Morgunblaðið - 22.04.1999, Page 13

Morgunblaðið - 22.04.1999, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1999 13 FRÉTTIR Kínverjar smfða fískiskip fyrir Islendinga Verið að semja um smíði túnfiskveiðiskipa Kosningabaráttan á Suöurlandi Sjálfstæðis- menn funda í heita pottinum • FRAM BJÓÐEN DU R Sjálfstæðis- flokksins á Suðurlandi hafa gert víðreist á vinnustaðafundi og í heimsóknir að undanförnu í kosn- ingabaráttunni á Suðurlandi. Á myndinni eru Árni Johnsen, Kjartan Ólafsson og Drífa Hjartardóttir á spjalli við eldri borgara í heita pott- inum í Sundlaug Selfoss árla dags. Kosninga- vefur ÍU • ÍSLENSK upplýsingatækni hefur nú sett upp kosningavef sem beinir sjónum sínum að kosningabarátt- unni á Vesturlandi. Viðræður eru í gangi um þátttöku allra stjórnmálaflokkanna í þessum vef. Slóðin er http://www.kasm- ir.is/x99 Sjálfstæöisflokkur í Grafarvogi Fundur með ungu fólki • SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN held- ur almennan fund ætlaðan ungu fólk: á kosningaskrifstofu flokksins í Hverafold 5 í Grafarvogi á föstu- dagskvöld ki. 20. Gestir fundarins verða Eyþór Arnalds borgarfullrúi, Lára Margrét Ragnarsdóttir alþingis- maður og Símon Þorleifsson, starfs- þróunarstjóri hjá Nýherja. Vinstrihreyfingin á ísafirði Rætt um byggðamál • UMRÆÐUFUNDUR um atvinnu- og byggðamál verður á vegum Vinstri- hreyfingarinnar - græns framboðs á Hótel ísafirði í kvöld kl. 20.30. Frum- mælendur eru Lilja Rafney Magnús- dóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Dorot- hee Lubecki, Dagný Sveinbjörnsdótt- ir og Steingrímur J. Sigfússon. ÍSLENSK útgerðarfyrirtæki ei-u farin að sækja á fjarlæg mið þegar kemur að því að láta smíða fisk- veiðiskip, en í lok þessa árs og byrjun þess næsta verða íslenskum fyrirtækjum afhent tvö skip sem verið er að smíða í Kína. Það er skipasmíðastöðin HuangPu Shipy- ard í Guang Zhou sem smíðar skip- in en stöðin er vel þekkt í heima- landi sínu, þó aðallega fyrir smíði herskipa. Þessa dagana eru staddir hér á landi sex fulltrúar fyrirtækisins en þeir eiga í samningaviðræðum við íslensk útgerðarfyrirtæki. Stefnt er að því að á næstu dögum verði skrifað undir samninga við tvö ís- lensk fyrirtæki um smíði tveggja túnfiskveiðiskipa, og ef það gengur eftir verða fjögur skip í smíðum í Kina fyrir Islendinga. Hafa smíðað fyrir Þjóðverja og Norðmenn Að sögn Gunnlaugs Ingvarsson- ar, sölu- og markaðsstjóra og IceMae ehf., umboðsaðila kín- versku stöðvarinnar hér á landi, byggir Kinverska skipasmíðastöðin á mikilli hefð, en um 140 ár eru síð- an hún hóf rekstur. Hann sagði að stöðin væri tæknilega jafnvel útbú- in og bestu skipasmíðastöðvar Vesturlanda, enda væri stöðin búin að smíða mörg skip fyrir bæði Þjóðverja og Norðmenn og hefði fengið lof fyrir. IceMac ehf., hefur verið í við- skiptum í Kína síðastliðinn fimm til sex ár, en fyrir um tveimur árum komust þeir í samband við skipa- smíðastöðina og í framhaldi af því var farið með hóp af útgerðar- mönnum til Kína í þeim tilgangi að kynna þeim starfsemina. I kjölfar heimsóknarinnar vai- gengið frá samningum um smiði tveggja fiski; skipa, eins og áður var getið um. í desember er áætlað að Öm Erl- ingsson, útgerðarmaður í Keflavík, fái afhent um 71 metra langt fjölveiðiskip og þá á dótturfyrir- tæki Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf. að fá sérútbúið kúfiskveiðiskip afhent í febrúar árið 2000. Geir H. Haarde fjármálaráðherra í fundaherferð Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir FRA fundi Sjálfstæðisflokksins á Hellu, f.v. Drífa Hjartardóttir, bóndi á Keldum seni skipar 2. sæti á lista flokksins á Suðurlandi, Geir H. Haarde Qármálaráðherra, Óli Már Aronsson fundarstjóri og Árni Johnsen alþingismaður sem skipar 1. sætið. „Fólk ákveð- ur sjálft hvað kosið er um“ Hellu. Morgunblaðid. GEIR H. Haarde fjármálaráðherra hélt fund á Hellu með frambjóðend- um í efstu sætum á listum Sjálf- stæðisflokksins á Suðurlandi í fyrra- Kvöld. I máli ráðherrans kom fram að erfitt sé fyrir fólk að einblína á einhver ákveðin mál sem slík. „Hverjum hefði dottið í hug fyiir fjórum árum að heitusta málin á þessu kjörtímabili yrðu erfðagrein- ingarmál, hálendi Islands og átökin á Balkanskaga, svo dæmi séu tekin. Það er ekki hægt að gefa sér hver verða úrlausnarmál næstu ríkis- stjórnar, en eins og ástandið í þjóð- félaginu er núna er svigrúm til að leysa úr ýmsum brýnum málum þar sem efnahagsmálin eru ekki lengur fyrirferðarmesti málaflokkurinn. A síðasta kjörtímabili fór mikill tími í að vinna að stjórnarskrármálum t.d um mannréttindi, kjördæmaskipan og stjórnsýslumál og á því næsta er stefna Sjálfstæðisflokksins m.a. að halda áfram að lækka skatta, taka á málum varðandi einfóldun á tekju- tengingu, sköttum, almannatrygg- ingum, kjörum aldraðra og öryrkja ásamt lífeyrismálum. Það er stefna flokksins að koma góðærinu til allra,“ sagði Geir H. Haarde. Hjúkrunarheimilið Eir Morgunblaðið/Jón Svavarsson LÁRUS Þórarinsson tók fyrstu skóflustunguna við hjúkrunarheimilið Eir í gær. Síra Sigurður Helgi Guðmundsson, forstjóri Eirar, helgaði byggingasvæðið en ávarp flutti Vilhjálmur Þ. Vilhjámsson, stjórnar- formaður Eirar. áhrif á hlut kvenna, en lagði áherslu á að ákvarðanir persóna skiptu líka máli í þessu sambandi. „Það eru persónur sem taka ákvarðanir en ekki formgerðir eða skipulag og þetta er hvergi eins og skýrt og þegar kemur að hlut kvenna í stjómmálum, einkum í æðstu og valdamestu stöðunum." Benti hún m.a. á að forystumenn flokkanna hefðu það í hendi sér hvort konur kæmust til aukinna valda eftir kosn- ingar eða ekki. Umræðuefni dr. Ólafs Þ. Harðar- sonar var kosningahegðun á íslandi og sagði hann m.a. að rannsóknir sýndu að menn kysu ekki einungis um einstök mál heldur líka um ár- angur ríkisstjórnarinnar. „Þá vakn- ar auðvitað sú spurning hvort tengsl séu milli þess hvernig menn meta árangur ríkisstjórnar og hvað þeir kjósa,“ sagði hann og benti á að um þetta hefði verið spurt í könnun- um til að mynda eftir síðustu al- þingiskosningar. Þar hefði komið í ljós að kjósendur Alþýðubandalags hefðu haft minnst álit á fráfarandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks. Þar á eftir komu stuðn- ingsmenn Kvennalistans, Þjóðvaka og síðan Framsóknarflokksins. „Fulltníar stjórnai'flokkanna gáfu ríkisstjórninni á hinn bóginn miklu betri einkunn." Ólafur benti þó á að ekki væri al- gilt að stuðningsmenn stjórnar- flokkanna gæfu þeim góða einkunn og túlkaði hann það sem svo að kjósendur hugsuðu sig vel um og mætu vandlega störf ríkisstjórnar- innar. Af þessu og fleiri rannsókn- um mætti draga þann lærdóm að ekki væri rétt að stjórnmál nú til dags væru innihaldslaus og kjós- endurnir kjánar sem ýmist létu stjómast af hugsanaleti eða vana. Hvað þá að þeir létu blekkja sig með marklausu skrumi og auglýs- ingum. Of mikil talnafræði Fulltrúar stjórnmálaflokkanna voru ekki allsendis sammála um það hvað yrði kosið um í komandi alþingis- kosningum. Finnur Ingólfsson sagði að kosningarnar snerust m.a. um ár- angur ríkissstjórnarinnar, en Mar- grét Sverrisdóttir benti á að fyrst og síðast yi’ði kosið um fiskveiðimál, þ.e. um það hvort þjóðarauðlindin yrði til frambúðar geiin örfáum út- völdum aðilum. „Haldi svo áfram sem horfir mun þjóðin skiptast í tvo hópa - tvær stéttir. Örfáa nýríka auðmenn, sem fengu auðinn að gjöf, og alla hina sem sátu eftir,“ sagði hún. Kjartan Jónsson sagði að því mið- ur snerust kosningarnar ekki um hugmyndafræði og vakti auk þess athygli á áherslu fjölmiðla á niður- stöður skoðankannana og „pælingar um prósentur og fylgi“. Að mati Þórunnar Sveinbjamardóttur verð- ur kosið um félagslegt réttlæti og virkt lýðræði í nútímasamfélagi, grundvallaratriðið í stefnu Samfylk- ingarinnar, en Björn Bjarnason sagði kjósendur hafa skýra kosti. öryggisíbúða hafin FYRSTA skóflustungan að bygg- ingu öryggisíbúða við hjúkrunar- heimilið Eir var tekin í gær af Lárusi Þórarinssyni, væntanleg- um íbúa í Eirarhúsum, en svo eru öryggisíbúðirnar nefndar. Ibúð- irnar verða 40 talsins en um er að ræða nýjung í öldrunarþjón- ustu hér á landi, að sögn Grétu Guðmundsdóttur, forstöðumanns hjúkrunarheiinilisins. Öryggisíbúðirnar verða tengd- ar hjúkrunarheimilinu með tengigangi. „Gangurinn veldur því að fólk getur dvalið í íbúðun- um þótt heilsu sé mjög tekið að hraka,“ segir Gréta, „öll þjónusta við fbúana verður þannig auð- veldari og öruggari, til að mynda verður læknavakt allan sólar- hringinn". Kostnaður áætlaður 414 millj- ónir Nýju íbúðirnar verða misjafn- ar að stærð og segir Gréta að byggingaframkvæmdir muni taka um 18 mánuði og áætlaður kostnaður sé um 414 milljónir króna. * Vísir.is og IU sameinast á Netinu Annars vegar gætu þeir kosið þá sem vildu sem minnst ríkisafskipti og sem mest svigrúm einstaklings- ins og hins vegar stjórn þeirra sem vildu auka ríkisafskipti, hækka skatta og þrengja að einstaklingn- um. Kristín Halldórsdóttir vakti hins vegar athygli á því mikla fé sem flokkarnir notuðu í kosningabai’átt- unni og sagði það vaxandi tilhneig- ingu hjá stjórnmálaflokkunum að halda að kosningar snerust um ímyndir og atvinnu fyrir auglýsinga- stofur. „Þessi þróun er hættuleg lýðræðinu," sagði hún og sagði síðar að hún myndi vilja að baráttan sner- ist um umhverfismál fyrst og fremst og jöfnun aðbúnaðar og lífskjara. Állnokkrum spm-ningum var beint til framsögumanna í lok fund- arins og kom m.a. fram að allir voru frambjóðendumir hlynntir þjóðarat- kvæðagreiðslu, á mismunandi for- sendum þó. Þá kvaðst Bjöm leggja áherslu á almenna lækkun skatta- kerfisins fremur en að skapa undan- þágur og Finnur skýrði nánar frá hugmyndum framsóknarmanna um bamakort. Undir lokin var Ólafur Þ. Harðarson spurður að því hvort hann teldi að leiðtogaleysi Samfylk- ingarinnar gæti háð henni í kosning- unum og sagði hann svo vera. „Eg held að það hái Samfylkingunni að hafa ekki óskoraðan leiðtoga," sagði hann og benti á að fleiri þættir spil- uðu þarna inn í, til að mynda það að Samfylkingin væri enn á því stigi að reyna að bræða saman ýmis sjónar- horn. „UNDIRRITAÐUR hefur verið samstarfssamningur á milli Vísis.is og Islenska útvarpsfélagsins sem kveður meðal annars á um einka- rétt Vísis.is á miðlun frétta- og íþróttaefnis ÍÚ á Netinu og að Fjölnet Islandia sameinist Vísi.is. Markmið samningsins er að skoða nýja möguleika á nýtingu Netsins sem fréttamiðils og upplýsinga- veitu í tengslum við útvarp og sjón- varp,“ að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá Vísi.is og IÚ. „Notendm- Vísis.is fá hér eftir beinan aðgang að fréttum úr 1920 og að Bylgjunni. Samstarfið felur einnig í sér að hægt verður að hlusta á útvarpsstöðvarnar Bylgj- una og Mono í beinni útsendingu á Vísi.is. Einnig er í samningnum kveðið á um náið samstarf Vísis.is og dagskrárvefjar Islenska út- varpsfélagsins, Ys.is, í markaðs- málum. Um leið og samstarfið tek- ur gildi hættir Islenska útvarpsfé- lagið rekstri fréttavefjarins Fjöl- nets.is sem hér eftir verður hluti Vísis.is," segir einnig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.