Morgunblaðið - 19.12.1998, Qupperneq 78

Morgunblaðið - 19.12.1998, Qupperneq 78
^ 78 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Smáfólk 5EE? THERE THEY ARE... TH05E ARE THE 6LOVE5 l'D LIKETO m PE66Y JEAN FOR CHRI5TMAS.. UJHERE ARE YOU / THAT'S 60ING TO 6ET [ THE TUJENTY-FIVE \ PROBLEM DOLLARS? MAYBE YOL/ COULD 5ELL YOUR P06... I TAKE IT BACK.. HE'5 PROBABLY ONLY WORTH FIFTY CENT5 Sérðu? Þarna eru þeir ... þetta eru hanskarnir sem ég vildi gjarnan kaupa handa Pálu Jdnu f jdlagjöf... Hvar ætlarðu að fá 2000 krdmir? Það er vandamálið. Kannski get- urðu selt hundinn þinn ... Ég tek það til baka ... hann er sennilega að- eins 50 kr. virði. BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • • Ommustelpa Frá Guðbjörgu Grímsdóttur: EITT af því sem er svo spennandi við jólin er að lesa einhverjar af þeim bókum sem koma í jólabóka- flóðinu. I ár byrjaði ég á barnabók- inni Ömmustelpa eftir Ái-mann Kr. Einarsson. Hún fjallar um tímabil í lífi lítillar stelpu sem elst mikið upp hjá ömmu sinni og afa. Það var margt sem bókin vakti mig til umhugsunar um en ég vil sérstaklega nefna þau þrjú atriði sem snertu mig mest. I fyrsta lagi var það að mér fannst mér vera kippt aftur í tímann. Það var vegna þess að amman og afinn notuðu stundum orð sem við heyr- um svo sjaldan en eru svo skemmti- leg. Sem dæmi um það má nefna þegar amma segir: „skárri er það nú gassinn", þegar hún er að tala um hamaganginn í krökkunum. Ég fór ósjálfrátt að hugsa um það hvort að ég væri nú nógu dugleg að rækta ís- lenskuna mína. Það er svo auðvelt að jtrassa tungumálið sitt. I öðru lagi kom kennarinn upp í mér og ég sá marga möguleika á að nota bókina í kennslu, bæði með yngri börnum og unglingum. Með yngi bömunum væri hægt að lesa hana upphátt og ræða um þau orð sem börnin skilja ekki, bera saman fjölskyldulífið í bókinni og svo hvernig það er í dag o.s.frv. Með unglingunum sá ég fyrir mér að hægt yrði að lesa bókina og búa til verkefni út frá henni þar sem inni- haldið myndi taka mið af lífsgæða- kapphlaupinu, umönnun aldraðra, leikíongum fyrr og nú o.s.frv.. Þetta eru nú bara hugmyndir og ég ætla ekki að fara að skrifa kennsluverk- efni hér en bókin býður upp á marga möjguleika. I þriðja lagi - og það sem snart mig mest - var heimur barnanna. Armanni tekst svo vel að koma heimi barnanna til skila. Þá á ég við hugsanir þeirra og leik. Það er ein- stakt hvernig börn hugsa og ekki alltaf jafnauðvelt að koma því til skila á skemmtilegan hátt. Það tekst Armanni hins vegar. Hann dregur mann inn í veröld barnanna og mað- ur fær að vita hvernig ömmustelpa og frændi hennar hugsa. Gott dæmi um það er þegar ömmustelpa er bú- in að hlusta á afa sinn útskýra hvernig útvarpið virkar. Hún horfir á afa sinn og segir svo að hún ætli að verða hátalari þegar hún verður stór af þvi að það er hann sem segir sög- urnar! A þeim tíma sem sagan gerist er úrval leikfanga ekki jafnmikið og það er í dag og það er skemmtilegt að lesa hverju krakkamir fundu upp á í þá daga. Það er nú ekki svo ýkja langt síðan ömmustelpa ólst upp hjá ömmu sinni og afa en margt hefur breyst. Sumt er þó sígilt og má þar nefna þykjustuleikinn sem er óskap- lega mikilvægur. Hann er mjög raunverulegur fyrir bömunum og það sjáum við þegar kaupmaður í þorpinu (sem hópur krakka hafði byggt) opnar búðina sína. Þú getur beðið um hvað sem er í búðinni - það er allt til. Að lesa um leikina og upp- átækin í bókinni er holl áminning til okkar fullorðna fólksins um að við eigum ekki að mata börnin of mikið, heldur að leyfa þeim að uppgötva og rannsaka heiminn upp á eigin spýt- ur. Ömmustelpa fékk mig til að hlæja, það em svo yndisleg uppá- tæki og úrræði sem krakkamir hafa. Einu sinni vom þau til dæmis búin að skíta sig út í hinum sívinsælu dmllupollum. Amma vildi ekki láta þau skipta um fót, þau gætu bara haldið áfram að leika sér. En krakk- arnir deyja nú ekki ráðalausir - þau fóm og klipptu buxnaskálmarnar af til þess að losna við drulluna! Ég hugsaði með mér að ef allir skiifuðu niður hjá sér allt það skondna sem krakkar segja þá ættum við efni í marga bókaflokka. Ég gæti haldið áfram að telja upp spaugileg atvik úr sögunni en ég vil ekki taka alla skemmtunina frá þeim sem eiga eftir að lesa bókina. Ég vil eindregið mæla með Ömmustelpu, hún er vin- samleg ábending frá Armanni til okkar allra um að varðveita heim barnanna í okkur sjálfum. GUÐBJÖRG GRÍMSDÓTTIR, kennari í Ósló. R-listinn kominn í hundana aftur Frá Friðriki Haraldssyni: FYRIR síðustu borgarstjórnarkosn- ingar gáfu flokkarnir okkur kjós- endum kost á að leggja fyrir þá spurningar á vefsíðum Morgun- blaðsins. Ein spurninganna hljóðaði efnislega þannig, að fyrirspyrjandi vildi forvitnast um afdrif peninga, sem innheimtust sem hundaskattur og hvaðan fjármagn kæmi til að standa undir ýmiss konar fram- kvæmdum fyrir hestamenn, s.s. reiðstíga, göng undir götur og vegi o.s.frv. Sjálfstæðisflokkurinn kom sér hjá að svara, en R-listinn sendi aðstoðarmann borgarstjóra, Krist- ínu Arnadóttur, fram á ritvöllinn til að svara. í raun og veru benti hún aðeins á tvö atriði, sem snerta hundaeigendur og kostuðu ein- hverja peninga, þ.e. Geirsnef og hundaeftirlitsmann. Eitthvað kostar líka að raða pappírum. Nú ætlar R-listinn að hækka nokkra gjaldflokka sína, þ.á m. hundaskattinn, minnugur þess, að hann varð að draga verulega úr slíkri hækkun í síðustu tilraun vegna þess að hann gat ekki rök- stutt nauðsynina og útskýrt nýtingu fjármunanna. Skyldi vera hægt að nota sama bragðið aftur, því að ekki hefur orðið nein sýnileg breyting á ástandinu. Hundaeigendur eiga bara að borga án þess að nokkuð komi í staðinn fyrir meirihluta gjaldsins! Okkur var lítið skemmt við til- kynningar um hækkun útsvars, tunnugjalds og málamyndalækkun fasteignaskatta, þar sem hækkun fasteignamats nam næstum allri lækkuninni. Svona reikningskúnstir eru ekkert annað en móðgun við heilbrigða skynsemi. Hvenær á að lækka eða afnema skolpskattinn? í svari Kristínar kom líka fram að Vegagerð ríkisins og borgin stæðu undir öllum framkvæmdum, sem snerta hestamennsku án þess að sérstakt gjald kæmi fyrir frá hesta- eigendum. Kettir rápa gjaldfríir um borgina þvera og endilanga. Skyldi þarna vera verkefni fyrir jafnréttis- ráð? Undirritaður óskar eindregið eftir skýringum á ofangreindri mis- munun og nýtingu fjár, sem er inn- heimt sem hundaskattur. FRIÐRIK HARALDSSON, Hverafold 48, Reykjavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.