Morgunblaðið - 23.03.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.03.1999, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ BORÐTENNIS Góðmálmar til Grenivíkur GRENVÍKINGAR áttu fulltrúa á Islaudsmótinu um helgina, Margréti Ösp Stefánsdóttur og Ingunni Þorsteinsdóttur, og unnu þær til verðlauna - báðar fengu brons / meistara- flokki kvenna og saman brons í tvíliðaleik, en Mar- grét Ösp landaði einnig silfri í 1. flokki kvenna. „Við byrjuðum að spila borðtennis þegar skóla- stjórinn keypti borðtennis- borð og spaða enda var ekkert íþróttahús á Greni- vík og b'tið um aðrar íþróttir svo að við höfum keppt í borðtennis í tíu ár,“ sögðu stúlkurnar og ekki laust við að þeim brygði við er þeim var ljóst að áratugur var siðan þær tóku sér borðtennis- spaða í hönd. „Við höfum alltaf komið á íslandsmót og í flokkakeppni fyrir ut- an nokkur mót en það er ekki síst gaman af félags- skapnum. I vetur höfum við æft hjá Helga Gunnars- syni á Akureyri en hann fer í vor og við vitum ekki hvað verður þá,“ bættu þær við áður en þær brugðu sér upp á verð- launapailinn. Morgunblaðið/Kristinn LILJA RÓS Jóhannesdóttir og Guðmundur Stephensen úr Víkingi sönkuðu að sér verðlaunum um helgina. Lilja Rós vann tvenn af þrennum mögulegum gullverðlaunum en Guðmundur vann alla þrjá flokkana, sem hann keppti í. Álögin i héldu Morgunblaðið/Kristinn LILJA RÓS úr Víkingi mætti einbeitt frá Austurríki, þar sem hún hefur dvalið í vetur, til að taka þátt í íslandsmótinu í borðtennis og gekk út með tvö gull. NOKKUR spenna var í meistara- flokki kvenna því Lilja Rós Jó- hannesdóttir hefur undanfama fimm mánuði verið í Austurríki en hún og Eva Jósteinsdóttir hafa mai-ga hildi háð um gullið undan- farin ár. „Ég var að læra þýsku og vinna en fékk inni hjá félagi þar sem voru margir góðir leikmenn," sagði Lilja Rós, en hún kom til landsins fyrir tveimur vikum. „Við Eva þekkjum hvor aðra nokkuð vel og höfum æft saman lengi en ég hef ekki séð breytingar eftir að hafa verið hálft ár erlendis. Það var gott fyrir mig að vera úti - þó að ég hafi ekki spilað mikið var ég að leika við sterka spilara og það munaði mikið um það. Álögin eru líka þannig að sú sem vinnur tvenndarleikinn vinnur ekki ein- liðaleikinn og það var gaman að sjá það ganga eftir,“ bætti Lilja við og fannst gott að koma heim. „Ég saknaði aðallega félaganna og það var gaman að koma aftur á æfingu. Hefði verið fúlt að vinna ekki þar sem allir vissu að ég var að spila erlendis." Gulluppskera hjá Víkingum VÍKINGAR létu til sín taka á íslandsmótinu í borðtennis um helg- ina og unnu gull í öllum flokkum mótsins - þar af vann Guðmund- ur Stephensen einliðaleikinn í sjötta sinn en tvíliða- og tvenndar- leik í það fimmta. Að venju börðust Víkingarnir Lilja Rós Jóhann- esdóttir og Eva Jósteinsdóttir grimmt um gullverðlaun í einliðaleik þar sem Lilja Rós hafði betur en tvíliðaleikinn unnu þær saman og Eva hafði betur í tvenndarleiknum, einmitt með Guðmundi. Úrslit komu því ekki mikið á óvart enn eitt árið en athygli vakti að ungt borðtennisfólk er farið að láta til sín taka þó nokkur ár muni líða þar til það veltir goðum dagsins af stalli. Um sjötíu keppendur voru skráðir til leiks, þaraf 42 úr Víkingi og 17 úr KR, en meðal annars áttu Þingey- ingar, Akureyringar og Garðbæingar sína fulltrúa. Keppni hófst með tvenndarleik á föstudeginum og Stefán Stefánsson skrifar þar unnu Guðmundur og Eva fé- laga sína úr Víkingi, Lilju Rós og Markús Arnason, í úrslitum. A sunnudeginum dró til tíðinda þeg- ar úrslit hófust eftir hádegi. Mest spenna var í meistaraflokki kvenna þar sem áttust við Eva og Lilja Rós, sem æft hafa saman í mörg ár og þekkja vel hvor inn á aðra en Lilja Rós vann 3:1 í lotum. I úrslitum í meistara- flokki karla áttust líka við tveir félagar, sem æfa saman alla daga, Guð- mundur og Markús, en sá síðarnefndi náði ekki að vinna lotu af Guðmundi. „Ég kann á Markús en hann reyndar líka á mig því við æfum saman á hverjum degi en hann sýndi ekki fulla getu sína í dag,“ sagði Guðmundur eftir mótið, en Markús er ekki hættur: „Það er alltaf erfitt að spila við Guðmund því hann er of góður og mjög öruggur við borðið. Það er erfiður hjalli að vinna fyrsta leikinn við hann á Islandsmóti þó að ég hafi unnið hann áður, en við sjáum til,“ sagði Mark- ús eftir leikinn við Guð- mund. GUÐMUNDUR Stephensen úr Víkingi varði íslandsmeistaratitil sinn í ein- liðaleik sjöunda árið í röð. Heilsan gengur fyrir KJARTAN Briem úr KR varð að draga sig út úr keppni í 8- liða úrslitum einliðaleiksins því nieiðsli í baki tóku sig upp, en hann tognaði þar fyrir tveimur vikum. Hann var að kepjia ásamt félaga sínum í tvfliðaleiknum á sunnudegin- um, þeir höfðu unnið fyi-stu lotuna og höfðu 14:14 í næstu þegar bakið ncitaði að halda áfram en Kjartan kláraði þó leikinn. „Ég vissi að þetta gæti gerst og varð bara að taka því,“ sagði Kjartan, sem verið hefur hjá kírópraktor undan- farnar vikur. „Ég var að skána, meðferðin gerði inér gott en ég bafði greinilega ekki náð mér nægilega vel. Það var slæmt að detta út í einliðaleikuuin en heilsan gengur fyrir og það kemur mót eftir þetta inót.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.