Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN PRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 43 Léleg Tíma- ritsstjórn í ÁGÚST 1996 flutti ég erindi á alþjóðlegu þingi um norrænar bókmenntir í Bonn. Er- indið fjallaði um Ólafs sögu Þórhallasonar sem alþýðlega fram- kvæmd upplýsingar- stefnunnar með því að nota þjóðsögur. Ég sendi íslenska gerð þess tU Tímarits Máls og menningar um haustið. Eftir nokkurra mánaða bið fékk ég það svar frá ritstjóranum að hann hefði fundið gi’ein mína þegar hann tók til hjá sér. Ég undraðist óreiðuna, en lét kyrrt liggja, enda sagðist hann vilja birta greinina með breytingum sem Bókmenntir Hafí Friðrik haft of- antalda ritdóma mína um þýðingar sínar í huga, segir Örn Ólafs- son, þá hafði hann ekki hug né dug til að and- mæla þeim sérstaklega. tækju m.a. tillit til þess að bók Mar- íu Önnu Þorsteinsdóttur um þessa sögu hefði vakið mikla athygli. Ég lagði nú nokkra vinnudaga í að um- semja greinina, og sendi hana aftur um vorið. Átti hún nú að birtast fljótlega. Enn dróst það þó, skýr- ingalaust, uns ég fékk bréf frá rit- stjóra TMM dags. 22. janúar 1998: „Kæri Örn. Ég hafði ætlað mér að hafa greinina þína um upplýsingu í gegnum þjóðsögur í 1/98, en þegar átti að fara að brjóta hana um lenti umbrotstölvan í erfiðleikum með að lesa af diskettunni, þannig að ég verð því miður að fresta þessu um eitt hefti. Gætirðu sent mér aðra diskettu sem fyi-st? Bestu kveðjur. Friðrik." Ég sendi greinina þegar með tvenns konar tölvusniði (Word og Text only). Þegar hún kom hvorki í 2. hefti né 3., hringdi ég í ritstjór- ann og spurði hverju það sætti. Svarið var að hún hefði orðið að víkja fyrir sérsyrpum, m.a. um Berlín, en kæmi í 4. hefti 1998. Mér fannst þetta að vísu undarleg orð- heldni, að láta hana ekki ganga fyrir eftir alla þess bið. Þetta er ekki langur texti, 4.355 orð segir tölvu- forritið, það yrðu innan við 7 bls. í TMM. Ekki kom greinin í 4. hefti, né heldur í 1. hefti 1999, né neinar skýringar á því, tveimur árum eftir að greinin var samþykkt. Nú nenni ég auðvitað ekki að tala meira við mann sem er margbúinn að sanna að orð hans er ekkert að marka. Ég verð að eftirláta öðrum að meta hvort þetta er venjulegur slóða- gangur hjá ritstjóranum. Annar möguleiki er sá, að hann leggist svo lágt að misnota stöðu sína til ná sér niður á mér fyrir annað mál. Rit- stjóri TMM, Friðrik Rafnsson hefur nefnilega þýtt skáldsögur Milan Kundera, og á annan hátt beitt sér mjög fyrir honum á Islandi. Ég skrifaði ritdóm um eina þessara sagna, Óbærilegur léttleiki tilver- unnar í DV (í árslok 1986!), og sagði m.a. að „fyrst koma almennar hug: leiðingar, en síðan eru persónur látnar haga sér í samræmi við þær, eða reynt að túlka hegðun þein-a samkvæmt þeim. Því nýtur sín hvorugt vel. Bókin gefur mynd af kúguninni í Tékkóslóvakíu, og hvernig menn aðlagast henni mai'g- ir, af hugleysi. En þetta er fjarlægt, ástríðulaust, virðist ekki taka á nokkurn mann. [...] Hugleiðingarn- ar eru enn til- komuminni en skáld- skapurinn. Þær eru al- mennt tal um léttleika og þunga atburða eftir því hvort þeir eru end- urtakanlegir eða ekki.“ Um þýðinguna sagði ég að hún væri lipur- lega gerð, en fann þó að einstökum atriðum. Enn sendi Friðrik frá sér þýðingu á bók eftir Kundera 1993, Bókin um hlátur og gleymsku, og enn skrifaði ég ritdóm í DV, þar sem segir m.a.: Persónusköpun er hér flöt, einsog í öðrum bókum Kundera sem ég hefi lesið. Því veld- ur einkum, að persónur koma lítið fram beinlínis, sögumaður er ein- lægt að upplýsa lesendur um hugs- anir þeirra og eðlisfar, og líka hitt, að það er ekki margbrotið sem frá persónum segir. Það er helst það sem allar eiga sameiginlegt; kyn- hvöt, metnaður, reiði, afbrýðisemi, hræðsla, o.s.frv. Málfar þeirra er ekki sérkennandi. Og ekki er þýð- andanum um að kenna, síst er franskur texti Kundera líflegii, það sem ég hefí skoðað. Að vanda Kund- era er hér mikið talað um kynlíf, og ævinlega er það jafnþurrt og líf- vana. Ekki er hægt að ímynda sér neitt fjarlægara losta en þessar skýi’slur um líkamshreyfíngar. En þetta er í stfl við annað í sögunni, að gera allt að umhugsun („in- tellektúalísera“). En fyrst bókin snýst aðallega um þær hugmyndir sem sögumaður er einlægt að leggja fram um lífið og tilveruna, samhengi allra hluta og þróun nú- tímamenningar, þá skiptir verulegu máli hvernig þær eru unnar. [...] brellan í þessari bók er gervi- menntamennska, að láta vaða um heima og geima, þykjast sjá merki- leg samræmi hingað og þangað. Margir lesendur geta séð í gegnum þennan yfírborðslega vaðal ein- hvers staðar, en hver getur haft vit á því öllu? Kundera flýtur á löngun fólks til að skilja umheim sinn, sjá æðra samhengi í glundroðanum sem blasir við. En hann selur fólki steina fyrir brauð. Mér kæmi ekki á óvart þótt þýð- andi bókanna væri þessu ósammála. En þá hefði verið manndómsbragur á að hrekja þetta með mótrökum, geti hann það. Næst gerðist það, að Friðrik tók við ritstjórn Tímarits Máls og menningar, og sendi rit- dómurum tóninn í „PS“. En þetta er bara almennt tal:? Rekumst við á illa skrifaða og vanhugsaða dóma um nýjar bækur í íslenskum blöðum fyrir jólin? Svo sannarlega. [...] Er þá skollin á tilvistarkeppa meðal gagnrýnenda? Eða er þeim svo naumt skammtað pláss og tími að þeir geta ekki unnið sitt verk af neinu viti? o.s.frv. Alveg röksemda- laust og án dæma. Hafi Friðrik haft ofantalda rit- dóma mína um þýðingar sínar í huga, þá hafði hann ekki hug né dug til að andmæla þeim sérstaklega, heldur beitti öðram brögðum. Slíkt getur aldrei þótt stórmannleg frammistaða, svo ekki sé nú fastara að orði kveðið. Höfundur er bókmenntiifræðingur. Fréttir á Netinu v§> mbl.is -S\LLTAf= eiTTHV'AO NÝTT Örn Ólafsson Markaðsvæðing kvótaúthlutunarinnar GÓÐKUNNINGI minn tók á dögunum til við að sanna iyrir mér, hversu tilgangslaus sé sú iðja mín undangeng- in misseri, að skrifa greinar í Mbl. um físk- veiðistjórn. Hann hélt því fram, að jafnvel einföldustu hluti væri ekki til neins að reyna að útskýra fyrir al- menningi, hvað þá það, sem flóknara væri. Það brot þjóðarinnar, sem les, hugsar og skilur slíkt efni, sé svo agn- arsmátt, að það skipti engu máli. Þetta var nú dómur hans yfír hinni upplýstu ís- lensku þjóð og möguleikum mál- efnalegrar og lýðræðislegrar um- ræðu við hana. Það er að sjálfsögðu rétt hjá kunningjanum, að lágvært skraf mitt á síðum Mbl. má sín lítils í sam- keppni við stóryrtar og síendurtekn- ar yfírlýsingar forystu stjórnar- flokkanna um stórkostlegan árang- ur ríkjandi fiskveiðistjói'nar og hlut hennar í góðærinu, sem þeir trúa sig hafa búið til. Þar skiptir engu, þótt sáralitlar innstæður séu íýrir stað- hæfingunum. Þegar þær eru endur- teknar nógu oft og víða, endar al- menningur með að trúa þeim. Slíkur er máttur innrætingarinnar eins og dæmi sögunnar sanna. Margir hafa beitt slíkum aðferðum og jafnvel kennt við lýðræði. Sjálfum hefur mér lengi verið ljóst, að ég ræði við minnihlutahóp. Eg verð með ýmsum hætti var við þetta fólk og þykir það verðug afþreying, að sinna því. I því bjástri tel ég, að tekist hafi að greina og lýsa þeim alvarlega sjúk- dómi, sem gildandi fískveiðistjórn er og hvernig sá sjúkdómui' mun að óbreyttu leika útgerðina, sjávar- byggðir og þjóðarhag. í örstuttu máli skal hér rifjað upp, hvernig sjúkdómurinn lýsir sér. Brottkast afla í hafi sem beina af- leiðingu af kvótaúthlutun og leigu- kvótabraski, þekkja allir. Kvótaforgjöf stóru útgerðanna og fénýting hennar hefur leitt til þess, að kvótinn hefur flætt frá minni út- gerðum til hinna stærri undir fólsk- um formerkjum hagi’æðingar í greininni. Þannig hefur áherslan verið flutt frá strandveiðum frá hin- um smærri byggðum, til stórút- gerða togara, í vaxandi mæli frysti- togara. Þessi þróun er blóðtaka sj ávarbyggðanna. Nýliðun ómöguleg Fjármagn flæðir út úr útgerð til hins nýja efnahagslega aðals, af- komenda þeirra, sem kvótann fengu gefíns, en eru nú að selja sig frá út- gerð. Þessi einkaleyfishagnaður fer í tugum og hundruðum milljóna króna út úr greininni, en skilur hana eftir með samsvarandi liyrð- ar. Trúlegt er, að hluti tuga milljarða skulda- aukningar útgerðar undangengin ár, þrátt fyrir allan „árangur- inn“ af fískveiðistjóm- inni, sé af þessari þró- un sprottinn. Lokaþátt- ur sjúkdómsgreining- arinnar er framtíðar- þróunin, sem við blasir, þegar allir, eða því sem næst, sem kvótann fengu gefins, eru með einum eða öðmm hætti búnir að selja hann dýmm dómum. Þá situr þessi mikil- væga atvinnugrein eftir með byrð- arnar og fær ekki undir þeim risið. Kvótinn Þessi þróun, segir Jón Sigurðsson, er blóðtaka sj ávarbyggðanna. Þjóðin verður þá með einum eða öðrum hætti að bjarga henni. Þannig verður þjóðin að taka á sig, á alls óraunhæfu verðlagi, andvirði eignar, sem af henni var tekin og fengin útvöldum til að braska með, forða sér frá með peningana og senda þjóðinni reikninginn. Svona lítur nú sjúkdómurinn út og forystumenn í stjórnmálum, sem bera ábyrgð á öllu saman leyfa sér að ræða ósætti um málið eins og það sé einhver minni háttar kvilli, sem rétt sé að tala ögn um fyrir kosningar, en gera ekkert. Stjórnarflokkarnir viðurkenna þennan sjúkdóm alls ekki. Stein- grímur J. og hans fólk gerir það í raun ekki heldur. Samíylkingin við- urkennir sjúkdóminn og hið sama gerðu svonefndir tólfmenningar í sínu útspili í málinu. Báðir leggja til lyfjagjöf, sem er svo seinvirk, að sjúklingurinn hefur fyrir löngu tek- ið andvörpin áður en lyfíð virkar. Frjálslyndi flokkurinn hefur ekki aðeins viðurkennt sjúkdóminn, heldur einnig, að hann sé jafn alvar- legur og ég hef lýst honum. Engir aðrir stjórnmálamenn hafa horfst í augu við staðreyndir málsins. Ég hef verið þýfgaður um lyf, sem duga. Niðurstaðan varð sú, að ekkert nema róttæk uppstokkun, sem endar í algerri markaðsvæð- ingu kvótaúthlutunarinnar á opnum útboðsleigumarkaði, á sem skemmstum tíma, gæti eytt sjúk- dómnum og um leið tryggt þjóðinni hámarksafrakstur af auðlindum hennar í hafínu. Þessar hugmyndir hefur forysta Frjálslynda flokksins mótað í form stefnuyfirlýsingar með þeim lagfæringum, sem henni þótti við hæfí. Á grundvelli minna út- tekta, leyfí ég mér að fullyrða, að sú stefna felur í sér eina virka lyfið, sem boðið er fram í væntanlegum kosningum, og getur ráðið við þann skelfilega sjúkdóm, sem gildandi kvótaúthlutun felur í sér. Mínum lesendahópi vil ég að lok- um benda á aukavinninginn, sem felst í markaðsvæðingu kvótaút- hlutunarinnar. Á opnum útboðs- leigumarkaði má ætla, að leiguverð hækki og lækki eftir því hvemig af- koma útgerðar breytist í hinum ýmsu greinum vegna aflabragða eða verðlags. Uppboðsmarkaðurinn mundi þannig fela í sér sjálfvirka sveiflujöfnun í efnahagslífinu, sem að öðru jöfnu ætti að halda niðri gengi krónunnar á tímum, sem það hefði annars tilhneigingu til að hækka við núverandi ástæður, þeg- ar vel árar til sjávarins. Slíka geng- ishækkun hefur raunar mátt merkja þessi síðustu misseri. Og hvern skiptir þetta máli? Þetta er úrslitaatriði um afkomu alls samkeppnisiðnaðar, útflutn- ingsiðnaðar, ferðaþjónustu við út- lendinga, hugbúnaðarútflutnings, kvikmyndaiðnaðar hérlendis og þannig mætti lengi telja, en síðast en ekki síst væri þetta mikilvægt fýrir lífsskilyrði þess merka vaxtar- brodds í fískiðnaði, sem er full- vinnsla sjávarafla hérlendis og orðið hefur til víðs vegar í smærri og stærri fyrirtækjum undanfarin lág- gengisár. Ég hygg, að það sé van- metið, hver drifkraftur lággengis mörg ár í röð hefur verið fjölda at- vinnugreina og fyi-irtækja. Vandi sumra þeirra hefur sýnt sig strax og gengið hefur hækkað, þótt ekki sé nema lítið. Þeir eru þess vegna margir og ekki síður utan sjávarútvegsins, sem eiga starfsumhverfí sitt undir því, að markaðsvæðing kvótaúthlut- unarinnar verði tekin upp. Allir, sem eiga hagsmuni í stöðugu lág- gengi ættu að íhuga þetta vandlega. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdasljóri. slim-line" dömubuxur frá gardeur UÓuntu tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 5611680 Jón Sigurðsson marion
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.