Morgunblaðið - 23.03.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.03.1999, Blaðsíða 16
ít Q6ÖI X/IAM .SS flUOAdUUUÍW dldAJflVÍUOflOM KNATTSPYRNA Amar í landsliðið eftir árs fiarveru ARNAR Grétarsson, leikmaður AEK í Aþenu, var valinn á ný í landsliðið eftir árs fjarveru er Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari tilkynnti um 18 manna landsliðshóp sem mætir Andorra og Úkraínu í undankeppni Evrópukeppninnar í knattspyrnu. Leikið verður við Andorra á laugardaginn en Úkraínu á miðvikudaginn eftir rúma viku. Báðir leikirnir fara fram ytra. „Þar sem bæði Rík- harður Daðason og Pétur Marteinsson eru meiddir tel ég þennan hóp vera þann sterkasta sem við eigum nú um stundir og treysti honum fullkomlega til þess að skila þessu verkefni sem framundan er,“ sagði Guðjón er hann tilkynnti val á liðinu í gær. Engir nýliðar eru í hópnum að þessu sinni en frá leiknum við Lúxemborgara á dögunum fellur Ivar Ingimarsson, IBV, úr hópn- um og einnig Ríkharður Daðason, Viking FK, en hann er meiddur. Við bætast hins vegar Sigurður Jónsson, Dundee United, Þórður Guðjónsson, Genk, Stefán Þórðar- son, Kongsvinger, og áðurnefndur Arnar. Leikmannahópurinn eru nú 18 menn en 16 tóku þátt í leiknum við Lúxemborg. Getan er fyrir hendi „Arnar hefur ekki verið með landsliðinu síðastaliðið ár, en nú fannst mér vera kominn tími til þess að taka hann inn í hópinn og sjá hvernig hann stendur sig,“ sagði Guðjón um valið á Arnari.“ Eg veit að getan er fyrir hendi, Arnar er góður knattspyrnumað- ur. Hins vegar á eftir að koma í ljós hvernig hann fellur inn í hóp- inn og þann anda sem þar er. Þar verða allir að standa saman og vinna sameiginlega að þeim mark- miðum sem við erum að vinna að hverju sinni.“ Leikið verður við Andorra ytra næstkomandi laugardag og sagði Guðjón markmið liðsins fyrir 18 manna landslið Guðjóns Markverðir: Birkir Kristinsson, Bolton 56 Árni Gautur Arason, Rosenborg 2 Aðrir lcikmenn: Rúnar Kristinsson, Lilleström 71 Sigurður Jónsson, Dundee Utd. 59 Eyjólfur Sverrisson, Hertha 46 Arnar Grétarsson, AEK 43 Arnar B. Gunnlaugss., Leicester 28 Þórður Guðjónsson, Genk 26 Lárus Orri Sigurðsson, Stoke 25 Helgi Sigurðsson, Stabæk 23 Hermann Hreiðarss., Brentford 18 Brynjar B. Gunnarsson, Örgryte 13 Helgi Kolviðsson, FSV Mainz 11 Sverrir Sverrisson, Malmö FF 10 Steinar Adolfsson, Kongsvinger 10 Tryggvi Guðmundsson, Tromsö 9 Auðun Helgason, Viking FK 5 Stefán Þórðarson, Kongsvinger 4 þann leik vera skýrt. „Við ætlum að vinna og fá þrjú stig, það er ljóst. Til þess ætla ég að stilla upp sókndjarfara liði en áður og láta þá fínna fyrir okkur frá fyrstu mínútu. Viljinn til sigurs verður að vera fyrir hendi.“ Guðjón sagð- ist telja lið Andorra vera sterkara en Lúxemborg sem Island lék við á dögunum ytra og vann 2:1. Betri en Liectenstein „Eins tel ég það vera betra en Liectenstein sem við spiluðum við og unnum fyrir tæpum tveimur árum.“ Guðjón sagði ennfremur að ljóst væri að íslenska liðið yrði að leika betur en gegn Lúxem- borg til þess að vinna, einkum yrði fyrri hálfleikurinn að vera betri, þá hefðu verið verulegir hnökrar á leik liðsins og e.t.v. hefðu menn ekki tekið verkefnið nógu alvarlega. Nú yrðu menn að vera klárir í slaginn frá fyrstu mínútu. „Leikurinn við Ukraínu í Kænugarði verður hins vegar allt öðru vísi þar verðum við frekar í varnarhlutverkinu gegn þraut- reyndu og vel skipulögðu liði. Mér fínnst hins vegar ekkert sjálfgefið að tapa þeim leik. Það verður undir okkur komið að leika þar af skynsemi og halda aftur af þeim. Ukraínumenn ætla sér hins vegar að keyra yfir okkur og fá þrjú stig,“ sagði Guðjón. ARNAR Grétarsson, miðvallarleikmaður AEK, er kominn á ný í landsliðshópinn. Sigurvin til Fram Sigurvin Ólafsson úr ÍBV hefur gert þriggja ára samning við Knatt- spyrnufélagið Fram. Sig- urvin, sem er 23 ára, lék aðeins fjóra leiki með IBV á síðustu leiktíð, en hann fótbrotnaði illa við lundaveiðar í Vestmanna- eyjum. Sigurvin hefur ekki Ieikið knattspyrnu frá því að hann slasaðist, en er að jafna sig á meiðslunum. Það ræðst hins vegar á næstu dög- um hvort hann geti leikið með Fram í sumar. Sigurvin, sem hefur leikið einn A-landsleik, var í herbúðum Stuttgart 1994-1997. Hann var val- inn efnilegasti leikmaður Islandsmótsins 1997 og hefur leikið með 16, 18 og 21 árs landsliðum ís- lands. Ríkharð- ur til íslands RÍKHARÐUR Daðason, knattspyrnumaður hjá Víkingi frá Stavanger í Noregi, hefur enn ekki skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Ríkharður, sem er meiddur, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hygðist koma til fslands í nokkra daga, til þess að fara yfir tilboð norska félagsins og hitta ættingja og vini á meðan hann væri frá æfíngum hjá félagi sínu. Ríkharður meiddist á liðþófa í hné á æfíngu á dögunum og verður frá næstu tvær vikur og missir af landsleikjum gegn Andorra og Ukra- ínu í undankeppni Evrópu mótsins. Hann sagði að að þeim tíma liðnum gæti hann farið að leika með Víkingi í Stavangri á nýjan leik. Ólöglegir leikmenn leika í deildabikarkeppni Knattspyrnusambands íslands Litið mjög alvarlegum augum NOKKUR brögð munu vera að því að þjálfarar liða í deildabikarkeppni KSI tefli fram ólöglegum Ieikmönnum, þ.e. leikmönnum sem hafa í hyggju að ganga til liðs við fé- lögin en hafa ekki fengið fé- lagsskipti. Slíkt er með öllu óheimilt samkvæmt reglum en hingað til hefur ekkert lið kært annað fyrir þessa iðju, enda mun þetta vera gert hveiju sinni með fullu sam- þykki beggja liða sem hlut eiga að máli hverju sinni. „Því miður hefur verið eitt- hvað um að ólöglegir leik- menn séu notaðir í riðla- keppni deildabikarsins. Að sjálfsögðu lítum við þetta mjög alvarlegum augum og höfum gert athugasemdir við félögin vegna þessa,“ segir Geir Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Knattspyrnu- sambands Islands. „Þetta er skýlaust brot á öllum reglum og því einkar alvarlegt, auk þess sem viðkomandi leik- menn eru einnig ótryggðir í leikjum og því taka félögin og þeir sjálfír mikla áhættu. Að sjálfsögðu munum við hjá KSI fylgjast með þessu máli og halda áfram að gera athuga- semdir við félögin. Notkun á ólöglegum leikmönnum hefur hins vegar farið minnkandi og ég vonast til þess að hún verði úr sögunni áður en langt um líður.“ Þá segir Geir að ólöglegir leikmenn séu aðeins notaðir i riðlakeppninni, ekkert hafí borið á því þegar komið væri fram í 16-liða úrslit eða þegar nær drægp úrslitum. Geir sagði ennfremur að KSÍ hefði ekki í hyggju að grípa til sérstakra ráðstafana enn sem komið er til þess að sporna við þessu, en áfram yrði grannt fylgst með. „Kærurétturinn er hins vegar hjá félögunum, það er þeirra að kæra brot á regluin.“ Geir segir það hafa verið hugmynd á sinum tíma þegar deildabikarkeppninni var hleypt af stokkunum fyrir íjórum árum að opna fyrir að félögin gætu notað leikmenn sem ekki hefðu gengið frá fé- Iagsskiptum. Þegar allt kom til alls var það ekki hægt, enda hefði það verið brot á al- þjóðlegum knattspyrnuregl-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.