Morgunblaðið - 23.03.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.03.1999, Blaðsíða 12
12 B ÞáíÖJUDAGÚS 2Í MARZ'19!99 FIMLEIKAR MORGUNBLAÐIÐ Dýri og Elva Rut íslands- meistarar ELVA Rut Jónsdóttir, Fimleikafélaginu Björk, og Dýri Kristjáns- son, Gerplu, urðu íslandsmeistarar í fjölþraut á íslandsmóti Fim- leikasambands íslands í áhaldafimleikum, sem haldið var í Laug- ardalshöll um helgina. Elva Rut sigraði þriðja árið í röð en Dýri varð íslandsmeistari í fyrsta skipti. Rúnar Alexandersson, Gerplu, sem hafði unnið íslandsmeist- aratitilinn síðastliðin tvö ár, tók ekki þátt í mótinu nú Gfe// vegna veikinda. Því Þorsteinsson var ljóst að nýr ís- skrifar landsmeistari yrði krýndur um helgina. Mikil barátta var á milli Þóris Arn- ars Garðarssonar, Ármanni, og Dýra Kristjánssonar, Gerplu, báða keppnisdagana í fjölþraut. Þórir var efstur eftir fyrri daginn og hélt bar- áttan áfram síðari daginn. Réðust úrslit ekki fyir en í síðustu æfíng- unni, svifrá. I þeirri æfíngu hafði Dýri betur og tryggði sér sigur. í þriðja sæti varð Birgir Björnsson, Ármanni. „Spennandi keppni“ Dýri sagði að keppnin milli sín og Þóris Arnai-s hefði verið spennandi og að mikið hefði gengið á. „Það hafði mikið að segja að Rúnar Alex- andersson var ekki með vegna veik- inda, því hann hefði sópað til sín verðlaunum. Af þeim sökum taldi ég mig eiga möguleika á sigri. Eg er ánægður með sigurinn enda er þetta minn fyrsti sigur í fjölþraut á ís- landsmótinu.“ Dýri fékk auk þess fjögur silfur og tvö brons á einstökum áhöldum á sunnudag. Hann sagði að nú tæki við hvíld í einhverja daga en framundan væri mót 18 ára og eldri í apríl og síðan ætlaði hann sér að æfa í allt sumar fyrh- HM í fimleikum, sem fer fram í Kína í haust. Þórir Arnar sagðist hafa gert mis- tök í síðustu greininni sem hefðu kostað hann sigurinn. „Ég var þung- ur og fann mig ekki nægilega vel í keppninni. Eg er hins vegar ánægð- ari með árangurinn á síðasta degi mótsins, en þar tókst mér að ná í tvö gull og ein bronsverðlaun,“ sagði Þórir, sem slasaðist í keppni á ein- stökum áhöldum og lauk ekki keppni. Birgir Björnsson, Ármanni, sagð- ist ósáttur við þriðja sætið í fjöl- þrautinni. „Eg þarf að taka mig á og stefni á að gera betur á næsta ári,“ sagði Birgir, sem fékk tvenn gull- verðlaun og tvenn bronsverðlaun á einstökum áhöldum á sunnudag. Yfirburðir hjá Elvu Rut Elva Rut Jónsdóttir, Fimleikafé- laginu Björk, hafði talsverða yfir- burði í fjölþrautinni og vann sigur í öllum æfíngum. í öðru sæti varð Ema Sigmundsdóttir, Gróttu, og Eva Þrastardóttir, Fimleikafélaginu Björk, í því þriðja, en hún er nýbúin að ná sér af meiðslum. Elva, sem fékk Islandsbikai-inn fyrir fjölþrautina til eignar, sagðist sátt við árangur sinn á mótinu, en kvaðst hafa viljað gera betur í æfíng- um á slá. „Eg hefði viljað fá meiri keppni frá andstæðingum mínum í fjölþrautinni en Jóhanna Sigmunds- dóttir, Gróttu, og Tinna Þórðai-dótt- ir, Fimleikafélaginu Björk, sem hafa veitt mér keppni á undanförnum mótum, voru frá vegna meiðsla. Það munaði því talsvert á fyrsta og öðru sæti hvað stigafjölda varðar," sagði Elva. Hún sagðist stefna á HM í Kína í haust og kvaðst vonast til að ná betri árangri þar heldur en á HM í Sviss fyrir tveimur árum. Elva Rut vann auk þess á þremur áhöldum af fjórum í keppni á einstökum áhöld- um. Erna Sigmundsdóttir sigraði í einni æfingu á einstökum áhöldum. Gerpla og Grótta unnu Gerpla varð íslandsmeistai-i karla í liðakeppni á föstudag, en auk þess var keppt um sex efstu sætin á ein- stökum áhöldum sem veitti þátttöku- rétt í úrslitum á einstökum áhöldum á sunnudag. I 2. sæti var Ármann. Grótta varð Islandsmeistari í Iiða- keppni kvenna, Fimleikafélagið Björk varð í öðru sæti og Ármann í því þriðja. Björk hafði unnið síðast- liðin þrjú ár en var aðeins með tvo keppendur á tveimur áhöldum því Tinna Þórðardóttir slasaðist í upp- hitun og keppti aðeins á tvíslá. Morgunblaðið/Golli ELVA Rut Jónsdóttir sýndi mikla yfirburði, varð öruggur íslandsmeistari í fimleikum. Hér er hún í keppni á jafnvægisslá. Morgunblaðið/Golli DÓMARAR voru með vakandi augu á öllum hreyfingum kepp- enda. Hér er Eva Þrastardóttir, Björk, í keppni á jafnvægisslá, þar sem hún varð þriðja. Morgunblaðið/Golli DÝRI Kristjánsson, Gerplu, varð íslandsmeistari í fjölþraut. Hér er hann í keppni í hringjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.