Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Áfram gert ráð fyrir umferð um görnlu Hringbrautina eftir að hún verður færð Skerðir nýtingar- möguleika GERT er ráð fyrir því í samkomu- lagi Reykjavíkurborgar og Ríkis- spítala um flutning Hringbrautar til suðurs að áfram verði leyfð um- ferð um götuna þar sem hún liggur nú, þ.e. að önnur akrein hennar verði notuð áfram. Er ætlunin að hún greiði leið inn á Landspítalalóð og að strætisvagnar fari um hana. Framkvæmdastjóm Ríkisspítala telur að gatan skerði möguleika á tengingu bygginga á Landspítala- lóð ofan og neðan Hringbrautar. Ingólfur Þórisson, aðstoðarfor- stjóri Ríkisspítala, tjáði Morgun- blaðinu að til að ná samkomulagi við borgina um leyfi til fram- kvæmda við nýjan bamaspítala hefði framkvæmdastjórn Ríkisspít- ala orðið að samþykkja umferðai-- götu þar sem Hringbraut liggur nú. Sagði hann borgaryfírvöld hafa viljað spyrða þetta við veitingu byggingarleyfís. I Púlsinum, fréttabréfi Ríkisspít- ala, segir að stjórnendur og starfs- menn spítalans megi ekki láta und- an síga og verði að berjast gegn þessari götu þegar að því komi að leggja hana árin 2001 til 2002. „Verði gatan lögð mun hún skerða verulega möguleika á þróun Land- spítala og tengingu bygginga neð- an núverandi Hringbrautar við efri hluta lóðarinnar. Ekki er ljóst á hvern hátt á að leysa bílastæða- vanda spítalans þegar Reykjavík- urborg hefur tekið það landsvæði sem nota átti til að leysa þann bráða vanda,“ segir m.a. í Púlsin- um. Greiðari Ieið inn á Landspítalalóð Stefán Hennannsson borgar- verkfræðingur segir að umferðar- s\ v;. ÚÚÚ 'r REYKJAVÍK gata á sama stað og núverandi Hr- ingbraut er sé m.a. hugsuð til að leyfa umferð strætisvagna sem þjóna myndu m.a. Landspítalanum og gera aðgang að Landspítalalóð greiðari úr austri en ætlunin væri að einstefna væri á götunni til vest- urs. Hann sagði götuna aðeins verða tvær akreinar og forráða- menn spítalans fengju að ráða því hvort notuð yrði sú syðri eða nyrðri. Þá sagði hann mögulegt að sveigja götuna eitthvað til ef það mætti verða til að ná betri nýtingu á bílastæðum. Stefán sagði umferð um þessa götu verða margfalt minni en um núverandi Hringbraut eða kannski 5’ til 8 þúsund bíla á dag. Um Hringbrautina fara nú um 50 þúsund bílar. Borgarverkfræð- ingur benti og á að mjög mikil um- ferð væri að og frá Landspítalan- um og því yrði að gera ráð fyrir góðum tengingum. Hámarkshrað- ann sagði borgarverkfræðingur verða 40 km á þessari götu. Ekki liggja fyrir teikningar að endanlegum frágangi götunnar en gert er ráð fyrir að unnið verði að þeim í tengslum við deiliskipulag eigi síðar en á miðju næsta ári. Vigdís hiuttiií stjórn IE VIGDÍS Finnbogadóttir, fyrr- um forseti Islands, hefur ákveðið að ganga úr stjórn Is- lenskrar erfðagreiningar frá og með 1. janúar næstkomandi. Var þetta ákveðið á stjórnar- fundi fyrirtækisins 18. nóvem- ber síðastliðinn. Samkvæmt upplýsingum frá Islenskri erfðagreiningu þykir Vigdísi ekki fara saman að sitja í stjórn IE og gegna for- mennsku í nefnd á vegum UNESCO, sem fjallar um sið- fræði í vísindum og tækni, en hún hefur tekið að sér for- mennsku í þeirri nefnd. Nefnd- in mun taka til starfa í aprfl á næsta ári. Vigdís hefur setið í stjórn IE frá upphafi og tók þátt í að ýta fyrirtækinu úr vör, samkvæmt upplýsingum ÍE. „Vigdís var mjög mikilvæg fyrir starf íslenskrar erfða- greiningai-. Strax í upphafí lagði hún mjög mikla áherslu á | siðfræði í því sem við fáumst við og vakti af miklum krafti yfir séríslenskum hagsmunum og hagsmunum sjúklinga, segir Kári Stefánsson, forstjóri ÍE. Anægðir með snjóinn FÉLAGARNIR Elvar og Aron voru hæstánægðir með snjóinn sem sett hefur niður á höfuð- borgarsvæðinu síðustu daga og renndu sér kátir niður brekku við Fífuhvammsveg í Kópavogi þegar ljósmyndari Morgun- blaðsins átti Ieið þar um í gær. HOLTAGARÐAR OPIÐ I PAG KL« 10-22 Morgunblaðið/RAX Samkeppnisstofnun svarar sjö kærum vegna auglýsinga LIU Brjóta ekki í bága við samkeppnislög KÆRUM frá Samtökum um þjóð- areign og Sigurgeiri Jónssyni í Sandgerði til Samkeppnisstofnun- ar vegna auglýsinga Landssam- bands íslenzkra útvegsmanna, sem birtust í Morgunblaðinu í septem- ber, október og nóvember hefur verið vísað frá. Telur stofnunin auglýsingarnar ekki brjóta í bága við samkeppnislög og mun því ekki hafa af þeim frekari afskipti. í erindi frá Samtökum um þjóð- areign til Samkeppnisstofnunar 2. nóvember er því haldið fram að með auglýsingunum hafi LÍÚ brotið gegn ákvæðum 20., 21. og 22. greinar samkeppnislaga. Þær fjalla m.a. um góða viðskiptahætti, að óheimilt sé að veita rangar, ófullnægjandi eða villandi upplýs- ingar, að þær skuli þannig úr garði gerðar að ekki leiki vafi á að um auglýsingar sé að ræða og að sýna verði sérstaka varkámi vegna trú- girni barna og unglinga. I bréfi Sigurjóns Heiðarssonar, lögfræðings Samkeppnisstofnun- ar, til kæranda segir að LÍÚ hafi ekki verið að auglýsa vöru eða þjónustu, auglýsingarnar séu gerðar í tilefni fræðsluátaks tengdu ári hafsins og beri merki upplýsingar og fræðslu. „Þó svo að kvartandi telji fullyrðingarnar sem fram koma í auglýsingunum rangar er að mati Samkeppnis- stofnunar ekki um að ræða skað- leg áhrif í skilningi samkeppn- islaga, neytendum eða keppinaut- um til skaða,“ segir m.a. í bréfinu. Þá er því einnig vísað á bug að ekki sé auðvelt að átta sig á að um auglýsingar sé að ræða og sömu- leiðis er það niðurstaða lögfræð- ingsins að ekki verði séð að aug- lýsingarnar geti valdið skelfingu hjá börnum né að þær sýni hættu- legt fordæmi. Sigurgeir Jónsson í Sandgerði kærði vegna auglýsingar með titl- inum „velkomin um borð“ og birt var í nafni íslenskra útvegsmanna sem hann telur villandi þar sem ekki standi allir útvegsmenn að henni. Fær Samkeppnisstofnun ekki séð hvernig samkeppnislög geti átt við í þessu tilviki, auglýs- ingin sé ekki birt með viðskipta- hagsmuni í huga heldur sem þátt- ur í fræðsluátaki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.