Morgunblaðið - 08.08.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.08.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 43 * MINNINGAR JOHANN INDRIÐASON + Jóhann Indriða- son fæddist á Botni í Eyjafirði 1. júní 1926. Hann lést 24. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Neskirkju 30. júlí. Afi hafði gríðarstór- ar hendur og þótti ekk- ert svo vont að hann gæti ekki „þrælað því í sig með rjóma“. Það er þetta tvennt sem að öllu samanlögðu stend- ur upp úr af þeim minningum sem ég á um hann. Afi var sjálfum sér samkvæmur. Alltaf fús til að gera við bilaða hluti eða flytja húsgögn fyrir mig og aldrei gaf hann á nokkurn hátt til kynna að ég stæði í þakkarskuld við hann fyrir vikið. Hann átti það til að nota fruntalegt orðbragð ef honum blöskraði ræfildómur eða óheilindi einhvers, en aldrei varð ég þess vör að hann sýndi nokkrum manni ill- vilja eða smjaðraði fyrir þeim sem voru honum ekki að skapi. Afi var mikill húmoristi síðustu árin. Gamansaemi hans kom m.a. fram í stríðni við krakkana en hann skammaðist aldrei af neinni alvöru. Hann sýndi þess aldrei merki að hann væri þreyttur á að hafa snáð- ana mína í eftirdragi með því ónæði sem því fýlgdi. Oft fundu þeir held- ur betur til sín í návist hans, því afi Jói ræddi við þá nánast sem jafn- ingja og leyfði þeim að vinna alvöru verk með alvöru verkfærum. Afi ók of hratt. Afi svindlaði þeg- ar hann lagði kapal. Hann fyllti bíl- skúrinn af allra handa rusli sem hann þóttist geta komið í verð, reif svo stólpakjaft ef einhver hafði eitt- hvað út á það að setja en gerði um leið óspart grín að sjálfum sér og hló mikið. Kvalinn af eirðarleysi gat hann dundað við að færa bílinn úr einu stæði í annað þær örfáu mínútur sem amma sinnti erindum sínum. Þegar hann kom í heimsón var hann yfirleitt rokinn út aftur áður en hann náði að ljúka ein- um kaffibolla og þótt vissulega væri oft hægt að brosa að honum efa ég ekki að eirðarleysið gerði hann stundum erfiðan 1 sambúð. Ef til vill kemur þessi lýsing á honum afa mínum einhverjum á óvart. Þeir sem um- gengust hann lítið síð- ustu árin munu fremur minnast hans sem hins dagfarsprúða verk- stjóra sem lauk verk- um sínum óaðfinnan- lega á mun skemmri tíma en ætlast var til. Vissulega lifir hinn vandvirki og hægláti Jói Indriða í huga okkar, en afi sem sjálfur var frábitinn allri skinhelgi átti fleira til og því er ekki að leyna að slysið sem hann varð fyrir sumarið 1987 hafði afgerandi áhrif á persónuleika hans. Slysið leysti úr læðingi þá ástríðu og lífs- þorsta sem logaði innra með honum en hafði fram að því vikið fyrir hóg- værð, samviskusemi og ábyrgðar- kennd. Hann sýndi ekki lengur sömu fullkomnu vinnubrögðin en þó gat ég ómögulega harmað umskipt- in enda er það að mínu viti tíma- bært á sjötugsaldri að lifa fyrir líð- andi stund. í heiðarleika sínum er dauðinn alltaf dálítið áfall en í rauninni er ekkert harmrænt við það þótt afi hafi sagt skilið við okkur um sinn. Hann dó ánægður, á þeim stað sem hann sjálfur óskaði sér og hversu oft hafði hann ekki sjálfur lýst því yfir að það versta sem hann gæti hugsað sér væri að „veslast upp og hlusta á tifið í klukkunni". Þegar allt kemur til alls fékk hann það sem hann vildi, það hlýtur að vega þyngra en sökn- uður vina og ættingja. Að lokum vil ég þakka þeim sem hafa stutt ömmu mína og sýnt henni hlýhug að undanförnu, þó sérstak- lega heimilisfólkinu í Enni sem alla tíð hefur sýnt afa og ömmu vináttu sína í verki og verið þeim ómetan- legur stuðningur á erfiðum tímum. Jóhanna Hauksdóttir. KRISTÍN ÞORGRÍMSDÓTTIR + Kristín Þorgrímsdóttir fæddist í Miðhlíð á Barða- strönd hinn 11. júlí 1908. Hún lést á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar 30. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorgrímur Olafs- son, f. 30.6. 1876, d. í desember 1958, og Jónína Ólafsdóttir, f. 17.4. 1884, d. 24.1. 1978. Systk- ini Kristínar voru Ólafur, f. 21.8. 1910, d. síðastliðið vor, Aðal- heiður, f. 10.11. 1912, d. 12.10. 1975, Ólafía, f. 6.2. 1915, Jó- hann, f. 29.10. 1917, d. 27.11. 1917, Jóhanna, f. 24.4. 1919, d. 30.4. 1956, Dagný, f. 29.9. 1920, Sigríður, f. 5.11. 1921, d. 8.3. I dagsins önnum dreymdi mig J)inn djúpa frið og svo varð nótt. Eg sagði í hljóði: Sofðu rótt, þeim svefni enginn rænir þig. (Steinn Steinarr.) Þá ert þú horfín á braut og eftir lifir minningin um stórkostlega konu. Frá því ég fæddist varst þú elsta kona sem ég þekkti og þegar ég var yngri hélt ég alltaf að þú myndir deyja fyrst. En lífið átti eft- ir að kenna mér að klukkurnar eru misstilltar. Þú lifðir heil 90 ár en varst svo hress að maður tók ekki eftir því að þú eltist. Þú varst líka elsta kona sem ég þekkti sem last ljóð og ég hafði alltaf jafn gaman af að heyra þig fara með kvæði eða texta eins og Tvær Stjörnur hans Megasar sem við héldum báðar upp á. Þú varst einnig víðlesin í hinum ýmsu skáldritum og hafðir oftast bók við hönd. Þær eru margar minningarnar af 1985, Sæbjörg, f. 16.1. 1924, Unnur, f. 11.6. 1926, d. 23.3. 1935, Bjarndís, f. 28.5. 1930. Kristín giftist Sigurði Bach- mann Jónssyni, f. 19.7. 1905, d. 25.5. 1971, á Patreksfirði hinn 5.7. 1942. Fósturdóttir þeirra er Auður Valtýsdóttir Gallagher, f. 6.5. 1959, gift Frank Gallagh- er, f. 18.2. 1943, og eru þau bú- sett í Bandaríkjunum. Börn þeirra eru Patrick, f. 8.4. 1969, Frank, f. 28.9. 1973, Linda, f. 2.1. 1978, Neil, f. 22.8. 1979. títför Kristínar fer fram frá Patreksfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. þér úr ferðalögunum sem farin voru þegar Auda var hér á sumrin með krakkana. Síðasta sumarbústaðar- ferðin var í fyrrasumar þar sem þú spáðir fýrir mér í bolla. Sérstaklega er mér þó minnisstætt þegar við hrúguðumst öll í litla húsið þitt á Patreksfirði eftir ættarmótið á Barðaströnd. Ég og Linda vorum eins og prinsessur á háaloftinu og fengum að leggja það undir okkur. Það var alltaf gaman að fá þig í heimsókn til Reykjavíkur og spjalla við þig um lífið og tilveruna enda hafðir þú einstaka lífssýn sem ég mun aldrei gleyma og varst alltaf jafn lífsglöð. Ég mun sakna yndis- legu gömlu konunnar sem alltaf gat komið á óvart með frábærum per- sónuleika. Við kveðjum þig í dag, Stína mín, en minningin lifir 1 hjörtum okkar. Guð geymi þig. Hanna Björk Valsdóttir. EN HVAÐ um rauða lúpínu - yrði hún vinsælli? BLÓÐHITI ÞAÐ ER varla hægt að halda því fram kinnroðalaust að íslending- ar séu blóðheitt fólk. Kannski er það kuldinn hérna á norðurhjara veraldar sem dempar mestu sveiflurnar á tilfinningasviðinu. Þótt blóðhitanum sé kannski ekki íýrir að fara í Frónbúum má nú telja það næsta víst að allt tilfinn- ingalitrófið sé til staðar í þeim, þeir gera bara sitt besta til að láta það ekki í ljós. Plöntur eru eitt af því sem vek- ur margar og mismunandi tilfinn- ingar hjá fólki. Almennt má segja að tilfinningar íslendinga til plantna einkennist af þakklæti. Einhvern veginn virðist það vera greypt inn í þjóðarsálina að það sé kraftaverk að plöntur geti yfir- leitt þrifist hérlendis. Þakkiætið kemur berlega í ljós þegar þarf að klippa plöntur tU eða grisja þær. Þá eru það ekki nema allra harðsvíruðustu garðyrkjumenn sem virldlega þora að beita klipp- unum. I augum sumra virðast sagir líka vera verkfæri sem ekki eiga að koma nálægt trjám fyrr en löngu eftir að þau hafa verið felld. Þessi varfærni okkar í með- ferð verkfæra í nærveru trjáa hefur það í fór með sér að allt of margir garðar eru orðnir skugga að bráð. Mosi dafnar þar sem áð- ur voru grasflatir. Undirgróður, sem áður var þéttur og blómmik- ill, teygir endalaust úr sér til að ná í birtu og á endanum leggjast stönglarnir út af vegna þess að þeir verða linir og slappir í skugganum. Við Islendingar bindumst plöntum tryggðaböndum og verj- um þær af fremsta megni gegn hvers konar ágangi. Þrátt fyrir það kemur þó stundum fyrir að okk- ur ofbýður og við ákveðum að gera eitt- hvað í málinu. Slíkar aðgerðir eru þó ekki framkvæmdar fyrr en eftir dúk og disk og mætti jafnvel flokka þær sem örþrifaráð. Sagan af gamla, forljóta blóminu sem átti að henda er sí- gild. Daginn sem grípa átti til aðgerða gegn blóminu byrjaði skömmin að blómstra og önnur eins blómgun hefur bara ekki verið færð í annála, fyrr né síðar. Þegar plöntur grípa til slíkra ör- þrifaráða til að bjarga eigin skinni getur mannskepnan ekki annað en þyrmt lífi þeirra. Skítt með það þótt blómið sé jafn ófrýnilegt eftir sem áður þegar blómgun lýkur, það er þó búið að tryggja tilverurétt sinn næstu ár- in. Samúð okkar íslendinga með lítilmagnanum er því í fullu gildi þegar kemur að plöntum eins og öðrum lífverum. Þakklæti er þó alls ekki eina tilfinningin sem við berum til plantna. Plöntur eru auðvitað misjafnar og komast mishátt í virðingarstiganum. Efst, eða að minnsta kosti mjög ofarlega, tróna skógarplönturnar og í neðsta þrepinu er illgresið. 111- gresi er einkar lýsandi nafn á óæskilegum plöntum. Með heit- inu er gefið til kynna að þessar plöntur velji sér vaxtarstað af hreinni illgirni og fátt hleypir jafn illu blóði í annars rólynda Is- lendinga og slíkt. Við berjumst gegn ill- gresi af sama eldmóði og við verjum rækt- unarplöntumar okk- ar. í þeim eftium víl- um við ekki fýrir okk- ur að ráðast gegn ill- gresinu með kjafti og klóm eða úða ógrynni af illgresiseitri á ill- gresið sem í raun er ekki illgjarnt heldur einungis tækifærissinnað. Fáar plöntur Hafa þó vakið jafn öfgafullar tilfinningar í brjósti Is- lendinga og alaskalúpínan. Þessi frumherjaplanta sem búin er ýmsum góðum kostum er ýmist álitin bjargvættur íslensku eyði- markanna eða tortímandi íslensks gróðurlendis. Kannski fer það fyrir brjóstið á ættjarðarelskandi Islendingum að nú er það ekki fjarlægðin sem gerir fjöllin blá heldur er það lúpínan. Að minnsta kosti virðist einungis leyfilegt að vera fylgjandi notkun á lúpínu eða mótfallinn henni. Rödd skynseminnar, sem segir okkur að nota lúpínu þar sem það á við, er lítil og mjóróma og af þeim sökum heyrist hún lítið sem ekkert. Kannski Islendingar séu blóðheitari en talið var í upphafi þessa pistils? Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur. BLOM VIKUIVMR 390. þáttur Lmsjóii Ágústa Bjiirnsdóttir r Helgardagskráin í Viðey HAFIN er önnur umferð í rað- göngu sumarsins og í dag kl. 14.15 verður fimmta gangan farin um Heimaeyna þar sem margt er að finna sem minnir á aðgerðir herra Jóns Ai-asonar Hólabiskups til bjargar kirkjuskipan sinni um miðja sextánda öld. Meðal annars eru í Viðey rústir virkis sem hann er sagður hafa látið byggja sumarið 1550 er honum tókst um hríð að ná eynni aftur úr höndum hirðstjórans. Heima við stofuna eru ýmis örnefni sem minna á þátt klaustursins og hins kaþólska siðar í sögu Viðeyjar. Þetta er hin stysta af göngunum fimm og „lokar hún hringnum" ef svo má segja; í næstu viku hefst ný syrpa. Gangan hefst að þessu sinni við kirkjuna með örstuttri upprifjun á því helsta úr sögu staðarins, síðan er gengið að Ábótasæti en þaðan að Ráðskonubás undir Sjónarhóli og yfir að Virkinu. Þaðan verður farið um Hjallana og heim á staðinn aftur og litið á leiði Gunnars Gunnarsson- ar rithöfundar og fjölskyldu hans í Viðeyjarkirkjugarði. Gangan tekur um einn og hálfan tíma. á sunnudag mun staðarhaldari bjóða upp á hefðbundna kynningu á staðnum og sögu hans og hefst hún í kirkjunni þegar ferjan kemur að um kl. 14.15. Þarna er greint frá helstu áföngum í sögu Viðeyjar frá fyrstu tíð og til vorra daga; klaust- ur, Skúli Magnússon, Viðeyjar- prentsmiðja, Milljónafélagið. Þá er skyggnst um á hlaðinu og í næsta nágrenni Stofunnar þar sem „niður aldanna" er við hvert fótmál. Ljósmyndasýningin í Viðeyjar- skóla sem rekur sögu Milljónafé- lagsins og lífsins á Sundbakka er opin alla vh'ka daga nema mánu- daga kl. 13.30-16.10 en til 17.10 um helgar. Aðgangur er ókeypis og gæslukona þar útskýrir sýninguna. Gestir geta hraðað för sinni og kom- - ist yfir að skoða meira af eynni með því að leigja hjólhesta en hjólaleiga er að störfum í skemmunni að baki - Viéeyjarstofu og þar er einnig hestaleiga hið næsta. Grillskálinn er öllum opinn frá kl. 13.30-16.10 og þar standa leiktæki til boða. Viðeyj- arstofa býður að venju upp á fjöl- breyttar veitingar. Bátsferðir hefjast kl. eitt eftir há- degi og verða á klst. fresti til ki. fimm en til lands er siglt á hálfa tímanum allt til kl. 17.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.