Morgunblaðið - 26.02.1999, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 26.02.1999, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SAMRÆMD PRÓF OG MENNTUN ÍBÚA í SKÓLAHVERFUM m JL « „ Meðaleinkunn F L O K K A R í B Ú A Óheimilar fjarvistir, hlutfall af kennslust. wm prófum, 4 greinar Grunnskólapróf sem lokapróf Starfssnám eða iðnnám sem lokapróf Bóklegt framhaldsnám sem lokapróf Háskólanám sem lokapróf Hagaskóli 6,25 mam 15% ■■■116% msMMBnm 29% SSSÍijSBKiHHfiBÍBB 40% 0,55 Hlíðaskóli 6,22 ■■BHB 25% ■■■18% 41 % 0,91 Hvassaleitisskóli 6,02 ■■■■■22% ■■■■21% 0,07 Ölduselsskóli 5,77 ■■■■■128% ■■■■■24% ■■■■■26% HHHHll 22% 1,56 Álftamýrarskóli 5,72 ■HHHHI24% ■■■■22% ■■■^■27% ■■■■■27% 0,47 Austurbæjarskóli 5,65 ■■■■21% ■@■815% ■■■■ 37% ■■■■■27% 2,10 Háteigsskóli 5,59 ■■■■■25% ■■■■■28% mam 15% ■■■■■■ 32% 0,72 Laugalækjarskóli 5,58 ■■■■22% 1H111I16% ■■■■■■■ 35% 27% 2,23 Foldaskóli 5,55 msmamm 25 142% ■H14% ■■■19% 1,09 Réttarholtsskóli 5,55 ■■■■■128% ■■■■126% ■■■■20% ■■■■■26% 0,63 Vogaskóli 5,42 iHHHHH 29% ■■■16% ■■■■23% ■■■■■■132% 2,07 Árbæjarskóli 5,35 ■■■■19% ■■■■■26% ■■■■ 25% nMHHi 30% 0,54 Seljaskóli 5,33 ■■■■■128% ■■■ 26% ■■■■■28% ■■■18% 1,11 Hamraskóli 5,15 7% U i26% ■■■ 15% 1,56 Langholtsskóli 4,98 BBHHl27% 35% ■■■ 14% BMBHBHi 24% 1,60 Hólabrekkuskóli 4,88 142% ■BHBi 23% IHNMðlÉi 19% ■■■16% 1,25 Rimaskóli 4,88 ■■■■■ 25% ■■■■■■■ 38% ■■■■■27% — 10% 1,45 Húsaskóli 4,78 ■■■■19% '39% ■H|13% ■■■■■129% 1,17 Breiðholtsskóli 4,68 ■■■■■■■32% ■■■■■■32% ■■■■22% imiiii 14% 2,85 Fellaskóli 4,05 ■■■■■■■■i 39% 140% ■■■17% ■ 4% 2,75 Meðaleinkunn á samræmdu prófí og bakgrunnur íbúa í skólahverfí Lægstar einkunnir þar sem félagslegar íbúðir eru flestar Fylgnin milli menntunar íbúa í skólahverf- um og meðaleinkunna á samræmdu prófí í nýrri könnun í Reykjavík er einhver hin sterkasta sem mælst hefur í áreiðanlegri félagsvísindalegri könnun, að því er fram kom á blaðamannafundi í gær. Morgunblaðið/Árni Sæberg FRÁ blaðamannafundi í Fræðslumiðstöð Reykjavikur f gær. Frá vinstri: Elsa Reimarsdóttir, félagsfræðingur, Hildur Björk Svavars- dóttir, félagsfræðingur, Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, Sigrún Magnúsdóttir, formaður fræðsluráðs, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarsijóri, og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður þróunar- sviðs Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. AÐ tölfræðilega sam- band, sem er milli mennt- unarstigs íbúa í skóla- hverfum borgarinnai- og meðaltals einkunna á samræmdum prófum í 10. bekk, er svo sterkt að það útskýrir 65% þess munar sem er á meðaleinkunnum skólanna. Þetta segir Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður þróun- arsviðs Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. Fylgnin milli mennt- unar og einkunna mælist 0,82 og segir Guðbjörg Andrea að þetta sé sterkasta fylgni, sem hún man eft- ir að hafa séð í nokkurri félagsvís- indalegri rannsókn á marktækum gögnum. Gerður Oskarsdóttir fræðslustjóri segir að könnunin staðfesti að meðaleinkunnir séu lægstar í þeim skólahverfum borg- arinnar þar sem félagslegar íbúðir eru flestar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, sagði að niðurstöðumar væru vísbending um stéttaskiptingu í borgarhverf- um og mistök við uppbyggingu stórra íbúðahverfa sem ekki end- urspegli samfélagið í heild. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi, sem efnt var til í Fræðslu- miðstöð Reykjavíkur í gær, til að kynna efni BA-ritgerðar Elsu Reimarsdóttur og Hildar Bjarkar Svavarsdóttur á tengslum ein- kunna á samræmdum prófum, ákveðinna þátta í innra starfi skóla og félagslegs bakgrunns íbúa í skólahverfum hins vegar. Sagt var frá niðurstöðum þeirra í Morgun- blaðinu í gær. Rannsókn og ritgerð Elsu og Hildar Bjarkar var unnin í sam- vinnu við Fræðslumiðstöð Reykja- víkur og á blaðamannafundinum sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri að tilefni þess að í hana var ráðist hefði verið það að eftir að farið var að birta upplýs- ingar um meðaltöl einstakra skóla á samræmdum prófum hefðu farið að heyrast raddir sem gagnrýndu útkomu einstakra skóla og krefð- ust úrbóta af hálfu fræðsluyfir- valda. „Þessi rannsókn varpar ljósi á áhrif félagslegra þátta á það hvernig ákveðnir skólar koma út úr samræmdum prófum," sagði borgarstjóri. Ekki vísbending um gæði skólastarfs Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður þróunarsviðs Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, sem var leiðbeinandi félagsfræði- nemanna við gerð rannsóknarinn- ar, varaði við að niðurstöður þeirra yrðu taldar gefa vísbend- ingu um gæði skólastarfs. Könn- unin leiðir ekki í ljós tengsl milli framboðs á námsaðstoð í kjarna- greinum og meðaleinkunna í skóla en Guðbjörg Andrea sagði að ekki væri þarna hægt að leggja mat á árangur af starfi í viðkomandi skólum. Til að meta það þyrfti að gera annars konar rannsókn. Hér liggi beinast við að álykta sem svo að mest áhersla sé lögð á að veita námsaðstoð við almenna nemend- ur þar sem þörfin fyrir hana er mest. Eini þátturinn sem tengist skólastarfi, sem stóð í sambandi við meðaleinkunnir skóla, sam- kvæmt könnuninni, voru óheimilar fjarvistir nemenda. Guðbjörg Andrea sagði að hlutfall fjarvista, sem er á bihnu 0,07-2,85% af heild- arfjölda kennslustunda, skýrði 34% af breytileika einkunna en leiða mætti gild rök að því að fjar- vistir tengdust bakgrunni nem- enda á þann hátt að það séu þeir sem hafa lakastan félagslegan bakgrunn sem helst eru fjarver- andi úr skóla. Þá sagði hún, eins og að ofan er rakið, að niðurstöður um áhrif menntunarstigs íbúa í skólahverfi á meðaleinkunnir skóla væru mjög vel marktækar tölfræðilega. Tíðn- in væri 0,82, sem skýrði 65% af breytileika einkunna milli skóla. Guðbjörg Andrea sagði að þar sem könnunin tæki aðeins til eins skólaárs væri mikilvægt að safna áfram upplýsingum, sem næðu yf- ir lengri tíma. Einnig þyrfti að skoða upplýsingar um niðurstöð- ur samræmdra prófa í 4. og 7. bekk og nota rannsóknir til að finna aðra mælikvarða en sam- ræmt próf við samanburð á skól- um. Fara bæri varlega í að túlka samræmd próf sem mat á gæðum skólastarfs án tillits til mats á bakgrunni nemendahópsins í við- komandi skólum. Aukið samstarf við foreldra Sigrún Magnúsdóttir, formaður Fræðsluráðs Reykjavíkur sagði að aðalatriðið við þessa könnun væri að hún yrði nýtt til að auka sam- starf foreldra og skóla enn frekar. Þegar hefðu verið stigin skref í þá átt; síðast með stofnun Skólavina. Hún taldi könnunina sýna að þeim börnum sem búa við aðhald vegni betur og að börnum með góðan bakgrunn geti vegnað vel í hvaða skóla sem er. Gerður Oskarsdóttir, fræðslu- stjóri í Reykjavík, sagði að meðal þeirra þátta sem kæmi til greina að taka íyrir í framhaldi af könn- uninni í samstarfi við foreldra væri fyrirkomulag á námsaðstoð í skól- um utan skólatíma. Þá lagði hún áherslu á að tölvuvæðing skóla- kerfisins yrði ör næsta áratuginn. Eftir því sem henni yndi fram mundi skólastarf verða einstak- lingsmiðaðra en áður. Hún sagði að á Fræðslumiðstöð- inni hefði þegar verið ákveðið að setja á fót starfshóp til að skoða niðurstöður könnunarinnar nánar og athuga hvað mætti læra af þeim. Jafnframt lagði hún áherslu á að í raun væru niðurstöðurnar um áhrif félagslegs bakgrunns íbúa á meðaleinkunnir skóla ekki Tengsl hlutfalls íbúa með háskólapróf sem lokapróf í hverfum og meðaleinkunnar skóla Hlutfall Meðaleinkunn I hverfum í skóla Yfir 30% 5,90 26-30% 5,44 16-25% 5,30 15% og lægra 4,69 óvæntar heldur svipaðar því sem sýnt hefði verið fram á í rannsókn- um erlendis. Staðfestir stétta- skiptingu borgarhverfa Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði að niðurstöð- urnar vh-tust staðfesta mismun- andi stéttaskiptingu milli borgar- hverfa og það væri eitthvað sem fræðslumiðstöð fengi ekki ráðið við. Hins vegar þyrfti að skoða málið og þetta vekti spumingar um hvernig staðið hefði verið að skipulagsmálum í borginni. Hún sagðist taka eftir því að í hverfunum um miðbik borgarinnar virtist góð blanda íbúa með ólíkan menntunarlegan bakgrunn. Það væii hvorki gott fyrir vesturhluta borgarinnar að hafa svo hátt hlut- fall háskólamenntaðs fólks né fyrir Fellahverfi að hafa svo lágt hlut- fall. „Ég hef aldrei verið í vafa um að það sé æskilegt að borgarhverf- in endurspegli samfélagið almennt frekar en að fólk sé flokkað í hópa eftir félagslegri stöðu,“ sagði borg- arstjóri. Gerður Óskarsdóttir sagði að hlutverk skóla væri að búa nem- endur undir lífið og þátttöku í þjóðfélaginu og taldi bömum holl- ara að alast upp með blönduðum hópi og venjast því að lifa með alls konar fólki. Borgarstjóri sagði að uppbygg- ing stórra hverfa með fjölmörgum félagslegum íbúðum á liðnum tíma heyrði vonandi sögunni til. Nýtt húsnæðislánakerfi þar sem félags- leg lán til kaupa á húsnæði leysa af hólmi byggingu sérstaklega byggrða félagslegra eignaríbúða auðveldi vonandi fólki, sem fær fé- lagsleg lán að velja sér búsetu sjálft. Hún vildi þó aðspurð ekki lýsa því yfir að borgin mundi ekki gera það að skilyrði fyrir veitingu við- bótarlána í nýja húsnæðiskerfínu að keypt yrði íbúð sem borgin hefði innleyst í félagslega kerfinu, eins og heimilt er samkvæmt lög- unum. Hún sagði að þetta væri einn þeirra þátta sem þyrfti að skoða á næstunni. Toppnemendur í öllum skólum Arthur Morthens, forstöðumað- ur rekstrardeildar Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur, sagði að leggja bæri áherslu á að einkunnir á samræmdum prófum segðu ekk- ert um gæði starfsins í einstökum skólum en víða væri gríðarlega gott starf unnið við erfiðar félags- legar aðstæður. Fundarmenn lögðu einróma áherslu á að í öllum skólum væri að finna toppnemend- ur en hlutfall þeiira væri misjafn- lega hátt. AIls staðar í borginni væri í gangi gott starf þar sem skapað hefur verið umhverfi þar sem börnum líður vel. í samtali við blaðamann Morg- unblaðsins sögðu Elsa Reimars- dóttir og Hildur Björk Svavars- dóttir, höfundar rannsóknarinnar, að þetta lokaverkefni í félagsfræði- námi þeirra hefði orðið fyrir valinu að frumkvæði Guðbjargar Andreu. Þeim hefði þótt hugmynd hennar um að gera rannsókn af þessu tagi fræðilega áhugaverð. Viðfangsefn- ið væri þekkt í þessum geira fé- lagsvísinda en hefði ekki komið við sögu í rannsóknum hérlendis fyrr. Niðurstöðurnar væru ekki óvænt- ar heldur í góðu samræmi við það sem gerst hefði erlendis.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.