Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.12.1998, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ 44 MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1998 5tjörnur-Hnettir feyklrófa U 'AZrSSjJ Skólavörðustíg 1a * Nýkomtd uktn enskt CtutemtutV HÍmteii (fí/C Ekki bara LACOSTE bolir! fierm GARÐURINN § -klæðirþigvel Tölvustólar heimilisins Teg. 235 Vandaður skrifborðsstéll með háu fjaðrandi baki , og á parkethjólum Teg. 270 Vandaður skrifborðsstóll á parkethjólum Armarfáanlegir 3.200,- J EG Skrifstofubúnaður ehf Ármúla 20 sími 533 5900 fax 533 5901 Ekta grískir íkonar frákr. 1.990 /nííft Jðrofnnö 1974 munít Klapparstíg 40, sími 552 7977. LISTIR Samar og nor rænir menn SAMAR og þeirra menning er ekki fyrirferðarmikil í íslenskum bókmenntum. í Útisetunni eftir Guðrúnu Bergmann er þó fjallað um samskipti Sama og norrænna manna á landnámsöld og ferða- lag ungrar konu alla leið til fs- lands. Hvernig stóð á því að þú fékkst áhuga á þessu efni? „Hugmyndin kviknaði þegar ég var að lesa Islendingasögurn- ar fyrir nokkrum árum. Þá var ég að undirbúa Víkingakortin mín og sá hversu mikið af mönn- um hafði komið siglandi hingað frá Hálogalandi eða hafði siglt þangað þegar þeir fóru til Nor- egs, enda eni þessar eyjar út af Norður-Noregi aðeins norðar en Island og menn kunnu að sigla eftir breiddarbaugum í þá daga. Við lesturinn rak ég líka oft aug- un í það að ýmsir innheimtu skatt af íbúum Finnmerkur þannig að norrænir menn fóru þangað norðureftir. Eg vissi að meðal Samanna voru miklir seið- menn og fór að velta fyrir mér tengslum þarna á milli og hvort þau myndu hugsanlega skýra eitthvað þennan dulræna þátt sem í Islendingum er, af því að hann er mjög sterkur" segir Guð- rún og heldur áfram. „Það er nefnilega ekki mikið talað um að norrænir menn hafi búið yfir honum. Hins vegar er talað um finnakonur í sögunum og að þær hafi haft forspárgáfur og jafnvel að menn hafi leitað til finna- kvenna áður en þeir héldu í land- nám. Út frá þessu fór ég að leika mér með hugmyndina um að kannski hefði þessi dulræni þátt- ur í Islendingum eitthvað tengst blöndun þarna á milli og fór að vinna með þetta sögusvið og spinna þræði í kringum það. Tveimur árum eftir að ég byrjaði á þessu verkefni las ég grein eft- ir Hermann Pálsson í Lesbók Morgunblaðsins þar sem hann ræðir þessi samísku tengsl og bendir meðal annars á að Egill Skallagrímsson hafi átt samíska langömmu." Heimildavinnan hefur verið töluverð, hvar leitaðir þú helst fanga? „Eg fór margar ferðir á bóka- safn Norræna hússins til að skoða bækur um Sama, Ias sögur og upplýsingar um þjóðfiokkinn sem hirðingja og eins þjóðsögur þeirra. Auk þess fór ég til Norð- ur-Noregs. Mér fannst nauðsyn- legt að fara á söguslóðir, bæði til að fá tilfinningu fyrir landinu og eins til upplýsingaöflunar. Eg flaug til Tromsö og á safninu við háskólann þar er stór samísk deild. Þeir kölluðu sig Sámi Sokka til forna og ég nota á-ið í Útisetunni og tala um Sámi fólk- Guðrún Bergmann ið. Á háskólasafninu fann ég margvíslegar heimildir, til dæmis um guðina sem Samar t.rúðu á á þessum tima. Þar hitti ég Knut Helskog fornleifafræðing sem er yfir samísku deildinni. Hann eyddi miklum tíma í að fræða mig og eftir að ég kom heim og fór að vinna úr efninu sem ég hafði viðað að mér gat ég leitað til hans eftir nánari upplýsing- um,“ segir Guðrún. Frá Tromsö hélt Guðrún til Alta og þaðan til Kautokeino sem er inni á hásléttunni. „Þetta var í mars, mikill snjór og skafrenn- ingur. I Kautokeino skoðaði ég byggðasöfn og hitti að máli Sama, sem fæddir voru og upp- aldir í kottjöldum (lávvu), komst í snertingu við hreindýrahjörð og borðaði matinn sem venjulega er eldaður í tjöldunum. Ég náði miklum tengslum við landið og fann einn „stað“ en við þá eru steinar eða klettar þar sem Sam- arnir ákölluðu guði sína til forna. Á bakaleiðinni til Tromsö keyrði ég hringleið sem lá að stórum hluta í gegnum Finnland. Þar skynjaði ég óravíðáttu háslétt- unnar og upplifði einsemdina, því allir ferðamannastaðir voru lok- aðir og langt á milli bæja og stundum enga að sjá. Hér heima fór ég mörgum sinnum um allt landsvæðið sem sögupersónan ferðast um og reyndi að gera mér í hugarlund hvernig það liti út frá sjónarhorni gangandi manneskju, hver sjóndeildar- hringurinn væri í skógi vöxnu landi og hugsaði um hvaða leiðir hún hefði valið. I Borgarfirðinuin leitaði ég til bænda um upplýs- ingar um vöð á ánum þar, því þótt slíkar upplýsingar séu ef til vill í einhverjum gömlum bókum vissi ég ekki hvar átti að leita þeirra. Ég er mjög þakklát öllum þeim sem hafa veitt mér upplýs- ingar, sem ef til vill er ekki beint hægt að lesa af siðum bókarinn- ar, en hafa gefið frásögninni bakgrunn“ segir Guðrún. S EG fylgist með hreyfingum afa Ailos og þegar hann gef- ur mér merki, beygi ég höf- uðið. Við það fellur skinnið af öxlum mér til jarðar. Afi Ailo stígur eitt skref fram og ég finn hversu skörp skynfæri mín eru eftir föstuna. Þau nema karlmannlega lykt hans sem er örlítið beisksúr svitalykt og finn hvernig hún blandast lyktinni af matnum sem hann hefur verið að borða og fitulykt úr hári hans. Lokaður heimur Astin og dauðinn BÆKLR Ljoð BÚRIÐ BÆKUR Skáldsaga TÁR PARADÍSARFUGLSINS Einar Orn Gunnarsson, Ormstunga, 1998. 104 bls. Verð: 2.790 kr. Prentun: Steinholt. ÁRIÐ 1986 sendi Einar Örn Gunnarsson frá sér smásöguna Bréf til mömmu. Nú hefur hann tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið því smásagan, lítið eitt breytt, myndar fyrsta kafla nýrrar skáldsögu hans. Þar skrifar ungur maður látinni móður sinni bréf sem í senn er brengluð „ástarjátning" hans til móðurinnar og óhugnanlegur vitnis- burður um sjúkan huga manns sem lifir í lokuðum heimi eigin ranghug- mynda. Sá heimur er fullur ofbeldis, sjálfshafningar og -vorkunnar bréf- ritara sem kallar sig „Vitrun hins Guðdóm- lega Kærleika“, auk fyr- irlitningar á þeim sem ekki hafa sömu sýn og hann. Hann hefur megna óbeit á öllu því sem tengist borgaraleg- um gildum en er um leið afurð smáborgara og notfærir sér margt af því sem lífi foreldranna tilheyrir. Hann sækist einnig eftir viðurkenn- ingu samfélagsins á snilli sinni en er (skilj- anlega) alls staðar hafn- að og endurupplifir hann um ieið höfnun foreldranna í æsku, sér- staklega þó föðurins. Þessi höfnun virðist að einhverju leyti vera skýring sögunnar á geð- veiki hans. Sögumaður rifjar upp samband sitt við móður og fóður (sem einnig er látinn) og segir mömmu frá því sem á dagana drífur eftir að hennar nýtur ekki lengur við. Þrátt fyrir andúð á föðurnum fer sonurinn í föt hans í ógeðfeildum leiðöngrum sín- um um bæinn, en einnig í óeiginleg- um skilningi því báðir beita móður- ina grófu ofbeldi. Ofbeldi sonarins nær raunar út yfir gröf og dauða. „Astarjátning" hans og þráhyggju- full móðurbindingin er fyrst og fremst valdbeiting og má vel líta á bréfið sem nauðgun hans á látinni móður sinni. Hann þráir að hverfa inn í og yfirtaka hana, ekki aðeins í lífinu handan dauðans, heldur bein- línis í gröfinni. Ofbeldið stigmagnast í textanum þar til valdbeitingin verð- ur loks eina tjáningarform bréfrit- ai-a. Þegar ofbeldið nær að lokum hámarki í limlestingum og hrotta- legri nauðgun missir það þó tökin á lesandanum, meðal annars vegna þess hve beinar og dólgslegar lýsing- arnar eru. Um leið glatar frásögnin nokki-u af trúverðugleika sínum. Að vísu er trúverðugleiki kannski ekki helsta keppikefli textans, sögumaður er allt annað en áreiðanlegur og eiga atburðir sér ef til vill einungis stað í hugarheimi hans. Maðurinn, sem formsins vegna er einráður í frásögninni, talar í frös- um. Hann sér heiminn í skýru Ijósi og er í eins konar krossferð sem meðal annars miðar að því að „vernda“ sak- leysi barna og hreinsa heiminn af hræsni. Hann hefur komið sér upp ákveðnu trúarkerfi þar sem hann er æðsti- prestur og stundum guð og hefur textinn oft yfirbragð predikunar sem leitast við að koma Sannleika sonarins á framfæri. Innihald þessarar predikunar er hins vegar af allt öðrum og meira hrollvekjandi toga en við eigum að venjast í hefðbundnum stólræðum, en sú hroll- vekja kemst þó ekki alltaf nægilega vel til skila. Sögumaður gerir sér of skýra grein fyrir eigin afbrigðileika til að sálsýki hans nái tökum á lesanda, auk þess sem textinn hneigist til of- skýringa þannig að stundum verður takmarkað rými fyrir ímyndunarafl þess sem les. Best tekst höfundi að mínu mati upp þegar lesanda er látið eftir að fylla upp í eyður frásagnar- innar og má í því sambandi bæði nefna dauða hundsins Hvutta og föð- urins. Sá óhugnaður sem þar leikur á milli lína er mun áhrifameiri en sá sem því miður er of oft einungis orð- aður. Kristín Viðarsdóttir Eftir Steindór Ivarsson, eigin útgáfa, Reykjavík, 1998, 63 bls. BÚRIÐ er fyrsta Ijóðabók höf- undar. Verkið byrjar á einskonar ávarpi til „vinar“ en „Búrið/var eitt sinn vinur minn“ segir á öðrum stað. Ávarpið er eina ljóðið þar sem skáldið leyfir sér mælsku og beinir spjótum sínum að fordómum sam- félagsins. Bókin skiptist í fjóra hluta; sá fyrsti, „Búríð“, lýsir upp- lifun og afneitun sam- kynhneigðar, í öðram kafla, „Frelsi“, er við- fangsefnið ástin, í þeim þriðja, sem hefur ekki nafn heldur kross sem titil, er tekist á við dauða ástvinar. Fjórði kaflinn nefnist „Sátt“ og samanstendur af þremur ljóðum. Enda er sáttin ef til vill ekki mikil. Merkja má aukinn áhuga á hlutskipti samkynhneigðra í samtímanum, jafnvel aukinn skilning á menningu þeirra. Yrk- isefni Steindórs hafa hinsvegar verið algengari á öðram bók- menntasviðum, í skáldsögum og leikritum, en eitt albesta leikrit síðari ára, Ástarsaga 3 eftir Kríst- ínu Ómarsdóttur, fæst við svipaða hluti. Þá má nefna Engla í Amer- íku en eitt af nokkrum leiðarminn- um Búrsins er það sama og i því ágæta stykki: englar. Meiri ná- lægð er í Ijóðum Steindórs, enda býður formið uppá það. Ljóðin era einföld og persónuleg og í þeim sársauki og spenna. Titilljóð verksins er prósi í þremur hlutum sem fjallar um „ótta við að upplifa ást sem samfélagið fordæmir" einsog sagt er á bókarkápu. Ljóð- mælandi kemst útúr búrinu í lok fyrsta hlutans og eiginlega halda ljóðin áfram með sögu. Fallegustu ljóðin era, að mér fínnst, í öðrum hlutanum, ljóð um ást og erótík, svo sem „Birting“: Ofurhægt birtist þú mér í rökkrinu 3 Léttan stigum við dans í ásýnd allra Að lokum elskaði ég þig og enn í dag undrast ég gæfu mína Búrið myndar sterka heiid. Mörg ljóðin era með stuðlum, leifum af ljóðahefðinni, þau sterkustu era stuttar, hversdagslegar mynd- ir. Ljóðin eru jöfn og sviplík en í þremur þeirra er notuð sú að- ferð að dulkóða bann- orð með því að feitletra vissa stafi; lesturinn líkist ráðningu kross- gátu og þessi ljóð standa ekki nægilega undir sér að öðru leyti. Önnur ljóð ná því að vera ekki aðeins sterk heldur ágæt, einkum „Neon“, „Leikvöllur drauma“og „Von“: ilmur afnýju vori brosandi orð af fólu andliti gull reykelsi myrra happaþrennan sem brást Búrið þolir vel marga lestra. Yrkisefni Steindórs Ivarssonai' era klassísk, ástin og dauðinn. En sjón- arhomið er óhefðbundið, fögnuður og gleði yflr hlutum sem fyrir flesta eru sjálfsagðir. Búrið er ekki hnökralaust verk en í því eru samt óvenjuleg og sterk ljóð. Hermann Stefánsson Einar Örn Gunnarsson Steindór Ivarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.