Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson ALLT að sex manns vinna við skinnaverkunina á Hrólfsstöðum þegar flest er á haustin. Hér sést hluti starfsfólksins vinna við refaskinn. Börn á Skagaströnd senda börnum í Bosníu jólagjafir Skagaströnd - Þau voru stolt af sjálfum sér börnin af leikskólanum Barnabóli á Skagaströnd er þau af- hentu prestinum sinum marga pappakassa fulla af jólagjöfum handa fátæku og stríðshijáðu börnunum í Bosníu. Presturinn ætlar að sjá um að koma gjöfunum til skila fyrir börnin og að launum sagði hann þeim söguna um fæð- ingu Jesú og söng með þeim nokk- ur lög. Það er í raun Norðurpóllinn - jólaþorp á Akureyri sem stendur fyrir jólagjafasöfnuninni og mun sjá um að koma pökkunum í hend- ur barna i Bosniu nú um jólin. Flutningsaðilar á Skagaströnd og Blönduósi munu ókeypis sjá um að pakkarnir komist undir Jólatré allra barna á Akureyri en þaðan verður þeim komið á áfangastað. Krakkarnir á leikskólanum komu með pakkana heiman frá sér en í þeim eru leikföng, notuð og ný, ásamt fatnaði sem þau eru hætt að nota. Gjöfunum var flestum pakkað inn heima en litlar hendur á leikskólanum búa til merkimiða og líma á. Krakkarnir voru fúsir til að upp- lýsa fréttaritara um það að börnin í Bosníu ættu svo bágt. því þótt jól- in kæmu til þeirra fengju þau eng- ar gjafir. „Það eru ekki einu sinni til búðir þar svo maður getur ekki keypt neitt,“ sagði einn lítill dreng- ur og gerði sér auðsjáanlega fulla grein fyrir alvöru málsins. Þýðir ekki að elta sveiflur í loð- dýraræktinni Vaðbrekku, Jökuldal - Guðmund- ur Olason loðdýrabóndi á Hrólfs- stöðum segir að ekki þýði að elta verðsveiflurnar í loðdýraræktinni, annaðhvort sé maður loðdýrabóndi eða ekki. Guðmundur segist verða að standa af sér niðursveiflurnar til að vera með góðan stofn þegar uppsveiflurnar koma og lánastofn- anirnar séu farnar að skilja þetta sjónarmið. „Þar hefur stundum vantað á skilning þau sextán ár sem ég hef verið í loðdýrarækt- inni,“ segir Guðmundur. Skilar ekki miklum virðisauka að selja á lágmarksverði „Það er dýrast að setja á lífdýr þegar verð er í hámarki, það tek- ur út úr rekstrinum, heppilegra er að bæta við sig lífdýrum þegar verð á skinnum er lágt, bæta stofninn þá og vera tilbúinn með stóran og góðan stofn þegar verð- ið hækkar." Guðmundur tekur sem dæmi að það hafí verið dýrt fyrir þá sem byrjuðu loðdýrabú- skap í annað skiptið fyrir tveimur árum að kaupa lífdýr þegar skinnaverð var í hámarki og verða nú að selja öll sín skinn á lág- marksverði, það skili ekki miklum virðisauka. Guðmundur segist halda sínu striki hvað reksturinn varðar og ekki elta þessar sveiflur mikið, þær komi alltaf annað veifið. „Ég verð að búa við sveiflurnar og laga mig að þeim. Skinnaverkunin á þessu hausti hefur gengið vel. Nú er skinnaverð í lágmarki og þegar það er í lágmarki segir reynslan mér að það fari hækkandi í fram- tíðinni," segir Guðmundur. GUÐMUNDUR Ólason bóndi á Hrólfsstöðum og Guðmundur Óli sonur hans við þönuvagn þegar stund gafst milli stríða. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson HLUTI barnanna á Barnabóli, sem komu með jólagjafir handa fátæku börnunum í Bosníu. Jólatré sótt út í skóg Grund - Nú er kominn sá tími að fólk er í óða önn að undirbúa jólahátiðina, og það sem alls ekki má vanta er jólatrén. Fyrir þessi jól, eins og undan- farin jól bjóða Skógrækt ríkisins og einstaklingar sem rækta jóla- tré, fólki að koma og velja sér og höggva sitt eigið tré. Þetta eru hinar skemmtilegustu ferðir fyr- ir fjölskylduna, og börnin verða mun ánægðari með trén sín ef þau fá að velja þau sjálf. Oft vill þó koma upp vandamál ef börnin eru mörg í fjölskyldunni, en smekkurinn misjafn, og öll vilja sitthvort tréð. Þá er gott að vitna í gamalt máltæki - sá vægir sem vitið hefur meira. Starfsfólk Marels kom í Sel- skóg í Skorradal fyrir nokkru að velja sér tré hjá Skógræktinni í Hvammi. Allir eru velkomnir slflira erinda, bæði starfshópar og einstaklingar, og hægt er að taka á móti hópum sem í eru á annað hundrað, eins og hópurinn frá Samskipum sem kom um síð- ustu helgi. Eftir skógarhöggið er gjarnan farið heim að Hvammi til að ylja sér á heitu súkkulaði. Tveir aðilar bjóða upp á þessa þjónustu í Skorradal. Skógrækt ríkisins, Hvammi, en skógarvörð- ur þar er Ágúst Arnarson og hjónin í Dagverðarnesi, Kristín Guðbrandsdóttir og Jón Jakobs- son. Morgunblaðið/Davíð Pétursson Fasteignamiðlunin BERG, Háaleitisbraut 58, sími 588 5530. Matsölustaður með vínveitingaleyfi Höfum til sölu af sérstökum ástæðum einn af betri veitingastöðum borgarinnar. Um er að ræða virtan og þekktan stað á sínu sviði. Hefur yfir að ráða góð húsnæði og hæfu starfsfólki. Hagstætt verð. Góð velta. Ath.: Petta er mjög gott tækifæri. Upplýsingar á skrifstofu hjá Andrési Pétri. Olympíuleika- tæki gefín til Húsavíkur Húsavík - Vegna tilraunakeppninnar í eðlisfræði voru keypt til landsins tilraunatæki til þess að framkvæma próftilraunir leikanna. Verklega prófið sem fór fram í sumar fólst í því að um 300 keppendur þreyttu sömu til- raun í prófinu í Laugardalshöll. Við tilraunina þurfti að nota sveifluvaka, stafræna spennu- og straummæla. AIls voru þetta um 500 tæki í 150 settum og heildarandvirði þeirra var um 10 millj. kr. Að keppninni lokinni hafa tækin verið gefin til ýmissa framhaldsskóla og sl. miðvikudag lauk tveggja mánaða fræðsluferð Viðars Ágústssonar, framkvæmdastjóra 29. Ólympíuleikanna í eðlisfræði, um landið þegar hann af- henti Framhaldsskólanum á Húsavík þrjú slík sett til- raunatækja íyrir kennslu í rafmagnsfræði og rafsegul- fræði með verklegri eðlisfræði. Viðar hefur að tilhlutan menntamálaráðuneytisins samið hæfilegt námsefni með þessum tilraunatækjum og haldið námskeið um notkun þeirra fyrir eðlisfræðikennara. Morgunblaðið/Silli GUNNAR Baldursson tók við tækjunum fyrir hönd Framhaldsskóla Húsavíkur úr hendi Viðars Ágústssonar. Framhaldsskólinn á Húsavík var hinn síðasti af þeim 23 framhaldsskólum sem tilraunatækin fengu og námskeiðanna nutu og veitti þeim tækjum móttöku á Húsavík Guðmundur Birkir Þorkelsson skólameistari og Gunnar Baldursson aðstoðarskólameistari og lýstu þeir ánægju sinni og þakklæti yfir að hafa fengið þessi tæki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.