríðsátök milli ein- stakra hópa innan sama lands en ekki á milli eins eða fleiri í-fkja. A undanförnum árum hafa verstu ódæðisverkin einmitt verið framin í innanlandsófriði og borgarastyrj- öldum. í samþykktunum er ekki gert ráð fyrir að hægt sé að láta þá svara til saka sem komið hafa af stað hungursneyð í innanlands- ófriði, ráðist á óbreytta borgara eða notað vopn sem hafa verið bönnuð með alþjóðalögum. Jafn- framt era undanþáguákvæði sem heimila ríkjum að koma í veg fyrir að þegnar þeirra verði sóttir til saka fyrir stríðsglæpi í sjö ár eftir að þau hafa gerst aðilar að dóm- stólnum. Til framdráttar mann- réttindum og friði Þrátt fyrir þessa annmarka er samþykktin um alþjóðlegan glæpa- dómstól eitt mikilvægasta skrefið sem stigið hefur verið til að tryggja mannréttindi og frið á þessari öld. Það er lofsvert að íslensk stjórn- völd hafa verið í fararbroddi þeirra ríkja sem vildu gera hinn nýja dómstól eins sjálfstæðan og öflug- an og unnt er. Með þessu hafa stjórnvöld hérlendis sýnt að þau láta ekki sitt eftir liggja við að vinna brýnum mannúðar- og mannréttindamálum brautargengi. Alþingi á þó enn eftir að fullgilda sáttmálann fyrir Islands hönd og vil ég hér með hvetja til þess að það verði gert sem fyrst. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða kross íslands. AFI/AMMA allt fyrir minnsta barnabarnið ÞUMALINAs. 551 2136 íslensk framleiðsla síðan 1972 EÐAL- PÚSSNING MARGIR LITIR ■■ ■I steinprýði STANGARHYL 7, SÍMI 567 2777 Sigrún Árnadóttir FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1998 47 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.