Morgunblaðið - 05.05.1999, Side 42

Morgunblaðið - 05.05.1999, Side 42
42 MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Listin að lofa Kosningaáróður Samfylkingarinnar hefur fyrst og fremst falist í ásökunum um dugleysi ríkisstjómar Davíðs Oddssonar. Árangurinn talar sinu máli Það er dálítið skond- in ákvörðun hjá Sam- fylkingunni að setja þetta meinta dugleysi á oddinn. Það hefur komið þessum gömlu félgshyggjuflokkum í veraleg vandræði alla kosningabaráttuna, þar sem árangur ríkis- stjómarforystu okkar sjálfstæðis- manna talar skýru máli. Þegar vandræðin hafa orðið sem mest hefur þrautalending verið sú að ráðast á persónu forsætisráðherra. Loforðalisti Það er umhugsunarefni hvers vegna Samfylkingin kýs að gera „dugleysi" að meginþema kosn- ingaáróðurs síns. Annars vegar era tilraunimar til gera lítið úr árangri ríkisstjómarinnar, árangri sem al- þjóðastofnanir hafa gefíð hæstu einkunn, hjárænulegar þegar best lætur. Þegar verst lætur er um hreint lýðskrum er að ræða, þar sem leitast er við að gera heila þjóðfélagshópa að fórnarlömbum stjómvalda. Hins vegar, og það er öllu alvarlegra mál, neyðir það Samfylk- inguna til „yíirboða" í stað málefnalegrar umræðu. I þeim efnum hefur Samfylkingin staðið sig vel; svo vel að segja má að gömlu félagshyggjuflokkamir séu að gera óraunhæf kosningaloforð að hreinni listgrein. Hagsæld í stað óða- verðbólgu Með yfírboðum sín- um vill Samfylkingin vitaskuld koma þeim Kosningaloforð Gömlu félagshyggju- flokkarnir eru að gera óraunhæf kosningalof- orð, segir Helga Guðrún Jónasdóttir, að hreinni listgrein. skilaboðum á framfæri að Sjálf- stæðisflokkurinn muni á næsta kjörtímabili ganga erinda „sér- hagsmunanna" á kostnað almennra hagsmuna launþega. Þessi fullyrð- ing fær ekki staðist, ekki frekar en fullyrðingarnar um dugleysið. Lyk- illinn að þeim ótrúlega árangri sem náðst hefur á sviði efnahagsmála, árangri sem skilað hefur stöðug- leika og mestu kjarabótum til al- mennings um áratuga skeið, fólst einmitt í því að Sjálfstæðisflokkur- inn lét seinvirkt sérhagsmunakerfi víkja fyrir almennu markaðskerfi. Þetta þýðir á venjulegu máli að góðærið hefur skilað sér í auknum kaupmætti almennings og hagvexti en ekki í þenslu og verðbólgu, eins og venjan var hér á árum áður. Áfram árangur! Þetta skilja ekki gömlu félags- hyggjuflokkamir, eða þykjast ekki skilja. Þess í stað reyna þeir að telja okkur trá um að einhver hundaheppni hafí elt ríkisstjórnir Davíðs Óddssonar með „hagstæð- um ytri skilyrðum". En ef svo ólík- lega skyldi vilja til, af hverju sner- ust þessi hagstæðu ytri skilyrði ekki í dúndrandi verðbólgu og kjaraskerðingu, eins og venja var, einkum og sér lagi þegar vinstrist- jórnir vora við völd? Staðreyndin er nefnilega sú, að loforð greiða ekki fyrir bættum kjöram eða betra þjóðfélagi, heldur traust hag- stjórn sem skilar okkur öllum áþreifanlegum árangri. Höfundur skipar 7. sœti framboðs- tistii Sjálfstæðisflokksins i Reykja- neskjördæmi. Helga Guðrún Jónasdóttir B Auglýsendur! Minnum á hinn árlega blaðauka Brúðkaup sem kemur út fimmtudaginn 13. maí nk., en þess má geta að blaðaukinn verður nú gefinn út í miðformsstærð. Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýsingadeild. Meðal efnis: Skipulag brúðkaupsveislunnar • Undirbúningur ungs pars fyrir brúðkaup • Fatahönnuður hannar brúðarföt á brúðina • Hvað kostar að leigja brúðarkjól • Ráðgjöf fyrir farsælt hjónaband • Hvernig viðhalda á rómantlkinni Gifting á gamlárskvöld • Brúðkaup að gömlum sið • Brúðkaupsskreytingar • Uppskriftir að mat og kökum Hárgreiðsla • Förðun • O.m.fl. Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12 miðvikudaginn 5. maí. PftpnblnMk AUGLÝSINGADEILD Síml 569 1111 • Bréfasími 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is Asta Ragn- heiður og sjtíkl- ingagjöldin í GREIN í Morgun- blaðinu 30. apríl sl. undir heitinu „Sjúk- lingar og ríldsstjórnin - verkin tala“ fjallar Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir, alþingis- maður, um hækkanir á gjöldum í heilbrigðis- þjónustunni á þessu kjörtímabili. I grein sinni segir Ásta m.a.: „Gjöld fyrir heilsu- gæslu og læknisþjón- ustu voru hækkuð í upphafi kjörtímabils- ins. Almenningur greiðir nú 700 krónur í stað 600 króna áður við komu á heilsugæslu- stöð og hjá sérfræðingi 1.400 króna fastagjald og 40% af umframkostn- aði sem var 1.200 króna fastagjald áður. Gjaldið fyrir lífeyrisþega var hækkað um þriðjung í heilsugæsl- unni úr 200 krónum í 300 krónur og gjöld fyrir sérfræðilæknishjálp, röntgen og rannsóknir hækkuðu einnig á sama tíma.“ Sjúklingagjöld frá fyrri tíð Ásta Ragnheiður er hér að vísa til þeirrar gjaldtöku, sem ákveðin var samkvæmt reglugerð Ingibjargar Pálmadóttur, heilbrigðisráðheiTa, frá 30.janúar 1996. Áður var í gildi reglugerð Sighvats Björgvinssonar, fv. heilbrigðisráðherra, frá 12. janú- ar 1993. Þá var tekið upp blandað gjald vegna sérfræðilæknishjálpar. I stað 1.500 kr. fastagjalds skyldi greiða fyrstu 1.200 kr. auk 40% um- framgjalds. Þá hækkuðu almenn gjöld vegna röntgengreiningar og rannsókna úr 600 kr. í 900 kr. Skv. reglugerðinni frá 1993 skyldu böm áfram greiða sama gjald og full- orðnir fyrir sérfræðilæknishjálp, röntgengreiningu og rannsóknir. Lífeyrisþegar voru hins vegar látnir greiða þriðjung þessa gjalds. í heilsugæslunni voru börn látin greiða lægra gjald til samræmis við lífeyrisþega, þ.e. 200 kr. í stað 600 kr. áður. Rúmlega ári fyrr hafði Sighvatur hafíð á ný gjaldtöku í heilsugæslunni, sem fyrirrennari hans, Guðmundur Bjarnason, hafði fellt niður. Ný reglugerð um sjúklingagjöld Það er rétt hjá Ástu Ragnheiði, að komugjöldin í heilsugæslunni voru hækkuð um 100 kr. af núver- andi heilbrigðisráðherra árið 1996. Einnig voru gjöld vegna röntgen- greiningar og rannsókna hækkuð um 100 kr. og fóst greiðsla vegna sérfræðilæknishjálpar um 200 kr. Ásta Ragnheiður nefnir hins vegar ekki lækkuð gjöld barna fyrir heil- brigðisþjónustu skv. reglugerð frá 8. april sl. Þar vora aldursmörk barna hækkuð í 18 ár, þannig að nú greiða börn yngri en 18 ára 300 kr. komugjald í heilsugæslunni eins og lífeyrisþegar. I sömu reglugerð voru gjöld barna yngri en 18 ára lækkuð til samræmis við gjöld líf- eyrisþega vegna sérfræðilæknis- hjálpar, röntgengreiningar og rann- sókna. Þar er um kjarabót að ræða fyrir barnafjölskyldur, eins og kom fram í grein eftir undimitaðan hér í Morgunblaðinu 24. aprfl sl. I stað þess að greiða almennt gjald, sem er fyrstu 1.400 kr. og 40% umfram- kostnaðar fyrir sérfræðilæknis- hjálp, greiða börn yngri en 18 ára sama gjald og lífeyrisþegar, sem er fyrstu 500 kr. og 13,3% umfram- kostnaðar (sem er nálægt þriðj- ungsgjaldi). Þetta þýðir, að algengt verður að börn greiði um 800 kr. í stað 2.000 kr. fyrir sérfræðilæknis- hjálp. Auk þessa lækka gjöld bama vegna röntgengreiningar og rannsókna úr 1.000 kr. í 300 kr. til samræmis við lífeyrisþega. Það munar um minna! Sumir aldraðir greiða fullt gjald í áðumefndri grein Ástu Ragnheiðar gætir nokkurrar ónákvæmni þegar hún segir: „Ríkisstjórnin taldi aldraða sjúklinga sér- staklega aflögufæra í góðærinu. Lífeyrisþeg- ar, aldraðir, 67 ára og eldri, og öryi-kjar greiddu lægra gjald í heilbrigðisþjónustunni en þessi ríkisstjóm taldi ekki ástæðu til að halda þeirri reglu og hækkaði gjöldin á 67 ára til 70 ára. Eldra fólk greiðir nú fullt gjald fyrir heilbrigð- isþjónustu til 70 ára, í stað 67 ára áður, nema í undantekningartilvik- Kosningar s I grein sinni nefnir s Asta Ragnheiður ekki, — segir Olafur F. Magn- ússon, lækkuð gjöld barna fyrir heilbrigðis- þjónustu skv. reglugerð frá 8. apríl sl. um, þ.e. nema það hafi verið öryrkj- ar áður en það náði ellilífeyrisaldri.“ Þetta er ekki rétt. Fjölmargir eintaklingar 67 ára til 70 ára fram- vísa við komu til læknis skírteini, sem á stendur: „Ellilífeyrisþegi með óskertan ellilífeyri.“ Þetta skírteini veitir rétt til lægi’a gjalds vegna læknisþjónustu. Það eru ekki ein- göngu fyrrverandi öryi-kjar sem framvísa þessu skírteini. Lægra gjald fyrir 67 ára og eldri Undimtaður er sammála þeirri skoðun Ástu Ragnheiðar, að allir einstaklingar, sem orðnir era 67 ára, eigi að greiða lægi-a gjald í heil- brigðisþjónustunni. Líklegt má telja, að um það náist pólitísk sam- staða. Það skal tekið fram, að í þessari grein hefur fyrst og fremst verið fjallað um gjöld vegna læknis- þjónustu. Ymis önnur sjúklinga- gjöld, s.s. fyrir endurhæfingu, þjálf- un, lyf og hjálpartæki, falla undir aðrar reglugerðir og umfjöllun um þær yrði efni í aðra grein. Ásta Ragnheiður vill væntanlega „afnema komugjöld í heilsugæslu og minnka hlut sjúklinga í greiðsl- um fyrir ýmsa sérhæfða læknis- þjónustu“ eins og segir í stefnuyfir- lýsingu Samfylkingarinnar. Undir- ritaður telur breytingar á þessu sviði mikilvægastar fyrir aldraða, öryrkja og börn og hefur sett fram tillögur um niðurfellingu gjalda í heilsugæslunni fyrir þessa hópa. Hann hefur einnig beitt sér fyrir lækkun á gjöldum barna fyrir heil- brigðisþjónustu til samræmis við gjöld lífeyrisþega. Þeim áfanga er nú náð varðandi greiðslur fyrir læknisþjónustu með reglugerð heil- brigðisráðherra frá 8. apríl sl. Næsti áfangi verður vonandi niður- felling gjalda í heilsugæslunni fyrir börn, öryrkja og alla þá sem náð hafa 67 ára aldri. Höfundur er læknir og borgarfulltrúi i Krykjavík. Ólafur F. Magnússon

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.