Morgunblaðið - 14.04.1999, Síða 2

Morgunblaðið - 14.04.1999, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR N etavið- Islendingur tekinn með 50 kg af kannabis á landamærum Spánar og Frakklands KEA Nettó ekki á leið í Kaupás gerðir í nepjunni FÁIR bátar voru á sjó í gær vegna brælu. Þessi vel dúðaði maður var við netaviðgerðir í Reykjavíkurhöfn og stoppaði í aflagaða möskva. Það líður að lokum vetrarvertíðar, sem lýkur 11. maí. Skipta þá margir úr netaveiðum yfir í annan veiði- skap. ekkert á móti því að sameina fleiri aðila en því væri ekki að heilsa. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa farið fram óformlegar viðræður um að KEA Nettó komi til liðs við Kaupás og að það sé eitt af mörgum atriðum sem séu til skoðun- ar varðandi breytingar og endur- skipulagningu í smásöluverslun næstu vikur og mánuði. Verið er að undirbúa breytingar og stækkun á húsnæði Umferðar- miðstöðvarinnai- í Reykjavík en þar er ætlunin að bæta við 10 til 15 þús- und fermetra byggingu ef leyfí fást og að KEA Nettó opni þar verslun. Jafnframt verður þar áfram til húsa afgreiðsla fyrir hópferðabfla og er hugmyndin að Kynnisferðir-Flug- rútan flytji afgreiðslu sína þangað. Kristján Jónsson, sem situr í stjórn Umferðarmiðstöðvarinnar ásamt fulltrúum KEA, segir að starfsemi alhliða verslunar, sem leggi einnig áherslu á vörur fyrir ferðamenn, fari mjög vel saman við starfsemi Um- ferðarmiðstöðvarinnai-. Hann segir að nú standi yfir hönnun á viðbygg- ingu og samningar við Reykjavíkur- borg. Hugmyndin er að reisa eins stórt hús og leyfilegt er. Núverandi húsnæði Umferðarmiðstöðvarinnar er um 1.200 fermetrar. Býst Kristján við að framtíðaráætlanir um Um- ferðarmiðstöð og stórmarkað muni því skýrast mjög á næstu vikum. ----------------- Þyrla sækir slas- aðan sjómann SLASAÐUR skipverji af Sjóla HF 1 var fluttur með þyrlu Landhelgis- gæslunnar á Borgarspítalann um miðjan dag í gær. Skipverjinn var ristarbrotinn eftir að hafa klemmst undir toghlera um borð. Skipið var statt um 100 sjómílur vestsuðvestur af Reykjanesi og voru veðurskilyrði til flugs góð. Bíður réttarhalda í fangelsi Morgunblaðið/Brynjar Gauti „ÞAÐ er enginn fótur fyrir því að eitthvað sé að gerast milli okkar,“ sagði Þorsteinn Pálsson hjá Kaupási, sem er sameiginlegt fyrirtæki Kaup- félags Árnesinga, Nóatúnsbúðanna og 11—11 verslananna, er hann var spurður hvort KEA Nettó væri á leið inn í félagið. Þorsteinn Pálsson sagði að unnið væri að því að undirbúa formlega stofnsetningu Kaupáss ehf. sem ráð- gerð er 1. maí og hann sagði svo sem Leikskdlakennarar í Kópavogi ákveða uppsagnir vegna óánægju með kjör Talið að nær allir segi upp störfum á næstu dögum LEIKSKÓLAKENNARAR á leik- skólum Kópavogs eru mjög óánægð- ir með kjör sín og er reiknað með að flestir þeirra segi upp störfum á næstu dögum. Að sögn Ásdísar Ólafsdóttur, leikskólakennara í Stubbaseli, var samþykkt einróma á fundi leikskólakennara sl. mánudag að leikskólakennarar sendu inn upp- sagnarbréf hver fyrir sig og leituðu að vinnu annars staðar. Fjöldi upp- sagnarbréfa var lagður inn strax í gær. Bæjarstjórn Kópavogs sam- þykkti í gær að skipa nefnd til við- ræðna við leikskólakennara. Allar líkur eru taldar á að flestallii- leikskólakennarar á 12 leikskólum Kópavogsbæjar sendi inn tilkynning- ar á næstu dögum um uppsagnir frá og með 1. maí nk. en leikskólakennar- ar í Kópavogi eru um 100 talsins, skv. upplýsingum sem Morgunblaðið fékk í samtölum við leikskólakennara í gær. Um 1.500 böm eru á leikskólum Kópavogs. Uppsagnarfrestur er þrír mánuðir og hafa bæjaryfirvöld heim- ild til að framlengja frestinn um þrjá mánuði til viðbótar. Vilja sérsamninga líkt og í nágrannasveitarfélögum Gildandi kjarasamningur Félags íslenskra leikskólakennara rennur út í lok ársins 2000 en að sögn Ás- dísar hafa leikskólakennarar í Kópavogi verið mjög óánægðir með kjör sín og benda í því sambandi á að ýmis sveitarfélög hafi hlúð að sínu starfsfólki með sérsamningum við leikskólakennara um kjarabæt- ur, s.s. á Seltjarnarnesi og í Hafnar- firði. Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafi hins vegar ekki léð máls á viðræð- um um neitt slíkt á undanförnum mánuðum. „Við byrjuðum bréfaskriftir í nóv- ember í fyrra og höfum aðeins fengið eitt svar, sem var í rauninni ekkert svar. Okkur var sagt að það væri verið að skoða málið og þegar við vildum fá að vita hvað væri verið að skoða fengum við engin svör við því. Við ætlum ekki að bíða lengur eftir svari,“ sagði hún. Leikskólastjórar í Kópavogi komu saman í gær og sendu frá sér yfirlýs- ingu þar sem lýst er áhyggjum af því ástandi sem yfirvofandi er í leikskól- um bæjarins. „Leikskólastjórar í Kópavogi harma þá stöðu sem upp er komin og telja að hægt hefði verið að koma í veg fyrir uppsagnir með gagnkvæm- um viðræðum milli leikskólakennara og bæjaryfírvalda. Leikskólastjórar lýsa yfir þungum áhyggjum vegna viðvarandi skorts á leikskólakennur- um. Nú þegar er erfitt að manna stöður innan leikskólanna. I ljósi þessara staðreynda ríkir óvissa um starfsemi leikskóla Kópavogsbæjar og inntöku nýrra barna fyrir næsta skólaár,“ segir í fréttatilkynningu leikskólastjóra. Morgunblaðið fékk þær upplýs- ingar hjá Félagi íslenskra leikskóla- kennara í gær að aðgerðir leikskóla- kennaranna í Kópavogi væru ekki á vegum félagsins og félagið hefði eng- in afskipti af þessu máli. Skipa viðræðunefnd Bæjarstjóm Kópavogs ákvað í gær, að frumkvæði meirihlutaflokk- anna, að fela bæjarráði að skipa nefnd embættismanna til að ræða við leikskólakennara, með sama hætti og rætt var við grunnskólakennara. Halla Halldórsdóttir, forseti bæjar- stjórnar, sagði í gærkvöldi að áður hefði legið fyrir sá vilji bæjarstjómar að taka upp viðræður við leikskóla- kennara, í framhaldi af samningum við grannskólakennai-a. Sagðist hún sannfærð um að samningar tækjust við leikskólakennara á næstunni. verða þama í haldi þar til mál hans verður tekið fyrir. Ég býst ekki við að málið komi fyiir dóm fyrr en hugsan- lega á haustmánuðum,“ sagði hann. Ekki vitað hvort maðurinn var einn að verki Sigurgeir Sigmundsson, lögreglu- fulltrúi á landsskrifstofu Interpol hjá ríkislögreglustjóraembættinu, segir í samtali við Morgunblaðið að frönsk yfirvöld hafi leitað til skrifstofunnar og óskað eftir upplýsingum um Is- lendinginn vegna rannsóknar máls- ins eins og venja er þegar Islending- ar era handteknir erlendis. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins á maðurinn ekki sakaferil að baki hér á landi en hann hefur lengi búið á Norðurlöndum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort hann var einn að verki eða hvort fleiri tengjast rannsókn málsins. ÍSLENSKUR karlmaður hefur setið í fangelsi í bænum Perpignan í Suður-Frakklandi frá 4. mars sl. en maðurinn var þá handtekinn á landamærum Frakklands og Spánar með mikið magn fíkniefna. Fundu franskir landamæravei’ðir 50 kíló af kannabisefnum við leit í bíl manns- ins. Sendiráð íslands í París hefur fylgst með gangi málsins hjá frönsk- um lögregluyfírvöldum og að sögn Guðmundar Helgasonar, sendiráðu- nautar í París, er ósennilegt að réttað verði í máli mannsins fyrr en í haust og að allar líkur séu á að maðurinn verði í haldi þangað til. Fundu efnin falin í farangurs- geymslu bflsins Islendingurinn, sem er fæddur ár- ið 1960 og hefur verið búsettur í Danmörku undanfarin ár, var einn í bíl á leið frá Spáni yfir landamærin til Frakklands. Landamæraverðii’ Frakklandsmegin í bænum le Pert- hus stöðvuðu bifreiðina og gerðu leit í bílnum með aðstoð leitarhunds. Fundu þeir fíkniefnin í litlum pökk- um sem faldir voru undir plötu í far- angursgeymslu bflsins. Var maður- inn handtekinn og yfirheyrðui’ fyrfr tilraun til að smygla kannabisefnum inn í Frakkland. Að sögn Guðmundar hefur sendi- ráðið haft samband við lögfræðing mannsins og fylgst með réttargæslu mannsins. „Við munum fylgjast með málinu eftir því sem það mun þróast en maðurinn má gera ráð fyrir að HÁLFUR MÁNUÐUR AF DAGSKRÁ FRÁ MIÐVIKUDEGI TIL ÞRIÐJUDAGS. 4l3fe)Uíi Njarðvíkingar byrja vel í einvíginu við Keflavík / C2 Kahn markvörður Bayern fótbrotinn? / C3 ► VERIÐ fjallar um stofnaðild íslands að Suðaustur-Átlantshafsfiskveiðistofnuninni, arði’án túnfisks í Suðurskautshafi, við- brögð kaupenda við gremju grásleppu- veiðimanna vegna lækkaðs verðs og þróun- arvinnu hjá Islensku-frönsku eldhúsi hf. Úrslit - Loftkastalinn - Myndasögur Moggans

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.