Morgunblaðið - 23.03.1999, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.03.1999, Blaðsíða 5
MORGUNBLADli) ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1999 B 5 KÖRFUKNATTLEIKUR Miklar svipt- ingar KEPPNIN í NBA-deildinni er óvenjuleg í ár fyrir hve fljótt hlutirnir breytast hjá liðum í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Þjálf- arar og framkvæmdastjórar hafa mun minni tíma í að gera breyt- ingar vegna þess hversu ört er leikið og þótt Portland og Miami hafi forystuna í deildunum tveimur er ömögulegt að spá um framhaldið. Arangui- liða eins og Los Angeles Lakers, Portland, Seattle, Or- lando, Minnesota, Philadelphia og San Antonio era bestu dæmin um hversu vSgSnaon fljótt hlutirnir Wt- skrífar frá ast- Bandarikjunum Portland er nú með besta árangurinn í deildinni eftir sigur á Phiiadeldphia á sunnudag, 91:75. Liðið er jafnt og Mike Dunleavy er að gera góða hluti með skemmtilegt lið. Seattle tapar hins vegar hverjum leiknum á fætur öðrum eftir að hafa unnið fyrstu sex viðureignimar, þeirri síðustu í Den- ver, 98:102. Þá vii’ðist Minnesota heill- um horfíð eftir að leikstjómandinn Stephon Mai-bury var seldur í skipt- um til New Jersey. Svo illa hefur gengið að liðið lá fyrir Los Angeles Clippers á sunnudag á heimavelli. Þeir aðdáendur San Antonio sem vora búnir að gefa liðið upp á bátinn ættu endurskoða sinn hug. Liðið er að vakna af dvala eftir erfiða byrjun og skríður nú upp töfluna í Vesturdeild- inni. Tvö af þessum liðum áttust við í leik helgai'innar í Orlando þegar Los Ang- eles Lakers kom í heimsókn. Shaquille O’Neal lék sinn fyi-sta leik í Orlando gegn fyrrverandi liði sínu. Bæði liðin era í baráttunni um efstu sætin. Einnig hóf Dennis Rodman að leika að nýju með Lakers eftir að hafa greitt úr persónulegum vandamálum. Orlando Magic tók leikinn strax í sínar hendui' á sama tíma og Lakers- liðið vh’tist heillum horfið með allai' sínar stjömur. Magic náði mest 24 stiga forystu í fyrri hálfleik og hafði 20 stiga forystu í hálfleik. Eitthvað hefur Kurt Rambis lesið yfii' sínum mönnum í hálfleiknum því leikurinn snerist algerlega í síðari hálfleiknum og Lakers liðið saxaði smám saman á foiystu heimaliðsins og jafnaði loks, 93:93, þegai- sjö mínútur vora eftir. Lakers hafði svo sigur á endasprettin- um, 115:104. Það var fyrst og fremst liðssam- vinna Lakers og frábær leikur Kobe Biyants sem innsiglaði sigurinn. Liðið vaknaði af vondum draumi í mikil- vægum leik á útivelli og slíkir leikir vega þungt þegai- upp verður staðið. Biyant skoraði 38 stig, þar af 33 í seinni hálfleiknum. Shaquille O’Neal var að venju traustui’ með 31 stig og 13 fráköst og lét óánægju áhorfenda lítið á sig fá. Derek Harper og Glen Rice skoraðu báðir mikilvægar þriggja stiga körfui’ í loldn, en Dennis Rodman var ekki áberandi. Baráttan í Vesturdeildinni virðist því áfram standa á milli Portland, Utah og Los Angeles Lakers. Indiana og Miami berjast I Austui’deildinni era það Indiana og Miami sem berjast um toppsætið og áttust þau við á laugardag í Miami í kaflaskiptum hörkuleik sem breytt- ist mjög í seinni hálfleik þegar mið- herji Miami, Alonzo Mourning, var rekinn af leikvelli fyrir munnsöfnuð. Það notfærði Indiana sér og vann, 94:89, þrátt fyrir stjörnuleik hjá Tim Hai-daway sem skoraði 28 stig fyrir heimamenn. Michigan í undanúrslit Loks er að geta þess að fjögur lið era nú eftir í úrlsitakeppni háskólalið- anna, en fjögurra liða keppnin fer fram um næstu helgi. Þrjú af bestu liðunum komust í undanúrslitin, en liðin sem keppa á laugardag era: Du- ke gegn Michigan State og Connect- icut gegn Ohio State. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1979 að Michigan State kemst í fjögurra liða úrslitin, en þá stjórnaði Magic Johnson liðinu til sig- urs. Duke er sem fyrr langsigur- stranglegast. Reuters KOBE Bryant hefur leikið mjög vel með LA Lakers. Alþjóðamótið í Mflanó ALÞJÓÐLEGA körfuknattleiks- mótið, sem kennt er við McDon- alds-veitingahúsakeðjuna, fer fram í Mfianó á Ítalíu þetta ár- ið, nánar tiltekið 14.-16. októ- ber nk. Þar etja kappi sex sterk körfuknattleikslið, þar á meðal meistarar síðasta árs í NBA. Mótið er haldið á tveggja ára fresti og var komið á fót árið 1987 af Körfuknattleikssam- bandi Evrópu og forráðamönn- um NBA-atvinnumannadeildar- innar. Félögin að þessu sinni eru sigurvegarar í Meistaradeild Evrópu og keppni bestu liða í Asíu, Astralíu og Suður-Amer- íku. Nýir NBA-meistarar verða krýndir í júní og að auki verður eitt lið valið sérstaklega frá Evrópu eftir undanúrslit meist- aradeildarinnar sem fram fara 20.-22. aprfl nk. BLAK Stúdentar og Þróttarar mætast í meistarabaráttu TÚDENTAR skelltu Stjöm- unni í oddaleik í undanúi'slitum um Islandsmeistaratitilinn, þegar þeir unnu í leik sem stóð yfir í 120 mínútur í Austurbergi. Mætir IS því liði Þróttai- í hreinum úrslitaleik um Islandsmeistaratitilinn. Leikurinn á laugardaginn var nánast endurtekning á öllum viður- eignum liðanna en það þurfti fimm hrinur til að fá fram úrslit. Sveifl- umar voru líka ótrálegar þar sem lið Stjömunnar stóð með pálmann í höndunum eftir fyrstu tvær hrin- umar sem að unnust 15:8, og 15:13. Eftir frábæra byrjun hjá Stjöm- unni tók að halla undan fæti og það var greinilegt að krafturinn sem hafði einkennt leikmenn Stjörnunn- ar í fyrstu tveim hrinunum gerði það ekki lengur og þreyta var farin að segja til sín. Olexiy Sushko sem hafði verið misjafn framan af hjá IS fór í gang svo um munaði á meðan sóknarskellir Stjömunnar fóru margir forgörðum. Leikmenn IS voru nánast með bakið upp að veggnum þegar leikmenn liðsins náðu að endurskipuleggja leik sinn og snúa dæminu sér í hag því þriðja hrinan vannst 15:9 og sú fjórða 15:8. Úrslitahrinan varð engu að síður hnífjöfn og mjög spennandi. Úrslit- in réðust í lokin þegar Róbert Hlöðversson Stjörnunni setti mikil- væga uppgjöf í netið og staðan breyttist í 14:12 fyrir ÍS en hrinan vannst með minnsta mun, 15:13. Leikmenn liðanna eiga skilið hrós fyrir mikla bai’áttu þar sem allt var lagt í leikina enda stóðu undanúr- slitaleikir liðanna í rámar sex klukkustundir þar sem fimmtán hrinur voru leiknar á fimm dögum. Einvígi liðanna var skemmtilegt á köflum og gott blak sást á báða bóga, og hreinlega ekki hægt að biðja um meira. Zdravko Demirev lék mjög vel fyrir IS og sömu sögu má segja um Emil Gunnarsson í liði Stjörnunnar. Félaga- og fyrirtækjakeppni KR og Domino s í knattspyrnu Fer fram föstudaginn 2. apríl og laugardaginn 3. apríl. Keppt verður í salarkynnum KR við Frostaskjót. Vegleg verðlaun eru í boði m.a. pizzuveislur frá Domino's og glæsílegur bikar. Þátttökugjald er 13.000 kr. Allar nánari upptýsingar gefur Magnús Gylfason i síma 894 7700.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.