Morgunblaðið - 14.04.1999, Síða 6

Morgunblaðið - 14.04.1999, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ „Betra að gefa peningana en að fá pítsu“ KRÖKKUNUM í 2. bekk KÁI í Selásskóla er umhugað um al- banska jafnaldra sína frá Kosovo. Bekkurinn afhenti flóttamönnunum sem komu hing- að til lands i siðustu viku pen- ingagjöf í gær. Það kom í hlut nafnanna Jóns Everts og Jóns Sigurðssonar að afhenda peningagjöfma, en alls höfðu safnast 12.634 krónur. „Þetta er gjöf frá bekknum til flóttamanna frá Kosovo,“ sögðu nafnarnir einum rómi og afhentu Fitim, Fitore og Mexhide poka fullan af peningum. Aðdragandinn að gjöfinni er sá að bekkurinn hélt skemmtun fyrr í vetur þar sem safnað var pen- ingum til þess að halda pítsu- veislu. I síðustu viku kom upp umræða í bekknum um stríðið í Kosovo og fannst öllum í bekkn- um erfitt að vita af jafnöldrum síhum sem ættu um sárt að binda. Þau vildu hjálpa þeim Kosovo-Albönum sem komu hing- að til lands í síðustu viku alls- Iausir. Hugmynd Kristbjargar Ástu kennara þeirra um að gefa peningana til barnanna frá Kosovo var samþykkt með leyni- legri atkvæðagreiðslu með öllum greiddum atkvæðum. Við pítsu- sjóðinn bættist svo afrakstur nokkurra hlutaveltna sem krakk- arnir höfðu haldið. Vildu gefa litla barninu Fyrst í stað vildu krakkarnir gefa litla baminu sem þau höfðu séð borið út úr flugvélinni í sjón- varpinu á fimmtudaginn sjóðinn, en komust svo að þeirri niður- stöðu að eldri krakkar ættu líka að fá sinn skerf. Einhverjir höfðu Iíka áhyggjur af því að fá enga pítsu en bekkjarfélagarnir sögðu: „Við fáum bara pítsu næsta vetur!“ „Það er miklu betra að gefa peningana en að fá pítsu,“ heyrð- ist í Steinunni úr öftustu röð bekkjarins. Allir í bekknum tóku undir þetta og í sameiginlegri ályktun bekkjarins, sem þau ætla að senda flóttamannahópnum, segir: „Við vitum að það er stríð í Kosovo og margir þurfa að fela FRÉTTIR Morgunblaðið/Sverrir 2. BEKKUR KÁI fékk viðurkenningarskjal frá Rauða krossi íslands fyrir framlag sitt til barnanna frá Kosovo. Á myndinni er allur bekkurinn, albönsku börnin Fitore, Fitim og Mexhide, Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross íslands, Hólmfríður Gísladóttir, starfsmaður RKÍ, túlkurinn Lindita, Anna Guðrún Jósefsdóttir, aðstoðarskólastjóri Selásskóla, og kennari bekkjarins, Kristbjörg Ásta Ingvarsdóttir. sig í fjöllunum og em glorhungr- aðir. Við vonum að þessu stríði ljúki sem fyrst.“ Krakkamir voru spenntir að hitta krakka frá Kosovo og tóku vel á móti þeim þegar þau komu að taka við gjöfinni í gærmorg- un. Með þeim í för var Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Islands, sem þakk- aði bekknum fyrir óeigingjarnt framlag og útskýrði að fyrir stuttu hefðu þessi börn átt heim- ili og gengið í skóla eins og þau. Nú kæmi góðmennska bekkjarins sér vel og það væri dýrmætt fyr- ir albönsku bömin að finna að þau væm velkomin meðal þeirra. Krakkarnir í 2. KÁI þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að fá ekki pítsu, því Kristbjörg Ásta kennar- inn þeirra ætlar að verðlauna þau fyrir óeigingimi og býður þeim í pítsupartí í næstu viku. Undirbúningur formennskutíðar fslands í Evrópuráðinu er hafínn Yerður mikíl prófraun fyrir íslenzk stjórnvöld Framkvæmdastjónnn ekki í vafa um hæfni Islendinga til að axla verkefnið ISLAND tekur við formennsku í Evrópuráðinu hinn 7. maí næstkom- andi, í fyrsta sinn í hálfrar aldar sögu þess. Daniel Tarschys, fram- kvæmdastjóri ráðsins, átti í gær fundi með Halldóri Ásgrímssyni ut- anríkisi-áðherra og Davíð Oddssyni forsætisráðherra, þar sem farið var yfir verkefnaáætlun hins hálfs árs langa formennskutímabils íslands. Halldór segir formennskuna verða mikla prófraun fyrir ísland; til dæmis verði utanríkisráðuneytið og fleiri ráðuneyti mjög upptekin af þessu verkefni. Á blaðamannafundi í ráðherrabú- staðnum við Tjamargötu sagði Halldór að Kosovo-deilan geti tekið mikinn tíma frá annarri starfsemi Evrópuráðsins á þessu hálfa ári ís- lenzku formennskutíðai-innar. „Evr- ópuráðið stendur fyrir mannréttindi og réttindi fólks. I Kosovo er verið að fótum troða mannréttindi (...). Það liggur ljóst íyrir að þegar kemst á friður í Kosovo og Jú- góslavíu þá mun koma til kasta Evr- ópuráðsins að byggja upp lýðræði á nýjan leik,“ sagði Halldór. Fyrir utan þann vanda sem Evr- ópuráðið og aðrar fjölþjóðastofnanir álfunnar verða að fást við vegna hörmunganna í Júgóslavíu sagði Halldór viðfangsefni íslenzku for- mennskunnar meðal annars felast í afgreiðslu aðildarumsókna að ráð- inu. Hinn 27. apríl næstkomandi muni Kákasuslýðveldið Georgía verða 41. aðildarríkið, en líklegast er Bosnía næst. „Það kemur mjög til greina að Bosnía verði aðili (...) á næstunni og það mun koma í hlut okkar Islendinga að vinna nánar að því máli,“ sagði Halldór. Formennskan í Evrópuráðinu mun gera Island „mjög sýnilegt á mannréttindasviðinu," sagði Hall- dór. Það gefur íslendingum tæki- færi á að koma þar með okkar eigin áherzlur og leggja okkai- af mörk- um í mannréttindamálum í Evrópu. Áherzla á skilvirkni og markvisst samráð Skilvirkni í starfi Evrópuráðsins hefur á liðnum árum takmarkast af því hvernig starfssvið hinna ýmsu stofnana, svo sem Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu (ÖSE) og Evrópusambandsins (ESB) hefur skarast. Aðspurður um áhrif þessa á það hvernig tekið er á vandanum í Kosovo sagði Tarschys: „Þetta er raunverulegt vandamál. En ég held að okkur hafi tekizt vel að leysa úr því. Við erum í mjög nánum tengsl- um við ÖSE og ESB, við stöndum sameiginlega að hjálparáætlunum með ESB. Við höfum reynt að skil- greina nákvæmlega i samráði við ÖSE hver geri hvað. Hafa ber í huga að skörunin milli þessara stofnana skýrist af mismunandi meðlimasamsetningu þeirra. Hvað meðlimafjölda varðar er ÖSE mjög stór stofnun, Evrópuráðið eilítið minni - í okkar röðum eru aðeins viðurkennd lýðræðisríki - og Evr- ópusambandið enn minni,“ sagði Tarschys. „Hér reynir einmitt á mikilvægi formennskuríkisins. í formennsku- tíð íslands verða haldnir samráðs- fundir með ÖSE og Evrópusam- bandinu. Þessir fundir verða gríðar- lega mikilvægir og ég tel að með þeim geti ísland lagt mjög mikið af mörkum í formennskutíð sinni.“ Utanríkisráðherra sagði það einmitt verða forgangsatriði á dag- skrá formennskutíma íslands í Evr- ópuráðinu að eiga markvisst og skil- virkt samráð og samstarf við stofn- anir á borð við ÖSE, Evrópusam- bandið og ekki síður Atlantshafs- bandalagið og Sameinuðu þjóðirnar. Morgunblaðið/Sverrir DANIEL Tarschys, framkvæmdastjóri Evrópuráðsins, ásamt Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra í Ráðherrabústaðnum í gær. Tarschys ræddi dagskrá komandi formennskutíðar Islands í Evrópuráðinu við Halldór og Davíð Oddsson forsætisráðherra. Halldór minnti á að ráðherrar frá öllum Norðurlöndunum hefðu fyrir skömmu átt fund í Reykjavík með Tarschys, þar sem samstarf Evr- ópuráðsins, ÖSE og ESB hefði sér- staklega verið tekið fyrir, enda gegnir Noregur um þessar mundir formennsku í ÖSE og Finnland tek- ur við formennskunni í ESB um mitt árið. „Þetta er einstakt tækifæri til að gera betur á þessu sviði en hingað til hefur verið gert. Náið samstarf þessara stofnana er nauðsynlegt," sagði Halldór. Undir þetta tók Tarschys. í sam- tali við Morgunblaðið sagði hann jafnframt, að þrátt fyrir smæð ís- lenzks stjórnkerfis hefði hann ekki minnstu efasemdir um hæfni Is- lendinga til að gegna þessu ábyrgð- arhlutverki sem formennskan í Evr- ópuráðinu er. ,;Ég held að undir- búningurinn af Islands hálfu sé góð- ur. Island hefur mikla reynslu af þátttöku í alþjóðlegu samstarfi sem ég held að muni skila sér mjög vel.“ I formennskutíð Islands munu verða framkvæmdastjóraskipti hjá ráðinu. Daniel Tarschys mun sitja út ágúst en arftaki hans, sem verð- ur kjörinn í júnímánuði, tekur þá við. Island lætur af formennskunni í nóvember. Halldór heinia á afmælisfundi Hálfrar aldar afmælis ráðsins verður minnzt með ýmsum hætti í ár. Fyrsti afmælishátíðarfundurinn verður í Búdapest 7. maí nk., en hann mun jafnframt marka lok for- mennskutíðar Ungverjalands. Hall- dór Ásgrímsson bað á blaðamanna- fundinum um skilning á því að hann sæi sér ekki fært að sækja þennan fund fyrir Islands hönd, daginn fyr- ir Alþingiskosningar. Þorsteinn Pálsson, fráfarandi dómsmálaráð- ■he.rra, verður þar fulltrúi íslands. Ný reglugerð um ferliverk Verið að einfalda kerfið GEFIN hefur verið út ný reglugerð vegna ferliverka af heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, en með reglugerðinni eru greiðslur vegna ferliverka einfaldaðar. Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigð- is- og tryggingaráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið að með reglugerðinni væri verið að einfalda kerfið og koma til móts við sjúk- linga sem hefðu þurft að greiða há- ar upphæðir vegna þeirra reglna sem gilt hefðu. Að vísu hefði verið í gildi hámark á greiðslum og fólk fengið endurgreitt þegar um háar greiðslur fyrir ferliverk hefði verið að ræða, en með gildistöku nýju reglugerðarinnar þyrfti hins vegar ekki lengur að greiða fyrir verkið fyrst og fara síðan og fá endurgreitt með ómældum óþægindum. „Reglugerð um ferliverk var frá árinu 1993 og hefur gert það að verkum að margir hafa þurft að greiða háar upphæðir, sem hefur valdið bæði miklum óþægindum og óánægju. Ég hef verið að fá undan- farin misseri dæmi um að fólk hafi verið að leggja út einhverja tugi þúsunda," sagði Ingibjörg í samtali við Morgunblaðið. 27-28 þúsund afsláttarkort Hún sagði að ekki hefðu allir gert sér Ijóst að hámark á greiðslum hefði verið í gildi, þ.e.a.s. 12 þúsund kr. fyrir fullorðinn einstakling og sex þúsund kr. fyrir börn. Eftir að greiðslur vegna læknisverka hefðu náð þeirri upphæð, hefði fólk getað sótt um afsláttarkort og hefðu verið gefin út 27-28 þúsund afsláttarkort á ári vegna þessa. Þeim myndi fækka við þessa reglugerðarbreyt- ingu. Þannig væri bæði verið að spara sjúklingum sporin og einnig einfalda kerfið. „Ég tel að þetta komi sérstaklega barnafjölskyldum til góða, sem hafa þurft að bera mikinn kostnað vegna þessa þótt hann hafi verið endurgreiddur síð-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.