Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 39
38 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 39* STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HARÐSTJORAR OG FÓLKIÐ FRÉTTUM og umræðum um stríðsátökin í Júgóslavíu og Kosovo sérstaklega hafa spjótin beinzt mjög að Serbum og segja má, að serbneska þjóðin liggi undir fordæmingu umheimsins vegna þeirra atburða, sem gerzt hafa í fyrrum lýðveldum Júgóslavíu bæði nú og á undanförnum árum. Þetta er ósanngjarnt vegna þess, að í þessum efnum verður að gera greinarmun á fólkinu sjálfu og þeim harðstjórum, sem í krafti hers og lögreglu hafa öll undirtök í landinu. Milosevic er afsprengi kommúnískrar harðstjórnar í Júgóslavíu. Þótt Tító nyti hylli á Vesturlöndum vegna þess, að hann stóð upp í hárinu á Stalín má ekki gleyma því að Tító og nokkrir félagar hans stjórnuðu Júgóslavíu með ein- ræði og kúgun og beittu til þess bæði her og lögreglu. Þegar Djilas, einn af nánustu samstarfsmönnum Títós hóf gagn- rýni á stjórnarhætti hans, var hann dæmdur til fangelsis- vistar og var í fangelsi í 9 ár og bjó í útlegð og einangrun í Belgrad það sem eftir var ævinnar. Milosevic er arftaki þessara manna. Þess vegna má halda því fram, að kommún- ísk einræðisstjórn sé enn til staðar í Júgóslavíu. Hinar ólíku þjóðir og þjóðarbrot á Balkanskaga hafa búið saman í sæmilegri sátt um árabil. Venjulegt fólk vill lifa þannig. Það þarf eitthvað óvenjulegt að gerast til þess að það breyti um svip og tón. Milosevie og samherjar hans hafa beitt öllu áróðursafli ríkisstjórnar og fjölmiðla til þess að kynda undir hatur og úlfúð á milli þessara þjóðarbrota. Þeir hafa búið til hatursfullt andrúmsloft, sem ekki var til staðar. Hið sama gerðu nazistar í Þýzkalandi. Þeir bjuggu til hat- ur í garð gyðinga, sem ekki var til staðar í Þýzkalandi í þeim mæli, þótt þar kunni að hafa verið jarðvegur fyrir slík- an áróður gegn gyðingum vegna áhrifa þeirra í viðskipta- og menningarlífi á fyrri hluta aldarinnar. Hið sama gerðu kommúnistar í Sovétríkjunum, sem framan af valdatíma sínum bjuggu til hatur í garð andstæðinga sinna með gífur- legum áróðri, þar sem engar aðrar skoðanir fengu að koma fram. Eftir því sem leið á valdatíma þeirra notuðu þeir út- hugsaðri aðferðir en þær byggðust á að búa til „andrúmsloft morðs“ í kringum andstæðinga sína, eins og Vladimir Búkovskí lýsti í eftirminnilegri heimsókn til Islands fyrr á árum. Þá þurfti ekki lengur að drepa þá með köldu blóði heldur dugði með þessum hætti að einangra þá í eigin landi. Ef tekst að einangra ríki eins og nazistum tókst og eins og kommúnistum tókst og halda síðan uppi linnulausum áróðri og útiloka öll önnur sjónarmið hefur reynslan sýnt, að það er hægt að heilaþvo heilar þjóðir. Það hefur tekizt í Júgóslavíu alveg eins og það tókst í Þýzkalandi og Sovét- ríkjunum á sínum tíma. Hinum almenna borgara í Sovétríkjunum var ekki kennt um ógnarstjórn Stalíns. Það var einræðisherrann sjálfur, lögregluveldi hans og Rauði herinn, sem báru þá ábyrgð. Hinum almenna borgara í Þýzkalandi var ekki kennt um ofbeldi nazista. Hitler og samherjar hans báru ábyrgð á því, þótt eftir stríð hafi að vísu hafizt umræður um það, hvort hugsanlegt væri að almenningur hafi ekkert vit- að um hvað var að gerast. í þessu ljósi er nauðsynlegt að skoða atburðina í Jú- góslavíu. Flóttamennirnir frá Kosovo, sem hingað eru komnir hafa lýst því hvernig friðsamir nágrannar hafi breytzt í grimmdarlega lögreglumenn, eftir að búið var að kalla þá til starfa í lögreglu Serba. Hvað veldur slíkri breyt- ingu? Eru þessir menn hræddir um eigið líf? Það er nauðsynlegt að íhuga þessi mál vel. Fordæming þjóða heims á ekki að beinast að serbnesku þjóðinni sem slíkri. Hún á með réttu að beinast að þeim mönnum, sem í krafti vopna og kúgunar hafa hrifsað til sín völdin og beita þeim á þennan veg. Harðstjórarnir í Júgóslavíu munu ekki sigra í þessum átökum. Þeir eru þvert á móti dæmdir til að tapa. Og það á að láta þá sæta ábyrgð vegna þeirra voða- verka, sem þeir hafa látið annað fólk fremja í sínu nafni. Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins eiga ekkert sökótt við serbnesku þjóðina. En þau eiga ýmislegt vantalað við Milos- evic og liðsmenn hans. Það er nauðsynieg forsenda fyrir því að skapa frið á Balkanskaga um langa framtíð að gera þennan greinarmun á. Hinn almenni borgari í Serbíu hefur ekki áhuga á stríði. Hann hefur áhuga á að fá að lifa í friði. Það á við um allt fólk, hvar sem það býr. Sagan sýnir að það er alltaf lítill minnihluti, sem ræður ferðinni þegar efnt er til stríðsátaka. Qrlof húsmæðra lögbundið í nær 40 ár Tímaskekkja eða sjálfsögð réttíndi? FRÁ orlofsferð á vegum orlofsnefndar Reykjavíkur. Mikil hreyfing á fasteignamarkaði Fara þarf aftur fyrir 1976 til að fínna lfkt ástand Orlof húsmæðra hefur verið við lýði í nærfellt 40 ár en raddir eru uppi um að það beri að af- nema. Geir Svansson kynnti sér þessi réttindi sem voru í upphafi hugs- uð sem viðurkenning á heimilisstörfum. ORLOF húsmæðra sem þótti réttlætismál þegar það kom til framkvæmda fyrir um 40 árum, hefur lengi verið umdeilt. Ýmsir halda því fram að fyrirbærið sé úrelt og að í mörgum tilfellum sé um að ræða munað sem efnaðar konur nýti sér, til dæmis til niðurgreiddra utanlandsferða. Verj- endur orlofsins telja hins vegar að að- stæður kvenna hafi ekki breyst að því marki að ástæða sé til að afnema það. Fyrstu lög um orlof húsmæðra voru samþykkt á Alþingi árið 1960 en endurskoðuð 1972. Tilgangur þeirra var að lögfesta viðurkenningu á þjóð- félagslegu mikilvægi ólaunaðra starfa sem unnin eru á heimili. Með því fengju húsmæður sömu réttindi og aðrir launþegar í landinu. En rétt til orlofsins hefur „sérhver kona, sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu, án launagreiðslu íyrir það starf‘, eins og segir í 6. grein laganna. Sveitarstjórnir greiða árvissa upphæð Með setningu laganna var ríki skuldbundið til að greiða árlega upp- hæð fyrir hverja húsmóður í landinu. Við endurskoðun 1975 var þetta ákvæði laganna fellt út og þar með ríkisframlag á fjárlögum. Sveitarsjóð- ir skyldu framvegis gi'eiða til orlofs húsmæðra. Árið 1978 var þessu breytt í þá veiu að sveitarsjóðum bæri upp frá því að greiða árlega upphæð fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins til að standa straum af kostnaði við orlof húsmæðra. Mestu skipti þó að fjár- hæðin skyldi taka breytingum eftir vísitölu framfærslukostnaðar. Sveit- arstjórnum er enn skylt að greiða or- lofsnefnd viðkomandi orlofssvæðis umrætt framlag fyrir 15. maí á hverju ári. Þannig var heildarframlag Reykja- víkurborgar til orlofsnefndar borgar- innar 4.597.968 krónur fyrir árið 1998, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Gísla Ragnari Pétursson fulltrúa í fjármála- og rekstrardeild félagsþjónustusviðs Reykjavíkur- borgar. Greiddar voru 43,60 krónur fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins en miðað var við íbúafjölda 1. desember 1996 og ft'amfærsluvísitölu eins og hún var 1. febrúar 1997. Allar konur eiga rétt á orlofí húsmæðra Orlof húsmæðra á sér nokkra for- sögu en árið 1935 byrjaði Mæðra- styrksnefnd Reykjavíkur að reka sumarheimili fyrir mæður og börn. Katrín Pálsdóttir, formaður Mæðra- félagsins, fór fram á orlof fyrir hús- mæður í grein sem hún skrifaði 1944 en orlof fyrir almenna launþega hafði verið lögfest árið á undan. Fyrsta rík- isstyrkta orlof húsmæðra kom til framkvæmda árið 1958. Þáverandi fé- lagsmálaráðherra, Hannibal Valdi- marsson, hafði tekið upp fjárveitingu „til orlofs og sumardvalar húsmæðra frá barnmörgum heimilum". Eftir lögunum er landinu skipt í orlofssvæði að tilhlutan Kvenfélaga- sambands Islands og kjósa héraðs- sambönd KI orlofsnefndir fyrir svæðin, hver í sínu umdæmi. Hús- mæður sækja síðan um til orlofs- nefnda. Það geta allar konur gert, hvort sem þær vinna launuð störf ut- an heimilis eða ekki. í lögunum er ennfremur ákvæði sem túlka má þannig að réttur til húsmæðraorlofs skerðist ekki þótt þegið sé orlof vegna annarrar launavinnu. Nátttröll misheppnaðrar efnahagsstefnu? í nýlegi'i grein í Morgunblaðinu líkti Þórarinn V. Þórarinsson, stjórn- arformaður Landssímans og fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins, orlofsferðum húsmæðra, ásamt sjómannaafslætti, við minnis- varða um „misheppnaða efnahags- stefnu sjötta áratugarins, nátttröll sem dagað hefur uppi af athugunar- eða dugleysi stjórnmálamanna“. Þó að Þórarinn viðurkenni að hvort tveggja kunni að hafa átt rétt á sér á sínum tíma kveður hann forsendurn- ar ;,löngu á bak og burt“. I ræðu sem Steinunn Finnboga- dóttir hélt á ráðstefnu á vegum lands- nefndar orlofs húsmæðra, hinn 10. nóvember 1985 taldi hún að orlofið héldi enn gildi sínu, þrátt fyrir aukna útivinnu kvenna, vegna þess hve margar húsmæður vinna „heimilis- störfin að auki og hafa þannig tvöfalt vinnuálag". Þeir sem eru á móti orlofi hús- mæðra telja það skekkju á líkum forsendum, að þjóðfélagið sé gjör- breytt frá því sem var þegar lögin voru sett. Bæði kynin vinni úti og karlar taki nú þátt í störfum heimil- isins. Þó að fáum detti í hug að halda því fram að karlar taki núorðið ,jafnan“ þátt í téðum störfum er víst að til eru „húsfeður“ með rentu en þeir hafa hins vegar ekki rétt á sam- bærilegu orlofi. Enn full þörf á orlofinu Dröfn Farestveit, formaður orlofs- nefndar húsmæðra í Reykjavík, er þeirrar skoðunar að breytingar hafi orðið og að þvl komi að orlof hús- mæðra verði lagt af. Það sé hins veg- ar fráleitt tímabært. „Það er ennþá full þörf á orlofinu. Ég gæti ímyndað mér að innan tíu ára yrði tímabært að breyta þessu vegna breyttra þjóðfé- Iagsaðsta->ðna.“ Astæðuna fyrir þessu segir Dröfn þá að enn sé til hópur kvenna í þjóðfé- laginu sem vinni ekki og hafi ekki unnið utan heimilis og njóti því ekki orlofs af neinu tagi. „í þessum hópi eru konur sem nú eru milli sextugs og sjötugs og þær eru í meirihluta þeirra sem nýta sér orlofið.“ Orlofið sem konum gefst kostur á eru ferðir innanland og utan sem eru yfirleitt frá tveimur og upp í tíu daga langar. Orlofsnefndin í Reykjavík býður t.a.m. í sumar upp á fjórar ferðir innanlands en þrjár til útlanda. Ferðirnar eru niðurgreiddar en sem dæmi um verð má nefna að vikuferð á Hvanneyri kostar 12.000 krónur en tíu daga ferð til Portúgal 44.900 krón- ur fyrir einstaka konu. Mestmegnis eldri konur Að sögn Drafnar eru það mest- megnis eldri konur sem fara í ferðirn- ar. „Það má segja að þær séu svona á bilinu 55 til 92, sem er sú elsta sem hefur slegist með í för. Þær sem hafa komist á bragðið vilja gjarnan koma aftur. Flestar okkar ferðir núna eru fullar en í hverjum hópi eru 40-45 konur.“ Hún kannast ekki við að ferð- irnar sæki einkum heldri konur, eins og haldið hefur verið fram. Dröfn segir allt starf í kringum or- lofsnefndir unnið í sjálfboðavinnu. Kostnaði öllum er haldið í lágmarki og ferðir eru farnar á vorin og snemmsumars, utan háannatíma. „Boðið er upp á einhverja líkams- rækt á hverjum degi og á kvöldvökur með heimatilbúnum atriðum," segir Dröfn. Dröfn minnir á að í fyrra þegar upp hafi komið kröfur um að leggja orlof húsmæðra niður hafi verið efnt til undirskriftasöfnunar. „Á mjög skömmum tíma söfnuðust 6.000 und- irskriftir í Reykjavík og það voru jafnt karlmenn sem konur sem skrif- uðu undir það,“ segir Dröfn. „Orlofs- ferðir húsmæðra eru ótrúlega gefandi og að okkar mati, sem höfum verið að vinna við þetta, þá væri það sorgleg tímaskekkja að leggja orlof hús- mæðra niður á þessari stundu." Fasteignasalar telja að verðhækkun frá áramót- um sé um 10%. Pétur Gunnarsson ræddi við nokkra fasteignasala og kom m.a. fram í máli þeirra að áður óseljan- legar eignir seldust nú oft án erfiðleika. MJÖG mikil hreyfing er á fasteignamarkaði um þess- ar mundir og eftirspurn svo mikil að algengt er að ekki þurfi að auglýsa eignir til þess að þær seljist, jafnvel yfir ásettu verði. Runólfur Gunnlaugsson, fasteignasali á Höfða, segir að í greininni tali menn um að fara þurfi aftur fyrh' árið 1976 til að finna samanburðarhæft ástand við það sem nú ríkir. Fasteignasalar telja að verðhækkun frá áramótum sé um 10% á góðum eignum, sums staðar meúa en það. Fyrir um ári hafi verið algengt að 5-+00 eignir væru á söluskrá hjá stærri fasteignasölum en nú þyki gott að hafa um 200 eignir á skrá. Lóðaskortur í höfuðborg? „Það er almenn velsæld, aukið framboð á lánsfé og síðast en ekki síst flutningur fólks til höfuðborgarsvæðis- ins,“ segir Ingólfur Gissurarson, fast- eignasali hjá Valhöll, spurður um skýr- ingar á mikilli sölu. Hann segir einnig að þess sé nú farið að gæta að minna framboð sé á nýbyggingum en var í fyrra og segist ekki frá því að áhrifa lóðaskorts í höfuðborginni sé farið að gæta. Einkum skorti á venjulegar íjöl- býlishúsaíbúðir í nýjum húsum en hins vegar sé talsvert framboð á nýjum, glæsilegum og dýrum fjölbýlishúsum. Góðai' eignh' seljast einatt yfir ásettu verði og í öllu falli er söluverð nú mjög nálægt ásettu verði, segir Franz Jezorski, fasteignasali hjá Hóli. Hann segir að fyi'h' nokkrum árum hafi eignir yfir 170 fermetra lítið hreyfst en nú sé komin mikil hreyfing á 2-300 fermetra hús og eignir sem erfitt hafi verið að selja fyrh' nokki-um misserum rjúki út. Áðrh' viðmælendur taka undir það að söluverð sé yfirleitt nálægt ásettu verði og stundum myndist uppboðs- stemmning um einstakar eignir. Þá sé ekki óalgengt að eignir sem áður þurfti að auglýsa í 10-20 skipti fari nú eftir fyi’stu auglýsingu. „Það er enginn kostnaður fyrir seljendur við söluna miðað við það sem var fyrir ekki löngu,“ segir Franz. Efth- sem áður er eftirspurnin mest og verðið hæst í eftirsóttustu hverfun- um, t.d. vesturbæ, Hlíðum og ákveðn- um stöðum í austurbæ, svo og í Smára- hvammslandi, á Seltjarnarnesi og í Garðabæ. „Andstæðurnar hafa skerpst, kostir og gallar ákveðinna hverfa og innan ákveðinna hverfa,“ segir Ingólfur en segir að jafnvel í hverfunum þar sem tugir íbúða hafi verið á skrá misserum saman sé salan nú mun betri en áður. Uppsöfnuð hækkunarþörf „Það ber að líta á það að fasteigna- verð hafði nánast ekkert hækkað allan þennan áratug. Hækkunin sem hefur orðið er vegna uppsafnaðrar hækkun- arþarfar frá árunum 1995-1996,“ sagði Ingólfur. Hann sagði að aukið framboð á lánsfé og hærra lánshlutfall en áður hefði haft þau áhrif að fjölga kaupend- um en einnig hefði fólk einfaldlega meiri peninga milli handanna en áður. Hann kvaðst þó telja að enn mætti hækka lánshlutfallið. Ungt fólk sem kaupir sína fyrstu íbúð taki einatt um * 90% lán, þá að hluta til með sjálf- skuldaábyrgðum eða gegn veði í eign- um foreldra. I nágrannalöndum sé hins vegar lánshlutfall við veðsetningu eigna víða um 85-90%. Áður óseljanlegar eignir seljast auðveldlega „Ég er búinn að vera í þessu í 10 ár og man ekki eftir annarri eins eftir- spurn og núna. Það selst allur andsk...,“ sagði Runólfur Gunnlaugs- son, fasteignasali á Höfða. „Eignir sem voru taldar óseljanlegar í kreppunni fara nú eftir 2-3 auglýsingar. Vikulega koma upp dæmi þar sem menn eru að berjast um ákveðna eign og fara um og yfir ásett verð til að ná í réttu eignina.“ Ingólfur Gissurarson segh' að fast- eignasalar telji yfirleitt að þessi þróun hafi nú náð hámarki og Franz tekur í sama streng en Runólfur Gunnlaugs- son býst við áframhaldandi hækkunum út þetta ár og segir að staðan nú sé enn til marks um að hækkanir og lækkanir á fasteignamai'kaði séu á eft- ir almennum hagsveiflum hér á landi. Þó minnir Ingólfur á að þróunin næstu misseri muni m.a. ráðast af því hvernig staðið verði að skipulagningu og lóða- framboði á Arnarneslandinu, sem Jón Ólafsson keypti um ái'amótin. Rétti tíminn til að minnka við sig Franz Jezorski segir áberandi hve mikil breyting hafi orðið frá kaupenda- markaði í átt að seljendamarkaði á - skömmum tíma. ,Aður gat fólk boðið í eignir niður úr öllu valdi en nú þakka menn fyrir að fá eignir á ásettu verði. Það er mjög mikil spenna á öllum svið- um á þessum markaði. Eignir á bestu stöðum þarf varla að auglýsa lengur; þegai’ þær koma inn er hringt í kaup- endur eftir lista og menn finna kaup- endui' um leið. Það er mikið innstreymi á eignum loksins núna, t.d. er eldra fólk að átta sig á því að stóru eignimar, sem ekki vai' hægt að selja á árum áður en nú hægt að selja á góðu verði og þetta er rétti tíminn til að minnka við sig.“ Fasteignasalamh- era sammála um - að aukið framboð á lánsfé greiði fyrir því ástandi sem nú er á markaðnum. Runólfur segir þó að félagsleg viðbótar- lán valdi ekki teljandi eftirspum á markaðnum en íbúðalán Landsbankans séu greinilega samkeppnisfær við íbúðalánasjóð. Hins vegar telur hann að reglur um greiðslumat vinni gegn því að fólk reisi sér hurðarás um öxT* þrátt fyrir mikið íramboð á peningum. Birkir Rúnar Gunnarsson hyggst ljúka námi við Yale Háskóla á þremur og hálfu ári Hyggst taka frí frá Yale til að synda á Olympíuleikum Birkir Rúnar Gunnarsson, 21 árs blindur stúdent, hóf nám við Yale Há- skóla í Bandaríkjunum síðastliðið haust. Örlygur Steinn Sigurjónsson ræddi við Birki um námsframvinduna og framtíðaráformin. BIRKIR Rúnar Gunnarsson lýkur fyrsta skóla- ári sínu í Yale 10. maí nk. er hann þreytir sitt síðasta próf. Hann er væntanlegur til Islands fljótlega að því Ioknu, en í fyrravetur stund- aði Birkir nám í tölvunarfræði við Háskóla fslands. Þó svo að Birkir sé blindur lætur hann það ekki aftra sér og er auk þess að vera duglegur námsmaður er hann góður sundmaður og áhugamaður um tónlist. Hann samdi nýlega tónlist við söngleik ásamt öðrum og er meðal annars trommuleikari í lúðrasveit í Yale. Birkir stundar fornám á fyrsta ári, þar sem skylt er að taka tvær námsgreinar úr öllum flokkum náms- greina sem kenndar eru við skólann áður en valin er aðalnámsgrein. Á þessu ári reiknar Birkir með að Ijúka 13 námseiningum af 36 á fyrsta ári, sem hann telur nokkuð gott. „Ég stefni á að taka B.Sc.-próf í tölvunar- og hag- fræði,“ segir Birkir um nám sitt að loknu skyldunám- inu. Hann segist þó óviss um framtíðina þar sem ekki sé enn víst hvort honum takist að fjármagna næsta skólaár. „Ég veit ekkert um framtíðina og ég bíð eftir svari frá ríkisstjórninni um hvort hún styrki mig á næsta ári,“ segir hann. Auk ríkisstjórnarinnar veittu fyrir- tæki, sjóðir og sveitarfélög Birki námsstyrk í fyrra og einnig hefur liann notað námslán sín í vetur. „Skólagjöldin eru ævintýralega há en með áfram- haldandi styrkjum auk fullra námslána ætti ég að geta náð endum saman og þetta er eina leiðin sem ég sé í bili til að geta lokið námi á háskólastigi." Ákveðin vandamál í upphafi Um gengi sitt í náminu segir Birkir að í upphafi hafi komið upp ákveðin vandamál varðandi tölvu- tæknina, sem hafi seinkað sér um einn mánuð. Það kom þó ekki að sök þar sem honum tókst að vinna upp glataðan tíma og lauk fjórum námskeiðum á tveim mánuðum í stað þriggja mánaða. „Ég bjóst alveg við því að upp kæmu einhver tækni- vandamál og ég var ekki búinn að setja upp minn eig- in tölvubúnað fyrr en í byrjun október og svo þurfti ég að klára Ijögur námskeið á tveimur mánuðum í stað þriggja því ég vann enga heimavinnu fyrsta mán- uðinn. Eftir áramót, tók ég sex námsgreinar svo ég gæti klárað eins mikið og ég gæti til að geta tekið mér hálft ár í frí seinna. En þetta er búið að vera gaman,“ segir Birkir. En hvernig er aðstaðan fyrir blinda i Yale Háskól- anum? „Hér er skrifstofa sem hefur yfirumsjón með fötluð- um nemendum og það er treyst mikið á að nemend- urnir eigi sjálfir frumkvæði að því að koma á skrif- stofuna og geri grein fyrir sérþörfum sínum. I skólan- um er fólk á launaskrá við að aðstoða blinda nemend- ur, eins og lesarar, aðstoðar- og leiðsögumenn og slíkt. Skrifstofan sér um að útvega námsbækur, sem hún hefur reyndar staðið sig nokkuð vel í og sér um að hjálpa til við samskiptin við kennarana." Kennararnir að mestu hjálplegir Að sögn Birkis eru flestir kennararnir vel meðvit- andi um að þeir þurfi að eiga samskipti við fatlaða nemendur og segir hann að þeir hafi verið að mestu hjálplegir. „Aðalmunurinn hér og í Háskóla íslands liggur í því að prófessorunum hérna er borgað fyrir átta tíma vinnu dag hvern þannig að maður getur náð í þá fyrir utan kennslustundirnar. Heima eru kennararnir oft að vinna lijá tölvufyrirtækjum og maður nær aldrei að seljast niður með þeim þar sem þeir þurfa að hverfa til annarra starfa um leið og fyrirlestrinum lýkur, sem er svo sem skiljanlegt þar sem launin eru margfalt hærri á fýrirtækjamarkaðnum heldur en í kennslunni. Það eina sem maður þarf er oft ekki nema að setjast niður með kennara sínum í klukkustund og skipu- leggja hvernig heimavinnu er skilað eða gera honum grein fyrir að maður þurfi annað snið á verkefnum Morgunblaðið/Árni Sæberg BIRKIR segir að í Yale Háskóla sé treyst á að fatl- aðir nemendur hafi sjálfir frumkvæði að því að gera grein fyrir sérþörfum sínum, en þar er rekin skrif- stofa sem sér um aðstoð við fatlaða nemendur. Myndin var tekin áður en Birkir hélt utan til náms. eða að fá verkefnin t.d. með þriggja daga fyrirvara," tekur Birkir sem dæmi. Mjög menningarlega sinnað fólk Fyrir utan nám sitt er Birkir á kafi í félagslífi skól- ans sem hann segir vera mjög öflugt og áhugavert, enda er það vel skipulagt. „Þetta er mjög menningarlega sinnað fólk og það má reikna með að það séu sýningar af hvers kyns tagi um hveija helgi á vegum hinna ýmsu deilda skólans. Auk þess eru tónleikar haldnir mjög oft, leikrit sett upp og söngleikir sýndir, þá sem hluti af lokaverkefn- um útskriftarnema í leiklist og tónlist." Heimavistinni í Yale er skipt í tólf byggingar þar sem 5.700 nemendur, sem eru í B.Sc.-námi búa og seg- J_ ir Birkir að innan hverrar byggingar sé mjög sterkt félagslíf meðal þeirra tæplega 500 íbúa sem búa í hverri byggingu. Hverjum 500 manna hópi er síðan skipt niður í 20 manna hópa og allir nýnemar í skól- anum eru settir undir sljórn eins útskriftarnemanda. „Þetta er mjög vel skipulagt og maður endar á því að tilheyra 5-10 manna hópi sem maður á eitthvað sameiginlegt með, t.d. námið sjálft, áhugamál eða annað.“ Þrátt fyrir þá ákvörðun sína um að taka námið eins föstum tökum og mögulegt er, hefur Birkir gefið sér tíma til að sinna ýmsu öðru, einkum þó tónlist. Hann hefur ásamt öðrum verið að semja tónlist við söngleik sem var frumsýndur laugardaginn 10. apríl. „Þetta er mjög áhugavert og það hafa farið um 2-3 klukkustundir á dag í þessa vinnu síðastliðnar 2 vik- ur. Það er einstakt að fá að vinna með svo hæfileika- ríku fólki, einkum söngvurum,“ segir Birkir. Hann hefur ennfremur leikið á trommur um árabil og er trommuleikari 50 manna lúðrasveitar skólans. „Það er þó meira gert vegna félagsskaparins. Við spilum á íshokkíleikjum, körfuboltaleikjum og fót- boltaleikjum þegar lið skólans keppa og komum líka fram við önnur tækifæri. Við fáum einnig að ferðast með liðum skólans til ýmissa borga í nágrenninu sem er einnig góð tilbreyting frá daglega lífinu hér.“ Lyfti lóðum í vetur Námsmaðurinn og tónlistarmaðurinn Birkir Rúnar Gunnarsson verður ekki kvaddur án þess að vera spurður að Iokum út í það hvað hann ætli sér í enn einni sérgrein sinni sem er sundið, en hann á glæsi- legan feril að baki sem keppnismaður í sundi fatl- aðra. „Ég hef verið að lyfta lóðum í vetur til að massa mig upp og ætla að sjá til hver verður mín aðalsund- grein á næsta ári. Það getur verið að ég fari í styttri vegalengdir, en aðalgreinar mínar hingað til hafa verið millivegalengdir í skriðsundi. Ég ætla að reyna að ljúka náminu á þremur og hálfu ári og reyna að komast á Ólympíúleika fatlaðra í Ástralíu í október árið 2000 og taka mér frí frá námi þá önn. Ennfremur er liugsanlegt að ég taki tvær greinar í Háskóla Is- lands á haustönn 2000, sem ég get fengið metnar til náms í Yale.“ Birkir kveður með þakklætisorðum til fyrirtækja og annarra aðila sem styrktu hann til námsins í Yale Háskóla. „Mig langar einnig að koma á framfæri þökkum til vina ininna og íjölskyldu sem hafa alltaf verið til staðar þegar ég hef þurft á þeim að lialda, án þeirra hefði þetta ekki verið hægt,“ segir hann að endingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.