Morgunblaðið - 23.03.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.03.1999, Blaðsíða 2
2 Bf ÞRIÐJUDAGDR 23. MARZ1999 MÖRGUNBLAÐIÐ Rússar leika í Moskvu RÚSSAR hafa orðið við beiðni Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, og fært heitnaleik sinn gegn Andorra til Moskvu frá borginni Vladikavkaz. Ástand í síðarnefndu borginni hefur ver- ið afar ótryggt að undanförnu og 62 fórust í sprengingu á úti- markaði í miðbæ borgarinnar á föstudag og nálægt 100 manns særðust.. Vladikavkaz er höfuðborg Norður-Ossetíuhéraðs sem á landa- mæri að Tsjetsjeníu og að sögn forráðamanna UEFA var talið nánast ógerlegt að tryggja öryggi leikmanna, dómara og ann- arra aðstandenda liðanna í tengslum við leikinn sem frant fer annan miðvikudag. íslendingar sækja Andorramenn heint nk. laugardag, en liðin munu síðan halda í saineiningu í austurveg - Islendingar til tikraínu og Andoiramenn til Rússlands, en leik- irnir fara fram 31. mars nk. Rússar leika heimaleiki sína vei\julega í Moskvu, en veðurfar er mun mildara í Vladikavkaz á þessum tínia árs og aðstæður til knattspyrnuiðkunar því betri. Aðrar aðstæður eru hins vegar verri, sprengingarinnar á föstudag er áður getið - mannrán eru þar einnig tíð, einkum á erlenduin ríkisborgurum, og glæpatíðni með mesta móti. KÖRFUKNATTLEIKUR Grindavík henti frá sér sigrinum KR-STÚLKUR sigruðu í leik liðanna í gærkveldi og eru því komn- ar í undanúrslit, en Grindavík er úr leik. Eftir leik mikilla mistaka höfði KR betur, skoruði 68 stig gegn 61 stigi heimastúlkna. KR- stúlkur áttu einnig í erfiðleikum með Grindvíkinga í fyrri viður- eigninni, sem þær unnu í Hagarskóla 71:67. Segja má að Grindavíkurstúlkur hafí hent frá sér sigrinum því þær voru með 19 tapaða bolta í fyrri I hálfleik og alls 33 tap- Garðar Páll aða í leiknum. Það var Vignisson litlu betra ástand á skrifar KR-liðinu; þær voru með 28 tapaða bolta í leiknum. I fyrri hálfleik var ekki heil brú í sóknarleik heimastúlkna og reyndar með ólíkindum að forskot gestanna skykli ekki vera meira í hálfleik. Á köflum var sem boltinn væri eitthvert stórhættulegt fyrir- bæri sem best væri að koma sem fyrst eitthvað út í bláinn, slíkt var óðagot heimamanna. Það vai- að venju EC Hill sem hélt heimastúlk- um á floti þrátt fyrir mjög stranga gæslu og á köflurn grófa vörn sem hún fékk á sig. Stúlkan sú skoraði 13 stig í fyrri hálfleik og alls 31 í leikn- um. í hálfleik var staðan 24:32 fyrir gestina og útlitið ekki bjart hjá heimastúlkum, því Hill fékk fjórðu villu sína á lokasekúndum fyi-ri hálf- leiks. I byrjun síðari hálfleiks tókst KR- ingum að ná 13 stiga forskoti og sjálf- sagt margir famir að afskrifa heima- menn. En með góðum leik tókst þeim að minnka forskotið þrátt fyrh- að tapa boltanum reglulega og komust yfír í fyrsta skiptið 1 stöðunni, 45:44, og þá voru átta og hálf mínúta til loka leiks. Þetta var ekki síst fyrir tilstilli KR-stúlkna, sem töpuðu hverjum boltanum á fætur öðrum. Eftir þetta var leikurinn í jámum og ekki hægt að sjá hvoram megin sigurinn myndi lenda. Þegar 1,17 mínútur voru til leiksloka jöfnuðu heimastúlkur 60:60 en röð mistaka og góð pressuvöm KR-stúlkna urðu þess valdandi að gestimir höfðu betur, skomðu 68 stig gegn 61 stigi heimastúlkna. Bestar í liði heimamanna voru EC Hill og Sólveig Gunnlaugsdóttir. Þá átti Rósa Ragnarsdóttir góðan sprett í síðari hálfleik en hefði mátt beita sér meira í þeim fyrri. Hjá gestunum voru Limar Mizrachi og Linda Stefánsdóttir bestai- og mót- tökur Lindu á Hill voru þannig á köflum að þær hefðu getað notað sama búninginn. Keflavík tryggði sér oddaleik Loksins kom að því að við lékum eins og lið á að gera. Við sýnd- um að þetta var hægt og nú kemur ■■■■■ ekkert annað til Björn greina en sigur í Biöndal næsta leik og komast skrifar - új.gjjj^* sagðj Anna María Sveinsdóttir, leikmaður og þjálfari Keflavíkur, eftir að liðið hafði sigrað stúdínur 63:54 í öðmm leik liðanna í undan- úrslitum undankeppninnar um Is- landsmeistaratitilinn í körfuknatt- leik. ÍS vann fyrri leikinn ömgglega í Reykjavík á laugardag, 73:58. Það lið sem sigrar í tveim leikjum heldur áfram í úrslit og því er næsti leikur, sem verður í Reykjavík á fímmtudag, hreinn úrslitaleikur. I hálfleik var staðan 34:31 fyrir ÍS. Keílavíkurstúlkur komu ákveðn- ar til leiks að þessu sinni og greini- legt að þær ætluðu sér sigur og ekkert annað. Þær náðu fljótlega undirtökunum og álitlegu forskoti, en slæmur kafli undir lok fyrri hálf- leiks varð til þess að stúdínur unnu upp 9 stiga mun og leiddu síðan með 3 stigum í hálfleik. I síðari hálf- leik náði Keflavík að snúa leiknum sér aftur í hag og eftir það varð ekki aftur snúið. „Sóknarleikurinn brást hjá okkur að þessu sinni. Keflavík- urstúlkurnar léku betur, sýndu meiri baráttu og áttu sigurinn skil- inn. En við ætlum okkur í úrslitin og því munum við sigra í næsta leik,“ sagði ívar Ásgrímsson, þjálf- ari ÍS, eftir leikinn. Bestai- í liði Keflavíkur voru þær Tonya Sampson, Anna María Sveinsdóttir og Birna Valgarðsdótt- ir. Bestar i liði ÍS voru Signý Her- mannsdóttir og Lilia Sushko. ÍÞRÓTTIR Morgunblaðið/Kristinn LIMAR Mizrachi, sem er lykilmaður í leik KR, sést hér láta skot ríða af gegn Grindavík. SKÍÐI Sigríður sleit krossbönd Keppir ekki á Skíðamóti íslands, sem hefst á ísafirði í næstu viku Sigríður Þorláksdóttir, skíðakona frá ísafírði, sleit krossbönd í hné á æfíngu í Lillehammer í Nor- egi fyrir skömmu. Hún verður frá æfíngum og keppni vegna meiðsla næstu sex mánuðina. Það þýðir að hún keppir ekki á Skíðamóti Islands á Isafírði í næstu viku, en hún varð þrefaldur Islandsmeistari í fyrra. Það er einnig útséð með að hún leiki knattspyrnu með Breiðabliki í sum- ar eins og hún hafði ráðgert, en hún var bikarmeistari með liðinu í fyrra og gerði þá eitt marka liðsins í úr- slitaleiknum. Hún var að æfa í stórsvigi í hörðu skíðafæri þegar óhappið átti sér stað. Það kom ekki eftir fall í braut- inni, heldur gaf hnéð sig vegna átaka í einni beygjunni. „Það var eins og ég færi ofan í holu í braut- inni,“ sagði hún um atvikið. Ekki var ljóst fyrr en eftir læknisskoðun í Osló í síðustu viku að krossböndin væra slitin. Hún mun væntanlega gangast undir aðgerð eftir páska, í Osló eða í Reykjavík. Læknar telja vænlegra til árangurs að biða í fjór- ar vikur með aðgerðina því annars er meiri hætta á samgróningum. Sigríður, sem er 21 árs, hefur verið fremsta skíðakona landsins síðustu árin og því mikið áfall fyrir hana að meiðast núna, svona rétt fyrir landsmót á heimavelli sínum, Isafirði. Hún hefur verið sérstaklega óheppin með meiðsli á ferlinum. Fyiár fímm árum fékk hún mikið höfuðhögg er hún datt illa á æfíngu í Austurríki og var þá ráðlagt að leggja skíðin á hilluna. En hún var ekki á því og hélt áfram. Fyrir tveimur árum varð hún aftur fyrir áfalli þegar skíðamaður keyrði hana niður í skíðabrekku í Svíþjóð. Hún axlarbrotnaði á báðum öxlum og missti allt það ár úr vegna meiðsla. Magnús A. leitar fýrir sér í Þýskalandi MAGNÚS A. Magnússon, línumaður úr Gróttu/KR, hefur í hyggju að leika erlendis næsta vetur. Hann hefur sett sig í samband við umboðsmann í Þýskalandi sem er að skoða möguleikana hans þar. „Ég hef hug á að bæta mig enn sem handknattleiksmaður og til að gera það verð ég að komast að hjá erlendu liði,“ sagði Magnús. Hann segist hafa metnað til að leika með landsliðinu og nú væri möguleiki á því, sérstaklega vegna þess að Geir Sveinsson væri að hætta. „Ég tel mig eiga möguleika á landsliðssæti ef ég kemst að hjá góðu liði og það er auðvitað stefnan. Það þýðir ekkert að leika í 2. deild hér heima ef ég ætla að hugsa um landsliðið," sagði hann._ Einar Baldvin Ámason, samherji Magnúsar, hefur einnig verið orðaður við önnur lið, en hann sagði í samtali við Morgunblaðið, að líklegast yrði hann áfram hjá Gróttu/KR. „Ég tel það skyldu mína að aðstoða við að koma liðinu aftur upp í fyrstu deild, en ef eitthvað spennandi kemur upp þá er ég tilbúinn að skoða það,“ sagði Einar Baldvin, sem útskrifast sem lögfræðingur í vor. Búið er að ganga frá því að Lettinn Alexander Peterson kemur aftur til Gróttu/KR næsta tímabil. Eins hefur hornamaðurinn Zoltan Belány lýst áhuga sínum á að vera áfram hjá félaginu. Arnór ellefti í Austumki ARNÓR Gunnarsson frá ísafirði hafnaði í 11. sæti á alþjóðlegu stigamóti í svigi sem frani fór í Hinterstoder í Austurríki um helgina. Hann var 4,41 sek. á eftir sigurvegaranum, Mitja Va- lencic frá Slóveníu. Kristinn Björnsson og Sveimi Brynj- ólfsson frá Dalvík kepptu einnig í sviginu en féllu úr keppni í síðari umferð. Þeir kepptu allir í stórsvigi á sama stað, en fóioi út úr í fyrri umferð. Björgvin í 28. sæti BJÖRGVIN Björgvinsson, skiðamaður frá Dalvík, náði bestum árangri íslcnsku keppendanna á heiinsmeist- aramóti unglinga í alpa- greinum sem fram fór í Frakklandi fyrir skönunu. Hann hafnaði í 28. sæti í risasvigi, en var úr leik bæði í svigi og stórsvigi. Jóhann Haukur Hafstein, Ármanni, varð í 32. sæti í risasviginu, 44. sæti í stór- svigi og 56. sæti í bruni, en kláraði ekki svigið. Jóhann F. Haraldsson, KR, varð í 40. sæti í svigi og 67. sæti í bruni. Dagný L. Kristjáns- dóttir frá Akureyri hafnaði í 45. sæti í risasvigi, en féll úr keppni í svigi og stór- svigi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.