Morgunblaðið - 08.08.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.08.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 21 Keizo Obuchi kynnir áform japönsku stjórnarinnar um efnahagsumbætur 10 ára Tekur Japan eitt til tvö ár aö komast á réttan kjöl Tókýó. Reuters. FORSÆTISRÁÐHERRA Japans, Keizo Obuchi, kynnti áform nýju ríkisstjórnarinnar um efnahagsumbætur í stefnuræðu sinni á japanska þinginu í gær. Hann sagði að stjórnin myndi reyna af fremsta megni að koma efnahagslífi Japans á réttan kjöl innan eins til tveggja ára. Obuchi hét því að skattar yrðu lækkaðir um að minnsta kosti sex billjónir jena, sem svarar nær þremur bilijónum íslenskra króna. Hann kynnti einnig áform um að auka ríldsútgjöld um 10 billjónir jena (5 billjónir króna) til að hleypa lífi í hagkerfið, og lagði áherslu á að leysa yrði vanda japönsku bankanna, sem eru mjög skuldsettir. Þá boðaði hann uppstokkun í embættismanna- kerfinu og stofnun sérstaks ráðs, sem ætlað er að skipuleggja efnahagsstefnuna. I stefnuræðunni kom fátt fram, annað en það sem Obuchi og Miyazawa höfðu þegar gefið til kynna eftir myndun ríkisstjórnarinnar. Fjár- málamenn lýstu yfir nokkrum vonbrigðum vegna þess ekki væru settar fram nýjar efnahagstillög- ur, og hlutabréfavísitalan og gengi jensins lækk- uðu nokkuð eftir að það varð ljóst. Sumir hag- fræðingar fógnuðu þó ræðunni sem fyrsta skref- inu í átt til viðreisnar efnhagslífsins og endurnýj- unar bankakerfisins. Skattalækkunum ætlað að auka einkaneyslu „Ég er staðráðinn í að reyna af fremsta megni að koma efnahagslífi Japans á réttan kjöl innan eins til tveggja ára, og legg framtíð ríkisstjórnar- innar að veði“, sagði Obuchi í ræðu sinni. Hann óskaði einnig eftir samvinnu við stjórnarandstöð- una um að koma efnahagsumbótunum í fram- kvæmd. Forsætisráðherrann lagði höfuðáherslu á að nauðsynlegt væri að lækka skatta í því skyni að auka einkaneyslu. Hann tilkynnti að um næstu áramót yrði tekjuskattur í efsta þrepi lækkaður úr 65% í 50%. Á næsta fjárhagsári, sem hefst 1. apríl, yrði skattur á fyrirtæki einnig lækkaður í 40% úr rúmum 46%. Til að vega upp á móti tekjutapinu myndi ríkissjóður gefa út skulda- bréf. Eitt stærsta verkefni nýju ríkisstjórnarinnar verður að koma japönsku bönkunum aftur á rétt- an kjöl, en talið er að þeir skuldi samtals um 40 billjónir króna, meðal annars vegna hruns fast- eignamarkaðarins í upphafi þessa áratugar. Ljóst er að áætlun um að veita billjónum jena til björgunar bankanna mun mæta mikilli andstöðu á þinginu, þar sem stjórnarflokkurinn hefur að- eins meirihluta í neðri deild. Margir eru þeirrar skoðunar að ekki eigi að reyna að halda illa rekn- um bönkum á floti, og að láta eigi yfirmenn þeirra sæta ábyrgð. uppreisn BÚRMÍSKUR lýðræðissinni steytir hnefann og heldur á lofti mynd af Aung San Suu Kyi, leið- toga stjórnarandstöðunnar í Búrma, fyrir utan búrmíska sendiráðið í Bangkok í gær. Þá var minnst tíu ára afmælis upp- reisnar lýðræðissinna í Búrma. Mannréttindasamtökin Amn- esty International hafa krafist þess að stjórnvöld í Búrma sleppi úr haldi pólitiskum föngum í til- efni þess. Sögðu samtökin að búrmísk stjórnvöld ættu að láta lausa „samviskufanga“ til þess að sýna að þeim væri alvara með að bæta mannréttindamál í landinu og vinna traust almennings. Suu Kyi hefur farið þess á leit við herstjórnina í landinu að hún kalli á brott vopnaða verði sem verið hafa við heimili hennar í Rangoon allar götur síðan hún var látin laus úr stofufangelsi 1995. Að sögn fulltrúa stjórnar- andstöðunnar neituðu sljórnvöld að verða við beiðni Suu Kyi. Stíflur sprengdar í Hubei-héraði Hálf milljón íbúa flutt á brott Peking, Seoul, Dhaka. Reuters. YFIRVÖLD í Hubei-héraði við Jangtse-fljót hafa íyrirskipað brott- flutning íbúa í Gong’an-sýslu vegna fyrirætiana um að sprengja stíflur í fljótinu, að því er embættismenn skýrðu frá í gær. Neyðarástandi var lýst yfir í héraðinu á fimmtudag. Ráðgert er að sprengja stíflurnar í tilraun til að bægja vatnsflaumnum frá héraðshöfuðborginni Wuhan og iðnaðarsvæðunum umhverfis hana. Þegar hafa 500 þúsund íbúar í Gong’an verið fluttir á brott og út- göngubann er í gildi, en búist er við að stór hluti sýslunnar fari undh- vatn. í gær var beðið eftir skipunum frá miðstöð flóðavarna um að hefja mætti sprengingar. Yfirvöld í Jiangxi-héraði, sem liggur neðar við Jangtse-fljót, hvöttu einnig íbúa borgarinnar Jiu- jiang til að hörfa eftir að flóðgarðar brustu þar í gær. í vesturhluta borgarinnar var vatnið þá allt að tveggja metra djúpt. Hagfræðingar hafa lýst yfir áhyggjum af efnahagstjóni af völd- um flóðanna. Landbúnaður hefur orðið mjög hart úti, en hann hefur numið um 20% af landsframleiðsl- unni í Kína. Ljóst er að gífurlegir fjármunir tapast nú vegna upp- skerubrests. Iðnframleiðsla hefur einnig raskast í flóðahéruðum, eink- um vegna raforkutruflana og sam- gönguerfiðleika. Flóð í rénun í Bangladesh Flóð voru í rénun í Bangladesh í gær, en þau hafa nú orðið um 300 manns að fjörtjóni. Embættismenn vara þó við frekara regni í norður- hluta landsins. Gífm-legt tjón hefur orðið á uppskeru og forsætisráðherr- ann Sheikh Hasina hefur lýst því yfir að bændur, sem orðið hafa illa úti í flóðunum, fái ái-sfrest til að greiða af lánum sínum. Yfirvöld ráðgera að flytja inn 500 þúsund tonn af hrís- grjónum og hveiti til að bregðast við matvælaskorti í kjölfai* hamfaranna. í Suður-Kóreu er tala látinna komin upp í 200 og margra er sakn- að. Að sögn embættismanna eru flóðin í ár ein þau mestu í manna minnum, og víst er að tjón af þeirra völdum nemur milljörðum króna. Þar er búist við frekara regni á næstu dögum. Reuters Morðingi Mountbattens lávarðar látinn laus Uppreisnin í Lýð- veldinu Kongó Hyggjast steypa Kab- ila af stóli Kinshasa, Brussel. Reuters. SYLVÁIN Bikelenge, leiðtogi upp- reisnarmanna í Lýðveldinu Kongó, neitar ásökunum Laurents Kabilas forseta um að hermenn frá Rúanda berjist við hlið uppreisnarmanna. Bi- kelenge segir það markmið uppreisn- arinnar að steypa Kabila af stóli. Haft var efth* utanríkisráðherra Belgíu, Erik Derycke, í gær að þjóðir í suðurhluta Afríku verði sjálfar að setjast að samningaborði og finna friðsamlega lausn deilunnar í Kongó. Hann útilokaði þó ekki að Vesturlönd gætu lagt hönd á plóginn. Bikelenge sagði í gær að sveitir uppreisnarmanna sæktu fram um allt land, m.a. í átt að Lubumbashi, miðstöð námaiðnaðarins syðst í landinu. Utanríkisráðheira Suður-Afríku, Alfred Nzo, ráðgerir að hitta Laurent Kabila að máli fyrir fund leiðtoga landa í suðurhluta Afríku, en hann hefst í Zimbabwe í dag. Að- spurður sagði Nzo ríkisstjórn Suð- ur-Afríku enn styðja stjórn Kabilas en hann hygðist ræða ástandið í Kongó við forsetann. Dyflinni. Reuters. THOMAS McMahon, sem afplán- aði lífstíðardóm í írsku fangelsi fyr- ir sprengjutilræði í ágúst 1979, sem Mountbatten lávarður og þrír aðrir létu lífið í, var látinn laus í gær. Hann er sjöundi dæmdi hryðjuverkamaðurinn sem hlýtur frelsi í þessum mánuði á grundvelli samningsins um frið á Norður-ír- landi, sem undirritaður var um páskana. McMahon var dæmdur fyrir að hafa komið fyrir 23 kg sprengju í báti Mountbattens lávarðar, síð- asta ríkisstjóra brezka heimsveld- isins á Indlandi og frænda drottn- ingarinnar, í Donegal-flóa á NV- strönd Irlands, en þar átti lávarð- urinn sumarhús. Ekkert annað til- ræði sem framið hefur verið í nafni írska lýðveldishersins, IRA, hefur vakið aðra eins athygli og morðið á Mountbatten. Lausn McMahons kom í kjölfar meðmæla nefndar þeirrar, sem skipuð var samkvæmt ákvæðum friðarsamkomulagsins og hefur það hlutverk að velja fanga sem sitja inni fyrir glæpi tengda hinu Liður í friðar- samkomulaginu á N-írlandi 30 ára borgarastríði á Norður-ír- landi. Friðarsamkomulagið gerir ráð fyrir að félagar í hryðjuverka- samtökum sem virða umsamið vopnahlé fái lausn úr fangelsi á tveggja ára tímabili. Stuðningsmenn samkomulagsins eru þeirrar skoðunar, að réttlætan- legt sé að láta þá lausa sem tóku virkan þátt í átökum síðustu ára- tuga, sem samtals um 3.600 manns hafa látið lífið í, ef þau samtök sem þeir börðust fyrir hafa samþykkt vopnahlé, en þetta á við um IRA frá því í júlí í fyrra. Sambandssinnar ósáttir Jeffrey Donaldson, einn þing- manna stærsta flokks sambands- sinna á Norður-írlandi, UUP, gagnrýndi lausn McMahons. „Það er verið að láta fanga lausa en eng- in vopn hryðjuverkamanna eru af- hent, enginn endir er í sjónmáli á ofbeldi hryðjuverkamanna, áfram- haldandi morð og sprengjutil- ræði.“ Sagði Donaldson þetta ástand vera óviðunandi; það væri rangt af brezkum og írskum stjórnvöldum að gefa hryðjuverkamönnum upp sakir án þess að þeir sanni að þeim sé alvara með að styðja friðinn. Röð sprengjutilræða hefur átt sér stað frá því friðarsamkomulag- ið var undirritað, sem smáhópar sem sagt hafa sig úr lögum við IRA og fleiri samtök bera ábyrgð á. Síð- ast í fyrrinótt sprakk sjjrengja í þorpi á landamærum N-Irlands og írska lýðveldisins. Engan sakaði. Lögregla telur að meðlimir hinna ýmsu hópa sem eru yfirlýstir and- stæðingar friðarsamkomulagsins vinni saman að meira eða minna leyti. Um slíkt samstarf hefðu komið í Ijós greinilegar vísbending- ar við rannsókn á tildrögum sprengjutilræðis í bænum Ban- bridge 1. ágúst sl., en í því slösuð- ust 35 manns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.