Morgunblaðið - 09.08.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.08.1998, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ * MAGNEA ÞURIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR + Magnea Þuríður Guðmundsdóttir fæddist að Tjarnar- koti á Stokkseyri 30. janúar 1914 og lést á hjúkrunarheimilinu Eir, Grafarvogi, hinn 4. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Magneu eru Guðmundur Vig- fússon og Jóhanna Guðmundsdóttir. Systkini hennar voru Viktoria, Steindór, Jóhann, Þuríður, Gunnar og Haraldur. Þau Viktoría og Har- aldur lifa systur sína. Hinn 2. nóvember 1935 kvænt- ist Magnea, Guðna Ingvarssyni, f. 5.5. 1900, d. 16.9. 1982. Börn þeirra eru 1) Ingvar Kristinn, f. 25.8. 1936, kvæntist Erlu Sigur- jónsdóttur. Þau slitu samvistum. Þeirra börn eru Guðni Sigurður, Á morgun verður til moldar borin móðir mín, Magnea Þuríður Guð- mundsdóttir. Hún fæddist í Tjarnar- koti á Stokkseyri og ólst upp hjá for- eldrum sínum fyrstu bemskuár sín. Tíu ára gömul fer hún í dvöl til Vikt- oríu systur sinnar, sem þá var orðin gift kona í Reykjavík, en örlögin verða til þess, að dvölin lengist nokk- uð. Viktoría sem þá átti orðið árs- gamla dóttur, Kristínu, missir mann sinn í sjóslysunum miklu 1925, sem kennd eru við halaveðrið. Hún er uppfrá því á heimili systur sinnar, uns hún kynnist föður mín- um, og þau giftast. Fyrstu búskapar- ár foreldra minna, búa þau í félagi við þær mæðgur, Viktoriu og Krist- ínu og eru mínar bernskuminningar mjög tengdar þeim. Um 1940 festa þau kaup á húseign á Laugavegi 93 og ólumst við systkinin þar upp, tii fullorðinsára. Mjög gestkvæmt var á heimili foreldra minna á þessum ár- um enda staðurinn í þjóðbraut. Margir ættingjar og vinir komu utan af landsbyggðinni til lengri eða skemmri dvalar þegar kannski þurfti að leita læknis eða annarra erinda, og alltaf var móðir mín fús til að veita þá aðstoð sem hún gat. Mjög kært var með foreldrum mínum, og báru þau hvort annað mjög fyrir brjósti og aldrei heyrði ég orði hallað þeirra í milli. Öll búskaparár sín vann móðir mín úti, ásamt því að sinna húsmóðurstörfum. Á sínum yngri árum vann hún við síldarsöltun á Ingólfsfirði og Siglufirði á sumrin, og einnig í Reykjavík á haustin. Fjölda mörg ár, vann hún við ræst- ingar ásamt vinkonu sinni, í skóbúð Lárusar Lúðvíkssonar og Ingólfs- kaffi, og þurftu þær að fara á hverj- um morgni kl. 5 til þeirrar vinnu. Eftir að faðir hennar lést 1944 kom Bryndís Laila, Sigur- jón og Magnea Þuríð- ur. Sambýliskona hans er Guðrún Ei- ríksdóttir og þeirra barn er Sigrún. 2) Valdimar f. 17.8 1941, kvæntur Helgu Sveinsdóttur. Þeirra böm em Þorgerður, Björgvin, Anna Róslaug og Magnea Björk. 3) Guðmunda Hanna f. 31.3. 1944, d. 4.7. 1997. Hennar maður Stefán Kjart- ansson. Þeirra börn em Jóhanna Magnea, Valdís Lilja og Kjartan Smári. Auk húsmóður- starfa vann Magnea við sauma- skap, fiskverkun og ræstingar. Utfor Magneu Þuríðar fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 10. ágúst og hefst athöfnin klukk- an 13.30. amma okkar á heimilið og var þar uns hún lést, og eru kærar minning- ar tengdar henni. Árið 1964 flytja foreldrar mínir á Rauðalæk 11 og síðan á númer 10 við sömu götu. St- arfaði hún þá í mörg ár við fiskverk- un hjá Júpiter og Mars. Síðustu ár föður míns vora honum erfið vegna sjúkdóma og annaðist hún um hann með mikilli alúð til loka. Þegar faðir minn lést var eins og stór hluti af henni hyrfi með hon- um, og fannst mér eins og hún yrði aldrei söm eftir. Hún var til heimilis hjá Hönnu systur minni og Stefáni manni hennar nokkur ár sem þá bjuggu á Akureyri, önnuðust þau hana af einstakri alúð og eiga þau miklar þakkir skildar. Nokkur ár dvaldi hún á dvalarheimilinu við Skjaldarvík, eða þangað til að Hanna systir mín veiktist af þeim sjúkdómi sem dró hana til dauða fyrir ári. Síð- ustu mánuði dvaldi móðir mín á hjúkranarheimilinu Eir, hér í borg og lést þar að morgni 4. ágúst. Ég vil færa alúðarþakkir mínar til allra þeirra sem önnuðust hana síðustu æviár hennar, starfsfólks Dvalar- heimilisins að Skjaldarvík og hjúkr- unarheimilinu Eir. Valdimar bróður mínum, konu hans Helgu, og allra barnabamanna sem bára hag henn- ar mjög fyrir brjósti, auk allra ann- arra. Ðtfór hennar fer fram frá Fossvogskirkju á mánudaginn og verður hún lögð til hvflu við hlið föð- ur míns í Gufuneskirkjugarði. Ég kveð þig, kæra móðir mín, með sár- um söknuði, en þó feginleik, að þú hefur nú fengið þá hvfld, sem þú varst farin að þrá. Hafðu innilegustu þökk fyrir lífið sem þú gafst mér. þinn sonur, Ingvar HREINN PÁLSSON + Hreinn Pálsson fæddist á Siglu- firði 23. nóvember 1937. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 3. ágúst síðast- liðinn. Útförin fór fram frá Fossvogs- kapellu fimmtudag- inn 6. ágúst. Ástkær tengdafaðir minn, Hreinn Pálsson, er látinn. Mig langar að skrifa nokkur orð til hans í kveðjuskyni. Ég var svo lánsöm að kynnast syni hans, Hreini Mikaeli, og í framhaldi af þvi kynntist ég Hreini. Strax við fyrstu kynni fann ég fyrir væntumþykju í hans garð og vissi að hann var góður og hjartahlýr maður, enda kom það fljótlega í ljós hversu greiðvikinn hann var og hlífði aldrei sjálfum sér. I erfiðum veikind- *. um hans kom líka í ljós hversu sterk- ur, þroskaður og æðralaus maður hann var og ég dáðist að honum fyrir dugnað og hugrekki sem hann sýndi allt fram á síð- ustu stund. Ófáar átti ég stundimar með hon- um, þar sem rætt var allt milli himins og jarð- ar. Mér finnst missirinn sár, en ég veit að hann fékk loksins friðinn og sársaukinn er horfinn og hann er kominn á betri stað. Hann átti allt gott skilið og ég mun sakna hans mikið. Ég bið fyrir fjölskyld- unni og ég veit að algóður guð mun styrkja okkur í sorginni. Hvfl þú í friði elsku Hreinn. Eg leit til Jesú, Ijós mér skein, það ljós er nú mín sól, er lýsir mér um dauðans dal að drottins náðarstól. (Stef. Thor.) Björk. Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumamótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Elsku hjartans amma og tengda- mamma. Langþráð var hvíldin eftir erfitt ár. En nú er þrautinni lokið og þú horfin frá okkur. En minningin er ljúf og gott að geta hugsað til baka með bros á vör, hugsað til gamalla og nýrra tíma með þakklæti til þín, tfl allrar þinnai' hlýju og ástúðar, hugsað um ykkur Guðna afa, með okkur, í sumarbústaðnum á Þingvöll- um, í eldhúsinu á Rauðalæknum og til allra sumranna sem við áttum saman í Heiðargarði. Þá var oft hleg- ið, já mikið hlógum við. En best er samt hugsunin um það að þú sért komin í hlýjan faðm dóttur þinnar og eiginmanns, því þar vitum við að þér líður vel. Elsku Magga amma, minningin mun ylja okkur um ókomin ár. Stefán, Hanna Magnea, Valdís, Kjartan og fjölskyldur. Tilvera þín, var fýrir mér eins og sólin, fjalhð, dalurinn, lækurinn og blómið. þúsund þakkir fyrir það góða útsýni sem þú veittir mér, elsku amma mín. Amma mín var fædd á Stokkseyri en fór ung til Reykjavíkur. Hún var ekki margorð kona en verkin hennar vora mörg og mikil. Margar era minningar um ömmu þegar ég lít til baka og allar góðar. Með tilvera sinni veitti hún mér fagurt útsýni en nú er sjónarsviptir að því með frá- falli hennar. Amma og afi áttu lengst af heima á Laugavegi 93 í Reykjavík og eru fyrstu minnigar mínar þaðan. Afi lést fyrir 16 áram og fannst mér eins og lífsgleði ömmu hyrfi með honum. Síðustu ár hefur hún verið að mestu rúmliggjandi sökum las- leika, og veit ég að það var hennar ósk að fá að kveðja þennan heim. Ég kveð þig elsku amma mín með sorg í hjarta og jafnframt gleði yfir því að þú skulir loksins hafa fengið langþráða hvíld. Magnea Þuríður Ingvars- dóttir og fjölskylda. Fyrstu minningar okkar systkin- anna um ömmu era þegar hún og afi bjuggu á Rauðalæknum í Reykjavflí. Það var alltaf gott að koma í heim- sókn til þeirra og eftir að amma hafði tekið á móti okkur í anddyrinu fóram við inn i stofu tfl afa. Þegar við voram búin að heilsa honum fór hann alltaf með kvæði fyrir okkur og amma var á meðan frammi í eldhúsi að útbúa eitthvert góðgæti handa okkur. Sér- staklega era kleinurnar sem hún steikti og heita súkkulaðið minnis- stæð. Amma hafði mikinn áhuga á hannyrðum og bar heimili þeirra þess órækt vitni. Það sem einkenndi ömmu fyrst og fremst var mikil hlýja og umhyggjusemi. Hafði hún jafnan mikinn áhuga á því sem við systkinin tókum okkur fyrir hendur og ef eitt- hvert okkar átti við veikindi að stríða var hún alltaf reiðubúin að rétta hjálparhönd. Ferð sem fjölskyldan fór ásamt ömmu til Þýskalands, þeg- ar við vorum ung, er okkur sérstak- lega minnisstæð. Þar áttum við góðar stundir saman og tók amma oft þátt í leik okkar og uppátækjum. Með þessum fáu orðum langar okkrn- að minnast ástkærrar ömmu okkar, minning hennar lifir í hjörtum okkar. Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfir. (Hannes Pétursson) Þorgerður, Björgvin, Anna Róslaug og Magnea Björk. ISLEIVSKT MAL Ekki get ég að því gert, að af- skaplega leiðist mér veikur við- tengingarháttur þátíðar af þiggja: þótt ég ?þæði, þótt þeir ?þæðu o.s.frv. En ástæður eru til alls. Þiggja, sem sat sterk og stinn í 5. hljóðskiptaröð eins og liggja, hefur sem sé breytt um beyg- ingu. Hún gekk: þiggja, þá, þág- um, þeginn, sbr. liggja, lá, lág; um, leginn. En svo fór í verra. I stað þess að segja: ég þá, sbr. ég Iá, og við þágum, sbr. við lágum, þá veikist þiggja í þátíð og verð- ur „þáði“, sbr. náði, og „þáðum“, sbr. náðum. Þá er rökrétt, því miður, að mynda þess konar við- tengingarhátt sem ég var að finna að í upphafi. Eg treysti mér ekki til að bannfæra breytinguna þá > þáði; þágum > þáðum. Þetta er orðinn hlutur. En gætum við ekki sæst á að nota gamla við- tengingarháttinn þægi og þægj- um? Hugsið ykkur, ef við segð- um: Þótt ég ?læði í því, eða þótt þeir ?læðu í rúminu í dag! ★ Eigum við kannski að fara í smá málfræðileik? Við sögðum að þiggja og liggja væru eftir 5. hljóðskiptaröð, og hvað þýðfr það. Það merkir að í kennimynd- unum hefur verið sérhljóðaröðin e-a-á-e, og er svo stundum enn óbreytt frá því í fomöld. Þetta eru sagnir eins og lesa (las, lás- um, lesið) drepa, gefa, geta, kveða, leka, meta og reka. Hvernig mega þá sagnirnar liggja og þiggja vera þarna í flokki? Nóg er að svara þessari spurningu um aðra þeirra, því eitt á við um báðar. Tökum hina fyrri. Gerum ráð fyrir að á frumnorrænu hafi hún verið *legjan. Nú gerist þrennt: N í nafnháttarendingum fellur brott (þó það haldist í þýsku). E>i með j-hljóðvarpi, og samhljóð tvöfaldast milli granns sérhljóða og j. Þá er nafnhátturinn af- greiddur. Þátíð eintölu hefur verið lag. G-hljóðið hefur vænt- anlega breyst í h, en það hljóð féll brott í enda orðs. Við það fékk a-hljóðið uppbót fyrir að Umsjónarmaður Gísli Jónsson 965. þáttur missa félagsskap h-hljóðsins og breyttist í það sem við skrifum nú á. Nú mun í bili vera nóg komið af svo góðu. ★ Og þó. Eigum við ekki að gægjast (ekki kíkja) á gotnesku. Hugsið ykkur hversu dásamlegt það er að eiga bókfest germ- anskt mál, náskylt íslensku, frá því á fjórðu öld. Wulfila (Ylfill= litli úlfur= úlfsi) biskup þýddi Biblíuna úr grísku á gotnesku og hlutar hafa varðveist, t.d. Markúsarguðspjall. Þar sést hvemig liggja beygðist á got- nesku: ligjan - lag - légum - lig- ans, sbr. áðurnefndar breyting- ar í íslensku. Við skulum taka eina setningu úr Markúsarguð- spjalli (1,30): „Iþ swaihró Seim- ónis lag in brinnón." Þetta var nú ekki amalegt: En sværa (= tengdamóðir) Símonar lá í hita- sótt („brennu"). ★ Trúlega höfum við einhvem tíma velt því fýrir okkur hvers konar grímur pílagrímur sé. En hér er enginn grímurinn og eng- inn pfll eða píla. Pílagrímur eða pelagrímur merkir í máli okkar „maður sem ferðast til heilagra staða“. Ferðamerkingin er eldri en heilagsmerkingin. I latínu var til atviksorðið peregre = erlendis, utan lands Rómverja. Á latínu var aðkomumaður kallaður peregrinus (karl) og peregrina (kona). Ferðalag gat heitið peregrinatio, sbr. ritsmíð Giss- urar Hallssonar lögsögumanns: Flos peregrinationis. Hún er því miður glötuð, en flos er blóm, sbr. blómgyðjuna Flóm. Seinna meir breyttist í alþýð- legri latínu peregrinus í pel- egrinus (ítal. pellegrino), en í þýsku varð til gerðin Pilgrim. Er þá skammt til okkar gerðar: pflagrímur. ★ Hlymrekur handan kvað: Það er ágætis stúlka hún Eðla, en umgengst þó kújóna og streðla, og gangur trðppu þar er, eins og gengur og sker, hvort þeir greiða ‘enni klink eda seðla. ★ Ágætur íslenskumaður, sem ekki vill flíka nafni sínu, hringdi til mín og minntist á orð og orðasambönd sem eru nú að hverfa fyrir erlend áhrif. Veldur það margnefndri málfátæk. Hálfur mánuður heyrist nú ekki, segir hann, heldur alltaf „tvær vikur (e. two weeks)“. Hann sagði í hálfkæringi að sér og kunningja sínum hefði komið ásamt um, að hálfur mánuður hefði andast 1991. Umsjónarmaður er alinn upp við að segja hálfur mánuður og kann afskaplega illa við „tvær vikur“. Hann ímyndar sér að hann segi það næstum aldrei, svo að ekki er hálfur mánuður alveg dauður sem betur fer. Þá nefndi maðurinn ofnotkun orðsins vatnaskil í staðinn fyrir þáttaskil. Þetta er þá dæmi þess að viss orð komist í hátísku og ryðji öðrum orðum í sömu merk- ingu burtu. Það er enn dæmi um málfátækt. Viðmælandi minn hélt að „vatnaskilin“ væru ekki „heimafengin", heldur bein þýð- ing á enska orðasambandinu water shed. ★ „Þegar blaðamenn hringdu að sunnan og spurðu hann um síld, reyndu þeir að hafa á hraðbergi þá fyndni sem þeim var tiltæk á dönsku og einkum var í því falin að spyrja sjálfir og láta aðra menn svara í dálkum blaðsins undir áhrifum af dönskuslettum Árna sáluga á Geitastekk, jafn- vel með danskri beygíngu til- færilega fornafnsins, að við- bættri „tilviks“-íslensku úr mentaskólanum: )vAðspurður kvaðst Iceland Bear jú ekki vita af hverju norðurlandssíldin væri ekki mætt í þessu tilviki, hverr- ar meintur þúngi væri sko (þ.e. sgú) 150 miljón tonn hvar sem hún mundi vera staðsett.“ (Halldór Laxness, Guðsgjafaþula.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.