Morgunblaðið - 09.08.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.08.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1998 37s FRÉTTIR 1 I Robert L. Selman prófessor við Harvard-háskóla f heimsókn l l I l LÍKT og fjölmargir aðrir erlendir gestir hefur Robert L. Selman hrif- ist af landi og þjóð. Hann hefur einnig mikinn áhuga á fomsögum íslend- inga og hefur m.a. lesið Njálu og Laxdælu og þessa dagana er hann að lesa Egilssögu. „Þessar sögur hafa mikla skírskotun til nú- tímans og þær gefa manni einstakt tæki- færi til að skoða þau siðferðilegu gildi sem þá ríktu og bera þau saman við daginn í dag,“ sagði Selman sem var hér á ferð í fimmta skipti fyrir skömmu. Hann lofar Islendinga sem þjóð og segir hana standa framarlega á mörgum sviðum. ,Á íslandi býr mikið af vel menntuðu og upplýstu fólki. Þið eruð fá en með mikla hæfileika enda hefur fjöldi íslendinga skarað fram úr á heimsmælikvarða. Sem dæmi má nefna að í Metropolitan-óperunni eru tveir íslenskir söngvarar sem er hreint ótrúlegt. Ég held að þið fáið mikið út úr hverjum einstaklingi." Samstarf á íslandi Selman hefur ásamt Sigrúnu Aðalbjarn- ardóttur, prófessor við Háskóla íslands, unnið að rannsóknum á þroska barna og unglinga. Þær hófust fyrir um 15 árum þegar Signin var við framhaldsnám við Harvard og hafa breyst nokkuð á þeim Itíma þó svo að grunnurinn sé sá sami. „Verkefnið felst í því að þróa kenningu um sálfélagslegan þroska barna og unglinga og skoða áhættuhegðun þeirra í tengslum við hann. Við beinum athygli okkar að tó- baksreykingum og áfengisneyslu ungling- anna og reynum að tengja þær við sálfé- lagslegan þroska. Við teljum að sá ungling- ur sem sýni góðan þroska sé líklegri til að taka minni áhættu heldur en hinn. Mark- miðið er síðan að reyna að seinka því að þeir taki áhættuna en rannsóknir sýna að byrji unglingur ekki að reykja fyrir 18 ára aldur eim minni líkur á því að hann hefji Mikilvægt að hlusta á raddir unglinga Nýlega var staddur hér á landi dr. Robert L. Sel- man, prófessor við Harvard-háskólann í Bandaríkj- unum, en hann hefur þróað kenningar um sálfélags- legan þroska barna m.a. í samstarfi við dr. Sigrúnu ----------------------7---- Aðalbjarnardóttur, prófessor við Háskóla Islands. Hugi Hreiðarsson tók hann tali skömmu áður en hann hélt af landi brott og fræddist um viðfangsefni hans og tengsl hans við landið. þær heldur en ella. í þessu sambandi er mikilvægt að hlusta á raddir unglinga og athuga hvaða áhættu þeir telja að stafi af reykingum og áfengisneyslu." Langtímarannsóknir Grunninn að rannsóknum sínum byggir hann á reynslu sinni sem stjórnandi í skóla fyrir börn og unglinga með félagsleg vandamál. Þar starfaði hann frá árinu 1975 til 1990, samhliða kennslu, en skólinn er undir verndarvæng læknadeildarinnar í Harvard. „í skólanum eru aðeins um 80 nemendur og eiga þeir flestir við einhver hegðunar- eða agavandamál að stríða. Það er ekkert líkamlegt að þeim en mörg þeirra hafa átt í miklum erfiðleikum bæði heima fyrir eða frá samfélaginu. í venju- legum skólum myndu þessi börn skemma út frá sér þannig að talið var hagstætt að reyna þessa aðferð jafnvel þó hún væri 5 sinnum dýrari en kostnaðurinn að baki hverjum nemanda er um 35 þúsund dollar- ar á ári.“ Góður árangur „Starf mitt við skólann fólst í að þróa að- ferðir til að hjálpa nemendum við að yfir- vinna erfiðleikana. í stuttu máli fólst lausn- in í því að láta tvö ólík börn hittast einu sinni viku, annað sem var árásarhneigt og hitt sem var fremur undirgefið. Við hjálp- uðum þeim til að samlagast hvort öðru, leysa vandmál og skapa traust. Þessi að- ferð skilaði góðum árangiá og smátt og smátt lærðu bömin að skilja að það er ekki hnefarétturinn sem gildir. Við teljum að um 80% nemenda hefði ekki átt við hegð- unarvandamál að stríða ef hægt hefði verið að nálgast þau fyrr.“ Forvama- námsbraut Þegar ljóst var hvaða árangri skólinn náði fóru bandarískir almenningsskólar að leita til þeirra eftir aðstoð. „í dag eru skól- ar ekki bara að kenna reikning og lestur heldur þurfa þeir sífellt meir að glíma við ýmis félagsleg vandamál. Eftir að árangur skólans spurðist út fór krafan um að færa aðferðir okkar yfir til hins almenna skóla- kerfis að aukast og við þróuðum náms- braut í framhaldsdeildinni sem heitir „Risk and Prevention Program“. Nemendur sem tekið hafa þetta nám hafa sumir unnið að forvarnastarfi í tengslum við ofbeldi, aðrir að því að skapa öruggt skólaumhverfi og enn aðrir hafa hjálpað fjölskyldum við að styðja við böm sín. Árangurinn af því starfi er farinn að koma í ljós sem er góð hvatning fyrir okkur,“ sagði Selman að lokum. Llney Sigurðardóttir KRISTJÁN Hjelm, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Þórshafnar, við hrað- bankann. I Hraðbanki settur upp á Þórshöfn Þórshöfn. Morcfunblaðið. SPARISJÓÐUR Þórshafnar og ná- grennis tók nýlega í notkun hrað- banka. Með tilkomu hans þéttist hraðbankanetið um landið en áður var enginn slíkur á svæðinu frá Egilsstöðum og alit til Húsavíkur. Að sögn sparisjóðsstjórans, Krist- jáns Hjelm, hefur þessi þjónusta verið mjög mikið notuð síðan hrað- bankinn opnaði og greinilega full þörf fyrir hana.Hraðbankinn er staðsettur í anddyri Sparisjóðsins en frágangi við húsnæði Sparisjóðs- ins vegna tilkomu hraðbankans er ekki að fullu lokið, svo sem flísa- lögn og málningu. Ákveðið var að leggja kapp á að taka hraðbankann í gagnið sem fyrst því töluvert var leitað eftir þessari þjónustu sem nú er til staðar allan sólarhringinn. s s I I + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR YNGVI SIGURDSSON, Hátúni 12, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 11. ágúst n.k. kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á líknarfélög. Bima Elin Þórðardóttir, Úlfar G. Ásmundsson, Þorbjörg Ragna Þórðardóttir, Þröstur Tómasson, Guðlaug Katrín Þórðardóttir, Markús Öm Þórarinsson, Ágústa Sigriður Þórðardóttir, Sævar H. Pétursson, Eva Þórðardóttir Buskquist, Sven Buskquist, Guðmundur Þórðarson, Pétur Þórðarson, Guðrún Elísa Þorkelsdóttir, Sigriður Steina Sigfúsdóttir, Ragnhildur Sigurðardóttir, bamabörn og bamabarnabörn. Fjölbreytt úrval efna á 190 kr. metrinn ínuefni fyrir eldhúsið : á 190 kr. metrinn % afsláttur af ri vefnaðarvöru ?luggatjaldaefna iklum afslætti Búðirnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.