Morgunblaðið - 09.08.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.08.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1998 31 * I ■ I NÝTT LANDNÁM SÚ SKOÐUN hefur verið ríkj- andi á íslandi, að land og þjóð séu I: eitt og hið sama, að allir íslendingar séu búsettir á íslandi og að ísjenska sé móðurmál allra, sem á íslandi búa. Pví fer þó fjarri að svo sé. Það ástand er enn í manna minnum að íslandsbúar mæltu ekki á eina tungu, heldur að minnsta kosti á tvær. Fyrir hundrað árum voru á íslandi tvö tungumál notuð í dag- legum samskiptum, íslenska til sveita og danska meðal margra kaupstaðarbúa og embættismanna. Aðeins örfáir menntamenn voru þó 2 tvítyngdir í réttum skilningi þess orðs, þ.e. þeir kunnu að beita báð- um tungumálunum til fulls við flest- ar aðstæður, án þess að blanda þeim. Annað líkt ástand skapaðist eftir 1940 í samskiptum enskumæl- andi hermanna og þeirra Islend- inga, sen höfðu skipti við þá. Nú er enskan orðin ríkjandi mál í fjölmiðl- um og er talsvert notuð í samskipt- um við ferðafólk og á ferðum Is- lendinga erlendis. Margir Islend- ( ingar nota einnig ensku daglega í I starfi og námi. I þessum hlutverk- um hefur enskan haslað sér völl sem mál fjölþjóðlegra samskipta á íslandi. Telja má, að nokkur hluti íslendinga sé í raun tvítyngdur á ensku og íslensku. Danskan hefur hins vegar misst sess sinn. Petta markast einnig af breytingum í námsskrá, þar sem enska verður nú | fyrsta erlenda tungumál í grunn- | skóla í stað dönsku. Síðustu árin hefur fólk, sem á sér I önnur móðurmál, flust til íslands m.a. frá Víetnam, Póllandi, Rúss- landi og nú síðast frá fyrrverandi Júgóslavíu. Þessir landnámsmenn munu af nauðsyn verða mælandi á íslensku, að minnsta kosti hvað varðar störf og hversdagsaðstæður. Ef stefnt er að því að þeir fái fullan aðgang að námi og störfum og taki þátt í mótun og þróun þjóðfélagsins \ til jafns við innfædda íslendinga I þarf sérstaka kennslu, sem rekin er I af sérmenntuðum kennurum og er sérstaklega miðuð við þarfir inn- fluttra. íslenska fyrir innflutta ætti að vera sérstök námsgrein í grunn- skóla og koma þarf á sérstökum námskeiðum í framhaldsskólum í ís- lensku fyrir innflutta og byrjendur. Slík kennsla verður óhjákvæmileg ef innfluttir eiga ekki að verða ann- ars flokks þjóðfélagsþegnar. Mark- inu má telja náð, þegar fyrsti inn- flutti íslandsbúinn nær kjöri til Al- I þingis. Islenskukennsla fyrir innflutta nemendur krefs allt annarra náms- gagna og aðferða en notaðar eru við kennslu íslensk-fæddra bama. Pað er til dæmis ekki iengur hægt að gera ráð fyrir að allir noti sjálfkrafa öll sagnorð í réttri persónu, að allir setji fallorð sjálfki-afa í rétt fall eftir viðeigandi áhrifssögn eða forsetn- ingu, að allir viti tii dæmis hvort þeir eru á Seyðisfirði eða í Hafnar- fírði, í Reykavík eða á Húsavík. Svipuð vandamál koma upp í móð- urmálskennslu fyrir íslenskumæl- andi börn í erlendu málhverfi. Is- Ienska fyrir innflutta nemendur á , Islandi, eða íslenskumælandi nem- endur erlendis, er að vísu kennsla í sama tungumáli, en þetta eru allt aðrar og gerólíkar námsgreinar en íslenska fyrir íslenska nemendur. Þar að auki þurfa innflutt börn og unglingar að fá markvissa kennslu í eigin móðurmálum. Þau grundvall- arhugtök, sem hvert barn fær með móðurmálinu, eru ómissandi við annað nám, einnig nám í íslensku. Það er nauðsynlegt að þjálfa beit- ingu móðurmálsins við fleiri að- stæður en innan veggja heimilisins. Innfluttur nemandi þarf að kynnast meginhugtökum í ýmsum náms- greinum og fá tækifæri til að tjá sig um þjóðfélagsmálefni og menning- armálefni á móðurmálinu. íslenskumælandi börn í mörgum bæjarfélögum á Norð- urlöndum hafa fengið móðurmálskennslu á vegum hins opinbera. Þeirri kennslu var kom- ið á, því hún var talin mikilvægur þáttur í skólagöngu þeirra, ómissandi hjálpartæki við nám þeirra í máli landsins, og síðast en ekkki síst, mannrétt- indamál. Víða erlendis reyna íslenskumælandi foreldrar að koma á móðurmálskennslu í einhverju formi, ef hana er ekki að fá hjá hinu opinbera. Þau réttindi og sú þjónusta, sem ís- lenskumælandi fólk fær erlendis, ættu innfluttir á íslandi einnig að fá. Því fer fjarri, að íslenska sé ein- göngu móðurmál þeirra, sem á Is- Fyrir þróun íslensks samfélags skiptir það miklu máli, segir Grettir Engilbertsson, að gagnkvæm aðlögun verði milli íslenskrar menningar og þeirra menningaráhrifa, sem berast til Islands. landi búa. Vestur-íslendingar eiga sér 100 ára sögu. Nokkrir þeirra hafa haldið íslenskunni við og sumir tala enn íslensku. í Norður-Amer- íku búa einnig þúsundir fólks, sem er fætt á íslandi og hefurbúsett sig þar til starfs og náms. Á Norður- löndum búa u.þ.b. 15.000 íslensku- mælandi einstaklingar. Börn þeirra eiga rétt á móðurmálskennslu á kostnað hins opinbera eins og aðrir innfluttir nemendur. í Belgíu, Hollandi, Bretlandi og Lúxemborg búa þúsundir íslenskumælandi ein- staklinga og fer fjölgandi. I Ástralíu búa u.þ.b. 3.000 íslenskumælandi einstaklingar. Á íslandi sjálfu búa yfir 270.000 einstaklingar. Flestir þeirra hafa íslensku að móðurmáli. Þar býr einnig innflutt fólk, sem hefur ann- að móðurmál, og tileinkar sér ís- lensku sem annað mál. I öðrum löndum búa tugir þúsunda einstak- linga, sem hafa íslensku að móður- máli. Þar við bætist talsverður fjöldi fólks, sem lærir íslensku af hreinum áhuga eða öðrum ástæð- um. Telja má, að á milli 300.000 og þriðj- ungs úr milljón ein- staklinga skilji ís- lensku og geti tjáð sig á íslensku. íslenskan er opin- bert tungumál á ís- landi og móðurmál minnihlutahópa beggja vegna Atlantshafs. Is- lenskan sker sig úr að því leyti, að tungumál, sem eru töluð af svo fá- um, eru yfirleitt _ í hættu að hverfa. ís- lenskumælandi fólki fer hins vegar fjölg- andi. íslensk tunga er lykill að menningarsögulegum verð- mætum. Sá lykill myndi glatast ef enginn talaði íslensku lengur. Það liggur því mikið við að vel sé vandað til íslenskukennslu fyrir innflutta íslandsbúa og að íslenskumælandi fjölskyldur erlendis kenni börnum sínum íslensku. Það er ekki síður mikilvægt að íslenskt mál þróist og aðlagist í samræmi við nýjar þjóðfé- lagsaðstæður. Það er hægt að bera íslenskt samfélag saman við samfélög ann- arra þjóða, sem að miklu leyti eru búsettar utan móðurlandsins. Gyð- ingar hafa getað endurreist þjóð- tungu sína og þjóðríki, með því að safna saman brotum þjóðar og menningar úr útlegð. Ríkið ísrael nýtur þess enn, að meirihluti gyð- inga býr í öðrum ríkjum og veitir efnahagslegan og pólitískan stuðn- ing. Grikkir eru fjölmennir í flestum löndum Evrópu, Norður-Ameríku og í Ástralíu. Fjölmennasta borg Grikkja heitir reyndar New York. Gríska ríkið rekur á eigin kostnað laugardagaskóla fyrir grískumæl- andi böm og unglinga í flestum byggðum Grikkja erlendis. Ástæð- an er virðing Grikkja íyrir eigin menningararfleifð. Svipaða sögu er að segja um Armeníumenn. Viðkomandi þjóðir hafa haft mik- ið gagn af þeim þjóðarbrotum, sem búa erlendis. Þetta kemur ekki síst fram í viðskiptum. Vaxtarbroddur- inn í menningu gyðinga og margra annarra þjóða hefur legið hjá þeim þjóðarbrotum, sem bjuggu erlendis. Þaðan hafa komið nýjungar og menningarstraumar, sem hafa veitt þessum þjóðum forskot í þjóðfélags- þróuninni. Ef þjóðin er í einhverri hættu vegna styrjalda eða ofsókna verða öflug tengsl við íbúa annarra landa ómetanleg. Islenska þjóðfélagið er að mínu mati að breytast úr einmenningar- þjóðfélagi í fjölmenningarþjóðfélag. Þessi þróun mun halda áfram, hvernig sem við henni er brugðist. Dráttarbeisli Eigum fyrirliggjandi á lager dráttarbeisli frá Bosal á flestar gerðir bifreiða. Vönduð vara á góðu verði. Sími 535 9000 Grettir Engilbertsson Að nokkru leyti hefur búseta þjóð- arinnar þróast í hring. Frá hinu fjölmenningarlega þjóðfélagi vík- ingaaldar við strendur Norður-Atl- antshafs - gegnum íslenska bænda- þjóðfélagið - höfum við náð til hins fjölmenningarlega upplýsingaldar- þjóðfélags við strendur Norður-Atl- antshafs. Við lifum í tvennum skiln- ingi á nýrri landnámsöld. Einstak- lingar, sem eiga sér aðra menningu og önnur móðurmál, eru að nema land á íslandi. íslenskumælandi einstaklingar eru að nema land í öðrum ríkjum, þar sem önnur tungumál og önnur menning er ríkj- andi. Hvort þetta verður til þess að efla eða veikja íslenska tungu og menningu veltur á því hvernig við er brugðist og á er haldið. Menningarleg einangrun getur ekki orðið þjóðinni til góðs. Vöxtur og viðgangur íslenskrar tungu og menningar hefur gegnum söguna aukist, þegar þjóðin hefur bætt við sig nýjum áhrifum og aðlagað þau að þeirri tungu og mennningu, sem fyrir er. Kristnitakan er dæmi um það. Sjálfstæðisbaráttan hefði vart hafist á nítjándu öld ef íslenskir námsmenn erlendis hefðu ekki flutt inn rómantíska þjóðernis- stefnu og lýðræðishugmyndir til íslands. Þau neikvæðu áhrif, sem hafa komið fram á vissum tímabil- um, hafa verið tengd yfirráðum annarra þjóða. Fyrir þróun íslensks samfélags skiptir það miklu máli, að gagn- kvæm aðlögun verði milli íslenskrar menningar og þeirra menningará- hrifa, sem berast til íslands. Til þess þarf einstaklinga, sem eru fær- ir um að túlka og aðlaga menning- aráhrif frá einni menningarheild til annarrar, einstaklinga, sem hafa öðlast menntun í menningu og tungu annarra þjóða jafnhliða menntun í íslenskri menningu og tungu, einstaklinga, sem eru tví- tyngdir og geta tjáð sig jöfnum höndum á íslensku og öðru tungu- máli við allar almennar aðstæður. Fjölnismenn og Jón Sigurðsson höfðu til að bera tvítyngi á þessu stigi. Tvítyngi er skilgreint sem hæfi- leiki einstaklings til þess að tjá sig í félagslegu samhengi á tveimur eða fleiri tungumálum við allar almenn- ar hversdagsaðstæður. Vel tví- tyngdur einstaklingur getur tjáð sig í ræðu og riti á báðum tungumálun- um í starfi og námi og þýtt eða túlk- að talað og ritað mál, sem tengist máli hans og starfi. Með tvítyngi íylgir einnig þekking á siðum, þjóð- háttum og umgengisvenjum hinna tveggja óliku menningarheilda, að vita um hvað, hvenær og á hvern hátt rétt er að tjá sig um mismun- andi málefni í mismunandi þjóðfé- lögum. Ef viðkomadi einstalingur hefur gott vald á báðum málunum er minni hætta á málblöndun. Til þess að einstaklingur verði tví- tyngdm- þarf hann helst að alast upp í málumhverfi, þar sem tæki- færi gefast til að tala bæði málin hversdags. Vaxandi fjöldi íslenskumælandi fjölskyldna dvelst árum saman er- lendis við atvinnu, nám og sérfræði- störf og flytur oft land úr landi. Börn þessara fjölskyldna alast oft upp við mismunandi aðstæður, slitrótta eða ósamræmda skóla- göngu og stopula móðurmáls- kennslu, svo ekki sé meira sagt. Þess verður vart í auknum mæli, að íslenskumælandi foreldrar erlendis eigi erfitt með að flytjast aftur til Islands með börn sín, vegna þess að íslenskan verði þeim of erfið. Dæmi eru um, að íslenskumælandi fjölskyldur, sem hafa dvalist nokk- ur ár erlendis, hafi neyðst til að flytja aftur frá Islandi, vegna þess að íslenski skólinn reyndist of erfið- ur fyrir bömin. Hvað varðar íslenskumælandi böm erlendis er hæpið að hægt sé að fá móðurmálskennslu á vegum hins opinbera í öllum þeim löndum þar sem íslenskumælandi fjölskyld- ur búa. Slík kennsla er til staðar á Norðurlöndum, en er þar í hættu vegna andstöðu afturhaldsafla og sparnaðar hins opinbera. Hagkvæmasta leiðin er að nota upplýsingatæknina til þess að brúa fjarlægðir og byggja upp fjar- kennslu fyrir íslenskumælandi börn erlendis. Tæknin er fáanleg, en það er fjárhagslega ofviða einstakling- um og íslendingafélögum að byggja hana upp. Til þarf að koma stuðn- ingur fjársterkra aðila. Slík fjar- kennsla þarf einnig að tengjast þeirri forkunnáttu sem börnin hafa og því menningarbaksviði, sem þau hafa umhverfís sig daglega. Til þess þarf kennara, sem eru kunn- ugir því málhverfi, skólakerfi og menningarbaksviði, sem nemand- inn lifir í. Stefna, sem miðar að því að styrkja íslenska tungu og menningu í fjölmenningarþjóðfélagi, ætti að mínu mati að stefna að eftirfarandi markmiðum: Að efla móðurmálskennslu ís- lenskumælandi barna og unglinga erlendis. Að efla íslenskukennslu fyrir inn- flutta á íslandi. Að efla tvítyngi meðal íslensku- mælandi einstaklinga erlendis og innfluttra á íslandi. Það skiptir sköpum fyrir íslenska tungu og íslenskt þjóðfélag, hvernig haldið verður á þessum málum í framtíðinni. Það er ljóst, að þessum markmiðum verður ekki náð án stuðnings frá íslenska í-fldnu. Sam- tök innfiuttra íslandsbúa eiga eftir að koma til skjalanna. Þessum mark- miðum verður heldur ekki náð án þess að samtök íslenskumælandi fólks erlendis eigi mikinn og virkan hlut að máli. Til þess þarf félagslega og menningarlega vakningu meðal íslenskumælandi fólks erlendis. Það voru íslendingar erlendis, sem vöktu þjóðemishyggju íslendinga á öldinni sem leið. Getum við valdið samsvar- andi átaki nú? Höfundur er móðurmálskennari íis- lensku í Uppsölum. Formaður Skruddu, félags íslenskra móður- málskennara erlendis. Stofnandi Fjarskóla Langfóruls. Meðvirkni (Codependence) Ráðgjafastofa Ragnheiðar Óladóttur, Síðumúla 3-5, mun hefja aftur meðvirknnámskeið þriðjudaginn 18. ágúst. Skráning er þegar hafin. Fjallað verður m.a. um tilfinningar, mörk, varnir, stjórnun og stjórnleysi. Meðvirkir eru þeir, sem eiga í erfiðleikum með náin samskipti, lenda í tilfinn- inasamböndum við alkóhólista eða fólk með aðra alvarlega erfiðleika, þjást af óraunsærri sektarkennd, eiga í erfiðle- ikum með að setja öðrum skýr mörk, svo eitthvað sé neftnt. Næstu námskeið verða: 8. september, 6. október, 3. nóvember. Hvert námskeið er fjögur skipti 3, klst. hvert kvöld. Framhaldsnámskeið fyrir þá sem hafa þegar komið á námskeið verður haldið í september. Símar: 568 7228 og 897 7225 e-mail:ragnh@mmedia.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.