Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 13.04.1999, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGURJÓN BIRGIR ENGILBERTS + Sigurjón Birgir Engilberts fæddist í Reykjavík 21. apríl 1946. Hann lést 27. mars síðast- liðinn. Birgir var einkabarn hjónanna Gríms Engilberts prentara og rit- stjóra bamablaðs- ins Æskunnar frá 1912-1988 og Lauf- " eyjar Engilberts. Birgir var rithöf- undur, leikritahöf- undur og leik- myndateiknari. Hann hóf ungur nám í leik- myndagerð í Þjóðleikhúsinu 1962-65 undir leiðsögn Lámsar Ingólfssonar og vann þar síðan á ámnum 1966-1983. Hann gerði 23 leikmyndir fyrir Þjóð- leikhúsið. Má þar nefna við leik- ritin Eftirlitsmaðurinn, Fiðlar- inn á þakinu, Fröken Margrét, Á sama tíma að ári, Gosi, Cavaleria Rusticana, Bangsimon, Ferðin til Oz og Sagan af Dimmalimm kóngs- dóttur. Birgir sendi frá sér fimm leikrit sem heita Loft- bólurnar, Sæðissa- tíran, Lífsneisti, Ósigur og Hvers- dagsdraumur. Öll þessi verk hafa ver- ið sýnd opinberlega, bæði í sjónvarpi og á fjölum leikhús- anna. Einnig sendi hann frá sér prósabókina Andvökuskýrsl- urnar, sem geymir þijár sögur í formi skýrslna sögumanna. Birgir hafði nýlokið við handrit að nýrri skáldsögu er hann nefndi Endir. Utför Birgis fór fram í kyrr- þey. Deyr fé, _ deyja frændur, deyr sjálfur hið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál.) Kæri frændi og vinur, nú skiljast leiðir. Síðast þegar ég talaði við þig hafðir þú nýlokið við að afhenda út- gefanda handritið þitt að nýrri skáldsögu. Það var fyrir um þrem- ur árum, að þú hringdir og sagðir mér að nú værir þú byrjaður á nýju j^verki. Það voru gleðifréttir, eftir langt hlé. En eitthvað var þungt í þér hljóðið, þér fannst verkið sækj- ast seint á gömlu ritvélina. Eg reyndi að stappa í þig stálinu (sem þurfti nú stundum til) og sagði þér að þú yrðir að fá þér tölvu til að ljúka verkinu. Ekki treystir þú þér til þess. Ég hlustaði ekkert á þig, verkið skyldi líta dagsins ljós. Dreif tölvuna mína út í bíl og brunaði með hana niður á Njálsgötu setti hana í samband og kenndi þér til verka. Þar með hófust okkar nánu samskipti sem héldust til þessa dags. Síminn hringir. „Greta, ég er al- veg stopp á tölvunni, hún hlýðir ^mér ekki svo vantar mig borða,“ eða „Greta nú þarf ég að prenta út, getur þú hjálpað mér.“ Öll þessi litlu samtöl ylja mér í dag því án þeirra væri sjóður minning- anna fátækari. En mesta ánægjan var er þú hringdir og sagðir: „Nú er verkinu lokið,“ og góðvinur þinn og hjálparhella Jón Júlíus- son, leikstjóri og leikari með meiru, væri að prófarkalesa hand- Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útfór er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útfór hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. ritið og síðan ætti ég að fá það til aflestrar. Því miður hefur verkið ekki „ennþá“ komið fyrir augu almenn- ings en eftir þig liggur fjöldinn all- ur af verkum. Það má segja að þú hafir alist upp í leikhúsi og tekið þar út þinn þroska sem höfundur því ekki varstu nema 16 ára er þú hófst nám. Þú komst fyrst fram sem höfund- ur þegar Þjóðleikhúsið tók Loft- bólurnar til sýninga árið 1966 á litla sviðinu í Lindarbæ, og varst þú þar með yngsti höfundur sem átt hefur verk á sviði Þjóðleikhússins, en þá varst þú rétt orðinn tvitugur. Loft- bólur er að líkindum eitt þekktasta verk þitt, því auk uppfærslu Þjóð- leikhússins var verkið með fyrstu leikritunum sem íslenska sjónvaipið sýndi, og var sú upptaka einnig sýnd á Norðurlöndunum. Verkið lýsir hlutskipti þriggja málara, sem eru misjafnlega langt komnir í virðingar- stiga þjóðfélagsins, og eru að mála í akkorði sama vegginn dag eftir dag. Árið eftir frumsýndi Gríma eftir þig leikritið Lífsneista, og einnig flutti Menntaskólinn í Reykjavík Sæðissatinma. Sama ár var leikrit- ið gefið út ásamt Sæðissatírunni í bókinni Tvö leikrit. Árið 1972 voru leikritin Hversdagsdraumur og Ósigur, tveir einþáttungar, sýndir í Þjóðleikhúsinu og gerðir þú einnig leikmyndina við þau verk. Þessi tvö verk eru mér mjög minnisstæð þar sem á þessum tíma var ég komin til vits og ára. En vonandi verður gerð úttekt á verkum og starfsferli þín- um á öðrum vettvangi. Þú áttir alla tíð við heilsuleysi að stríða sem hafði áhrif á samskipti þín við listagyðjuna svo ekki voru afköst þín sem skyldi en þér óx ás- megin eftir því sem aldurinn færð- ist yfir. Þar hjálpaði til létt lund og næmt skopskyn og húmor fyrir sjálfum þér og öðrum. Því voru það dapurleg tíðindi er mér var tilkynnt dauðsfall þitt fyrir aldur fram. Ég vil ljúka þessum skrifum með þín- um eigin orðum: „Ég vinn leikrit mín óskaplega hægt; geng fyrst lengi með hugmyndina í kollinum og svo þróast hún hægt í skriftun- um. Það er ótrúlega mikill munur á fyrsta uppkastinu og endanlegu út- komunni. Þannig séð má segja, að mörg orð komi á pappírinn til lítils. En öll orð eiga sína sögu.“ Við fjölskyldan óskum þér að lok- um fararheilla á nýjum vegum og þökkum af alhug minnisstæða frændsemi og vináttu. Megi hinn hæsti höfuðsmiður vemda og hugga alla ástvini þína. Vertu sæll, elsku frændi. Greta Engilberts. Mig langar í fáeinum orðum að minnast frænda míns, Didda, eins og hann var kallaður meðal okkar nánustu. Við vorum systkinabörn. Faðir minn Jón Engilberts var föð- urbróðir hans og var mikill sam- gangur milli æskuheimila okkar. Þegar sest er niður og minnst lið- inna tíma, hrannast minningarnar upp frá Njálsgötu 42. Páskadagur fyrir um það bil 50 árum, þegar þú fæddist og ég 12 ára að eignast minn fyrsta frænda og sjá stoltið skína úr andliti foreldranna. Sjá glampa í augum þeirra er þú út- skrifaðist sem leikmyndateiknari, undir handleiðslu Gunnars Bjarna- sonar hjá Þjóðleikhúsinu. Gleði okkar allra þegar fyrsta leikrit þitt var sett upp. Fljótlega eftir útskrift fórstu að vinna hjá leikhúsinu. Ég átti oft þangað erindi og fannst mér eins og heilt ævintýri að sjá þig og Gunnar vinna að leikmyndagerð, það var heill heimur út af fyrir sig. Til marks um hæfileika þína vil ég minnast eins atviks sem gerðist á árum áður. Ég hafði kveikt á kerti við leirstyttu í húsi foreldra minna. Áður en ég vissi af var nefið horfið af styttunni, ég horfði þarna á nef- lausan mann. Nú voru góð ráð dýr, foreldrar mínir ekki heima og ég bar ábyrgð á öllu. Þá mundi ég eftir hæfileikaríka frænda mínum, hringdi í hann og hann var kominn áður en ég vissi af og bjargaði mál- unum eins og hendi væri veifað og enginn vissi neitt. Fyrir 25 árum reyndi ég að fá Didda með mér í utanferð en ekk- ert varð úr þeirri ferð. Hann var að mörgu leyti einfari og ómannblend- inn og hafði alla tíð verið í föður- húsum og átti erfitt með að slíta þau bönd. Eftir lát foreldra hans fór að bera meira á sjálfstæði hans. Með hjálp góðra vina og þá einkum Jóns Júlíussonar fór hann að fara í ferðir tij útlanda og hafði af því gaman. Ég fékk send kort úr þeim ferðum sem geisluðu af glettni og gáska. Samband okkar styrktist með árunum. Hann var tíður getsur hjá mér á Flókagötunni, við borð- uðum saman hádegismat, spjölluð- um um lífið og tilveruna og síðan tókst þú með þér gamlan Mogga á leið út. Þú varst ætíð þakklátur fyr- ir lítið. Þú hafðir næmt auga fyrir fegurð. Fallegustu blómvendi sem ég hef séð hef ég fengið frá þér. Þeir voru listilega samansettir og ég velti þvi oft fyrir mér hvar í ósköpunum þú hefðir fengið svona falleg blóm. Að lokum vil ég þakka þér sam- fylgdina, kæri vinur og frændi, og óska þér alls góðs á þeim vegi, sem þú nú hefur lagt út á. Þín frænka Birgitta Engilberts. Svo lánsamir, að lánið er við hóf við erum ekkert hattskraut hamingjunnai'. (Hamlet) í fljótu bragði mætti skilja þessi orð sem einbera íróníu, mæit þvert um hug þess sem þau mælir. Það væri þá hinn venjulegi, mannlegi mælikvarði. Á hinn bóginn eru þau líka dagsönn, fyrir þann sem vill forðast blekkinguna sem hamingju- vonin vefur og lokar sýn á sannleik- ann og kjarna hvers máls í hverful- um aðstæðum lífsins. Þessa dásam- lega, svikula, unaðslega, hræðilega lífs! Hveijir kærðu sig um að leita slíkra örlaga, að vera ofurseldir þverstæðunni í lífi sínu? Að verða að berjast gegn hamingjunni til að finna sinn eigin stað, að verða að taka sér bólfestu mitt í óhamingj- unni til að finna sinn frið. Að vera sjálfum sér ekkert, þó sjálfum sér næstur. Og samt leggur listin þessa ómannúðlegu kröfu á menn. Hin sanna, djúpa list sem engu vægir, og allra síst þeim sem dansa á eggj- um hennar! Guð þjáist fyrir sköpun sína, listamaðurinn fyrir list sína og fólk allt fyrir hamingjudrauma sína. Maðurinn er gerður úr draumum, enda, hvert leiða ekki draumarnir hann? Eða, vei þeim sem þorir ekki að lifa í draumi sín- um. Þessi dulda þversögn var lífs- fórunautur málarans og rithöfund- arins Birgis Engilberts, nauðugur viljugur valinn. Hamfarir draums sem lendir á flatlendi og hrjóstri, farlama sigurvon. Birgir ólst upp á Njálsgötunni, í móðurætt af borgfirsku kyni sem var geðríkt og skáldhneigt, ól villta sjálfstæðis- og menntadrauma í bland við örbirgð þótt sumar ágæt- iskonur hafi reynt að hemja mesta offorsið, voru jarðbundnari, traust- ar og trúhneigðar. Þar má nefna móðurömmu hans, Mai'gréti Magn- úsdóttur. í þeim konum leitaði hitt eðlið útrásar í vali á mönnum sem voru óforbetranlegir sveimhugar, trúrri tungli en jarðarkringlu. Eða var það ekki eini kostur þeirra og öriög að heillast þannig af tungl- sýkinni sem bjó í þeim sjálfum en mátti ekki lifa í kvengervi meðal manna? Móðir Birgis, Laufey Magnúsdóttir Engilberts, fékkst sjálf við að mála framan af, en kröf- ur heimilis og uppeldis einkasonar- ins tóku pensilinn úr hendi hennar með hægð. I föðurættina var Birgir kominn af reykvískum verkamannaaðli sem gat af sér m.a. málarann Jón Engil- þerts og bróður hans, ritstjórann Grím Engilberts, föður Birgis. Afí hans og nafni var Sigurjón Gríms- son múrari, einn af stofnendum Múrarafélags Reykjavíkur 1917. Með þessum mönnum kom alþýðu- hyggjan og hugsjón kommúnism- ans, sterk og ómenguð, og blandað- ist sérkennilega sjálfstæðiskröfu móðurafans, Magnúsar Magnús- sonar frá Beitistöðum, þótt stoltið væri töluvert beggja megin. Föður- amma Birgis var Birgitta Jónsdótt- ir frá Þverrá í Ölfusi, „mikil kona og væn og stórlynd langt umfram það sem tíðkaðist um alþýðukonur í þá daga“, eins og Jón Engilberts lýsir móður sinni í Húsi málarans. Á Njálsgötunni var menningin í fyrirrúmi, alþýðumenningin, bók- menntir, málaralist; við það ólst Birgir upp í skjóli sterkra og ákveðinna einstaklinga, í húsi afa síns og ömmu þar sem voru saman komnar þrjár kynslóðir á meðan gamla fólkið lifði. Laufey stjórnaði húshaldi og samræðum skörulega, sat á tali við gesti niðri í stofu, reykti Salem-sígarettur og blés stundum stóra reykhringi út í loft- ið. Faðirinn Grímur kom heim frá vinnu og settist í húsbóndasætið í eldhúskróknum, alvörugefinn og ábúðarmikill, stundum háðskur í tali um pólitíkina, en var glettinn til spari. Feðgarnir stóðu saman í samsæri gegn Laufeyju, þeir sögðu eitthvað sem hún tók óstinnt upp og hélt mikla tölu þar um. Þeir leyfðu henni að geisa, en svo glottu þeir hvor til annars og depluðu auga til lítillar frænku sem var ekki farið að lítast á blikuna og hélt að ægilegur ófriður hefði brotist út, en skildi svo leikinn og létti við. Uppi á lofti hélt sig jafnan ung- mennið á heimilinu við sína iðju og sást ekki löngum stundum, en svo mátti kannski fara upp á loft og skoða haglega gert míníatúr af leik- sviði, enda sonurinn farinn að vinna niðri í Þjóðleikhúsi við leiksviðs- málun og gerði móður sína afar stolta. Hann málaði líka málverk og allt var þetta ákaflega merkilegt í augum barns sem kom oft að heim- sækja föðursystur sína, enda stutt að fara á Njálsgötuna af Skóla- vörðustígnum. En Birgir lét sér ekki nægja að mála, hann varð líka að skrifa, og um tvítugt voru settir á svið tveir einþáttungar eftir hann í Þjóðleikhúsinu, Loftbólurnar og Sæðissatíran, nútímalegir í anda absúrd-leikhússins og vöktu at- hygli. Hann var þá yngsta leikskáld hérlent sem fékk sýnt eftir sig verk á sviði Þjóðleikhússins. Birgir var bráðger sem listamað- ur og þótti afar efnilegur á unga aldri; hefur eflaust lofað meiru en eftir hann liggur við lok ævinnar. Vera má að málarinn hafi tekið frá rithöfundinum eða öfugt. Mér virt- ist hann meta meir skáldlistina en málverkið, en átti erfiðara með skriftirnar, honum sóttust ritstörfin nokkuð seint. Þar kom líka-til gífur- leg vandvirkni og kröfur til sjálfs sín. Hann hélt eina málverkasýn- ingu auk þess að gefa út bókina Andvökuskýrslumar og senda frá sér leikritið Upphitun sem sett var á svið í Þjóðleikhúsinu á níunda áratugnum. Þegar Birgir lést hafði hann lokið handriti að skáldsögu. Hann var í raun nokkuð stöðugt við skriftir þótt lengi væri að ljúka við verk sín. Heilsuhraustur var hann aldrei, auk þess hamlaði honum óframfærni eða feimni og hann varð einrænni eftir því sem árin liðu. Nú er þessi huldumaður horf- inn og með honum er lokið sögu- kafianum af fjölskyldunni á Njáls- götunni. Efnislegt líf er farið, á því verður ekki framhald, en eftir stendur heill heimur í anda: minn- ingar, sögur og andrúmsloft. Og síðast en ekki síst, listaverk Birgis Engilberts. Berglind Gunnarsdóttir. Birgir Engilberts æskuvinur minn er látinn, langt um aldur fram. Hann hefur kvatt þessa jarð- vist, jarðvist sem í rauninni verður aldrei annað en millilending. Hann hefur lagt upp í ferðalagið langa sem við öll að lokum gerumst þátt- takendur í. Við deildum tilfinning- um um nokkurra ára skeið, felldum hugi saman, ég þá sem leiklistar- nemi, en hann sem leikmyndateikn- ari Þjóðleikhússins. Þessi samvera gerði okkur bæði að betri mann- eskjum, sem ég nú á þessum tíma- mótum er þakklát fyrir að hafa fengið að upplifa. Birgir var magnaður listamaður, bæði sem rithöfundur og sem myndlistarmaður. Honum var í blóð borið að sjá allt öðruvísi mynd- vinkla á tilverunni en samferðafólk okkar getur látið sér til hugar koma. Hann hafði þessa súrrealísku lífssýn sem öllum skapandi lista- mönnum er svo mikilvæg og sem hann beitti af hárfínni nákvæmni, bæði sem penni og sem myndlistar- maður. En hann var dulur. Svo dul- ur, að það gat tekið langan tíma að opna sálardyraar, þar sem sálar- auðurinn hans dýrmæti, hann sjálf- ur, stóð, - viðkvæmur, hreinskipt- inn, og óendanlega skapandi, en oft á tíðum á báðum áttum yfir því hvort hann ætti að vera að hafa fyr- ir því að stíga fram úr sínum helgi- dómi yfir til okkar hinna þar sem við stóðum í köldum og nöprum hversdagsleikanum og biðum. En hann gerði það oft, sem betur fer, og veitti þá vel. Hann var ómót- stæðilegur húmoristi sem gat feng- ið mann til að sjá tilveruna í gjör- samlega nýju Ijósi, Ijósi, sem maður hélt að væri bara ekki til. Þessi djúpa og súrrealíska lífssýn kemur hvað skýrast fram í þeim ódauðlegu listaverkum er eftir hann liggja og eiga eftir að skipa honum á bekk í framtíðinni sem einum af okkar al- bestu listamönnum. Ég minnist foreldra hans með hlýju og þökk, heiðurshjóna sem bæði eru látin, og sem aðeins buðu upp á það besta í mannlegum sam- skiptum. Megi algóður guð varðveita þessa yndislegu fjölskyldu, sem nú fær að sameinast á ný í kærleikan- um. Rósa Ingólfsdóttir. Nýlátinn er mikill vinur minn og félagi, Sigurjón Birgir Engilberts, tæpra 53 ára að aldri. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir 36 árum er við um svipað leyti hófum nám í Þjóðleikhúsinu, hann í leikmynda- gerð, en ég í leiklistarskóla hússins. Eitthvað sérstakt var það sem dró okkur svo saman að fyrr en varði var ég orðinn fastagestur á heimili foreldra hans, en þau voru Laufey Magnúsdótth' húsfreyja og Grímur Engilberts, ritstjóri barnablaðsins Æskunnar. Grímur lést á vordög- um 1988, tæpra 76 ára að aldri, en sömu daga var Laufey flutt farlama vegna öldrunarsjúkdóms að Hátúni í Reykjavík, og síðar á dvalarheim- ili aldraðra, DAS, þaðan sem hún átti ekki afturkvæmt, og lést eftir samfellt átta ára veikindastríð vorið 1996, 87 ára gömul. Féll Birgi þetta allt mjög þungt; sjálfur hafði hann átt við vanheilsu að stríða allt frá barnsaldri. Slík var umhyggja Birgis fyrir móður sinni að daglega í fimm ár heimsótti hann hana á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.