Morgunblaðið - 08.08.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.08.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 27 IM Hvað er stelsýki? Gylfi Ásmundsson sálfræðingur svarar spurningum lesenda Spurning: Hvað er stelsýki, af hverju stafar hún og er einhver lækning við henni? Svar: Stelsýki (kleptomanía) má skilgreina sem endurtekna eða sí- fellda löngun til að stela hlutum sem sá stelsjúld hefur enga þörf fyrir og þurfa ekki að hafa mikið verðgildi í sjálfu sér. Spenna fylg- ir þessari hvöt sem gerir hana ómótstæðilega, en þegar búið er að framkvæma þjófnaðinn verður spennufall og vellíðan. Engar sér- stakar aðrar kenndir þurfa að liggja að baki þjófnaðinum, heldur aðeins stjórnlítil löngun til að stela, sem helst má líkja við fíkn eða áráttu. Svipaðar hvatir má oft sjá hjá brennuvörgum og spilafíklum. Sigtryggur Jónsson sálfræðingur orðar það svo í Sál- fræðibókinni (bls. 267): „Stelsýki og brennihneigð eru hugtök sem oft eru notuð yfír það sem virðist vera óskiljanleg árátta til þess að stela eða kveikja í. Hins vegar eru þeir sem fá kynferðislega nautn út úr því að stela eða kveikja í.“ í sömu bók (bls. 138) segir Sigurjón Bjömsson sálfræðingur: „Orðið stelsýki er stundum notað bæði um böm og fullorðna. I því orði felst (í munni almennings) jafnað- arlega harður dómur. Flestir skilja það svo að um óviðráðan- Árátta og f íkn lega þjófnaðarástríðu sé að ræða, meðfædda og ólæknanlegaa. Ástæða er til að staldra ögn við þetta og leiðrétta misskilning sem stundum verður vart við. Þar er fyrst til að taka að fyrirbærið er ákaflega sjaldgæft og einungis ör- lítið brot þess sem fólk fellir undir stelsýki á þar heima. í öðm lagi er stelsýki eins og henni er lýst hér annars eðlis en það sem nefnt hefur verið hér á undan [þ.e. þjófnaður sem stafar af andfélags- legum hegðunartruflunum]. Hún ber öll merki áráttusýki og ber í rauninni að flokkast undir hana. Og í þriðja lagi er rangt að hún sé ólæknanleg. Svipaðar batalíkur eru og um þráhyggju-áráttu.“ Stelsýki er sjaldgæft fyrir- brigði. Pjófar þurfa ekki að vera stelsjúkir í þessum skilningi og em það yfirleitt ekki. Flestir þjóf- ar stela sér til ávinnings, en fyrir þá stelsjúku skiptir ávinningurinn engu, heldur er það spennan við athöfnina og vellíðanin sem fylgir, sem ræður gerðum þeirra, eins og hjá öðrum fíklum. Mörg dæmi eru um frægt og ríkt fólk sem var haldið stelsýki. Hjá þeim var ómótstæðileg löngun til að stela einhverju smálegu og þurftu sum- ir að hafa manninn með sér til að skila því jafnóðum og firra sig vandræðum. Sumir sem stunda búðarhnupl em vafalaust haldnir stelsýki og meðal þein-a sem gripnir eru við slíka iðju er fólk í góðum efnum og er að stela hlut- um sem það hefur litla eða enga þörf fyrir. Um orsakir stelsýki em menn ekki á eitt sáttir. í þráhyggju- áráttu hugsýki er gert ráð fyrir sterkum duldum kenndum sem leita út í óþægilegum og síendur- teknum hugsunum og í kjölfar þeirra ómótstæðilegri þörf til sér- stakra athafna, t.d. að vera sífellt að þvo sér um hendurnar, sem losar um spennuna. Þá mundi stelsýki vera slík árátta. Aðrir líta fremur á stelsýki sem erfíðleika við að hafa taumhald á löngunum sem færa þeim vellíðan á svipaðan hátt og t.d. áfengi eða kynlíf. Sé litið á stelsýki sem einkenni um þráhyggju-áráttusýki, eins og Sigurjón Bjömsson gerir, má beita sömu aðferðum og þar hafa gefið góða raun, sállækningu með viðtölum eða atferlismeðferð. Fyrmefnda aðferðin beinist meira að þeim innri orsökum sem liggja að baki áráttunni og reynt er að gera þær sjúklingnum meðvitaðar til þess að hann nái betri stjóm á hvötum sínum. Atferlismeðferð beinist hins vegar einkum að því að sjúklingurinn nái stjóm á hegðun sinni með því að setja honum reglur og áætlun til að fara eftir og veita umbun fyrir góðan árangur. Spennuslökun er oft veigamikill þáttur í slíkri með- ferð. Margt er líkt með áráttu og fíkn og geta svipaðar lækningaaðferðir átt við. Meðferð við fíkn eins og áfengis- og vímuefnafíkn eða spilafíkn hefur í vaxandi mæli far- ið fram í hópstarfi á meðferðar- stofnunum og með innbyrðis stuðningi fólks sem á við sömu vandamál að stríða að meðferð lokinni. Áfengissjúklingar fá stuðning af AA-samtökunum og spilafíklar hafa einnig stofnað með sér samtök af svipuðu tagi. Sé litið á stelsýki sem fíkn má leita sér fyrirmyndar að meðferð þessara sjúklinga í slíkri meðferð og stuðningi sambærilegra samtaka. •Lesendur Morgunblaðsins geta spurt sálfræðinginn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spumingum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 569 1100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok, Fax 5691222. PABBI Sængurgjafir fyrir mömmu og barnið ÞUMALÍNAs. 55i 2136 Fegurðin kemvr innan Mörkinni 3 • sími 588 0640 E-mail: casa@islandia.is • www.cassina.it • www.roset.de • www.zanotta.it • www.artemide.com • www.flos.it • www.ritzenhoff.de • www.alessi.it • www.kartell.it • www.fiam.it • www.fontanaarte.it ÚT UM ALLT LAND ROVER Land Rover Discovery er öflugur ferðajeppi fyrir þá sem fara ekki alltaf auðveldustu leiðina. Slíkur bíll hentar sérstaklega vel við margbreyttar íslenskar aðstæður. Discovery kemur þér hvert sem þú vilt fara og þægindunum er ekki fi . Uppgötvaðu landið upp á nýtt í þolgóðum en jafnframt glæsilegum farkosti. —..' TilBBr1* ■vjf' ■ J" ■ ~ - ■ f I I e n / > I • ni-lll Umboösaöitar: Keflavfk: Bílar og þjónusta, s: 421 7180 • Akranes: Bílasalan Bítás, s: 431 2622 • Bolungarvfk: Btfreiöaverkstœöiö Nonni, s: 456 7440 Sauöárkrókur: Bifreiöaverkstœöiö Áki, s: 453 5141 • Akureyrf: Bíiaval, s: 462 1705 • Húsavík: Bilaleiga Húsavíkur, s: 4641888 • Egilsataöir: Bllasalan Ásinn, s: 471 2022 Homaf]öröun HP & synir, s: 4781577 • Selfoss: Bílasaia Suöurlands, s: 482 3700 • Vestmannaeyjar: Bílaverkstœöi Haröar & Matta, s: 481 2733 Suöurlandsbraut 14 Sími: 575 1200 Söludeild Land Rover: 5751210 bl@bl.is www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.