Morgunblaðið - 09.08.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.08.1998, Blaðsíða 33
 MORGUNBLAÐIÐ 4 SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1998 33 MINNINGAR I I ] I I ! 1 I I I I I ! I I i < < ( ( ( ( i ( ( ( ( < ( I ( ( 1 nógan tíma eftir bæði til að fara upp á Esju, á skíði og skauta. Það er ekki fyrr en nú að ég átta mig á hvað lífíð er hverfult. Nú ertu farin og ég mun aldrei gleyma lífsgleð- inni og baráttuviljanum þínum. Eg er þér þakklát f'yrir allar stundirn- ar sem við eyddum saman. Eg sakna þín. Guð blessi þig, Svanný mín, þín vinkona Pála Kristín. Mig langar að minnast Svanhvít- ar vinkonu minnar með nokkrum orðum. Dugnaður Svanhvitar var með einsdæmum og þrátt fyrir veikindi sín hélt hún ótrauð áfram, sannfærð um að hún myndi ná sér. Svanhvít var mér mjög kær og kom hún oft til mín í stuttar heim- sóknir hún hafði alltaf svo mikið að gera að hún gaf sér sjaldan tíma til að setjast niður. Svanhvit var mjög ánægð að vera flutt aftur í Hafnar- fjörð þar sem flestir hennar vinir og vandamenn búa. Hún fékk góð- an stuðning hjá Júlla fósturfóður sínum og hefur hann reynst henni einstaklega vel. Elsku Svanhvít, síðastliðin þrjú ár hafa verið þér erfíð vegna veikinda þinna en nú hefur þú fundið frið hjá mömmu þinni. Elsku Óli, Pétur og Júlli ég votta ykkur mína dýpstu samúð en minningin um góða stúlku lifir. Guðbjörg. Nú er komið að kveðjustund elsku Svanhvít mín, ég hélt að þú fengir lengri tíma með okkur. Eg hef aldrei séð annað eins bros og kæti þegar þú komst til mín um daginn og sagðir mér að nú værir þú búin að fá almennilega vinnu, en það hafði verið ósk þin lengi að fá vinnu við hæfi. Svanhvít var sú þrjóskasta sem ég hef iyrirhitt, hún var staðráðin í að sýna öllum að hún gæti hvað sem var þrátt fyrir fötlun sína. Við mamma feng- um hvor sitt kortið frá henni þegar hún fór í skíðaferð til Austurríkis í janúar sl., á mínu korti var skíða- stökkvari og þar stóð: „Var það ekki frábært þegar þessi mynd var tekin af mér í gær!“ Þetta var henni líkt. Hún fór m.a. á skíði, spilaði tennis og golf og æfði stíft í World Class, hún var staðráðin í að ná sér. Það koma svo margar minningar upp í hugann þegar ég hugsa til baka, ég hef þekkt Svan- hvíti allt mitt líf en nú er hún farin. Þegar Svanhvít veiktist fyrir þrem- ur árum stóð vinskapur tveggja vinkvenna hennar upp úr og talaði hún oft um Guðmundu og Helgu með mikilli hlýju og eiga þær heið- ur skilinn fyrir þá hjálp og vænt- umþykju sem þær sýndu henni á erfiðum tímum. Elsku Óli, Júlli, Pétur og fjölskylda, megi guð vera með ykkur á erfíðri stundu. Rannveig Grétarsdóttir. Elsku Svanný. Fegurð sólarinn- ar fölnar, eitt augnablik, á stundu sem þessari. Það eru rúm tuttugu ár síðan við kynntumst fyrst og all- ar götur síðan höfum við haldið kunningsskapinn. Við upplifðum grunnskólaárin saman, fyrstu sam- kvæmin og skólaböllin, og eftir það Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Olsen, Sverrír Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands höfum við verið samferða, við og við, á lífsleiðinni. Það voru forrétt- indi að fá að kynnast þér og lífsvið- horfum þínum. Þú sýndir mér fram á mikilvægi lífsins. Kenndir mér að njóta þess fallega og góða sem gef- ið er hverju sinni. Einnig sagðir þú við mig að ég skyldi aldrei gefast upp þótt á móti blési, því eins og þú veist best er ekkert sjálfgefið hér í þessari tilvist. Þú vissir að jarðvist þín var háð duttlungum tímans, en ekki léstu þá vitneskju aftra þér frá því að gera hlutina á þinn hátt. Atorka þín og dugnaður er öðrum til eftirbreytni. Þú varst ekki alltaf sátt við umhverfi þitt, né þær þrautir er lagðar voru fyrir þig, en með þroska þínum og innri fegurð reyndir þú alltaf að sjá sóhna á bak við skýin. Síðast er ég hitti þig, spurðir þú mig að því hvort ég væri ekki byrjaður í golfinu. Þegar ég kvað svo ekki vera, settir þú upp undrunarsvip og sagðir að það væri eitthvað sem ég yrði að byrja á. Kæra Svanný, þrátt fyrir að jarðvist þinni sé lokið að sinni, veit ég að við eigum eftir að hittast aft- ur, á öðrum stað og öðrum tíma, og hver veit nema að þá tökum við einn golfhring saman í guðsgi-ænni náttúrunni. Guð blessi þig og varðveiti. Eyjólfur Lárusson. Með þessari stuttu grein ætlum við, undiiTÍtuð, að kveðja þá já- kvæðustu og duglegustu stúlku sem við höfum nokkurn tíma kynnst. Það var í janúar 1997 að við urðum þeirrar ánægju aðnjót- andi að fá að kynnast Svanhvíti Jónsdóttur, þessari kraftmiklu og ákveðnu stúlku sem kennt hefur okkur svo margt um að gefast ekki upp. 20. júní 1995 fékk Svanhvít heilablóðfall og lamaðist að hálfu. Þessi veikindi áttu eftir að há henni alveg fram að enda, en ekki stöðv- uðu veikindin samt hennar já- kvæða hugarfar og ákveðni í að standa á eigin fótum hvað sem hver sagði. Það var svo í janúar 1997 að leið Svanhvítar lá til náms hjá Hringsjá, starfsþjálfun fatl- aðra. Strax í upphafí mættum við sterkri og ákveðinni stúlku sem byrjaði á því í upphafi að standa upp fyrir framan okkur, stóran hóp SuðurlandsbrauttO 108 Reykjavík - Sími 553 Opið öll kvöld 12 - einnig um helgar tingar fyrir ötl tilefni. o Fersk blóm og skreytingar við öll tækifæri Opið til kl.10 öll kvöld Persónuleg þjónusta Fákafeni 11, sími 568 9120 s I 5 &tmmmm#u* af fólki sem hún þekkti ekki neitt, og segja okkur örstutt frá veikind- um sínum. Jafnframt lét hún okkur vita að hún vildi enga vorkunn og enga hjálp, nema ef hún bæði um hjálpina sjálf, sem gerðist afar sjaldan. Svanhvít var dugleg og hélt vel áfram í náminu. Hún var enginn eftirbátur okkar hinna og tók virkan þátt í öllu félagsstarfí og var ákveðin í að njóta hvers augna- bliks til hins ýtrasta. Svanhvít lagði stund á bæði golf og skíði þrátt fyr- ir fötlun sem gerði það ekki beint auðvelt að iðka þessar íþróttir, með því sýndi hún okkm- að allt er hægt ef viljinn er fyrii- hendi. I október 1997 fékk Svanhvít peninga sem hún var fyrst að hugsa um að nýta til að gera eitthvað fyrir íbúðina sína, en þökk sé hinum háa herra að þá ákvað hún að gera eitthvað spennandi fyrir sjálfa sig. Ur varð að hún fór ásamt vinkonu sinni til Austurríkis á skíði, og eins og hún orðaði það svo vel sjálf: „Ferðin var æðisleg“. Það er ótrúlegt að þessi sjálf- stæða og yndislega stúlka skuli vera horfin frá okkur, svo kraft- mikil og full af lífi eins og hún var. Svanhvít var aðeins þrítug frá því í janúar og því óhætt að segja að hún hafi verið hrifin burt frá okkur öllum í blóma lífsins. Við getum þó huggað okkur við að sagt er að þeir deyi ungir sem guðii-nir elska. Við fráfall þessarar góðu vinkonu okk- ar finnum við fyrir djúpum söknuði sem aðeins tíminn mun deyfa, söknuðurinn mun þó aldrei hverfa. Brosandi ásjóna hennar mun ávallt fylgja okkur og hún mun ætíð eiga sinn stað í hjörtum okk- ar. Við brosum í gegnum tárin er við hugsum með velþóknun og væntumþykju til vinkonu sem ávallt lét okkur heyra „þið getið það ef þið viljið“. Eftirlifandi ætt- ingjum og vinum Svanhvítar send- um við okkar innilegustu samúðar- kveðjur með von um að þessi fá- tæklegu orð megi milda sorg þeirra. Fyrir hönd samnemenda Svan- hvítar hjá Hringsjá. Isleifur Jónsson. , ' v/Nýbýlaveg SÓLSTEINAR 554 4566 CrfiscJrykkjur JGAPi-inn Sími 555-4477 3IÓMríaL)M5iri öa^ðskom v/ Fossvogskirkju^a^ð Símii 554 0500 $ s Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 Allan sólarhringinn + Elskulegur faðir, stjúpfaðir, mágur og vinur, BENJAMIN POLASKY, lést í Fontana, Kaliforníu, mánudaginn 27. júlí. Útförin hefur farið fram. Fyrir hönd fjölskyldna okkar, Elsa Sig. Lorange, Ingi Ú. Magnússon. Maðurinn minn, SIGURVIN INGVI GUÐJÓNSSON frá Mjóabóli, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju þriðjudaginn 11. ágúst kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Anna Guðmundsdóttir. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNA SIGRÍÐUR JÖRGENSDÓTTIR, Dalbraut 27, áðurVitastíg 17, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavik þriðjudaginn 11. ágúst kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarfélög. Halldór Reynir Ársælsson, Guðfinna Sigurjónsdóttir, Guðmundur Ingi Sigurðsson, Guðný S. Baldursdóttir, Kristín Ósk Sigurðardóttir, Viðar Björnsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Jóhannes Ragnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er auðsýnt hafa okkur samúð og hlýhug við andlát og útför JENNÝAR LÁRU GÍSLADÓTTUR, Holtsgötu 14, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sólvangs, 2. hæð, fyrir einstaka umönnun og hlýhug Brynjólfur Jóhannesson, Þórunn Þráinsdóttir, Emilía Jóhannesdóttir, Kjartan Jónsson, Sveinn Jóhannesson, Hlín Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnaböm. + Okkar hjartkæra, SVANHVÍT JÓNSDÓTTIR, Eyrarholti 2, verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnar- firði mánudaginn 10. ágúst kl. 13.30. Blóm og kransar afbeðnir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er vinsamlegast bent á Heila- vernd. Jón Hlífar Aðalsteinsson, Kristín B. Jónsdóttir, Júlíus Júlíusson, Ólafur Júlíusson, Pétur Jónsson, Arna Hreinsdóttir, Einar Aðalsteinn Jónsson, Eyrún Jóhannesdóttir, Þorbjörg Ó. Jónsdóttir, Karl R. Róbertsson, Sigurður F. Jónsson, Björg Ó. Helgadóttir. Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró íslensk framleiðsla MOSAIK . Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.